Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 36
Þorgeir Þorgeirsson: •• og lauslegar tillögur til úrbóta Hver er aðstaða kvikmyndagerðarmanns á íslandi í dag? Hún markast eins og annað af efnalegum möguleikum. Hverjir eru þá efnalegir möguleikar í þessari grein? Til mín kom fyrir skemmstu reiður mað- ur. Hann stýrir menntastofnun, sem um þessar mundir á merkisafmæli. í tilefni af þessu afmæli hafði hann langað til þess að láta gera 10 mínútna kvikmynd. Hann snéri sér til dagskrárstjóra sjónvarpsins og tækni- manna. Þeir lögðu niður kostnaðaráætlun þessarar myndar hans. Það var þessi kostn- aðaráætlun, sem manninum þótti ástæða til að ergja sig yfir. „Getur það verið rétt,“ sagði hann, „að hver mínúta af svona mynd kosti 17.000 krónur í framleiðslu?" Þetta er mjög hófleg kostnaðaráætlun að mínu viti og það má halda vel á spöðunum til að skila frambærilegri tæknivinnu á því verði. Að fengnum þeim ummælum mínum, sannfærðist maðurinn um að sjónvarpsfólk ið væri ekki neitt að okra á honum og varð ögn minna reiður en meira hissa. Dagskrár- stjórinn hafði veitt honum þá viðbótarþjón- ustu, að leggja einnig niður tekjumöguleika myndarinnar hans: Tvær sýningar í sjón- varpi, seldar kópíur til Præðslumyndasafns etc. Útkoman var sú að tekjurnar yrðu 110.000 krónur þegar búið væri að nýta alla möguleika. Heildarkostnaður við myndina var aftur á móti 170.000 kr. eins og fyrr getur. Er þetta þá framleiðslugrundvöllur kvik- mynda á íslandi? Já — þegar bezt lætur. Dæmið sýnir í einfaldleik sínum nokkurn veginn rétta mynd af efnalegum möguleikum til frjálsrar kvikmyndagerðar hérlendis. Út- koman er þessi: Hver sem hefur auraráð til að borga með vinnu sinni a. m. k. 6000 krónur pr. mínútu af frágengnu kvikmynda- efni er nokkurn veginn frjáls að því að gera allra einföldustu kvikmyndir fyrir íslenzkan markað. Þó því aðeins að öll hugsanleg sölu- sambönd séu í bezta lagi. Sé framleiðsla þín sem svarar klukkutíma á ári og seljist allt eins og frekast verður á kosið þarftu sem sé að eiga 360.000 krónur aflögu til að leggja á borð með vinnunni þinni. Hvað lítið sem þú svo vilt bera í kvikmyndirnar umfram algjöran lágmarkskostnað verðurðu náttúrlega að greiða sjálfur. Kvikmyndagerðarmaður á íslandi í dag þyrfti því helzt að vera bankastjóri ellegar ráðherra í hjáverkum — og ómegðarlaus. Frjáls kvikmyndagerð er lúxus í þessu landi. Við því er svo sem ekkert að segja, sízt nú þegar öll heiðarleg vinna er að verða lúxus sem fáir veita sér nema helzt sérvitr- ingar og aular. Mér er það fullvel ljóst að ýmsir munu kalla það hortugheit að krefjast þess skil- irðislaust að fá að stunda frjálsa kvikmynda- gerð. Fyrir nokkrum kvöldum var embættis- maður að tíunda það í útvarpi hvernig sjón- vorpið örfaði kvikmyndagerð á íslandi: Það skapar verkefni á sviði auglýsingamynda- gerðar, sagði hann réttilega. Raunar eru það nú fyrirtækin, sem auglýsa og kosta þar til gerðar myndir, sem þessi verkefni greiða. En auglýsingamyndagerð er mannskemm- andi starf og krypplar alla tækni manns og hugmyndaflugið verður líkt og niðursoðið í verzlunarsósu af því að tjá í sífellu þetta sama þrönga tilfinningasvið — fégræðgi kostnaðarmannsins. Engum manni dettur í hug að segja við Ijóðskáldin: „Farið þið og vinnið við það að semja útvarpsauglýsingar fyrir Frigg og Thule“ eða hafi einhverjum dottið það í hug þá hefur sá hinn sami að minnsta kosti þagað af ótta við að verða hlægilegur. Á hinn bóginn er það líka rétt, að frambærilegur og vel menntaður kvik- myndagerðarmaður getur mjög víða í heim- inum fengið meira en tvöföld íslenzk ráð- herralaun fyrir tiltölulega litla vinnu og þannig komist með einkar hægu móti í að- stöðu til að veita sér þann lúxus að gera hér kvikmyndir öðru hvoru. En persónuleg og einstaklingsbundin lausn þessara mála er bara annar handleggur og óviðkomandi því sem hér um ræðir: Nennum við að skipuleggja sjálfstæða íslenzka menningu? Eða trúum við kanske á Hið Óskiljanlega í þeim efnum líka? Okkur vantar heildarlausn vegna þess að það er háskalegt fyrir alla okkar menningu, að kvikmyndagerð sé lúxus, sem peninga- menn einir geta veitt sér. Stúdentahreyfing- in er nú langt komin að opna augu manna fyrir háskanum af því að menntunaraðstaða verði einkalúxus þeirra sem peningana hafa undir höndum. Sama máli gildir um það sem ég er að ræða — kvikmyndagerð er menningarleg nauðsyn og þessvegna má hún ekki vera lúxus, nema við höfum endanlega ákveðið það að skarta með einhverslags lúxusmenningu, sem ekkert samband hefuv við veruleikann í kring um okkur. Má ég vitna í dr. John Grierson, skozkan að ætt og uppruna. Hann segir: „Við höfum varla nema óljósa hugmynd um þetta land sem við búum í, sögu þess þekkjum við náttúrlega, en kvunndag þess þekkjum við engan veginn nægjanlega vel. Bókmenntir okkar eru líkt og í útlegð frá lífinu — ofta*- en ekki skrifaðar einhvers staðar í Suður- Frakklandi. Menning okkar er varla í neinu sambandi við það sem er að gerast í kring um okkur, hún er orðin einhvers konar skúmaskotaföndur. Brezkar kvikmyndir gætu orðið til engu síður en brezk list mundi fæðast barasta ef við sendum lista- mennina á vit þeirra staðreynda, sem um- hverfis okkur gerast. Ekki bara upp í sveit- irnar, sem skáldin eru löngu búin að gjör- nýta heldur á vit hins starfandi kvunndags í borg og bæ þar sem staðreyndir bíða þess að verða uppgötvaðar, þar sem eitthvað áð- ur ósagt býr.“ Þannig talaði Grierson við brezka borg- arastétt kringum 1930. Brezk borgarastétt reyndist síðan nægjanlega stórhuga til þess að kosta framkvæmd þessara hugmynda — útkoman varð ekki til skammar: Gullöld brezkra heimildarkvikmynda. Nú er að vísu liðin öld hinna stórhuga iðnjöfra. Hagræðing, nýtni og samkeppni segja iðnjöfri dagsins í dag að eyða pening unum sínum í sjónvarpsauglýsingar þannig að lengur kostar hann ekki hið skoðandi kvikmyndaauga dokumentaristans. Grier- son var það raunar Ijóst, að borgarastéttin mundi ekki standa undir kvikmyndun veru leikans til eilífðarnóns. Þegar iðnjöfrarnir þurftu ekki lengur á að halda öðru en aug lýsingamyndaþrælum kvaddi hann þá og byggði upp í samvinnu við Kanadastjórn fyrirtæki, sem heitir National Film Board of Canada og jafnvel við hér þekkjum af frábærum verkum þess, sem sjónvarpið okk ar hefur sýnt. Grierson hefur markað djúp spor í menn- ingarsögu vesturlanda, fyrst sem einn af frumkvöðlum dokumentarismans og síðan með því að gera kvikmyndastarfsemina í Kanada jafn sjálfstæða og óháða pólitízku valdi og raunin hefur orðið. Nú er alls stað- ar löngu viðurkennt að dokumentarismi í einhverri mynd er ófrávíkjanlegur undan- fari gerðar leikinna mynda í hverju landi og hefur auk þess margháttuð örfandi áhrif í allar áttir. Áhrifa frá fordæminu í Kanada gætir nú hvarvetna í kvikmyndalögum menningarþjóða og nýskipan kvikmynda- mála, sem víðast hvar er löngu komin á dagskrá tekur beint eða óbeint mið af þessu starfi hans. Líklega kemur mér Grierson í hug vegna þess, að mér finnst við standa frammi fyrir því verkefni að dokumentera, ekki gamla og hverfandi atvinnuvegi til geymslu (það á Þjóðminjasafnið að gera) heldur samtíma okkar til þess að skilja hann. Nærgöngular, leitandi, miskunnarlausar smástúdíur eigum við að leggja áherzlu á til þess að undirbúa skipulega það sem síðar kemur og stærra verður í sniðunum. Þessa skyldu hlýtur íslenzkur kvikmynda- gerðarmaður að finna hvílandi á herðum sér, vonandi langar flesta þeirra til þess að uppfylla slíka kröfu þó ýmsir hafi látið kúldra sér út í auglýsingagerðina í von um peninga til þess að gera eitthvað „seinna". Enn sitjum við semsagt í því, að það flokkast undir lúxus ef við gerum skylduna við sjálfa okkur og listgreinina. Hver á að kosta þann lúxus? Borgara- stéttin eins og forðum í Bretlandi? í tilefni af 100 ára afmæli Iðnaðarmanna- félags Reykjavíkur stóð því til boða að kosta kvikmynd um iðnað í Reykjavík. Út- koman varð sú að stjórn félagsins ákvað að láta filma afmælisveizluna þar sem brodd- arnir voru að borða, ráðherra, borgarstjóri og dúsín af forstjórum og framkvæmda- stjórum talaði og afhenti gjafir — rétt eins og íslenzkur iðnaður væri ekki annað en fjórréttað borðhald innan veggja Hótel Sögu. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.