Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 44
7/> « SAMVINNA Áskell Einarsson: BYCCMLEC ÁHRIF SAMVINNDSTARFSINS Athyglisvert er, að samvinnuhreyfingin varð á skömmum tíma samgróin þjóðlífinu. Þetta bendir til að í félagsvitund þjóðarinn- ar hafi verið þróuð samhyggja. Frá önd- verðu voru hrepparnir samhyggju- og vel- ferðarstofnanir, sem voru um þetta leyti að fá lýðræðisleg stjórnréttindi. Aukið lýðræði í sveitarstjórnarmálefnum örvaði samstarf íbúanna um hagsmunamál þeirra. Reynslan sýndi, að með samkaupum gátu íbúar hrepp- anna keypt nauðsynjar á hagstæðara verði en áður tíðkaðist og með samlögum fengið hærra verð fyrir afurðirnar. Samstarfið var áhrifaríkt tæki byggðarlaganna til fram- fara og því haldbezta úrræðið á viðskipta- sviðinu. Sú samhyggja, sem þróazt hafði innan hreppsfélaganna, tók á sig samræmd- ari og litríkari mynd sem leitaði fanga á nýjum félagssviðum. Þau félagsform urðu fyrir valinu, sem bjuggu yfir vaxtarmætti þeirra félagslegu viðhorfa, sem einkenndu félagskerfi hreppanna. Búnaðarfélög og pöntunarfélög voru stofn- uð í þeim tilgangi að beita samstarfsafli fólksins eftir leiðum, sem aðhæfðust sam- hyggju hreppanna. Þannig samófst kaupfé- lagsskapurinn rótföstum félagslegum hug- myndum bændaþjóðskipulagsins. Hreppa- deildirnar voru hyrningarsteinar kaupfélag- anna. Þær voru félagslegar stofneiningar þeirra og fjárhagslegar samábyrgðardeildir. IJm kosti hreppaskipulagsins fyrir þróun kaupfélaganna má nefna sem dæmi, að stóru svæðakaupfélögin, er ekki byggðust á hreppadeildum, skorti byggðalega og félags lega festu. Þau liðu ýmist undir lok eða skiptust í smærri kaupfélög. Þróun pöntun- ardeildanna til söludeildaskipulagsins gerði kaupfélögin að svæðasamtökum með föstum verzlunarstað. Þar með hafði kaupfélags- skapurinn áhrif á búsetuþróun þéttbýlis- staðanna og varð félagslegt samtakaafl. Þétt- býlisþróun hvers byggðasvæðis fór að veru- legu leyti eftir starfsemi kaupfélaganna og stærð félagssvæðanna. Verzlunarsvæðin urðu innan vébanda kaupfélaganna félags- legar heildir, sem mynduðu nýtt héraðs- skipulag. Viðskiptaleg verzlunarstaða og félagsleg þróun kaupfélaganna hafði áhrif á skiptingu hreppa í samræmi við deildaskipulagið. Sú stefna að tengja félagslegt skipulag kaup- félaganna við verzlunarstaðina varð örlaga- rík. Deilingin í mörg smærri kaupfélög hef- ur aukið á miðstöðvarvald heildarsamtak- anna gagnvart kaupfélögunum. Frá því að vera umboðssalar fyrir inn- kaup og afurðasölu hafa kaupfélögin þróazt yfir í að verða atvinnuskapandi á fjölmörg- um sviðum. Af þessu er ljóst, að kaupfé- lögin eru nátengd félagslegum viðhorfum á breyttum tíma og þjóna byggðahyggju hvers félagssvæðis. Vandinn er sá, hvernig kaupfélögin muni anna hlutverki sínu þrátt fyrir verulega búseturöskun víða í landinu. Fjárhagskerfi kaupfélaganna grundvallast á því fjármagni, sem myndast á hverju félags- svæði. Það er því augljóst, að gengi kaup- félags hvílir mjög á afkomu félagsfólksins. Fjármagn félaganna er að mestu bundið vaxtafæti, sem krefst, að gætt sé arðsemis- sjónarmiða um meðferð þess. Þess vegna er ekki hægt að beita fjármagni kaupfélag anna með sama hætti og hjá sveitarfélögum og ríki, sem geta beitt lögverndaðri til- færslu skatttekna í félagslegum tilgangi. Fjárhagskerfi kaupfélaganna byggist á arð- bæru fjármagni. Ef vikið er frá þeirri rekstr- arreglu í verulegum mæli, er hætt við að félögin verði vanmegnug að sinna hlutverki sínu. Um þetta eru of mörg dæmi. Víða eru ástæðurnar þær, að kaupfélögin hafa vegna atvinnuþarfar í byggðarlögunum ráðizt í áhætturekstur, sem ekki er rekinn á sann- virðisgrundvelli fyrir félagsfólkið og lýtur því síður efnahagslögmálum kaupfélagsskap- arins. Gera verður sér grein fyrir hlutverki kaupfélagsformsins og mismun þess og sveit- arfélagsformsins í félagslegri baráttu fólks ins. Velferðarhlutverk hins opinbera er af öðrum toga en félagslegt verksvið kaupfé- lagshyggjunnar. Eigi að síður er sannvirðis- stefna kaupfélaganna meginþáttur félags legrar samfélagshyggju í velferðarþjóðfélagi nútímans. Kaupfélögin eru undirstöðufyrirtæki, sem gerðar eru til margvíslegar kröfur. Þetta eykur mjög gildi þeirra frá byggðaþróunar- sjónarmiði. Sú hættulega þróun á sér stað, að í stað samábyrgðarhyggju deildakerfisins eru félögin að verða ópersónulegar stofn- anir. Félagsstarfið mætir í vaxandi mæli kröfuhyggju, sem víkur til hliðar félags- legri samkennd. Gagnvart þessum vanda eru kaupfélögin oftast eina félagslega aflið í byggðarlaginu. Þeim er ætlað að bera á- hættuna af atvinnurekstrinum án nokkurs áhættufjármagns, ennfremur að tryggja vörur og þjónustu á lægsta verði og hæsta verð á afurðum. Til nýrra úrræða verður að grípa til að stuðla að byggðaþróun, bæði að því er varð- ar þátttöku í atvinnulífinu almennt og á hefð- bundnum sviðum. Iðulega er um að ræða fyrirtæki, sem eru byggð upp til atvinnu bóta og ekki gefa arð fjárhagslega. Stofnfé þessara fyrirtækja er oftast framlög kaup- félaga, sveitarfélaga og annarra opinberra aðila, auk hlutafjárþátttöku einstaklinga. Þessi félög má með rétti nefna byggðahluta- félög, þar sem þau þjóna fyrst og fremst byggðahagsmunum í atvinnulegum tilgangi. Það væri því athugandi, að þessi félög nytu sérstöðu um skattlagningu á þann veg, að helmingur nettó ágóða væri skattfrjáls, gegn því skilyrði að þannig myndaðist hlutafjár- eign starfsmanna og innleggjenda afurða, enda giltu sömu ákvæði um endurgreiðslu hlutabréfa og um stofnsjóði kaupfélaganna. Með þessum hætti yrði stuðlað að fjár- magnsbeiningu í félagslegu og atvinnulegu augnamiði, sem opnaði aðild starfandi fólks að stjórn fyrirtækjanna. Það kæmi til greina að kaupfélögin settu þau skilyrði fyrir fjár- framlögum, að starfsfólkið fengi aðild að stjórn fyrirtækja. Þannig stuðluðu kaupfé- lögin að ábyrgri þátttöku launþeganna í at- vinnulífinu. Þetta væri veigamikið framlag kaupfélaganna til að mæta nýjum viðhorf- um. Meginvettvangur kaupfélaga er vörudreif- ing, þjónusta, starfræksluiðnaður, afurða- sala og úrvinnsla. Á þessum sviðum hefur sannvirðiskerfi kaupfélaganna náð ómetan- legum árangri. Nútíma þjóðlífshættir gera nýjar kröfur til kaupfélaganna um ný um- svif og um aukna viðskiptaþjónustu. Mæti kaupfélögin ekki þessari þörf, eru þau van- megnug að gegna hlutverki sínu. Viðskiptin dragast þá ýmist til samkeppnisaðila eða hverfa burt úr byggðarlaginu. Frá byggða- legu sjónarmiði skiptir þetta meira máli en beinir viðskiptahagsmunir félagsfólksins. Fjárhagsleg uppbygging kaupfélaganna, staðsetning og stjórnun þeirra í byggðarlög- unum veitir gífurlega byggðalega tryggingu. Uppbyggingarstarf kaupfélaganna er mark- vissasta leiðin til byggðaþróunar og þéttbýl- ismyndunar á einstökum byggðarsvæðum. Vöxtur þéttbýlisstaða í skjóli byggðalegra félagssamtaka skapar aukið atvinnuval og starfsskiptingu í samræmi við nútíma þjóð- félagshætti. Þetta er líklegasta leiðin til bú- setujafnvægis. Þetta á einnig við um þéttbýlisstaði fá- mennari verzlunarsvæða. Þar eru gerðar sömu kröfur til kaupfélaganna um við- skiptaþjónustu og á stærri verzlunarsvæð- unum. Hins vegar er stærð markaðarins það takmörkuð, að ekki er hægt að mæta við- skiptaþörfinni á reksturshæfum grundvelli. Afleiðingarnar eru þær, að verzlunarsvæðið dregst aftur úr og kaupfélögin fullnægja ekki nema að takmörkuðu leyti þjónustu- 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.