Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 58

Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 58
uppistöðulón, sem myndast, eru djúp eða hafa víðáttumikil, grunn svæði. Lítilsháttar vatns- borðshækkun á stöðuvatni má sín minna gagnvart breytingum á lífsskilyrðum hinna ýmsu líf- vera, sem lifa í vatni, heldur en þegar stórum landsvæðum er sökkt, sérstaklega þegar langir frjósamir árhlutar eru færðir í kaf og yfir þeim myndast djúp miðlunarlón, þar sem miklar ár- legar breytingar verða á vatns- borði. Neðan við rafstíflur getur rennsli í ám breytzt til hins betra, ef rennslið jafnast frá því sem verið hefur, en til hins verra ef rennslissveiflur verða tíðar, eins og t. d. dægursveiflur, og verður það því verra sem sveifl- urnar eru meiri. Þá geta og hitabreytingar haft áhrif á lífið í ánni neðan við raf- stíflu, ef vatnsinntakið í rafstöð- ina er tekið niðri í uppistöðunni í stað þess að taka það úr yfir- borðinu. Verður árvatnið neðan rafstíflunnar þá kaldara framan af sumri, en á þeim tíma er mik- ilvægt með tilliti til vaxtar og viðgangs fæðudýra fiskanna og vaxtar þeirra sjálfra, að árvatn- ið sé sem hlýjast. En á veturna mun árvatnið verða hlýrra held- ur en ella, einkum framan af. Magn hins miðlanlega vatns- forða í uppistöðunni hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á slíkar hitabreytingar, og hvaða afleið- ingar verða á lífið í ánni af þeim. Rennslisbreytingar, sem leiða af virkjunum, svo og vatnsmiðl- anir, hafa margs konar áhrif á líf fiskanna og þar með á veið- ina. Þessi áhrif ná til framleiðslu- máttar stöðuvatna og straum- vatna með tilliti til fæðudýra fyrir vatnafiska, hrygningarskil- yrða, göngu fisks fram og aftur um veiðivötnin og veiðiskilyrða. Breyting á framleiðslu fæðu- dýra vatnafiskanna getur verið margþætt. Ef rennsli í á eykst fram yfir visst mark, dregur úr fjölda fæðudýra og færri teg- undir en áður geta haldizt við á svæðinu. Ef vatnsdýpi í uppi- stöðulónum eykst, leiðir það af sér fækkun botndýra, og fiskar sem það geta verða að færa sér í nyt svif í vatninu. Af því getur svo leitt, að fiskum, sem lifa á svifi, fjölgar og botndýra- ætum fækkar, en svifætur eru smærri vexti og jafnan minna eftirsóttar til matar en hinar. Lax og silungur hrygna á haustin við mismunandi skilyrði. Lax og urriði hrygna í rennandi vatni í möl á brotum, en bleikja hrygnir í stöðuvötnum á grynn- ingum, oftast uppi við land. Ef straumþungi í ánum breytist, get- ur það aukið á erfiðleika fisk- anna að hrygna. Þeir flytja sig þangað sem straumþungi er hæfi- legur fyrir þá. Ef dægur- eða árs- tíðasveiflur í vatnsrennsli eru verulegar, geta hrygningarstaðir komið upp úr vatni, með þeirn afleiðingum að hrognin eða kvið- pokaseiðin drepast. Ef straum- þungi verður mjög mikill, getur hann flutt möl af fyrri hrygning- arstöðum og eyðilagt þá, og nýj- ar hrygningarstöðvar geta ef til vill myndazt. Þar sem miklar árlegar sveifl- ur eru á vatnsborði uppistöðu- vatna, geta hrygningarstöðvar bleikjunnar komið upp úr, þegar lækkar í uppistöðunni yfir vet- urinn, og hrogn eða kviðpoka- seiði drepizt. Rafstíflur geta hindrað eðlileg- ar göngur lax og silungs fram og aftur um veiðivatn. Ef rafstífla er byggð yfir fiskgengan hluta ár, ber virkjunaraðila samkvæmt lax- og silungsveiðilögunum að reisa fiskveg við stífluna, þannig að lax og silungur komist leiðar sinnar eftir ánni fram og aftur eins og áður. Hins vegar ber virkjunaraðila ekki skylda til að gera fiskveg yfir náttúrlegar hindranir, þó að fiskvegagerð væri þar framkvæmanleg áður en virkjað er. Er spurning, hvort slíkt sé sanngjarnt gagnvart veiðibændum, sem land eiga að slíkum hindrunum eða búa ofan við þær. Áhrif virkjunar á veiði geta verið með ýmsu móti og fara eftir því, hvar veiðin fer fram á hinu virkjaða vatnasvæði. Hér á landi er stangarveiði fyrir lax og silung svo útbreidd, að til hennar verður fyrst og fremst hugsað í þessu sambandi. Veiðiaðstaða í ám neðan við rafstíflur breytist mest, þegar um dægursveiflur er að ræða. í litlum ám, þar sem auðvelt er að veiða frá öðrum bakka þvert yfir ána, eins og t.d. í Elliðaánum, geta slíkar sveiflur orðið til þess að örva veiði. En í vatnsmiklum og breiðum ám, þar sem erfitt er að standa við veiði, eins og í Soginu og Laxá í Þing- eyjarsýslu, geta slíkar sveiflur orðið til þess að rýra veiðimögu- leika, jafnframt því að lífshættu- legt getur verið fyrir ókunnuga að stunda veiði á stöðum, þar sem miklar og skyndilegar rennslissveiflur verða. í uppistöðuvötnum erlendis, þar sem skóglendi hefur verið sökkt, geta trjáleifar valdið vand- ræðum við netaveiði, og einnig flyzt fiskur, og þar með veiði- staðir, til í vatni, þar sem miklar vatnsborðssveiflur eru. í Noregi hefur verið áætlað, að veiðitekj- ur rýrni um 20—30%, þegar vatnsborðsbreytingar í uppistöðu- lónum verða 3—4 m, um 50— 60% við 5—6 m vatnsborðsbreyt- ingar, og að rýrnunin geti farið upp í 100% þar sem miklar breytingar verða á vatnsborði. Hér á landi hafa náttúrleg stöðu- vötn verið mest notuð til miðlun- ar, eins og áður segir, með nokkrum vatnsborðsbreytingum, og hefur veiðiaðstaðan í þeim því ekki breytzt verulega, en þó hefur verið kvartað undan, að veiði hafi rýrnað í sumum þeirra eftir að miðlun í þeim hófst, þó að ekki hafi verið færð- ar sönnur á það ennþá, svo höf- undi sé kunnugt. Verulegar breytingar á veiði geta átt sér stað hvað tegundir snertir og verðmæti veiðinnar, þegar gjöfulli veiðiá er sökkt, einkurn í djúpt uppistöðulón. Getur hvei' kílómetri í góðri lax- veiðiá verið að verðmæti frá 10 til 50 þúsund krónur að meðal- tali árlega fyrir eiganda veiðinn- ar, þegar leigt er til stangar- veiði. Má ætla, að verðmæti veiði vaxi enn frá því sem nú er. Hér að framan hefur verið rætt almennt á víð og dreif um áhrif virkjana á veiði. Þegar virkjun vatnasvæðis er undirbú- in, er nauðsynlegt að gera fleira en hanna virkjunarmannvirkin. Byrja þarf á að rannsaka vatna- svæðið eða vatnasvæðin, sem virkjuninni er ætlað að ná til, frá sem flestum hliðum, þar á meðal frá sjónarmiði lífvera á fyrirhug- uðu virkjunarsvæði, og eru þá lífsskilyrði fyrir lax og silung mikilvæg, þar sem afkoma þess- ara fisktegunda á vatnasvæðinu er tengd veiðihagsmunum. Ef veiði er rýrð, ber að bæta hana, eins og áður segir, og er mikil- vægt fyrir virkjandann og veiði- eigandann, að tjónið sé sann- gjarnlega metið. Þá hlýtur einn- ig að vera ofarlega í huga að leit- azt sé við að gera vatnasvæði eftir virkjun sem verðmætast með tilliti til veiði. Kostnaður, sem af slíkri rannsókn leiðir, ætti að vera sjálfsagður hluti af undirbúningsvinnu við virkjun og greiddur af virkjunarkostnaði, enda er tjón, sem af virkjun hlýzt, bótaskylt eins og áður seg- ir. Rannsókn af umræddu tagi er ekki nægjanlegt að gera á einu virkjunarsvæði og ætla síðan að láta hana gilda fyrir önnur slík svæði. Veiðivötnin eru mjög ólík og hafa hvert sín eigin sérkenni, og virkjunarframkvæmdir eru einnig breytilegar, og er því ó- hjákvæmilegt að taka hvert þeirra sem sérstakt rannsóknar- verkefni. í Noregi er t. d. Veiði- málastofnuninni falið að vinna að slíkum rannsóknum, en virkjunaraðilinn greiðir kostnað- inn við þær. Þá er og nauðsynlegt, að veiði- eigendur fái að fylgjast sem nán- ast með áætlunum um virkjanir jafnóðum og þær verða til, svo og niðurstöðum af rannsóknum á hugsanlegum áhrifum af virkj- unum á veiði á virkjunarsvæð- unum. Áður en virkjunarfram- kvæmdir hefjast, er einnig nauð- synlegt að virkjunaraðili og veiði- bændur eða samtök þeirra geri með sér samning um, að rann- sóknum á virkjunarsvæði verði haldið áfram eftir að virkjun lýkur, og hvernig haga skuli bót- um fyrir veiði, ef fram kemur að tjón verði á henni. Um þessi atriði og fleiri þyrftu að vera föst ákvæði í löggjöf. Þór Guðjónsson. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.