Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 40
Bodhan Wodiczko stjómar Sinfóníuhljómsveit Islands. gegna því hlutverki að kítta upp í eyður í dagskránni. Um sjálfstæðan tónlistarflutn- ing er varla að ræða; tónlistarstjóri útvarps ins er lítið annað en yfirgrammófónstjóri íslands. Auðvitað heyrast öndvegisverk í út- varpinu öðru hverju, en allt val verka er einkar handahófskennt, og hvergi örlar á neinni stefnu né menningarpólitík. Allt verkaval er mjög einhliða; langmest ber á tónlist frá 19du öld; það virðist að tónlist- arstjóri og samstarfsmenn hans hafi enga hugmynd um að önnur tónlist sé til. Einkum er nútímatónlist vanrækt, að því er virðist af ásettu ráði. Ég minnist þess varla að hafa heyrt verk eftir neinn af beztu tónskáldum vorra tíma að kvöldlagi í útvarpinu, nema ef vera skyldi í stopulum þáttum, sem ís lenzk tónskáld hafa fengið að hafa upp á punt, en slíkar kynningar hljóta að verða mjög handahófskenndar. Flutningur íslenzkrar tónlistar hefur aldrei verið mikill í útvarpinu, en hann hefur minnkað á undanförnum árum. Verða yngri tónskáld mjög útundan í þeim tón- listarflutningi. Það, sem flutt er af íslenzkri tónlist, er mest eftir eldri höfunda, ein söngs- og kórlög. Tortryggni og andúð tón- listardeildarinnar í garð yngri tónskálda er með öllu óskiljanleg; það er eins og tón- listarstjóri vilji ekki skilja, að hann hefui' skyldum að gegna við þróun tónlistar á ís landi. Margt mætti drepa á í þessu sam- bandi, en eitt dæmi skal nefnt: Prýðileg hugmynd kom fram, „tónskáld mánaðar- ins“, þ. e. a. s. í hverjum mánuði skyldi eitt tónskáld rækilega kynnt. Var byrjað á þeim eldri, eins og vera ber á Fróni, en þegar kom að þeim yngri, lognaðist þátt- urinn útaf, og enginn veit af hverju. Hlutur íslenzkra hljóðfæraleikara í tón- flutningi útvarpsins er óskiljanlega lítill. Eflaust ræður þar peningaleysi nokkru um. En hinn íslenzki barlómur um peningaleysi á öllum sviðum er oft afsökun á viljaleysi, og þannig grunar mig að sé í þessu tilfelli, eða því vilja ýmsir hljóðfæraleikarar halda fram. Tónleikalíf í höfuðstaðnum er að mestu í höndum tveggja stofnana, Tónlistarfélags- ins og Sinfóníuhljómsveitarinnar. Aðsókn að þeim tónleikum hefur farið hríðminnk- andi að undanförnu, og skýringin er ekki eingöngu kreppan né peningaleysi almenn- ings, eins og haldið hefur verið fram. Ég held að vont efnisval, vond auglýsingastarf- semi, ásamt fleiru, ráði þar jafnmiklu um. Tónlistarfélagið hefur aðallega staðið fyr- ir því að flytja inn „erlenda snillinga", eink- um einleikara á píanó eða fiðlu, en minna hefur verið hirt um hvað þeir léku. Afleið- ingin hefur orðið harla einhæf efnisskrá, því þær alþjóðlegu spiladósir, sem kallast „snillingar", óma á mjög þröngu sviði. Það má segja Tónlistarfélaginu til hróss, að á vegum þess hafa margir íslenzkir hljóðfæra- leikarar hafið feril sinn hérlendis. En eftir það virðist Tónlistarfélagið hafa lítil not fyrir starfskrafta þeirra. Líf Pinfóníuhljómsveitarinnar hefur oft verið brösótt, og stundum legið við að hún geispaði golunni. Vilhjálmur Þ. Gíslason fyrrverandi útvarpsstjóri bjargaði lífi henn- ar á sínum tíma með myndarlegu framtaki, og siðan hefur hún verið rekin á vegum útvarpsins. Það rekstrarform er óviðunandi til frambúðar. Sinfóníuhljómsveitin verður að vera sjálfstæð stofnun, og Alþingi verð- ur að setja um hana lög líkt og aðrar menn- ingarstofnanir. Ég hef áður í Samvinnunni (3. tbl. 1968) lýst hugmyndum mínum hvað þetta snertir, og þær standa að mestu ó- haggaðar. Ég vildi aðeins benda á, að það er ógjörlegt að reka stofnun sem Sinfóníu- hljómsveitina án þess að hljóðfæraleikarar þeir sem í henni starfa séu hafðir með í ráð- um um rekstur hennar, verkefnaval, ráðn- ingu stjórnanda og fleira. Og ég er viss um að hún hefði löngu dáið í höndum núver- andi forráðamanna, hefði ekki ráðizt til hennar jafnfrábær stjórnandi og Bohdan Wodiczko, en það var raunar algjör heppni og tilviljun. En það er ekki nóg að kippa tónleikalífi höfuðstaðarins í lag. Það bíður mikið verk- efni að skipuleggja tónleikahald um land allt. Um það þurfa tónlistarfélög og -skólar að hafa samvinnu og samband, en ekki pukr- ast hver í sínu horni. En mér er ekki kunn- ugt um, að neitt hafi verið gert til að koma þessu sambandi á. Ég hef stiklað á stóru og aðeins drepið á nokkur atriði, sem betur mættu fara og þarfnast endurskoðunar. Málið er samt öllu flóknara en ég hef sett hér upp. Mig skortir þekkingu, gögn og upplýsingar til að gera allsherjar úttekt á íslenzku tónlistarlífi, og ég hef ekki sannað mál mitt með tölfræði- legum niðurstöðum. Það kann einhver að segja að umbætur á íslenzku tónlistarlífi kosti mikla peninga. Það kann að vera — einhverja peninga. Menning er alltaf dálítill lúxus, og kostn- aður af menningunni er nákvæmlega jafn- mikill og menningaráhugi þeirra sem undir honum standa. Meinið hér sem annars staðar liggur í okkur sjálfum. Við sundrum kröftunum í stað þess að sameina þá, reynum að ota okkar litla tota, stundum klíkuskap, sem allir tapa á þegar upp er staðið. Einnig ruglum við saman jöfnuði og jafnrétti. Við eigum t. d. engan góðan kór; aftur á móti tvo til þrjá sæmilega. Úr þeim bezta efni- viði sem þar er mætti hæglega mynda úr- valskór, sem við höfum meiri not fyrir og mundi auðga meira íslenzkt tónlistarlíf en allir hinir til samans. Og svona mætti lengi telja. Það hefur lengi háð tónlistarlífi í Reykja- vík, að þar fyrirfinnst enginn tónleikasalur. Háskólabíó var reist á sínum tíma og átti að bæta úr brýnni þörf, en það reyndist einn versti tónleikasalur sem sögur fara af. Núna hefur Tónlistarfélagið áform á prjón- unum um að reisa tónlistarhöll, og hefur ungur arkítekt þegar gert drög að þeirri byggingu. Heppilegra hefði verið að fá hóp arkítekta til að vinna saman að því viðfangs- efni eða efna til samkeppni um hana. Hinn ungi arkítekt, sem ráðinn hefur verið til starfa, er tengdasonur eins mesta áhrifa- manns Tónlistarfélagsins; annars hefði eng- um dottið í hug að fela honum þetta vanda- sama verkefni. Mjög einkennandi dæmi. En raunar finnst manni það vera alveg eins hlutverk ríkis eða borgar að sjá höf- uðstaðnum fyrir sómasamlegri tónlistarmið- stöð. ♦ 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.