Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 37
VerkalýSsstéttin kanske? Alþýðusambandinu stóð til boða fyrir nokkru að kosta gerð myndar um vinnandi hendur þessa lands. Útkoman varð sú að stjórnin ákvað að láta kvikmynda verkalýðs- broddana á alþýðusambandsþingi, að vísu ekki borðandi heldur talandi — rétt eins og verkalýðsmál íslands kæmust öll fyrir innan fjögurra veggja í Lídó. Nei — það er ekki verðugt verkefni fyrir nokkurn þann sem starfa vill í alvöru að gera myndavélina sína að Narkissusar- spegli fyrir valdabraskarana á vegasalti hins pólitízka valdajafnvægis. Allir virðast þeir bjóða þér eitt og hið sama. Fylg þú mér í hús mitt, leggðu hurð að stöfum og lokaðu veruleikann úti þar sem hann á heima. En leið okkar liggur út í veruleikann. Hann er það andrúmsloft, sem við þurfum ef kvik- myndalistin á ekki að kafna í fæðingunni. Einn afskaplega mannlegan eiginleika höfum við íslendingar líklega í ríkari mæli en velflestar aðrar þjóðir — vegna smæð- arinnar, kanske, eins og fleira. Að japla hugsunarlaust á órökstuddum fullyrðingum. Skúrkur ellegar prakkari fullyrðir eitthvað út í bláinn, upp frá því seiglast allir við að éta fullyrðinguna hver eftir öðrum. Þessar tyggigúmískoðanir á mönnum og málefnum hafa ágerst upp á síðkastið, að því er sér- fræðingur minn í Almenningsáliti segir. Ástæðuna fyrir því að samfélagið er orðið útbíað í þessum fullyrðingum segir hann vera þá, að löngu agndofa stjórnendur séu blátt áfram farnir að nota þennan eiginleika almennings sem tæki til þess að viðhalda ástandi sem löngu er óbærilegt orðið — þessvegna, segir hann, eru þessar drauga- fullyrðingar gapandi hvert sem litið er í samfélaginu eins og gamlar tyggigúmí- klessur. Hreint alveg dæmigerð skoðanaklessa af þessu tagi er það þegar allir fróðir og ófróð- ir, keppast við að fullyrða án rökstuðnings og án málandi dæma, að sjónvarpið sé lyfti- stöng fyrir íslenzka kvikmyndagerð. Þessu er alveg áreiðanlega þveröfugt farið. Upp- haflega þurfti að hraðsjóða stofnun sjón- varpsins til þess að bjarga stjórnendum landsins út úr Keflavíkursjónvarpsmálinu, þá voru hrifsaðar upp úr jörðinni þær rök- semdir, sem hendi voru næstar — ein þess- ara röksemda var á þá leið, að sjónvarp yrði lyftistöng fyrir íslenzka kvikmyndagerð. Þegar slík fullyrðin kemur fyrst fram hef- ur maður ekki leyfi til annars en að bíða um sinn. Vitaskuld læddist strax að manni sá grunur að með slíku tali fylgdi görótt sannfæring því aldrei hafði það frétzt áður að lyftistangagerð fyrir íslenzka kvikmynd- un væri á dagskrá þáverandi menntamála- ráðherra — enda var ekki látið skína í neitt minna en það að sjónvarpið íslenzka væri endanleg lausn á vandamálum íslenzkrar kvikmyndagerðar. Þjóðin er langþjálfuð í því að taka við slíkum tilhrifsuðum fullyrð- ingum og gera sér þær að góðu í staðinn fyrir framkvæmd eða skipulag verkefna — þó virðist nú í seinni tíð örla hér og hvar á spurningum um áþreifanlegar sannanir þessarar lyftistangarkenningar. Svör Péturs Guðfinnssonar voru þau sem fyrr greinir 1) aðstaða til auglýsingamyndagerðar 2) 250.000 krónur, sem skipt var á milli tveggja fyrstu formanna samtaka kvikmyndagerðar- manna á öðru starfsári sjónvarpsins 3) leiga á tækjum og aðstaða til úrvinnslu eigin kvikmynda. Að vísu láðist honum að tíunda framlag sjónvarpsins til félags kvikmyndagerðar- manna, sem upphaflega átti að vera það sem nafnið segir til um en er nú orðið nán- ast starfsmannafélag sjónvarpsins og var á þeim grundvelli neitað um inngöngu í Bandalag ísl. listamanna. í rauninni held ég að forustulið sjónvarpsins vilji gjarna marka íslenzkum kvikmyndagerðarmönnum bás við það að framleiða auglýsingamyndir og láta þar við sitja.* Þessi neikvæða afstaða sjónvarpsins gagn- vart kvikmyndagerðinni er alþekkt fyrir- brigði hjá byrjandi sjónvarpi og ég man til þess að hafa lesið ummæli kvikmyndastjóra þar sem slíkri afstöðu var líkt við það þeg- ar börn eða vanþroska fólk fær þá hugmynd að fremja sjálfsmorð til þess eins að valda öðrum óþægindum. Þegar frá líður verður hverri sjónvarps- stöð nauðsyn að efla tengsl sín við fagmenn utan stofnunarinnar hreinlega til þess að efnisvalið koðni ekki niður í þeim þrönga farvegi sem sjónarmið starfsmanna við svo litla stofnun hljóta altént að vera. Mín reynsla er sú að frekar sé von á upp- hringingu frá BBC eða Deutsche Rundfunk með beiðni um það að leysa smá verkefni heldur en Ríkisútvarpinu sjv. sem raunar aldrei gerist. Þá stend ég í samningamakki við þrjár erlendar sjónvarpsstöðvar um gerð framhaldsefnis í íslenzku umhverfi þó slíkt hafi aldrei komið til tals á vegum sjónvarpsins hér. Þau verkefni, sem laus- ráðið fólk gæti leyst eru hér yfirleitt unnin af starfsmönnum sjónvarpsins í aukavinnu eða verður atvinnubót fyrir fastráðna leik- ara Iðnós og Þjóðleikhússins líkt og útvarps leikritin hafa verið. Þetta er liður í auka- vinnukerfi ríkisstarfsmanna og varir sjálf- sagt eitthvað enn — ekki sízt þar sem ógrynni af eyðieyjum kringum landið eru enn ókvikmyndaðar auk öræfanna allra. Ég held tvímælalaust, að hollast sé fyrir alla aðila, að horfast í augu við það, að sjónvarpið okkar er engin lyftistöng ís- lenzkrar kvikmyndagerðar og verður ekki að sinni. Kvikmyndagerðin verður hins vegar fyrr eða síðar lyftistöng sjónvarpsins ef það vill ekki verða að eyðieyju í samfé- laginu. Við megum því afskrifa sjónvarpið sem styrktaraðila við lúxusvinnu okkar. Gamalt og úrelt dreifingarkerfi bíóanna eins og það nú er orðið hefur einnig reynst verra en gagnslaust til hjálpar við tilraunina til kvik myndagerðar — því miður. Óðamálaráðherrann okkar (eins og farið er að kalla Gylfa til hægðarauka fyrst undir hann heyra bæði óðaverðbólgan og hin trít- ilvitlausu skólamál) lét menntamálanefndir Alþingis hraðsauma ný skemmtanaskattslög á seinustu viku þingsins núna í vor. Megin- tilgangur þessara laga var sá að færa einum fimm fjölskyldum í Reykjavík, sem reka einkabíó, nálægt milljón á ári, hverri fjöl- skyldu, í skemmtanaskattstilslökun því þess- ir eiturhörðu fylgjendur hins frjálsa fram taks börmuðu sér vegna samkeppni sjón- varpsins. Móðureyra ráðherrans reyndist næfurþunnt undireins og burgeisarnir fóru að vola þó hann í engu hafi ansað sígrenj- andi kvikmyndagerðarmönnum í heilan ára- tug. í sambandi við afgreiðslu þessara laga vakti það athygli, að tvær áskoranir bárust nefndunum. Þessar áskoranir hnigu mjög í sömu áttina. Áskorun barst frá Félagi ísl. kvikmyndahúsaeigenda um það að afnema * Til þessa bendir m. a. það undraverða háttalag stofnunarinnar, að selja aðstöðu til kvikmyndagerðar á 25% lægra verði til framleiðenda auglýsingamynda en annarra kvikmynda. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.