Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 10
Árið 1970 er sérstaklega helg- að náttúruvernd í Evrópu, og þessvegna þótti vel til fallið að helga eitt hefti Samvinnunnar þessu brýna nauðsynjamáli, sem knýr með vaxandi þunga á dyr þjóða um víða veröld. Útí heimi virðast alvar- legustu vandamálin vera mengun lofts, lagar og jarðvegs af völdum margskonar eiturefna, einkanlega í iðnaðarlöndum. Þau vandamál hafa lítið gert vart við sig á íslandi enn sem komið er, nema þá helzt í sam- bandi við innflutt matvæli og fóðurvörur, en þau eiga án efa eftir að knýja fastar á með vaxandi iðnvæðingu og verksmiðjurekstri. Er þá hollt að hafa gert sér einhverja grein fyrir, hvernig bregðast beri við þessum afdrifarika vanda. Einsog stendur yfirgnæfa tvö náttúruverndarvandamál öll önnur hér- lendis, annarsvegar geigvænleg gróðureyðing og uppblástur I landinu, hinsvegar eyðing fiskstofna við strendur landsins af völdum ofveiða. Menn eru óðum að vakna til vitundar um fyrrnefnda vandann, en furðu- mikið tómlæti virðist enn ríkja um verndun fiskstofna, sem er þó lifs- spursmál fyrir þjóðina. Má sem dæmi taka gegndarlausar loðnuveiðar á liðnum vetri, sem kunna að hafa afdrifarík áhrif á þorskstofninn. Virð- ast vlsindamenn vera furðuléttúðugir um þessi mál og birta yfirlýsingar að lítt rannsökuðu máli. Hér er þörf tafarlausra og ýtarlegra rannsókna og róttækra aðgerða, áður en í óefni er komið. Þegar sögunni víkur að þeim þáttum náttúruverndar, sem taka til varð- veizlu sérkennilegra náttúrufyrirbæra og verndar fuglalífi f landinu, getur farið svo að sjónarmið náttúruverndarmanna rekist harkalega á hagsmuni þeirra sem hagnýta vilja náttúruauðlindir landsins til að bæta lífskjör landsmanna og stuðla að örari efnahagsþróun. Einsog grelnarnar f þessu hefti bera með sér, eru þessir þættir efstir á baugi í umræðum um nátt- úruvernd og valda skæðustum deilum. Einkum eru það tvö mál sem deilt er um, en minni styrr virðist standa um hugsanlega vlrkjun Gullfoss og um Austurlandsvirkjun, enda miklu minna f húfi þar en f Þjórsárverum og Laxárdal. Umræður um Þjórsár- ver og stórvirkjun Laxár hafa verið langvinnar og stundum nokkuð harð- skeyttar, og vfrðist torvelt að saetta þau andstæðu sjónarmið, sem fram hafa komið, enda er tilfinningum einatt blandað f umræðurnar f óþarf- lega stórum skömmtum. Kjarni málsins vlrðist mér vera sá, að beizla verði orku landsins f sem allra stærstum stfl á næstu árum, ef Islendingar eiga að hafa elnhvern verulegan hag af helztu orkulind sinnl, fallvötnunum. Þetta hefur f för með sér stórvægilega röskun á náttúrufari landsins. Sú þróun er óhiá- kvæmileg, ef við viljum tryggja fslendingum viðunandi Iffskjör f framtfð- inni, en spurningin er hvernlg að þessum málum skuli standa. Um 94% af virkjanlegri vatnsorku landsins eru enn óbeizluð, og virðist þvf vera af nógu að taka, en þá verður einnig að taka með f dæmið kostnaðar- hliðina og leggja áherzlu á að virkja þar sem hagkvæmast er og ódýrast. Hér eru í húfi stórkostleg efnahagsverðmæti, en þau stangast á við annarskonar verðmæti, sem ekkl verða metin til fjár nema f fáum tll- vikum, en eiga hefmtingu á fyllsta tilliti ábyrgra aðilja, Ifffræðileg, nátt- úrufræðileg, söguleg og tilfinningaleg verðmæti. • Þjórsárveravandamálið er tiltölulega einfalt. Þar er annarsvegar um að ræða efnahagsverðmæti sem sennilega má relkna f tugum milljarða fslenzkra króna, hinsvegar náttúrufræðlleg verðmætl sem eru nálega einstæð. Fullnægjandi rannsóknir skortir enn til að skera endanlega úr um það, hvort verulegt og varanlegt tjón verði unnið á heiðagæsar- stofninum með þvf að sökkva Þjórsárverum, en slíkar rannsóknir eru aðkallandi. Viðræður fara nú fram milli náttúrufræðinga og virkjunar- sérfræðinga um þetta mikilsverða mál, og hefði sá háttur vitaskuld fyrir löngu átt að vera upp tekinn bæði um Þjórsárver, Laxárvirkjun og aðrar stórvirkjanir. Hér standa sérfræðingar og forráðamenn þjóðarinnar gagn- vart þeim vanda að vega mikil fjárhagsleg verðmæti á móti nálega ein- stæðum náttúrufyrirbrigðum, og vissulega er valið vandasamt. • Laxárvirkjunarmálið er miklu flóknara. Þar stangast ekki einungis á efnahagssjónarmið og náttúruverndarsjónarmið, heldur koma þar einnig til greina byggðasjónarmið, atvinnuréttindasjónarmið, ferðamálasjónar- mið, skaðabótasjónarmið, lagaleg sjónarmið, söguleg sjónarmið og ýmis- legt fleira. Verði náttúruvísindamenn sakaðir um ófullnægjandi rann- sóknir í sambandi við hugsanleg afdrif heiðagæsarstofnsins f Þjórsár- verum, ef þeim verður sökkt, þá fæ ég ekki betur séð en virkjunarmenn verði með sömu rökum sakaðir um ákaflega handahófslegan undirbún- ing og ófullnægjandi rannsóknir við fyrirhugaða stórvirkjun Laxár. Það er eitt útaf fyrir sig að náttúrufræðingar hafa ekki verið hafðir með í ráðum að neinu teljandi marki, þannig að flest er á huldu um hugsanleg eða sennileg áhrif framkvæmdanna á allt umhverfi og lífríki virkjunar- svæðisins. Má þar sem dæmi taka áhrif vatnaflutninga á gróðurfar um- ræddra byggðarlaga, lífverusamfélög vatna og vatnsfalla, uppblástur o. s. frv. I annan stað virðist mjög skorta á, að virkjunarmenn hafi gert sér raunhæfa grein fyrir þeim gffurlegu fjármunum sem greiða yrði f skaða- bætur til bænda sem flæmdir yrðu af jörðum sfnum. Ennfremur virðist ekki hafa farið fram neitt mat á hugsanlegum áhrifum framkvæmdanna á ferðamannaheimsóknlr til svæðisins. Aurburðarrannsóknir eru sagðar hafa verið frumstæðar og óáreiðanlegar. Láðst hefur að afla samþykkls landeigenda við framkvæmdir sem setia mundu jarðir þeirra undir vatn og eyða heilli byggð. Og það sem er kannski ekki minnst um vert: ekki hefur verið metið af sérfróðum mönnum, hvort þeim sögulegu og nátt- úrufræðilegu verðmætum, sem færu í súginn við stórvlrkjun Larxár, sé fórnandi fyrir þann fjárhagslega hagnað sem verða kynnf af virkjun Laxár. Hér er vissulega öðrum þræði um að ræða tilfinningamál, en til- finningar eru Ifka verðmætur þáttur f mannlífinu, sem taka ber tillit til þegar þess er nokkur kostur. Það er hrein óskhyggja, að við fáum varðveitt náttúruna ósnortna, enda er hún sffelldum breytingum undirorpin, en hins ber lika að gæta, að strjálbýli og mannfæð Islendinga hafa lagt þeim uppf hendur náttúru- verðmæti, sem verða æ torgætari f heiminum og óþarft er að spilla eða farga nema brýnustu nauðsyn beri til. Sú nauðsyn virðist á þessu stigi málsins ekki vera fyrlr hendi í sambandi við stórvirkjun Laxár. Það mál, sem er eftilvill mest aðkallandi nú og tveir greinarhöfundar vfkja að hér á eftir, er miklu nánara samstarf náttúruvísindamanna og virkjunarsérfræðinga. Þar er mikið og verðugt verkefni fyrir Náttúru- verndarráð og raunar óverjandi að það felli úrskurði án náins samáðs við virkjunarmenn. Á hinn bóginn ber að stefna að þvf, að tæknlsér- fræðingar hljóti alhliða undirstöðumenntun f almennri umhverfislfffræði. Heillavænieg þróun verður þvf aðeins tryggð, að gagnkvæmur skilningur og tillitssemi rfki mllli tækniframfara og náttúruverndar. s-a-m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.