Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 10
íslendingar hafa efnt til fyrstu
alþjóðlegu listahátíðar hér á
landi fyrir forgöngu og milli-
göngu góðra vina á Norðurlöndum og viðar. Hvernig sem til kann að
takast, er hér vissulega um að ræða merkilega tilraun, sem gæti orðið
til að örva viðleitni hérlendra listskapenda, að minnstakosti á sumum
sviðum, og lyfta íslenzkum listum og menningartilburðum á hærra
stig. Á því er satt að segja orðin full þörf eftir langan og ömurlegan
menningarvetur.
í tilefni Listahátiðar í Reykjavík 1970 fór Samvinnan þess á leit við
nokkra góða menn, að þeir tækju til umræðu ýmsa þætti íslenzks lista-
og menningarlífs, og birtist árangurinn í þessu hefti. Er [ greinum þess-
um víða komið við, enda af miklu að taka. Heildarniðurstaða greina-
flokksins er tvímælalaust sú, að í æði mörgum efnum sé íslenzkri
menningarviðleitni áfátt, að ekki sé tekið dýpra I árinni, og að margt af
því sem aflaga hefur farið mætti betrumbæta með góðum hug og réttum
viija.
Það sem eftilvill háir íslenzku menningarlífi meir en nokkuð annað
er handahófið, hin algera vöntun á heildarskipulagi og samræmdum
aðgerðum. Það leiðir af sjáifu sér, að jafnfámennri þjóð og íslendingar
eru hljóti að vera ofvaxið að halda uppi frjóu og farsælu menningarlífi
meðan hún gengur sundruð til verks, meðan hver otar sínum litia tota,
en fáir leitast við að sjá menningarviðleitnina í réttu samhengi og tengja
hana þeim öflum sem vilja umbreyta þjóðfélaginu, færa það [ siðmenni-
legra og umfram allt réttlátara og samvirkara horf. Listsköpun er vissu-
lega einstaklingsbundin iðja, en listmiðlun og menningarlif eru fólg-
in í félagslegu framtaki, þar sem mest veltur á skipulagshæfni, sam-
starfsvilja og tillitssemi við náungann. í þessum greinum eiga ís-
lenzkir listmiðlar og menningarfrömuðir margt ólært, ekki slður en
pólitiskir forráðamenn menningarmálanna, sem að vfsu eru verstu og
þungfærustu dragbftar menningarlffsins.
Þó er stundum svo að sjá sem ekki hallist mjög á með listamönnum
og pólitlskum umsýslunarmönnum um meðferð brýnna nauðsynjamála,
og skulu tilfærð hér tvö dæmi til giöggvunar, ef einhvern skyidi fýsa að
fá fleiri dæmi en talin eru fram [ meðfylgjandi greinum.
Það er löngu landfleygt orðið, að Þjóðmlnjasafn Islands býr við alltof
þröngan húsakost, einfaldlega vegna þess að hluti af húsrýml þess hefur
verið lagður undir Listasafn ríkisins. Háir þetta ailri starfsemi safnsins
tilfinnanlega, og sömu sögu er raunar að segja af Listasafni ríkisins,
því lánshúsnæði þess er fjarri þvf að fullnægja þeim kröfum sem gerðar
eru til helzta listasafns þjóðarinnar. Stór hluti af verkum þess er í
geymslu eða hangir á veggjum í einkaskrifstofum embættismanna, þar
sem almenningur á þess engan kost að njóta þeirra. Bæði söfnin eru í
verulegum kröggum fyrir þessa opinberu handvömm.
Lengi hefur verið haft á orði, að reisa þyrfti verðugt hús yfir Listasafn
ríkisins, en það hefur aldrei komizt af umræðustiginu, enda ekki einu
sinni gert ráð fyrir slíku húsi í margræddu skipulagi Reykjavikurborgar.
Hinsvegar var hlaupið til og reistur sýningarskáli fyrir myndlist á Mikla-
túni, sem kominn er í gagnið. Jafnframt var kastað nokkrum milljónum
króna [ sérstakt „Kjarvalshús" vestur á Seltjarnarnesi, sem búið er að
reisa ásamt bátaskýli og öðrum tilheyrandi munaði, en það stendur vita-
skuld autt og ónotað, enda reist í óþökk listamannsins eða að minnsta-
kosti án hans samþykkis. Hefði nú ekki verið meira vit í að samhæfa
kraftana og samræma aðgerðir með því að reisa eina myndarlega bygg-
ingu yfir Listasafn rlkisins, sem jafnframt hefði rúmgóða sýningarsali fyrir
almennar myndlistarsýningar og sérstaka saii helgaða gömiu meistur-
unum? Spyr sá sem ekki skilur ráðsályktanir íslenzkra „menningarfor-
kólfa". Á það enn að sannast, að pjattið, tildrið og snobbið sé æðsta
boðorð þeirra sem að þessum máium standa?
Seinna dæmið er kannski enn ömurlegra fyrir þá sök að það varðar
eingöngu íslenzka listamenn, þ.e.a.s. rithöfunda. Á rithöfundaþingi í
fyrrahaust var einróma samþykkt tillaga þess efnis, að vinna bæri að
sameiningu rithöfundafélaganna tveggja, Rithöfundafélags Isiands og
Félags [slenzkra rithöfunda sem stofnað var 1945 vegna miskliðar um
úthlutun iistamannalauna. Undir þá tiliögu tók m. a. þáverandi formaður
Félags íslenzkra rithöfunda, Matthlas Johannessen, [ ræ5u á þinginu.
Stjórnir félaganna áttu með sér fundi um málið, þar sem meðal annars
kom fram, að enginn málefnalegur ágreiningur væri milli félaganna eða
einstakra félagsmanna, enda væru innan vébanda beggja félaga menn af
öllum pólitískum skoðunum og bókmenntastefnum. Gátu menn ekki
komið auga á eða bent á nein skynsamieg rök fyrir þvf, að rithöfundar
væru tvístraðir f tveimur félögum. Nýkjörinn formaður Félags fslenzkra
rithöfunda, Guðmundur Danfelsson, lýsti þvf yfir sem persónulegri skoð-
un sinni, að skipting rithöfunda f tvö félög væri fáránleg og þjónaði
engum tilgangi öðrum en þeim að efla kllkuskap og sundrung f röðum
stéttarbræðra sinna.
Tillögur um sameiningu félagsmanna beggja félaga f ein allsherjar-
samtök rithöfunda voru bornar upp á framhaldsaðalfundum beggja fé-
laga r byrjun júnf og samþykktar einróma af Rithöfundafélagi Islands, en
felldar með öllum greiddum atkvæðum gegn einu af Félagi fslenzkra
rithöfunda. Um heilindi þeirra manna í Félagi fslenzkra -rithöfunda, sem
guldu tillögunni jákvæði sitt á rithöfundaþingi, en ónýttu hana á fundi f
eigin félagi, skal ekki fjölyrt hér, en væntanlega gefst síðar kostur á að
gera rækilegri grein fyrir málinu öllu hér f Samvinnunni.
Hvað sem öðru llður, sanna þessi tvö nærtæku dæmi að mfnu viti
þá dapurlegu staðreynd, að forsjá íslenzkra menningarmála er f alltof
rfkum mæli falin óvitum, snobbum og listrænum undirmálsmönnum,
sérhæfðum i klíkustarfsemi, baktjaldamakki og undirróðri, enda minna
þeir á ekkert fremur en opinbera menningarforkólfa og starfshætti
austan járntjalds. s-a-m