Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 52
verður það að leggja meira á sig t;l að varðveita lífsskilyrðin á jörðinni; annars heldur það á- fram að tortíma lífsskilyrðum með sívaxandi hraða. Sporlatir bíleigendur, sem nenna ekki að ganga örskotslengd, ættu að minnast þess að með öllum akstri bætist örlítið við mengun and- rúmsloftsins, og safnast þegar saman kemur. Þannig er það á óteljandi öðrum sviðum. Ef stöð- ugt er valinn sá kostur, sem veit- ir mesta stundarhagsæld, en þess ekki gætt hvort menn eru jafn- framt að vinna tjón á umhverfi sínu, stefnir allt til eyðingar. Ef lengra er litið, sést að það sem krefst nokkurra fórna veitir oft meiri og varanlegri velferð. Fjölmargar þjóðir gera sér þetta orðið ljóst; þær harma það nú af hve mikilli skammsýni þær hafa umgengizt lönd sín. Við nýt- ingu einnar tegundar landkosta hefur öðrum verið spillt — með mikilli eftirsjá finna þær, að landkostir sem eyddir eru og ekki verða endurunnir voru mörgum sinnum verðmætari en það sem vannst. Svíar hafa til dæmis af þessu bitra reynslu. Þó hygg ég að þeir verði ekki með réttu taldir öðr- um þjóðum óforsjálli; þvert á móti, þar er ef til vill skynsam- leg skipulagning komin hvað lengst. í ræðu, sem Olof Palme núver- andi forsætisráðherra Svía flutti á meðan hann enn var samgöngu- málaráðherra, komst hann svo að orði: „Enn hefur engin tilraun ver- ið gerð til að marka heildarfram- tíðarstefnu um það, á hvern hátt við viljum nota landið. Ekkert markmið hefur verið sett eða reglur ákveðnar um það á hvern hátt við eigum að umgangast landið og fara með það, þanmg að það í framtíðinni veiti fólkinu mesta velferð og gleði. Á meðan svo er verður það venjulega þannig, að tilviljun og skammsýn hagræn sjónarnrð ráða mestu, því að undan þeim er látið hverju sinni. Þar sem framtíðarmarkmið skortir við tilhögun byggðar og framkvæmda, verður fegurðin tíðum að hopa fyrir hnausþykku hugvitinu, sem öllu þjappar sam- an í heljar steinblakkir." Fáar framkvæmdir valda stór- felldari umbyltingum á náttúr- unni en stórar vatnsvirkjanir með miðlunum og vatnaflutningum. Það þekkja Svíar mjög vel. Þeir hafa þó reynt að haga svo fram- kvæmdum við sínar stórvirkjan- ir, að sem minnstu yrði spillt. Þeir vörðu miklu fé til rannsókna á því hvernig væri hægt að kom- ast hjá tjóni, og hvernig yrði bætt úr því. Þeir voru samt svo bjart- sýnir að álíta að varðveita mætti veiðina í ánum, þótt þær væru fullvirkjaðar, og skylduðu virki- unaraðilana til að stunda fisk- rækt, reisa eldisstöðvar, gera fisk- vegi o. s. frv. Reynslan varð þó sú, að það tókst yfirleitt ekki. Norðmenn eru skemmra á veg komnir með virkjanir og hafa enn minna spillt af vötnum sín- um; sérstaklega eiga þeir óspillt- ar ár í Norður-Noregi. Þeir ætla líka að láta víti nágranna sinna verða sér til varnaðar. Fyrir 10 árum skipuðu þeir sérstaka nefnd sem fékk það hlutverk „að gera heildaryfirlit og tillögur um þau vatnsföll og þá staði, sem þjóðin vildi vernda gegn spillingu og skemmdum af völdum virkjana og aðgerða í sambandi við þær“, og í öðru lagi „að ræða og gera tillögur um, hvaða aðgerðir væru hugsanlegar til að bæta úr skaða af völdum virkjana, sem þegar væru gerðar, og um friðunarað- gerðir í sambandi við þær.“ í þessa nefnd völdust fulltrúar virkiunaraðilanna annarsvegar og náttúruverndarfélaga, ferðamála- félaga, veiðifélaga og útilífs- áhugamanna hinsvegar. Nefndin hefur nú skilað áliti eftir miög umfangsmikið og árangursríkt starf. f langflestum tilfellum reyndust nefndarmenn sammála um friðunartillögur. Revnslan svndi þarna að langoftast má finna lausnir. sem báðir aðilar geta unað við, ef þeir vinna sam- an að leit þeirra og málin eru tekin fyrir á frumstigi áæUana og rannsókna. Nú hefur Orkustofnun sent frá sér skvrslu með ..áætlun nm for- rannsóknir á vatnsorku fslands árin 1970—1974.“ Skýrsla bessi er fylgiskial með fiárveitingar- beiðni stofnunarinnar til orku- málaráðherra til þessara rann- sókna. og er farið fram á að varið verði til þeirra 257.5 milliónum króna á þessum 5 árum. Forrann sóknir eru skilgreindar sem þær rannsóknir, sem nauðsynlega'' eru til að unnt sé að svara mcð viss'i neðangreindum snurning- um: 1) Hvort virkiun sé tæknilega framkvæmanleg. 2) Hvort virkiun sé fiárhagslesa gerleg. b. e. hvort orkukostn- aður frá henni sé innau heirra marka að virkiunin komi fiár hagslega til greina. 3) Hver orkukostnaður sé hér um bil. Forrannsóknir nægia hins veg- ar ekki til að ákveða tilhögun og gerð virkiunar í einstökum atrið- um ‘(b. e. til fullnaðarhönnunar'). Þar verða fullnaðarrannsóknir að koma til.“ í bréfi til atvinnumálaráðuneyt- isins með skýrslunni segir: „Áætl- un þessi er við það miðuð að árið 1974 verði lokið forrannsókn allra mikilvægustu virkjunar- svæða landsins. Virkjunarstaðir þeir, er rannsóknaráætlunin tek- ur til, hafa um 27.000 GWh ár- lega vinnslugetu, eða 77% af þeim 35.000 GWh/ári, sem tækni- lega virkjanlegt vatnsafl landsins alls er talið nema.“ Síðar er frá því skýrt að sumar þessar virkj- anir verði ekki byggðar á minna en 7—8 árum, og ennfremur seg- ir: „Af þessu teljum vér að álykta megi sem svo: Spurningin um það hvort ljúka skuli forrannsókn þeirra 27.000 GWh/ári sem hér um ræðir á næstu fimm árum eða ekki jafngildir í rauninni spurningunni um hitt hvort þjóð- in ætli sér að vera búin að nýta þessa orku á næstu tuttugu árum eða í kringum 1990. Ef svarið er á þá lund, að hluti þessarar orku megi vel bíða nýtingar fram yfir þann tíma, þá verða menn að vera við því búnir — þótt ekki sé það víst — að nýjar aðferðir við orku- vinnslu hafi þá gert þennan sama hluta að engu sem auðlind". Þess er ekki getið við hvaða tegundir orku er átt, en flestum mun koma í hug kjarnorka; það þarf þó ekki að vera, allt eins gæti það orðið jarðvarmaorka, eins og síðar verður vikið að. Allt vatn á að færa saman í þrjár elfur f fáum orðum má lýsa þeim hugmyndum, sem vinna á eftir í fyrirhuguðum forrannsóknum, þannig, að færa eigi saman sem mest af því vatni, er til fellur á hálendinu, í sem fæsta farvegi og virkja síðan sem allra mest af falli þess í kerfisvirkjunum. Við þessa vatnaflutninga mynd- ast mörg og mjög umfangsmikil uppistöðulón, sem jafnframt yrðu notuð sem miðlunarlón. Hinir fyrirhuguðu vatnaflutn ingar og virkjunarkerfi eru þessi: I. Þjórsárvirkjanir Áætlað er að veita upptaka- kvíslum Vestri-Jökulsár, Hofsár og Eystr!-Jökulsár, sem allar koma úr Hofsjökli norðanverðum og falla til Skagafjarðar í Héraðs- vötn, suður á Sprengisand og í Þjórsá. Á sama hátt á að taka upptök Skjálfandafljóts úr Vatna- jökli og Tungnafellsjökli yfir í Fjórðungsvatn, og þaðan suður í kvíslar Þjórsár. Áætlað er að við þetta aukist vatnsmagn Þjórsár um 10—15%. Sunnanvert við Hofsjökul á að stífla þessa auknu Þjórsá nálægt Norðlingaöldu og mynda hið mikla „Þjórsárlón“, sem svo er nefnt (Orkustofnun- armenn hafa þegar gefið öllum hinum nýju lónum sínum nöfn, og hver veit nema brátt verði far- ið að kenna hina endurskoðuðu landafræði þeirra). Það yrði langstærst allra vatna á landinu, sennilega rúmlega tvöfalt stærra en Þingvallavatn. Þar yrðu kaf- færð öll Þjórsárver, víðfrægustu gróðurvinjar hálendisins, óvið- jafnanlegar að dómi allra sem til þekkja, en auk þess aðalvarp- stöðvar heiðagæsarinnar, sem mörgum yrði harmsefni ef eydd- ust, bæði innlendum og erlendum fuglaunnendum. Þá er áætlað að stífla Skaftá ekki langt frá Lakagígum og veita með skurðum og jarðgöng- um yfir í Tungnaá og síðan í Þjórsá. Ekki er rætt um hvað gerast muni í sveitum Vestur- Skaftafellssýslu við þá aðgerð. Hvítá í Árnessýslu er fyrst stífl- uð við Ábóta, þá sekkur Hvítár- nes, Tjarnarheiði og Tunguver, og virðist Hvítárvatn tvöfaldast að stærð. Skammt þar fyrir neð- an er áætlað annað lón, Sandár- lón, og við það önnur virkjun. Hvítá yrði svo stífluð þrep af þrepi, ein stífla ofan við Gullfoss, og vatnið leitt framhjá honum, önnur við Haukholt, og yrði þar sökkt Brúarhlöðum og fögrum gljúfrum allt upp að Brattholti. Endanlega er áætlað að gera út af við Hvítá í Árnessýslu, með því að stífla hana við ofanvert Hestfjall og veita henni eftir skurði yfir þver Skeiðin og í Þjórsá nokkru ofan við Heiðar- bæ. Yrði þá saman komið í eina móðu allt vatn, sem til fellur um miðbik landsins frá vatnaskil- um undir Langjökli — að sömu skilum undir meira en hálfum Vatnajökli. Engar tölur eru til- greindar um meðalrennsli, hvað þá hugsanlegt flóðvatn í þessari nýju stórá, en mörgum mun detta í hug að hún kynni að væta um ból þeirra er nú búa lægst beggja 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.