Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 42
rænn áhugi og starfsgleði leikaranna sögðu líka til sín. Því verður samt ekki neitað, að hrörn- unareinkenni tóku að gera vart við sig fyrsta áratuginn, en þau urðu æ greinilegri eftir því sem frá leið, og má segja að síð- ustu fimm ár hafi hrörnun stofnunarinnar verið augljós öllum sem nenntu að hugsa um andlegt heilsufar hennar í fullri alvöru. Fráleitt verða allir á eitt sáttir um, hvað valdi þessari ömurlegu öfugþróun. Sumir munu sennilega kenna um vaxandi fjárhags- erfiðleikum, samkeppni við sjónvarpið eða einhverju þvíumlíku, en hver heilskyggn maður hlýtur að sjá, að hrörnun Þjóðleik hússins getur ekki átt sér slíkar skýringar, m. a. vegna þess að þá ætti það sama að vera uppá teningnum hjá Leikfélagi Reykja- víkur, sem er þó fjarri sanni, og eins vegna hins að fjárhagserfiðleikar og harðnandi samkeppni ættu, ef allt væri með felldu, að ögra stofnuninni til að leita nýrra leiða, þjappa starfsliði hennar saman og vekja því tvíefldan metnað. Engu af þessu er til að dreifa. Þjóðleikhúsið hjakkar í sama fari ár eftir ár og gengur með hverju nýju ári verr að halda í horfinu. Starfsliðið er síður en svo einhuga eða metnaðarfullt fyrir hönd stofnunarinnar. í sem fæstum orðum sagt virðist köld hönd dauðans vera að leggjast yfir alla starfsemi Þjóðleikhússins. Ég fæ ekki betur séð en þessi hryggilega þróun eigi sér ofureinfaldar og eðlilegar orsakir. Frá upphafi hefur Þjóðleikhúsið lotið stjórn manna, sem hvorki hafa til að bera listrænt skynbragð né neina þá eigin- -leika aðra sem geri þá hæfa til að veita forstöðu jafnviðkvæmu og vandmeðförnu fyrirtæki og leikhús er. Og jafnvel þó ein- hverjir þessara manna kynnu í öndverðu að hafa haft einhverja hæfileika í þessa átt, væri borin von að þeir hefðu enzt þeim til 20 ára frjósamra starfa í þágu leikhússins. En slík hefur ógæfa íslenzkrar leikmenntar orðið á æskuskeiði lýðveldisins, að forráða- menn Þjóðleikhússins hafa aldrei reynzt ‘hafa neitt það til brunns að bera, sem gerði þá starfi sínu vaxna, þó þeir hafi hinsvegar getað skákað í því skálkaskjóli, að við stofn- unina störfuðu margir hæfileikamenn, sem fórnuðu henni kröftum sínum, meðan þeir entust, og héldu henni raunverulega á floti. Þessi staðreynd dregur vitaskuld langan slóða á eftir sér. Seta fjögurra fulltrúa stjórnmálaflokkanna í þjóðleikhúsráði hef- ur ekki verið annað en einskis nýtt tildur — pjattbitlingar í þjóðfélagi sem er tröllriðið af snobbi. Þetta hefur í reynd lagt öll völd stofnunarinnar í hendur þjóðleikhússtjóra, sem er jafngersneyddur listrænu skynbragði og honum er ósýnt um að feta öngstigi sann- leikans á opinberum vettvangi. Þetta tvennt, þjóðleikhúsráð að mestu skipað óvirkum puntudúkkum og þjóðleik- hússtjóri óhæfur til að veita stofnuninni listræna forustu, hefur að sjálfsögðu smám- saman leitt til uppgjafar og stöðnunar með- al leikara og annarra listamanna leikhúss- ins. Þeir fá einfaldlega ekki haldið lífi í þeim eldi, sem látlaust og markvisst er reynt að kæfa með andleysi, fáfræði, gerræði og tildri. Leikhús er framar öðru félagsleg stofnun, sem eflist og blómgast að sama skapi sem hún veitir starfsliði sínu hlutdeild Tillögur til nýrra þjóðleikhúslaga 1. gr. Þjóðleikhúsið skal rekið í samræmi við ákvæði þessara laga. 2. gr. i Þjóðleikhúsinu skal iðka leiklist og þær listgreinar aðrar, sem tengdar eru leiksviði. Starfsemi þessa skal leikhúsið rækja svo, að hún verði sem öflugust stoð islenzkri menningu. Höfuðhlutverk leikhússins skal vera: 1. að flytja íslenzka og erlenda sjónleiki og ennfremur söngleiki og leikdansa eftir því sem við verður komið; 2. að vera til fyrirmyndar um meðferð íslenzkrar tungu. 3. gr. Menntamálaráðherra ræður þjóðleikhússtjóra og framkvæmdastjóra. Þjóðleikhússtjóri skal ráðinn til fjögurra ára í senn, en í engu tilviki má sami maður gegna embættinu lengur en átta ár samfleytt. Þjóðleikhússtjóri hefur á hendi yfirstjórn hins listræna starfs leikhússins, velur leikrit og gerir áætlanir um sýningar hvers leikárs, ræður leikstjóra og hefur hönd í bagga með ráðningu leikara í samráði við framkvæmdastjóra og þjóð- leikhúsráð. Hann kemur fram fyrir hönd leikhússins út á við og við hátíðleg tækifæri. Framkvæmdastjóri skal ráðinn til fjögurra ára í senn, og er heimilt að endurnýja ráðn- ingarsamning hans. Hann hefur á hendi alla fjármálastjórn leikhússins, gerir fjárhags- áætlanir og ráðningarsamninga við leikara og leikstjóra að tillögu leikhússtjóra. Verði ágreiningur milli þjóðleikhússtjóra og framkvæmdastjóra, skal hann útkljáður af þjóð- leikhúsráði. Menntamálaráðherra skipar fimm menn í þjóðleikhúsráð, einn að eigin vali, en fjóra samkvæmt tillögum Bandalags íslenzkra listamanna, Félags íslenzkra leikara, Fé- lags íslenzkra tónlistarmanna og Rithöfundasambands íslands. Þeir eru skipaðir til fjög- urra ára og skulu víkja úr ráðinu að þeim tíma liðnum, en nýir menn taka við. Ráðherra skipar einn þeirra formann ráðsins. Þjóðleikhúsráð kemur saman vikulega og hefur náið eftirlit með allri starfsemi leikhússins. Greidd skal hæfileg þóknun fyrir störf í þjóðleik- húsráði. 4. gr. Laun fastráðinna starfsmanna skulu ákveðin í launalögum. Þeir starfsmenn Þjóð- leikhússins, sem ráðnir eru til minnst eins árs eða með þriggja mánaða uppsagnarfresti, skulu greiða iðgjöld til lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og njóta þar sömu réttinda og aðrir starfsmenn ríkisins. 5. gr. Leikár telst frá 1. september til 31. ágúst. Ráðningu starfsmanna Þjóðleikhússins skal miða við leikár. 6. gr. Framkvæmdastjóri skal í lok ágústmánaðar ár hvert afhenda menntamálaráðherra til athugunar og samþykktar frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir næsta leikár. í lok hvers leikárs skal framkvæmdastjóri afhenda menntamálaráðherra og fjármála- ráðherra skýrslu og reikning um rekstur Þjóðleikhússins á liðnu starfsári. 7. gr. Þegar leikhúsið er ekki notað til leiksýninga, má nota það til hljómleikahalds, dans- sýninga, bókmenntakynninga og annarrar menningarstarfsemi. 8. gr. Verði tekjuafgangur af rekstri Þjóðleikhússins, skal hann lagður í rekstrarsjóð þess. Verði rekstrarhalli, skal hann greiddur úr rekstrarsjóði Þjóðleikhússins. Með rekstrar- kostnaði leikhússins telst allur kostnaður við þjóðleikhúsbygginguna. Ríkissjóður ber ábyrgð á skuldbindingum Þjóðleikhússins, og þjóðleikhúsbyggingin stendur ekki til tryggingar skuldbindingum þess. 9. gr. Menntamálaráðherra setur reglugerð um framkvæmd þessara laga. í öllu sem lýtur að rekstri hennar, verkefna- vali, mótun listrænna markmiða, leit nýrra leiða og ferskra tjáningarhátta. Sé slík stofnun beitt ofríki eða gerræði eins manns, og sé slíkur maður í ofanálag sneyddur list- rænum hæfileikum, leiðir af sjálfu sér, að hún lamast og hrörnar, jafnvel þó einstakir starfsmenn reyni að klóra í bakkann. Af- leiðingin verður þegar frá líður sinnuleysi og uppgjöf, sem m. a. birtast í vélrænum vinnubrögðum, „skyldurækni“, hugarfari launþega sem hvorki finna til ábyrgðar né metnaðar gagnvart stofnuninni sem sér þeim fyrir lífsframfæri. Ég er meira en lítið glámskyggn, ef þetta hefur ekki verið að gerast í Þjóðleikhúsinu á undanförnum ár- um. Það er á almannavitorði, enda mörg nær- tæk dæmi því til staðfestingar, að þjóðleik- hússtjóri rekur stofnun sína einsog einka- fyrirtæki og fer sínu fram hvað sem hver segir. Frægasta dæmið í vetur var „Brúð- kaup Fígarós", sem óþarft er að fjölyrða um, en jafnvel sú fáheyrða smekkleysa fékk ekki raskað 20 ára dásvefni þjóðleikhúsráðs, og hefur enginn einn atburður með áþreif- anlegri hætti staðfest, hvílíkar mannleysur sitja í því fína ráði. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.