Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 18
Síffasta stjúrn Rit- h öfundasa m bands Islands. Frá vinstri: Kristínn Reyr, Einar Bragi, Jón Oskar, Stefán Júlíusson og Ingólfur Kristjánsson. til neins nema að skemmta fólki. Þegar fólk kaupir bók, þá má gera ráð fyrir, að a. m. k. undir niðri sé oftast ráðandi óskin um, að hún veiti einhvern fróðleik, miðli þekkingu, opni nýjar sýnir, kveiki hugmyndir, veki skilning á vandamálum líðandi stundar, eða a. m. k. opni nýja fegurðarheima, þegar ekki vill annað til. Skemmtun og dægra- styttingu er svo víða að fá í þjóðfélagi okk- ar tíma, að rithöfundurinn á ekki að þurfa að eyða tíma sínum i verkefni af því tagi, enda meira en vafasamt, að bókmenntun- um sé nokkur greiði gerður með því, að rithöfundar fari að keppa við skemmtikrafta á almennum sölumarkaði. Það er því óhemjú mikilvægt, að sérhver rithöfundur geri sér vel ljóst, hvaða hlut- verki hann óskar eftir að gegna í samfélagi sínu og hvaða boðskap hann telur sig hafa fram að færa við það. Jafnframt þarf hann að gera það vandlega upp við sig, hvernig heppilegast sé að koma honum á framfæri, því að vilji rithöfundur fá hljómgrunn, er það frumnauðsyn, að hann íhugi það vand- lega, hvaða mögúleikar séu á því, að fólk veiti verkum hans viðtöku. í því efni þurfa skáldlegur innblástur og raunsæ hyggindi að geta farið saman, og er þetta grundvall- aratriði, því að skrifi rithöfundur bækur, sem enginn vill lesa, verður starf hans aldrei annað en innantóm markleysa, unnin í til- gangsleysi. Nú má vitaskuld segja, að hér sé ekki um annað en alkunn sannindi að ræða, sem hverjum rithöfundi hljóti að vera ljós. Ekki er þó fullvíst, að svo sé, og víst er a. m. k., að þessi sjónarmið eru ekki sérlega áber- andi í ályktunum rithöfundaþingsins. Á það var bent i þeim umræðum, sem urðu í sam bandi við þingið, að eftir þeim bókum að dæma, sem hér koma út árlega, verður ekki séð, að ungir höfundar eigi í umtalsverðum erfiðleikum með að fá verk sín gefin út, hafi þeir á annað borð eitthvað til brunns að bera. Svipað virðist og eiga við um eldri og reyndari höfunda, ef miðað er við það, sem flotið hefur með hér í bókaflóðinu und- anfarin ár, en hængurinn virðist sem sagt vera sá, að þessi verk seljist ekki nema í svo takmörkuðum upplögum, að lítið sé eftir til að borga höfundunum, þegar útgáfukostn- aðurinn hefur verið greiddur. Þennan vanda hyggjast rithöfundar leysa með því að mun- urinn verði jafnaður sem mest af almanna- fé, en ekki með því að auka gæði bóka sinna, þannig að fleiri langi til að eignast þær. Það er e. t. v. ástæða til að undirstrika, að hér er ekki verið að kasta fram sleggju dómi — á rithöfundaþinginu kom það ekki fram, að menn létu sér detta í hug, að í þessu efni væri nokkru ábótavant, og gæða- staðall íslenzkra nútímabókmennta var þar einfaldlega ekki tekinn til umræðu. Af framansögðu verður því ekki annað séð en að meginþorra íslenzkra rithöfunda hafi mistekizt það frumhlutverk sitt að ná til nægilega stórs hóps lesenda. Á hinn bóginn er bókaútgáfa það fjölbreytt og bóksala það mikil hér á landi, að um mögulegan áhuga jafnvel vandfýsinna lesenda þarf ekki að efast. Hár hlýtur því eitthvað að vera bogið við sjálfar bókmenntirnar, og þótt ekki verði hér lagt út á þær hálu brautir að gefa rit- höfundum forskriftir um það, hvernig þeir eigi að skrifa bækur sínar, þá er eigi að síður ekki úr vegi að drepa á nokkur atriði, sem vekja athygli, þegar reynt er að fá yfirlit um þau skáldverk, sem komið hafa fram hérlendis síðustu árin. Er þar þó vita- skuld ekki um neina kerfisbundna rannsókn að ræða. Eitt hið fyrsta, sem þá vekur athygli, er yrkisefnafátæktin, sem sýnist vægast sagt vera ein af höfuðmeinsemdum samtímabók- menntanna. Hvað skyldi t. d. vera búið að skrifa margar sögur og yrkja mörg ljóð um saknaðarblönduð viðhorf hins aðflutta borg- arbúa til horfinnar sveitar? Ekki er ólíklegt, að það reyndist vera dálaglegur fjöldi, ef öllu væri til skila haldið. Svipað á við efni eins og kreppuárin, styrjaldarárin síðari, hernámið, Bretavinnuna, spillinguna í kjöl- far styrjaldarinnar og skyndilega auðlegð þjóðarinnar á þeim árum og síðan dvöl varn- arliðsins í Keflavík og samskipti þjóðarinn- ar við það. Nú allra síðustu árin virðist ál- verksmiðjan í Straumsvík ásamt spurning- unni um afstöðu íslendinga til erlends fjár- magns vera að komast á dagskrá. Vissulega er það sízt af öllu lastandi, að rithöfundar fáist við yrkisefni úr samtíma sínum, en á hinn bóginn gefur að skilja, að þegar fleiri en einn höfundur fæst við sama efnið með svipuðum efnistökum, þá kemur að því, að það verður þvælt og gefur litla möguleika á sjálfstæðri túlkun. Hið sama gildir vitaskuld einnig, ef höf- undur fjallar um efni, sem verið hefur ofar- lega á baugi í almennum umræðum manna á meðal, að ekki sé talað um það, ef stjórn- málamenn eru búnir að ræða um það og Einar Bragi setur rithöfundaþingið í Norrœna húsinu 24- okt. 1969. Kristinn Einarsson: ÞANKAR UM ALÞÝÐUMENNINGU Fólk sem lifir í fortiðinni, viðurkennir ekki staðreyndir fyrren tugum ára eftirað þær komu fram og þá um seinan, því nýjar staðreyndir hafa rutt þeim úr vegi. Þjóð sem státar af því að vera bókmenntaþjóð en er bara bókaþjóð. Pappírsþjóð. Þjóð sem ennþá heldur að abstraktmálverk sé klessumálverk og atómljóð samasem leir. Elektrónísk tónlist einsog vélsmiðjugnýr. íslendingar. Maður með konu og börn í hundraðfermetra blakkaríbúð, á veggnum Þingvallamynd eftir Matthías og í hillunum Islendingasögurnar og Halldór Laxness í rykföllnu skinn- bandi. Samband við nútíð heimsins og menningu í gegnum Morgunblaðið. Er smáborgari skammaryrði eða safnorð um íslendinga eða hvorttveggja. Menningin sem sagan hundrað árum síðar eignar þjóðinni allri hvílir á peningum áhuga og snobbi eins prósents af þjóðinni. Síðan hvenær. í barnaskóla lærði maður um út- breiddan og ódrepandi bókmenntaáhuga íslendinga, ástæðuna fyrir geymd Islendinga- sagna um aldur, andstæðuna við önnur þjóðfélög, þarsem aðeins lítill minnihluti heldur uppi bókmenntunum. Ó heilaga arfsögn. Þjóðrembingur í sautjándajúnístll þarsem menn snúa sig úr hálsliðnum tilað líta aftur yfir farinn veg og eru andlega dauðir um það leyti sem þeir koma að nútíðinni. Framtíðarsýnin spegluð í freðnum ýsuaugum. Jón Sigurðs- son lifi, húrra. Um hvað hafa eftirkomendurnir að skrifa ef allir sitja við að falsa fortiðina. Verður þá sagan ekki einsog rúllandi tunna sem orðið hefur til úr engu. Hve mörg prósent íslend- inga lifa í nútíðinni, hve mörg prósent íslendinga eru til. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.