Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 34
fjöldi stílbragða, sem iðkuð voru í Evrópu á fyrra helmingi aldarinnar, náði ekki að festa neinar rætur né hafa varanleg áhrif á listþróunina. Málararnir fóru einfaldlega á mis við þá upplifun, sem felst í því að hagnýta sér nýjar hugmyndir í list sinni, og ekki aðeins myndlistin beið tjón af því, hve fáir málararnir voru og margir „pró- vensialir“ í hugsunarhætti og því seinir að tileinka sér þessi atriði, heldur einnig bygg- ingarlistin, því að á sama tíma virðast flest- ar nýjungar á því sviði hafa farið framhjá íslenzkum arkítektum, þrátt fyrir engu minni grósku á því sviði í heiminum. ís- lenzkar byggingar eru lifandi vitnisburður um þetta. Myndlistarmenn vanræktu ein- faldlega að hafa ótvíræða forystu um inn leiðingu nýrra gilda, líkt og gerðist á meg- inlandinu. Til vitnis um íhaldssemi skal þess getið, að það var fyrst á stríðsárunum síð- ari, að Kjarval hlaut verulega viðurkenn ingu, og Jón Stefánsson hefði naumast getað haft framfæri af list sinni hérle rdis á þeim tímum, þótt list hans þyki nú íslenzk út í fingurgóma en byggð á formrænum arfi meistarans frá Aix, líkt og öll góð list krefst þess einnig, að skarplega sé horft til for- tíðarinnar og arfleifðar hennar. Að ég ekki nefni Júlíönu Sveinsdóttur, er aldrei átti upp á pallborðið hjá íslendingum, sem þó að vísu mátu hennar fallegu teppi, sem er mótsögn, því að einmitt teppin voru stórum óhlutlægari málverkunum. Mér yfirsést ekki sú staðreynd, að þessir listamenn voru allir á háu gæðastigi þrátt fyrir íhaldssemi sína, og íhaldssemi getur verið góð, þegar hún fæðir af sér ágæta listamenn, og varla er hægt að tala um íhaldssemi hjá þessum listamönnum í norrænum skilningi, frekar um eftirtektarvert frjálslyndi, þegar litið er á það, að þeir byggðu list sína á mjög óljósri erfðavenju, sem sumir vilja álíta alls enga, en það er þó ekki að öllu rétt. En er það annars ekki merkilegt, að á þessu landi langs skammdegis, drauga, álfa, hjátrúar og þjóðsagna skyldi enginn málari hafa látið hrífast af súrrealismanum, þegar hann kom fram, en máske er skýring- in sú, að hinn bókmenntalegi skilningur á þessum fyrirbærum var of alger og er jafn- vel enn. En svo skeður það á stríðsárunum, að sú þróun hefst, sem enn er í fullum gangi, að ungir myndlistarmenn tóku skyndi- lega við arfinum frá miðöldum og gerðu sig ekki ánægða með minna en að vera þátt- takendur í því nýjasta, sem var í gerjun. Ég hef hér í stuttu máli rakið þau við- horf, sem voru ríkjandi í stríðslok, og reynt að rekja að nokkru ástæðuna til þeirra um- brota, sem áttu sér stað á viðhorfum hinna yngri í lok styrjaldarinnar, þau sem áttu sér upphaf fyrir stríð, en brutust ekki fram af fullum krafti fyrr en á árunum 1945—’50. Þetta voru stórmerkileg ár, og þau áttu mik- inn þátt í því að móta viðhorf allra ungra listamanna með eða móti, er hófu nám á þessum árum, og eru undirstaða þeirrar þró- unar, sem hefur haldið áfram fram á daginn í dag. Minna má á hin gjörbreyttu viðhorf ungra listamanna, sem fóru utan til náms eft- ir 1950 og að þeim tíma frá styrjaldarlokum. Nú var frekar litið niður á þá, sem fóru utan til einhliða náms á Norðurlöndum, því að nú voru það París og Bandaríkin, sem giltu. Það er ljóst að aðilum Septembersýning- anna voru allar þessar staðreyndir vel ljós- ar, og með dirfsku sinni, næsta ótrúlegri dirfsku þegar litið er til þessara fyrri stað- reynda, skópu þeir alveg nýjan grundvöll fyrir sporgöngumenn sína. Öfgar þeirra voru af ríkri eðlisvitund sprottnar, og það verður jafnvel skiljanlegt, sem þeim var lagt í munn, að brenna skyldi öll eldri söfn, því að þjáningarfullt uppgjör við fortíðina kallar jafnan á öfgar sér til fulltingis. Ég fór á hverja einustu sýningu þessara manna, og deila má nú um gæði listaverkanna, og sann- arlega fannst mér stundum ljótleikinn yfir- þyrmandi, en þrátt fyrir það kom ég jafnan aftur á hverja nýja sýningu, því að mér var líkt farið og ameríska arkítektinum, sem svo snilldarlega túlkaði viðhorf sitt til hinn- ar nýju Whitney-myndlistarsafnsbyggingar í New York: „Ég er óviss um, að mér líki í raun og veru Whitney-byggingin, en ég er sannfærður um, að ég myndi ekki hirða um að sækja bygginguna heim, ef hún félli mér vel í geð — og ég gleðst yfir því að mér geðjast verr að ,,listaþró“ Breuers en nokk- urri annarri byggingu í New York, því að ég vil, að safnbyggingar veki fremur ókyrrð hjá mér en rósemi. Ég hef horfið oftar til að sjá þessa ógeðfelldu byggingu en nokkurt annað hús borgarinnar, sem verið hefur í smíðum undanfarið, og þannig séð er bygg- ingin mikilvægt fyrirbæri fyrir mig“.... Hér er ekki minna en snert við sjálfum kjarna viðhorfa til myndlistarverka, þv£ að flestir þeir, sem stundað hafa söfn og sýn- ingar að nokkru marki, hafa rekizt á þá staðreynd, að það eru ekki að jafnaði þær myndir, er mest hrífa, sem vekja mesta for- vitni til áframhaldandi kynna, þegar fram líða stundir. Ósjaldan getur maður í fyrstu hrifizt af myndlistarverkum, sem svo alls ekki vekja hjá manni nokkra löngun til end- urfunda. Þetta liggur í því, að kjarni lista- verks er ekki á yfirborðinu, og því eru sum listaverk mjög seintekin og torskilin mynd- vísustu mönnum. Þeir sem mynduðu hóp Septembersýning- anna voru: Ásmundur Sveinsson, Gunnlaug- ur Scheving, Jóhannes Jóhannesson, Kjart- an Guðjónsson, Kristján Davíðsson, Nína Tryggvadóttir, Snorri Arinbjarnar, Sigurjón og Tove Ólafsson, Valtýr Pétursson og Þor- valdur Skúlason, en seinna bættust við sem gestir Guðmunda Andrésdóttir og Karl Kvaran. Septembersýningarnar urðu ekki nema fjórar og þá leystist hópurinn upp, líkt og fara vill með flesta listamannahópa (grúppur) eftir að þeir hafa skilað ákveðnu hlutverki. Það vill fara svo, þegar margir sjálfstæðir persónuleikar vinna saman, að viðhorf breytast og hópurinn tvístrast. En segja verður um Septembersýningarmenn, að þeir héldu vel hópinn bak við tjöldin og hafa gert fram á þennan dag, enda þótt sýningar yrðu ekki fleiri og þrátt fyrir ým- iss konar ágreining. Líka kom það til, að um þær mundir sem þeir hættu náðu þeir meirihluta í Félagi íslenzkra myndlistar- manna, og eftir það sýndu þeir á félagssýn- ingum. Það var leiðinlegt en að mörgu leyti skiljanlegt, að deilur risu á milli eldri og yngri félaga, þannig að margir hinna eldri sögðu sig úr félaginu. Félagsþroski hefur aldrei verið sterkasta hlið íslenzkra lista- manna. Bilið milli nýju kynslóðarinnar og hinna eldri reyndist of mikið, það bil varð ekki brúað, hvorki í listrænum né félagsleg- um skilningi; hvorugir vildu víkja, og þar komu einnig til tímabundin óheilindi manna á milli. Vert er að geta þess, að á þeim tíma mun Sigurður Sigurðsson hafa verið eini lands- lagsmálarinn í hópi hinna yngri af evrópsk- um skóla, sem verulega var í spunnið með sínum fáguðu expressjónísku landlagsmál- verkum, þar sem hann reyndi að halda á- fram arfinum frá brautryðjendunum. Hann kom heim frá Höfn 1945 og sýndi í Lista- mannaskálanum tveim árum seinna. Örlygur Sigurðsson, sem skólaður var í Ameríku og mikið bar á á þeim tíma, var af allt öðrum toga léttra frásagna í myndrænum búningi. Fram að 1950 bar mest á hrjúfum vinnu- brögðum á myndfletinum, þar sem hin um- búðalausa, expressíva litasjón skipti mestu máli, en nú fer geómetrían að hasla sér völl og með henni fráhvarfið frá Picasso líkt og annarstaðar í Evrópu. Eftir 1950 þrengdi svonefnd „önnur bylgja“ hinnar köldu abstraksjónar sér fram og þó ekki án erfiðismuna. Tímabil þetta, sem náði fram að 1960 og jafnvel lengur hér á landi, má einnig nefna „grafalvarlega tímabilið“. Heil kynslóð nýrra málara reynir nú að feta í fótspor Magnellis, Arps, Herbins o. fl. í því skyni að skapa varanlega og fastmótaða fræðilega list, sem væri „fallegri“ en list Mondrians, og þannig þróast smám saman fram að 1955 vanabundin og stundum til- gerðarleg formfesta sem teygðist úr. Þetta var ósjaldan tilraun til að koma aukinni dýnamík í nýplastíkina. Nokkrir íslending- ar, sem dvöldust í París á þeim tíma, hrifust með af þessu og fluttu heim með sér, svo sem Valtýr Pétursson, sem mun hafa gert fyrstu algeómetrísku myndina, og Þorvaldur Skúlason; svo og yngri menn, sem voru þá í París við nám, svo sem Hörður Ágústsson, Hjörleifur Sigurðsson, Benedikt Gunnars- son, Eiríkur Smith, Þorsteinn Þorsteinsson og fleiri sem fylgdu í kjölfarið. Þetta þótti hið eina rétta nær allan þennan áratug, og sannfæringin um gildi stefnunnar og óskeik- ulleika var nær óraskanleg, og allt annað lítilsvert þótt sumt ætti vissan rétt á sér. í samræmi við tímana vann hin efnilega listakona Gerður Helgadóttir í hinum ströngu skúlptúrformum sem Zadkine hafði þróað. Hinn hæfileikamikli Sverrir Haralds- son, sem hafði tileinkað sér vinnubrögð Klees og Bens Nicholsons á persónulegan hátt, lét einnig ánetjast þessum nýju við- horfum, sem beindu honum út í hagnýta myndlist og tímabundna stöðnun. Á sama tíma voru til málarar í París, sem einbeittu sér að því að svipta orðin „komposition", „litasambönd" og „plastík" sérhverri mein- ingu (Soto o. fl.). En íslendingar völdu frek- ar þann kostinn að hafa eitthvað sameigin- lega fast undir fótum og berjast fyrir því einu en að hætta sér út á vafasöm hliðar- spor. Hér kom fyrri íhaldssemi íslenzkra málara fram í því, sem þá og allt fram undir 1960 var helzta framúrstefna hérlend- is. Það skorti rökfast andsvar við henni, sem haldið væri til streitu og hefði gefið þessu tímabili aukna dýpt, og sennilega hefði þurft andstæðan listamannahóp til slíks; var sennilega ofviða einstaklingum sem baukuðu hver í sínu horni líkt og þeir héldu í hinn eina leyndardóm. Geómetrism- 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.