Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 41
Úr Þjórsiírverum. Ljósm. Finnur GuSmundsson. liggja, þótt eyðilögð séu menning- arverðmæti á borð við Mývatn og umhverfi þess. Það er því ekki úr vegi að líta aðeins nánar á verðmæti þau, sem Laxárvirkjun teflir hér í voða. Á síðastliðnu ári voru gjaldeyristekjur af erlend- um ferðamönnum taldar um 680 milljónir króna. Þessar tekjur fara sívaxandi, og mjög stór hluti ferðamanna kemur hingað til lands einungis í þeim tilgangi að kynnast undrum Mývatns. Hér við bætast svo innlendir ferða- menn, sem jafnan eru fjölmennir á svæðinu. Hagnaður Akureyrar af sumarferðamönnum byggist að verulegu leyti á nálægð Mý- vatns, Laxár og Goðafoss. Öll- um þessum stöðum er nú ógn- að. Engin tilraun skal hér gerð til að meta beinan tekjumissi af ferðamönnum á öllu þessu svæði, ef úr stórfelldum virkj- unarframkvæmdum yrði. En hér eru vissulega í húfi verð- mæti, sem ber að rannsaka og meta hið fyrsta af sérfróðum mönnum. Forsvarsmenn landeyð- ingarstefnunnar hafa gersamlega vanrækt að taka tillit til þessara þátta. Má þar benda á áður- nefnda greinargerð Laxárnefnd- ar. í nefndinni áttu sæti verk- fræðingur, vatnamælingamaður og jarðfræðingur, allir á mála hjá raförkuyfirvöldum. Þessi ósér- fróða nefnd er ekki heldur í nein- um vafa um þau atriði, er hér var drepið á: „Nefndin álítur, að virkjunarframkvæmdirnar auki frekar náttúrufegurð Laxár en hitt... Nefndin treystir sér ekki til að meta áhrif framkvæmd- anna á „útilífsverðmæti" árinnar, en er þeirrar skoðunar, að þau rýrni ekki“. Þjórsárver Einn liður í áætlun Orkustofn- unar um fullnýtingu vatnsafis Þjórsár er gerð miðlunarstíflu móts við Norðlingaöldu. Við þetta myndaðist geysistórt uppistöðu- lón með vatnsborðshæð í 592 m yfir sjávarmáli. Hið svonefnda Þjórsárlón myndi færa í kaf merkilegasta gróðursvæðið í mið- hálendi íslands, Þjórsárver við Hofsjökul. Þar með væri gereytt varplöndum og uppeldisstöðvum helmings heiðagæsarinnar í heim- inum. Engar líkur eru til, að gæs- ir þær, sem þannig flosnuðu upp, geti fundið önnur lönd við sitt hæfi. Má því reikna með mikilli fækkun þessarar tegundar, auk þess sem eytt væri í eitt skipti fyrir öll einu merkasta lífveru samfélagi á norðurhveli jarðar. Þetta mál er í eðli sínu miklu einfaldara en Laxárvirkjunarmál- ið, því að ekki er um neinn milli- veg að ræða, verunum verður hreinlega sökkt. Jafnframt neyð- ast virkjunarmenn til að sýna sinn rétta lit í þessu máli. Þó hika þeir ekki við að grípa til fár ánlegra undanbragða. Við Laxá er ætlun þessara manna að nota blekkingar, til þess að virkja stig af stigi og eyðileggja um leið bæði menningarverðmæti og hreinan ágóða. Við Þjórsá duga slíkar aðferðir skammt, enda þótt reynt sé að beita þeim. Þeirri hugmynd er slegið fram, að auð- velt sé að rækta upp ný gróður- lendi fyrir heiðagæsina á bökkum hins mikla lóns. Síðan eigi að flytja gæsir á svæðið, og þar með sé vandinn leystur, gæsunum fækki ekki. Hver heilvita maður getur auðveldlega séð í gegnum þessa draumóra. En það aftrar ekki sérfræðingum Landsvirkjun- ar og Orkustofnunar. Þeir hafa hafið áróðursherferð í þeim til- gangi að sannfæra almenning og ráðamenn, að hægt sé að leysa málið á þessum grundvelli. Til vara eru þeir svo farnir að tala blíðum rómi um víðtækar líf- fræðirannsóknir. Reynslan sýnir nefnilega, að á þann hátt er oft hægt að múta vísindamönnum og svæfa samvizku þeirra. Með þess- um aðferðum er ætlunin að slá ryki í augu manna. Hægt verður að halda áfram dýrum undirbún- ingsrannsóknum og framkvæmd- um. Eftir því sem meira fé er varið í þessu skyni, aukast lík- urnar fyrir því að verunum verði sökkt. Þá ákvörðun þarf ekki að taka berum orðum, fyrr en svo og svo mörgum milljónum hefur verið dembt í aðrar virkjunar- framkvæmdir, hannaðar með til- liti til þess að Þjórsárver verði kaffærð, svo og beinar undirbún- ingsaðgerðir. Til þess að málið haldi sínum gangi, þarf aðeins að þagga niður í efasemdamönn- um með velundirbúnum blekk- ingum. Niðurlag Þetta eru vinnubrögðin, sem nú er beitt við undirbúning vatns- aflsvirkjana okkar. Tvennt er einkum augljóst í þessu máli: í fyrsta lagi er allur kostnaður virkjana áætlaður án tillits til margvíslegra verðmæta, sem þær gera að engu. Þetta er sér í lagi athugavert vegna þess, að í dag eru aðeins 6% af nýtanlegri vatnsorku landsins beizluð. í öðru lagi er beitt ólýðræðislegum að- ferðum til að blekkja almenning í þessum málum. Svo virðist sem virkjanir þessar séu höfundun- um persónulegt metnaðarmál, þar sem tilfinningar ráði meiru en heilbrigð skynsemi. í því sam- bandi má einkum nefna þátt full- trúa Verkfræðingafélags íslands í Náttúruverndarráði í þessum mál- um, en verkfræðistofa þess manns hefur gert frumáætlanir að báðum virkjununum. Það er ótrúlegt, að Sigurði Thoroddsen sé ekki fullkunnugt um, að Þjórs- árver og vatnasvið Mývatns og Laxár eru þau tvö landsvæði hér- lendis, sem flestir hugsandi menn eru sammála um að vernda beri fyrir ókomnar kynslóðir. Það eru þessi tvö svæði fremur nokkrum öðrum, sem eru einstæð og óbæt- anleg. Slik svæði leggja íslend- ingum þá skyldu á herðar að varðveita þau eða heita minni menn ella. Framferði okkar við Mývatn er þegar tekið að hafa áhrif á álit okkar út á við; fyrir- hugaðar framkvæmdir á tveimur einstæðustu blettum þessa lands kunna að hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir okkur á alþjóðavett- vangi. Vil ég þar sérstaklega benda á aðalbaráttumál okkar á þeim vettvangi — friðun hafs- botns og fiskistofna. Hver tekur mark á slíkum tillögum frá þjóð, sem fótum treður þau náttúru- verðmæti, sem hún á að gæta, í hvert skipti sem stundargróðavon er annars vegar? Eftir að virkjunarhugmyndir þessar komu fram, hefur Náttúru- verndarráð mælt með tillögu um takmarkaða vernd á vatnasviði Mývatns og Laxár, er lögð hefur verið fyrir Alþingi. Og með sam- þykkt ráðsins hinn 7. júní sl. lagði ráðið til, að Þjórsárver yrðu friðlýst. Fjöldi alþjóðasamtaka um náttúruverndarmál hefur einnig lýst yfir andstöðu sinni og mótmælt eyðingu Þjórsárvera. Vbnandi verður þetta til þess, að stjórnvöld sjái að sér í tíma í þessum málum. En óneitanlega hefði verið myndarlegra og skyn- samlegra af hálfu Náttúruvernd- arráðs, ef þessir staðir hefðu verið friðlýstir fyrir löngu. Við skulum vona, að þessi tvö mál verði afgreidd á sómasamleg- an hátt. En jafnframt held ég, að við ættum að staldra við og gera okkur grein fyrir, hvernig koma megi í veg fyrir landnauðgun tæknimanna í framtíðinni. Þar tel ég þýðingarmest, að komið sé á nánu samstarfi náttúruverndar- og ferðamálaaðila annars vegar og þeirra sem mest áhrif hafa á skipulagningu og nýtingu lands hins vegar. Ennfremur, að nátt- úruverndarmál verði fengin sér- stakri rannsóknarstofnun, og stór- aukið fé verði lagt til þessara mála. Loks vildi ég leggja til, að verkfræðingum, tæknifræðingum, jarðfræðingum og öðrum tækni- mönnum, sem vinna að undirbún- ingi og framkvæmd virkjunar- mála, sé gert skylt að afla sér þekkingar í almennri ökólógíu (umhverfislíffræði), og slíkir menn verði ekki útskrifaðir í framtíðinni án tilskilins undir- stöðunáms.í þessum fræðum. Arnþór Garðarsson. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.