Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 33
Svavar Guðnason: Staccato-legato, 191^1.
Þorvaldur Skúlason: Uppstilling, olía, .
Sigurjón Olafsson vinnur að höggmynd sinni, „Maður og kona", 1939.
er efst voru á baugi, eða gleyptu þá fullhráa,
en handhægasta lausnin var að halda sér
við gamlar staðreyndir, og voru menn furðu-
gjarnir á það, þegar þess er gætt, að hvar-
vetna voru brumknappar nýrra viðhorfa að
springa út allt um kring, og ungir menn
voru ólatir við að sækja sýningar heim.
Sumum var þetta til góðs, en þó fleirum
til stöðnunar. Vísir menn og sjálfskipaðir
dómarar voru líka ólatir að minna á íslenzk-
an arf og norræna arfleifð, þótt forvitnir
þyrftu ekki lengi að leita til að komast að
því, að norrænir menn eru útbyggjar Evr-
ópu og norræn arfleifð í myndlist þaraf-
leiðandi afsprengi eldri og þróaðri arfleifð-
ar í heimslistinni. Það mun hafa verið hindr-
un á þroskabraut margra, að þeim var þetta
ekki nægilega ljóst strax í upphafi, en nú
vita menn, að þeir sem skildu samhengi list-
arinnar á öllum tímum hafa látið eftir sig
varanlegust spor. Deilan um hið þjóðlega
hefur alltaf verið brosleg. Menn hagnýta
sér nýjungar á öllum sviðum, hvaðan sem
þær koma, og það er ekki fyrr en að listinni
kemur, að sú hagnýting verður bannvara,
því hún sé andstæð því þjóðlega sem fyrir
er, sem var þó á öllum tímum ekkert annað
en hagnýting eldri gilda. Hið þjóðlega er
því oft ekkert annað en fastheldni við van-
ann, og vaninn er í andstöðu við alla skap-
andi list. Einkennandi er, að það eru oftast
miðlungsmenn, er hæst hrópa um þjóðlega
stefnu. Sterk persónueinkenni, sem greini-
lega koma fram í verkum rismikilla lista-
manna, verða þjóðlegur arfur, hvaða meðul
sem listamaðurinn hefur svo notað til að
þroska list sína. Listamaðurinn skapar hið
þjóðlega, en er ekki taglhnýtingur þess.
Ekki er mögulegt að setja sig inn í þróun
íslenzkrar iistar síðasta aldarfjórðung án
þess að gera sér þessar staðreyndir ljósar
og hafa þær til hliðsjónar öllu listrænu gild-
ismati. Auðvelt er að færa sönnur á það, að
33