Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 20
Mörg stóryrði hafa á liðnum vetri fallið í garð gagnrýnenda. Enda þótt enginn viti hverjir eða hversu margir lesa blaðagagn- rýni, virðist sú hugmynd ríkjandi að hún geti ráðið frama eða falli einstakra verka. Barátta listamanna fyrir lífsframfæri af starfi sínu er erfið hjá svo smárri þjóð sem íslendingum, og því ekki undarlegt að þeir sem fá, eða telja sig fá, harða gagnrýni, reyni að kveða hana í kútinn. Aðra höfuð- orsök hefur þó mátt greina fyrir þeirri her- ferð gegn gagnrýni sem höfundar, blaða- menn, leikhússtjórar og stjórnendur þátta í útvarpi og sjónvarpi tóku þátt í frá vetrar- byrjun og fram á útmánuði. Hér verður þó ekki leitazt við að rekja slóð þeirrar her- ferðar eða skýra orsakir hennar, en hún hefur gefið tilefni til að spurt sé í fúlustu alvöru: Er ávinningur í að þagga niður í listgagnrýnendum? Ef svo er; fyrir hvern? Yrði það góðri list til framdráttar? Þessum spurningum verður hver að svara fyrir sig. Áður væri æskilegt að kanna sem bezt hvernig gagnrýnin er og hvaða áhrif hún hefur. Um það síðarnefnda verða að sjálfsögðu engar niðurstöður birtar hér, og ekki verður heldur reynt að fjalla um list- gagnrýni almennt. Athugun sú, sem hér verður gerð grein fyrir, varðar skýrt af- markað svið, blaðagagnrýni um bókmenntir. Ritdómar í dagblöðum gegna nokkuð sér- stöku hlutverki: Þar er fjallað um breiðasta og langþróaðasta svið innlendrar listsköp- unar, og þróun og staða skáldskaparins er líklega almennara áhugaefni en aðrar list- greinar, bæði vegna fátæklegra möguleika þeirra og hinnar sterku bókmenntahefðar sem hefur skapað þá hugmynd hjá þjóðinni að hún eigi skáldskap öðru fremur líf sitt Andrcs Kristjánsson. að launa. Vegna takmarkaðs rúms og tíma var athugun gerð á vissu úrtaki ritdóma frá liðnum vetri, sem ætla mætti að gæfi sæmi- lega hugmynd um einkenni og stöðu bók- menntagagnrýni nú á áðurgreindum vett- vangi. Er hér um að ræða ritdóma þá sem birtust í dagblöðum um skáldsögurnar Hringekjuna eftir Jóhannes Helga, Leigj- andann eftir Svövu Jakobsdóttur, Himin- bjargarsögu eða Skógardraum eftir Þor- stein frá Hamri og ljóðabækurnar Sífellur eftir Steinunni Sigurðardóttur, Aðeins eitt Njörffur P. Njarðvík. blóm eftir Þuríði Guðmundsdóttur og Hliðin á sléttunni eftir Stefán Hörð Grímsson. Valið hefði að sjálfsögðu getað miðazt við aðrar bækur, en þessar fullnægja þó því frumskilyrði að um þær var fjallað af flest- um helztu ritdómurum blaðanna, og þær gera yfirleitt miklar kröfur til þeirra og eru bæði eftir viðurkennd skáld og byrj- endur. Spurningarnar sem leitazt verður við að svara að nokkru eru þessar: Eru ritdóm- arnir skiljanlegir? Hver eru markmið þeirra og einkenni? Gefa þeir góðar upplýsingar? Virðast þeir eðlilegur og heppilegur tengi- liður milli almennings og höfunda? Eru ritdómarnir skiljanlegir? Þessari spurningu verður ekki svarað nema haft sé í huga hverjum ætlað er að skilja. Og hver treystir sér til að svara því hvernig skilningi almennings er háttað á því sem skrifað er í blöð um sérfræðileg efni; menntamál, efnahagsmál, bókmenntir o. fl.? Ég tel að þeir sem skrifa í blöðin íhugi of sjaldan hvaða forsendur almennir blaðalesendur hafa til að skilja hvað þeir Erlendur Jónsson. eru að fara (kommunikationspróblem). í skólum er athygli nemenda enn einkum beitt að greiningu málsins og lestri þeirra fagurbókmennta sem tengdar eru horfinni tíð, en litlum eða engum tíma varið til að efla skilning þeirra á því fjölbreytilega máli sem að þeim berst í dag úr öllum áttum, til að mynda fjölmiðlum. Málið er ekki eins gagnsætt fyrir ungu kynslóðina sem flestir ætla. Málskilningur þeirra sem ljúka t. d. námi úr gagnfræðaskólum, eða álíka fram- haldsnámi, er mun lakari en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Athugun áðurgreindra ritdóma bendir til að þeir séu skrifaðir fyrir tiltölulega þröng- an hóp áhugafólks; aðrir hljóta að hafa mjög takmarkað gagn af lestri þeirra. Kröf- urnar sem þeir gera til lesandans eru þó mismiklar eins og vænta mátti. Mér virðist ritdómar Ólafs Jónssonar gera mestar kröf- ur til lesandans, enda færist hann oftast meira í fang en aðrir, skrifar ýtarlegast um verkin og víkur oft að því samhengi sem þau birtast í; ritdómar Árna Bergmann og Njarðar P. Njarðvík sýnast mér einnig gera talsverðar kröfur til lesandans, en greina megi ákveðna viðleitni hjá þeim til að skrifa ijóst og ná til sem flestra. „Ritdómar í dag- blöðum eru fyrst og fremst þjónusta við les- endur blaðsins,“ segir Njörður í Alþbl. 22. 12. Ólafur notar allmörg nýyrði í skrifum sínum, sem tekur sinn tíma að venjast. í ritdómi hans um Himinbjargarsögu má t. d. sjá að talað er um efnisminni verksins, merkingarbæran texta og eðlisþokka ljóða Þorsteins. Annars staðar minnist hann á raunhlítan frásagnarhátt og söguhátt höf- undar. Ólafur verður ekki sakaður um að nota hugtök eða nýyrði af handahófi, held- ur virðist notkun þeirra sprottin af löngun til að gera sjálfum sér og öðrum sem ná- kvæmasta grein fyrir flóknum viðfangsefn- um, og þau skiljast, a. m. k. nokkurn veginn, í samhengi sínu. Og hafa verður í huga að um margslunginn skáldskap verður trauðla fjallað af neinni nákvæmni án þess að gera miklar kröfur til skilnings og áhuga les- andans. Til þess að gefa lesanda kost á að gera sér nokkra grein fyrir hversu vandasamt er 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.