Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 53
vegna Þjórsár í Gaulverjabæjar-
og Djúpárhreppi.
II. Austurveita
Svo er nefnd fyrirhuguð veita
Jökulsánna á Fjöllum og á Dal
austur í Fljótsdal, sem allfræg
er orðin af blaðafrásögnum. Það
lætur að líkum að þar kæmi sam-
an mikið vatn, sem væntanlega
gerði vart við sig í Útmanna-
sveit og Hróarstungu, en ekki
skal hér rætt um afleiðingar.
Ekki er þó reiknað með að ræna
þessar ár alveg öllu vatni sínu,
og enn er talað um rannsóknir á
virkjunarmöguleikum í Jökulsá á
Fjöllum, en með skertu vatns-
magni, og er ósennilegt að við
það skapist hagkvæmari virkjun-
armöguleikar en áður voru og
frá var horfið á óheillastund.
III. Flutningar Skjálfandafljóts
Að framan hefur því verið lýst,
hvernig hugmyndir Orkustofnun-
armanna eru að veita vötnunum
um þvert og endilangt hálendið,
steypa þeim saman í tvær megin-
elfur, sem falla mundu til sjávar,
þar sem nú eru ósar Þjórsár og
Lagarfljóts. En þar með þætti
ekki nóg að gert. í títt nefndri
áætlun er kafli, sem nefnist:
„Efri hluti Laxár í Suður-Þing-
eyjarsýslu". Þar segir svo orð-
rétt: „Eftir núverandi virkjunar-
hugmyndum yrði Laxá og nálæg
vötn nýtt til orkuvinnslu í þrem-
ur orkuverum, þau eru: 1) Laxár-
virkjun neðri við Brúar, 2) Lax-
árvirkjun efri frá Mývatnsósum
eða þar um bil og niður í Laxár-
dal og 3) Krákárvirkjun. Til þess
að fá meira vatn er ráðgert að
veita fyrst Suðurá-Svartá yfir í
Kráká, og síðar Skjálfandafljóti
sömu leið eftir að upptakakvísl-
um þess hefur verið beint suður
í Þjórsá og Jökulvatn fljótsins
þar með skilið frá.“
Síðar er fyrirhuguðum fram-
kvæmdum lýst nánar. Fljótið yrði
stíflað við Hrafnabjörg austan
við íshólsvatn, þar myndast stórt
lón, Hrafnabjargalón, og er fljót-
inu veitt í stórt lón, „Krákárlón",
sem eftir korti að dæma næði frá
Sandvatni suðvestur af Gaut-
löndum austur yfir Sellönd að
Sellandafjalli yfir meginið af
Grænpollamýri og vestur að
Stóraási á Fljótsheiði. Yrði þetta
lón snöggtum stærra en Mývatn.
Úr „Krákárlóni“ er svo Krákár-
virkjun hugsuð og yrði þá vatn-
inu steypt niður hjá Gautlöndum
og þaðan eftir Gautlandalæk í
Arnarvatn og síðan í Laxá.
Þá segir orðrétt: „Laxá yrði
stífluð nálægt þeim stað, sem
þjóðvegurinn til Mývatnssveitar
kemur að henni og mynduð þar
lítil uppistaða. Vatnsborð hennar
er lægra en Mývatns og yrði því
Mývatn með öllu ósnortið af
virkjunum þessum umfram þau
mannvirki, sem þegar hafa verið
gerð við útrennslið úr því. Úr
þessu lóni yrði vatnið leitt eftir
skurði á vesturbrún Laxárdals
norður í Ljótsstaðamýri, en þaðan
um jarðgöng að neðanjarðar
stöðvarhúsi undir vesturhlíð Lax-
árdals.“
Þá er vatnið komið beint í hið
mikla Laxárlón sem mynda á
með 57 metra hárri stíflu við
Brúar í mynni Laxárdals, sem
frægt er vegna umræðna um
„G1 j úf urvers virk j un“.
Ef af þessu yrði er auðsætt,
að nafnið Laxá í Laxárdal ætti
ekki lengur heima á landabréf-
inu. Þó að ráðgert sé að skilja
eftir nokkra metra af fallinu næst
Mývatnsósum, verða þeir ef að
líkum lætur ekki margir, því að
hver fallmetri er dýrmætur með
slíku vatnsmagni frá virkjunar-
sjónarmiði. Þarna yrðu væntan-
lega samankomnir yfir 100 m3/
sek. Skjálfandafljót legði vænt-
anlega til 60—70 m3/sek. og Laxá
um 40 m3/sek. Skjálfandafljót
hefur tæplega 90 m3/sek. meðal-
rennsli við Goðafoss. Áætlað er
að 15 m3/sek. færu suður, og
yrðu þá væntanlega 60—70 m3/
sek. teknir austur.
Af uppdrætti má ráða að „litla
uppistaðan“ hjá Helluvaði, sem
nefnd er í skýrslunni, yrði að ná
upp undir Mývatn, til þess að
hægt sé að koma vatninu norður
heiðarbrúnina. Þá myndi hún ná
yfir Arnarvatnið og allt suður
að Gautlöndum, og legði hún þá
í eyði Gautlanda-, Arnarvatns- og
Helluvaðsbæina. Kvíslar og hólm-
ar Laxár ofan frá Mývatnsósum
og niður undir Hofsstaði hyrfu
þá í lón. Allir sem þarna hafa
komið þekkja þá fegurð, sem þá
hyrfi.
Allir líffræðingar (þ. e. nátt-
úrufræðingar aðrir en jarðfræð-
ingar), sem látið hafa í ljós álit
sitt á þessu, eru á einu máli um
að þessi hluti árinnar sé órofa
hluti af lífheild Mývatns, bæði
á æðri og lægri stigum, og að
einmitt í ánni (straumvatni)
skapist sú undirstaða að lífi í Mý-
vatni og Laxá, sem ekki má kippa
burtu, því að þá sé allri lífheild
þessari stefnt í voða.
Athyglisvert er að þessar hug-
myndir um virkjunartilhögun á
vatnasvæðum Skjálfandafljóts og
Laxár eru settar fram á sl. sumri,
eftir að mótmælaalda reis í hér-
aðinu gegn áformum um full-
virkjun eftir Gljúfurversáætlun
með Suðurárveitu og síðar svo-
nefndri Mývatnsvirkjun.
í skýrslunni er meira að segja
að því vikið, eins og að gefnu
tilefni, að þessi tilhögun snerti
ekki Mývatn. Það er vitanlega
aðeins skoðun Orkustofnunar-
manna, sem sannar, að enn eru
þeir ekki farnir að leita til sér
fróðari manna um aðrar hliðar
málsins en orkuframleiðsluna.
Því verður síðari villa þeirra litlu
betri hinni fyrri.
í títtnefndri skýrslu um for-
rannsóknir kemur fram að ætlun
er að verja 9,365 milljónum
króna til rannsókna á þessum
virkjunaráformum, mestu af því
þrjú fyrstu árin; nokkuð þykir
því til þurfa. Nákvæm sundur-
liðun rannsóknakostnaðar fylgir,
og sýnir hún að ekki er áætlað
að verja einum eyri til neinna
þeirra rannsókna er snerta vænt-
anleg áhrif þessa á náttúru hér-
aðsins, gróður þess, fugla eða
fiskilíf, náttúrufegurð, ferða-
mannaaðstöðu, búskaparaðstöðu
eða aðra afkomumöguleika. Hér
eru virkjunaráform einhliða
studd fjármagni ríkisins, en hér-
aðsbúar og aðrir, sem verja vilja
eigur sínar og sameiginleg verð-
mæti allra landsmanna, hljóta til
þess engan fjárstuðning. Sama er
að segja um alla hina miklu áætl-
un um forrannsóknir, engu fé er
ætlað að renna til líffræðilegra
rannsókna.
Þessi virkjunaráform hafa ver-
ið rakin hér svo nákvæmlega,
vegna þess að af þessu má mikið
læra; þetta snertir þjóðina alla,
allir landsmenn verða að samein-
ast um að knýja fram skynsamleg
og menningarleg vinnubrögð við
þessi mál.
Það skal tekið fram og undir-
strikað til að fyrirbyggja allan
hugsanlegan misskilning, að hér
er alls ekki verið að berjast gegn
vatnsvirkjunum sem slíkum. —
Virkjun orkulinda til framleiðslu
á raforku, og dreifing hennar um
byggðir og þéttbýli, er fullkomin
nauðsyn; hún er meira en í bók-
staflegum skilningi frumaflgjafi
til margskonar framkvæmda og
aukinna athafna í byggðarlögun-
um. Það er því hverjum lands-
hluta nauðsynlegt að eiga aðgang
að nægri og sem ódýrastri raf-
orku. Það er líka, að öðru jöfnu,
að því augljós hagur, bæði beinn
og óbeinn, að virkjað sé í lands-
hlutanum, enda munu allir lands-
hlutar stefna að því. Fyrir það
má þó ekki fórna of miklu af
öðrum landkostum.
Það er hins vegar hið einhliða
mat á landkostum, sem verður að
berjast gegn; það verður að koma
í veg fyrir, að aðeins sé litið á
einhliða möguleika til virkjunar,
og að þeir einir fái að ráða, sem
annað hvort þekkja ekki eða vilja
ekki vita af öðrum verðmætum í
fallvötnunum og umhverfi þeirra
en þeim, sem bundin eru við
orkuna eina. Slík verðmæti eru
margskonar, sum svo augljós, og
gefa beinan arð, svo sem veiði,
fiskræktarmöguleikar og náttúru-
fegurð og margskonar sérstæð
náttúrufyrirbrigði, sem allt dreg-
ur að sér ferðafólk, innlent og
erlent. Þessi verðmæti skila þeg-
ar miklu, en jafn öruggt er að
það margfaldast á komandi ár-
um. Þar er ekki aðeins um gull-
tryggðan fjársjóð að ræða, held-
ur fjársjóð, sem örugglega stígur
þeim mun hraðar í verði sem tím-
ar líða og óspillt náttúra verður
fágætari í ofsetnum löndum um-
hverfis okkur.
Fá svæði á landinu bjóða upp
á meiri og fjölbreyttari útilífs-
verðmæti en Þingeyjarsýslur;
ferðamannaleiðirnar liggja að
ánum, og meðfram þeim. Frá Ak-
ureyri er ekið að Vaglaskógi við
Fnjóská, næst er áð við Goðafoss
í Skjálfandafljóti, farið er að Mý-
vatni, að Jökulsá og að Laxá.
Þetta eru verðmæti landshlutans.
Auka þarf vaxtarmátt Akur-
eyrar á margan hátt sem iðnaðar-
bæjar, skólabæjar, miðstöðvar
stjórnsýslu og hverskonar þjón-
ustu, sem hæfir fyrir landshlut-
ann allan, og síðast en ekki sízt
sem ferðamannabæjar. Þar er að
rísa miðstöð vetrariþrótta, með
góðri aðstöðu, sem vonandi verð-
ur segull á ferðamenn þá mánuð-
ina, sem þær eru stundaðar.
Sömu móttökuaðstöðu og þjón-
ustu þarf að hagnýta yfir sumar-
mánuðina, enda mun það verða
létt á meðan náttúruskoðendur,
veiðimenn og hverskonar útilífs-
unnendur telja sig hafa nokkuð
að sækja austur fyrir Vaðlaheiði.
Það er öllum í hag að svo verði
um allan aldur.
Hér skulu ekki rakin öll þau
sjónarmið önnur, sem mæla gegn
fullvirkjun Laxár eftir Gljúfur-
versáætlun og hugmyndum um
Mývatnsvirkjun eða „Efri-Laxár“,
með tilheyrandi vatnaflutningum,
heldur verði látin nægja tak-
mörkuð virkjun innan ramma nú-
gildandi laga. Það skal aðeins
undirstrikað að slíkri virkjun yrði
að haga þannig, að ekki yrði
skerðing lífsskilyrða fyrir menn,
dýr eða jurtir, en hún gæfi þó
næga orku það lengi, að tími
ynnist til að kanna nægilega
aðra möguleika og finna þær
lausnir, sem allir aðilar geta sætt
sig við.
Aðrir möguleikar
Þeir, sem réttlæta vilja full-
virkjun Laxár með meiri eða
minni vatnaflutningum, bera eðli-
lega fyrir sig orkuþörfina; þeir
benda réttilega á hve mikilvægt
það er allri þjóðinni að á Norður-
landi eflist byggðin af þeim at-
vinnuvegum, sem líklegir eru til
að taka við aukinni fólksfjölgun,
53