Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 54
og þá einkum iðnaði. Forsenda aukins iðnaðar er næg og ódýr orka. (Allir landshlutar vilja efla byggð sína eftir þessum lögmál- um, og því er þess tæpast að vænta að við annað verði unað til lengdar en sama orkuverð um allt landið). Þessu geta allir verið sammála, enda ekki um það sem deilan stendur heldur leiðirnar til að afla orkunnar. í skjóli þess að aðeins einn ákveðinn mögu- leiki hefur verið rannsakaður til nokkurrar hlítar, er því haldið fram að hann sé sá eini. Það mun þó reynast erfitt að fá fólk al- mennt til að trúa því að svo sé. Hvernig hefði þá farið fyrir þess- um landshluta, ef hann hefði enga Laxá í Þingeyjarsýslu átt, og ekki Skjálfandafljót með Suð- urá og Svartá til að steypa í hana? Eða hvernig á fólk að trúa því að á meðan við erum ekki enn búnir að virkja nema örfá % af virkjanlegri vatnsorku lands- ins, sennilega ekki nema 6% þeg- ar fullvirkjað er við Búrfell, þurfum við endilega að ráðast á dýrmætasta vatnasvæði landsins og fullvirkja það, og stefna því í voða. Ég nefndi það í upphafi að velja þyrfti og hafna, af fram- sýni og víðsýni, á milli möguleika á nýtingu landkosta. Því skal ekki í móti mælt að Laxá er á ýmsan hátt vel fallin til virkjun- ar og að mörgu leyti betur en aðrar ár landsins; svo er því farið um hreinar lindár. Hún er tvímælalaust einnig einstök sem veiðiá, og á þar ekki sinn líka, en þess utan er hún einnig hluti af líffræðilegu samfélagi, sem er sérstætt á þessari breiddargráðu, og á þar hvergi hliðstæðu, það er því ómetanlegt. Þetta hlýtur að ráða úrslitum um það að Laxá á að vernda en ekki fullvirkja; því verður að leita annarra kosta í landshlutanum. Svo vel vill til að benda má á fjórar orkulindir aðrar í sama héraði, og munu fá héruð svo orkurík. Engin þeirra hefur að vísu verið fullrannsökuð, eða við- líka og Laxá; þar er þó ekki við þá að sakast, sem nú vara við. Allt sem fyrir liggur bendir til að þær megi nýta á hagkvæman hátt. Þessir möguleikar skulu nú ræddir nánar. 1. Dettifoss og Jökulsá á Fjöllum Á árunum 1960—’65 fór um landið mikil hreyfing, er barðist fyrir stórvirkjun Jökulsár á Fjöll- um með orkufrekan iðnað á Norðurlandi fyrir augum; hvers- konar félagssamtök og allir þing- menn tuttugu að tölu, er fóru með umboð kjósenda á öllu Norð- ur- og Austurlandi, lögðust þar á eitt. Með þessu átti á eftir- minnilegan hátt að undirstrika í verki vilja þeirra til byggða- jafnvægis. Slík virkjun og stói'- iðja áttu að vera verulegt lóð réttu megin en ekki röngu á vog- arskálarnar, sem voru mjög hall- ar fyrir. Hreyfing þessi hin sterka og að því er virtist samstillta var þó á furðu auðveldan hátt brotin á bak aftur af tækni- og emb- ættismönnum sunnan heiða. Á Akureyri var haldinn fundur nefndra tuttugu þingmanna og annarra forráðamanna byggð- anna. Þangað komu tæknimenn að sunnan, en þeir fluttu fróðleik um annað efni en beðið var um. Þeir ræddu lítið um virkjunar- möguleika í Jökulsá, heldur fræddu þeir fundarmenn um það að hægt væri að virkja Þjórsá við Búrfell. Síðan fóru embættismennirnir sínu fram, þvert ofan í þingvilj- ann, sem fyrir lá með samþykkt þingsályktunartillögu frá 22. marz 1961 „um fullnaðaráætlun um virkjun Jökulsár“, og unnu að rannsóknum og undirbúningi Búrfellsvirkjunar, og allir vita hvernig fór. Lögin um Laxár- virkjun 12,5 MW, frá 11. maí 1965, voru sú dúsa, sem friða átti norðanmenn, og var vonast til að þeir yrðu lítilþægir þrátt fyrir stóra drauma, sem þá hafði dreymt. Síðan hefur byggðajafn- vægistal ráðamanna hljómað heldur falskt. Það sem fyrir liggur um Jök- ulsá er að finna í skýrslu „Harsa“ frá 1. febrúar 1963, en þar segir á þá leið, „að á grundvelli þeirra upplýsinga, sem fyrir lágu, virtist Dettifossvirkjun vera eðlilegasta stórvirkjunarframkvæmd á Norð- urlandi, miðað við sölu á raf- magni á sanngjörnu verði“. Enn er áætlað að rannsaka virkjunar- möguleika í Jökulsá eins og þeir verða eftir að upptakakvíslar hennar eru teknar austur, svo að einhverjir hljóta þeir þó að vera. 2. Skjálfandafljót Ætlunin var að virkja Skjálf- andafljót fyrst þegar virkja átti norðanlands, aðallega vegna Ak- ureyrar. Sagt er að danskur verk- fræðingur sem fenginn var til að líta á þau áform hafi strax bent á að betra væri að snúa sér að Laxá. Síðan hefur fremur lítið verið hugsað um virkjun Fljóts- ins, en því meira um að flytja það brott. Tómas Tryggvason jarðfræð- ingur var uppalinn við Fljótið og þekkti það vel. Hann mun fyrstur manna hafa bent á að í því væri hin ákjósanlegasta virkjunarað- staða, við íshólsvatn. Þar má fá tvö allstór miðlunarlón, við ís- hólsvatn með því að stífla Fiskiá, og fram eftir Króksdal með stíflu nálægt Hrafnabjörgum eins og fyrirhugað er ef fljótinu verður veitt austur. Tómas var glöggur jarðfræðingur og vann mikið að jarðfræðirannsóknum fyrir virkj- anir, og hefur örugglega kunnað á þeim góð skil. Sennilega má fá þarna allt að 100 MW virkjun. Þó að hugmyndir Orkustofnunar- manna séu að veita Fljótinu aust- ur, afneita þeir alls ekki íshóls- virkjun, en segja að allar nánari rannsóknir skorti. Mikið er þeirra vald, sem rannsóknunum ráða. Augljóst er að það yrði til bóta fyrir fiskrækt í fljótinu ef lón væru mynduð í því svo ofarlega, við það mundi það hlýna og jök- ulkorgurinn minnka. Miðlun úr lónunum mundi þó hafa skaðleg áhrif næst fyrir neðan þar eins og annarsstaðar. 3.—4. Háhitasvæðin, Námafjall og Þeistareykir í Tímariti Verkfræðingafélags íslands, 1.—2 hefti 1969, segir svo í forystugrein, er nefnist „Hagnýting orku háhitasvæð- anna“: „Stofnkostnaður gufuafls- virkjunarinnar, sem Laxárvirkjun hefur látið reisa í Bjarnarflagi við Mývatn, var aðeins 10.000 ísl. kr. á hvert kílówatt, en það er aðeins helmingur stofnkostnaðar Búrfellsvirkjunar miðað við afl- einingu. Ennfremur er gert ráð fyrir að framleiðsluverð rafork- unnar verði mjög svipað og verð- ið frá Búrfellsvirkjuninni. Þessar staðreyndir vekja óhjákvæmilega ýmsar spurningar. Hvers vegna hefur slík virkjun ekki verið reist fyrr? Hvernig stendur á því að nauðsynlegt hefur verið talið að reisa 15 MW varastöð við Straumsvík, sem brennir dýru eldsneyti, ef unnt hefði ef til vill verið að byggja gufuaflsstöð í Krýsuvík eða á Hengilssvæðinu? Kostir þess að hafa gufuafls- stöðvar með vatnsaflsstöðvum eru augljósir, því að gufuaflsstöðvar truflast hvorki af ís né tíma- bundnum þurrkum.“ í sama riti er grein eftir dr. Valdemar K. Jónsson, verkfræð- ing, þar sem greinir frá nýjum aðferðum við nýtingu jarðvarma til raforkuvinnslu, sem valda mundu byltingu og gefa stórkost- lega möguleika hér á landi. Talið er að á jarðgufusvæðum landsins megi fá sambærilegt orkumagn og hægt er að vinna úr öllum fallvötnum þess. Erlendis er nú mjög um það rætt að jarð- varmaorka muni leysa vatnsork- una af hólmi, þar sem hún er fyr- ir hendi, og sé ef til vill eina orkulindin, sem keppir við kjarn- orkuna. í Þingeyjarsýslu eru, sem kunn- ugt er, tvö háhitasvæði, við Námafjall (Bjarnarflag) og á Þeistareykjum. Talið er að á Námafjallssvæðinu megi vinna 70—100 MW. (Skýrsla Sveins S. Einarssonar frá 1967). Þeista- reykjasvæðið er minna kannað, en þar er einnig talin mjög mikil orka. f skýrslu eftir Svein S. Einars- son verkfræðing, um möguleika á að byggja jarðgufuaflsstöðvar við Námafjall, segir svo: „Orku- kostnaður minni gufuaflsstöðva er sambærilegur við orkukostn- að hagstæðustu stórvirkjana vatnsafls, en fyrir stærri stöðv- arnar er hann mun lægri, og mun vandfundin nokkur önnur tegund aflstöðva, er hafa sambærilegan orkukostnað. Jarðgufuaflsstöð af þessum gerðum væri hægt að byggja á rúmum 2 árum frá því að bor- anir hefjast. Væru boranir hafn- ar við Námafjall sumarið og haustið 1967, gæti stöðin verið til- búin til notkunar haustið 1969“. Þessi mun og hafa orðið reyndin, aðeins það að byggð var lítil stöð, 2,5—3 MW, en Sveinn gerir áætl- anir fyrir 5, 6, 8, 10 og 15 MW stöðvar. Ef farinn hefði verið millivegur og byggð 8 eða 10 MW stöð, hefði það fullnægt orkuþörf svæðisins um nokkurt árabil og gefið tóm til meiri rannsókna og betur grundaðra ákvarðana í orkumálum landshlutans. Enn- fremur segir svo í skýrslu Sveins S. Einarssonar: „Auk þess sem jarðgufuaflsstöðvar eru svo ódýr- ar í byggingu, og hafa svo lágan orkukostnað, sem sýnt hefur ver- ið að framan, hafa þær aðra rekstrareiginleika, sem eru sér- lega hagkvæmir, ef um er að ræða orkuvinnslu, þar sem þörf er á stöðugu grunnafli árið um kring, svo sem fyrir orkufrekan iðnað. Má þar nefna óvenjulegt rekstraröryggi og möguleika á lengri nýtingartíma mesta afls en hægt er að jafnaði að fá í vatnsaflsstöðvum, með viðráðan- legum miðlunarmannvirkjum. Þá er ekki síður mikilvægt fyr- ir íslendinga að hægt er að fá svo lágan orkukostnað í tiltölulega litlum stöðvum, sem hægt er að byggja að vild í hæfilegum áföng- um, í samræmi við vöxt hinnar almennu raforkunotkunar. Með jarðgufuaflsstöðvum er hægt að nýta orkuforðann í jarðgufusvæð- um landsins, en þau eru talin geta staðið undir sambærilegri orkuvinnslu og möguleg er í öll- um virkjanlegum vatnsföllum landsins.“ Verkfræðingar Laxárvirkjunar virðast vera á öðru máli en þeir sem hér hefur verið vitnað til. Fyrir leikmenn er ekki hægt að dæma um, hverjum eigi frekar að trúa; leggja verður verkfræðing 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.