Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 47
Jón Á. Gissurarson: UNGT FOLK FYRR OG NÚ í rúman aldarfjórðung hef ég haft allnáin kynni af æskufólki í Reykjavík, hálfan annan áratug sem kennari við ýmsa skóla, því að þá var lenzka að kennarar þeystust milli skóla, en síðar sem kennari og skólastjóri við einn og sama skóla. Samanburður minn á ungu fólki fyrr og nú beinist því sér- staklega að nemendum í fram- haldsskólum í Reykjavík. Ýmsa varnagla verður þó að slá, eigi þessi samanburður ekki að verða út í hött. Á áratugnum 1930 til 1940 hættu margir unglingar í Reykjavík námi að skyldunámi loknu, en nú sækja næstum allir unglingar í Reykjavík fram- haldsskóla. Þrennt var það, sem stanzaði fólk í skólagöngu við fermingaraldur: Almennur skiln- ingur á gildi skólagöngu var ekki eins ríkur og nú. Enn var í gildi gamla spakmælið, að bókvitið yrði ekki í askana látið; fábreytt- ur og lítill skólakostur og al- menn fátækt. Hin alræmdu ákvæði um hámarksfjölda, tutt- ugu og fimm, inn í Menntaskól- ann voru reglugerðarákvæði. Undirbúningsmenntun fyrir inn- tökupróf í hann urðu aðstand- endur sjálfir að kosta. Mennta- skólaleið var því snauðu fólki lokuð. Tveir gagnfræðaskólar voru þá í Reykjavík, báðir litlir. Annar hirti þá efstu, sem reynt höfðu inntökupróf í Menntaskól- ann, en orðið neðan rauða striks- ins. Hvorugur gat nándar nærri veitt skólavist öllum, sem sóttu. Má því hiklaust gera ráð fyrir að vanrækt og veil börn hafi orðið undir í þessu kapphlaupi allra við alla, en þau valda öðrum fremur vandkvæðum í skólum. Gefur því auga leið, að hlut- fallslega fleiri unglingar með ýmsa bresti í skapgerð sæki nú skóla í Reykjavík en fyrir ald- arfjórðungi. Fyrir stríð var atvinnuleysi slíkt í Reykjavík, að fjöldi full- gildra manna gekk atvinnulaus um hábjargræðistímann. Óharðn- aðir unglingar áttu því enga kosti á launuðum störfum í sumarleyf- um. Fangaráð margra unglinga var því að gerast snúningar í sveit, en þeir sóttu ekki gull í greipar bænda, enda þeir lítt aflögufærir, þegar andvirði tveggja dilka þurfti fyrir einum skóm. Hins vegar var verðlag stöðugt, svo að ekkert kapphlaup var um það að koma aurum í lóg áður en næsta gengisfelling skylli á. Engum datt í hug að beina auglýsingum að unglingum. Þar var engan feitan gölt að flá. Þá var enginn Karnabær, engir unglingar á skemmtistöðum borg- arinnar, því að skotsilfur var ekki á reiðum höndum. Skóla- nemar skemmtu sér innan vé- banda skóla sinna, en kennarar aðstoðuðu í sjálfboðavinnu. Öll- um kostnaði var stillt í hóf, enda við engan að keppa. Tízkuorðið „unglingavandamál" var enn ekki komið á bók. Að sjálfsögðu skripluðu þá sumir unglingar ¦— eins og nú — á skötunni, en það var ekki fréttnæmt. Framámenn í stjórnmálum voru þá miklu meir í sviðsljósinu en nú. Það voru blaðafréttir, ef Eysteinn naslaði appelsínu í skíðaferð, Ólafur Thors ætti vínskáp bak við skilerí, að ég tali ekki um, að Hermann banaði kollu úti í Örfirisey, eða banaði henni ekki. Unglingar voru stikkfrí í þeim leik. Nú er öldin önnur. Undan- farna áratugi hefur drjúgur hluti launatekna íslendinga lent í höndun óharðnaðra unglinga, sem margir hverjir hafa fengið ábyrgðarlaust að ráðstafa þeim að vild. Margur hefur orðið api af aurum, ekki sízt börn milli vita. Þessi kaupmáttur unglinga hefur ekki dulizt þeim, sem sitthvað hafa á boðstólum. Öllum auglýs- ingarmætti nútímans hefur verið beint gegn þessari auðunnu bráð. Keppzt hefur verið við að full- nægja þörfum, sem vaktar hafa verið, og nýjar vaktar. Lítt hefur verið hugsað um velferð þessara ungu viðskiptavina til líkama og sálar, hagnaðarvonin ei'n höfð að leiðarljósi. Og falbjóðendur hafa haft erindi sem erfiði. Æska Reykjavíkur elst nú upp við miklu betra fæði, klæði og húsnæði en æska fyrri tíma, og kjörin jafnari. Röku kjallara- íbúðirnar og braggarnir eru horf- in. Matarskortur er hættur að rista rúnir sínar á unglinga. ígangsklæði eru hætt að draga sundur í dilka ríka og fátæka, og allir virðast eiga góð spariföt. Að sjálfsögðu fagna allir þessum breytingum, en þá er þó ekki nema hálfsögð sagan. Þessi jöfn- uður hefur kostað fórnir. Hóf- laus yfirvinna heimilisfeðra hef- ur svipt þá eðlilegum samskipt- um við börn sín. Almenn úti- vinna húsmæðra hefur þó haft enn geigvænlegri áhrif á uppeldi barna. Þegar svo tekjur af yfir- vinnu toaf a brugðizt hin síðari ár, reynast margir hafa reist sér hurðarás um öxl. Veldur slíkt kvíða og spennu. Foreldrar táninganna í dag ól- ust upp við sult og seyru, sum 'hver. Það var því ofur mannlegt, að þeir vildu vinna það upp, sem á skorti í æsku. Fangaráð margra urðu dægradvöl við drykk og dufl, heima og heiman. Hjóna- bönd losnuðu úr reipum. Ristir það margan ungling rúnum, sem ekki afmást ævina alla. Of margir unglingar eru trú- lega aldir upp við of mikið eftir- læti, sumir kannske ofaldir. Þeim hefur of auðveldlega fallið í Jóhann S. Hannesson: TILRAUN GEGN BORGUM Ef ekki væri þoka í heiðardrögum ef ekki væri björt nótt ef ekki væru orð í réttri röð leikandi á tveimur tungum myndir þú sjá til mín gegnum gítarhljóminn myndi ég heyra til þín gegnum hampreykinn? Með fjallið að baki og framundan jökla og vötn og bak við fjallið bálrauðan mösur að hausti og handan við jökultindinn fjalllausa fegurð — jafnvel án orða, þó svo í réttri röð, þó svo á tveimur tungum — megum við kannske gera okkur veika von um að við getum flækzt á eigin götum og orðið óborganlegir sjálfbyrgingar? AFHENDING Hvassir og stæltir fljúga hugir sona vorra úr sjónmáli. Er kannske eitthvað bogið við einstrenging vorn? 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.