Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 56

Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 56
höfn. Og þó hér séu einungis nefndir þéttbýlisstaðirnir sjálfir, er jafnljóst að þeir eru og verða meginstoð blómlegs búskapar í nálægum sveitum. Veitusvæði Laxárvirkjunar er þannig álitleg- asta þéttbýlissvæði landsins utan Reykjavíkursvæðisins. En lífs- spursmál þessa svæðis er nægileg raforka, og hér sem annars stað- ar er það höfuðatriði að hún fáist sem ódýrust og tryggust. Nú þeg- ar er orkuskortur á svæðinu, en ónóg og dýr orka mundi í fram- tíðinni verða sá fjötur á þróun þessa landshluta, að þar yrði stöðnun og afturför, og stefna þar að brottflutningi fólks og auðn í stað fólksfjölgunar og blómlegs atvinnulífs, og orku skorti um austanvert Norðurland. Allt frá því lokið var núverandi Laxárvii’kjun hefur stjórn fyrir- tækisins í samráði við stjórnar- völd landsins unnið sleitulaust að rannsóknum á því, hversu þess- ari þörf yrði fullnægt á sem hag- kvæmastan hátt. Ég vil skjóta því hér inn, ef einhverjir, sem m;g jafnvel grunar, vildu gera þetta að flokkspólitísku máli, að í stjórn Laxárvirkjunar eru menn úr öllum stjórnmálaflokkum og með harla ólík sjónarmið á mörg- um málum, en um þetta atriði hefur aldrei verið ágreiningur, heldur hin nánasta samvinna og samkomulag. Til undirbúningsrannsókna hafa ráðizt færustu sérfræðingar lands- ins, og hafa þeir haft samráð við bæði erlenda og innlenda menn og stofnanir um einstök atriði þar sem heppilegast þótti. Eftir að hafa kannað alla þá mögu- leika, sem til greina gátu komið á orkuveitusvæði Laxár, varð það ljóst að hin fyrirhugaða og um- deilda Gljúfurversvirkjun var lang hagstæðasta framkvæmdin, sem fullnægði þeirn meginskilyrð- um að skila tiltölulega ódýrri orku og vera örugg í rekstri. En því verður ekki neitað að núver- andi Laxárvirkjun hefur átt við mikinn vanda að stríða vegna rennslistruflana í Laxá í Laxár- dal af völdum grunnstinguls og kraps. Er ekki ofmælt að hver dagur, sem rennsli truflast, og það hefur gerzt nær á hverjum vetri, veldur margra milljóna króna tjóni beint og óbeint í tapi vinnulauna og rýrnun fram- leiðslu á orkuveitusvæðinu, og fer það vitanlega vaxandi eftir því sem iðnaður eykst. Er þá sleppt öllum þeim óþægindum, sem orkuþurrðin veldur he;mil- um og einstaklingum. En fram- kvæmd Gljúfurversvirkjunar er öruggasta og e. t. v. eina örugga ráðið til að koma í veg fyrir slík óhöpp. Þá vil ég stuttlega lýsa hinum fyrirhuguðu framkvæmdum. Ráð- gert er að reisa stíflu efst í Lax- árgljúfri þar sem elzta inntaks- stífla Laxárvirkjunar er nú. Verður hún jarðstífla, 57 m há. En slíkar stíflur eru nú af verk- fræðingum taldar traustastar. Með stíflu þessari fæst 84 m fall- hæð til virkjunar. Ofan við hana myndast um 15 km langt lón í Laxárdal, sem verður vatnsmiðl- un. Aðfærslugöng stöðvarhúss og húsið sjálft verða neðanjarð- ar, sprengd í bergið austan gljúf- ursins. Þá er ætlunin að síðustu að veita meðalrennsli Suðurár 16 m3/sek. til Laxár til aflsaukn- ingar. Að því loknu og með full- nýttum vélakosti mun virkjunin gefa 54 MW. Ekki er ætlunin að þetta verði framkvæmt í e:nu lagi, heldur í áföngum, sem hér segir: 1. áfangi, gerðir vatnsvegir og stöðvarhús. 2. áfangi, gerður fyrri hluti stíflu og verði honum lokið 1978. 3. áfang:, stíflan fullgerð 1984. 4. áfangi, lokið að setja allar aflvélar 1988. 5. áfangi, Suðurárveita gerð 1990. Eins og vænta mátti, hafa fram komið ýmsar athugasemdir og mótmæli gegn þessum fram- kvæmdum. Hefur jafnvel verið látið í það skína, að mjög væri hrapað að þessum áætlunum og hér lægju ekki fyrir aðrar rann- sóknir en skrifstofumanna og reikningar verkfræðinga. Sann- leikur þess máls er sá, að um árabil hefur verið unnið að rann- sóknum á staðnum, og síðan 1964 hefur nefnd sérfróðra manna unnið að rannsóknum þess, hverj- ar breytingar og hugsanleg spjöll leiddi af framkvæmdum þessum. Hefur í því skyni verið kannað: jarðfræði svæðisins, vatnsrennsli, ísmyndanir og annað það, sem til greina getur komið. Hefur ekk- ert enn komið fram í andmælum, sem athygli hafði ekki áður beinzt að, bæði af verkfræðing- um og rannsóknarnefndinni, og þótt ekki sé fullgengið frá öllum rannsóknum, hefur ekkert komið fram sem bendi til þess að rétt- lætanlegt sé að hætt verði við fyrirhugaðar framkvæmdir. Annars er það enn ríkt í fari vor íslendinga að vantreysta út- reikningum og vísindalegum rannsóknum. Er það vafalaust afleiðing þess hve stutt er síðan vér höfðum nokkuð við að styðj- ast annað en brjóstvitið eitt, og framkvæmdir, sem unnar voru, voru gerðar án verulegs undir- búnings og áætlana með litlum og lélegum tækjum. Ég ætla ekki að halda uppi sérstakri vörn fyrir verkfræðinga vora. Það geta þeir sjálfir. En hitt er kunnugt að ís- lenzkir verkfræðingar standa er- lendum stéttarbræðrum sínum fyllilega á sporði, enda eftirsótt- ir til starfa víða um lönd. Og hvar væri komið framförum í heiminum, ef ekki hefði notið vísindalegra rannsókna og út- reikninga og framkvæmdir verið stöðvaðar á þeim fullyrðingum manna er lítt þekktu til að skakkt væri reiknað og verkið ó- framkvæmanlegt? Skyldu menn vera búnir að lenda á tunglinu ef undirbúningsrannsóknir hefðu verið stöðvaðar af því að nokkrar þúsundir manna hefðu haldið því fram að reikningarnir væru skakkir og áætlanirnar út í blá- inn gerðar? Og þótt Gljúfurvers- virkjun sé smávaxin, byggjast allar áætlanir hennar á þekkingu og kunnáttu á þeim atriðum, er framkvæmdina snerta, en ekki tilgátum eða happa- og glappa- stefnu. Ég skal nú stuttlega ræða helztu atriðin, sem mótmælt hef- ur verið. 1. Suðurárveitan. Ætlunin er að veita meðalrennsli Suðurár 16 m3 /sek. í Kráká, og alls ekki meira vatnsmagni, þar eð öll Suðurár- flóð yrðu látin fara framhjá stíflunni í farveg hennar sjálfrar. Því hefur verið haldið fram að með þessu verði Kráká hleypt í Mývatn og það ónýtt af aurburði hennar. Aldrei hefur komið til tals að Kráká eða Suðurá yrði veitt í Mývatn. Það mundi standa ósnortið af þessum framkvæmd- um eins og það er nú. Hinsvegar verður farvegur Krákár, ef hann verður notaður, lagaður svo til, að þá verður girt fyrir rennsli hennar í Grænavatn og Mývatn, þar sem hún oft fellur nú í vetr- arflóðum og mun gera í enn rík- ara mæli í framtíðinni, ef ekkert verður að henni gert. Suðurár- veita og lögun á farvegi Krákár munu þannig verða til verndar Mývatni og engjalöndum sunnan vatnsins, en ekki eyðileggingar. Ef önnur leið jafngóð Krakár- leiðinni skyldi finnast, verður hún farin. Verulegur hluti af sandburði Krákár stafar af foksandi, enda liggja afréttarlönd á vatnasvæði hennar mjög undir skemmdum af uppblæstri. Með sandgræðslu þar mun unnt að draga mjög úr sandhættunni. En aukið vatns- magn árinnar, sprenging á hraun- höftum í farvegi hennar veldur því að farvegurinn dýpkar og hún skilar aurburðinum fram í Laxá og Laxárlón, en leitar ekki á lönd Mývetninga. Talið er að Laxárlón geti tekið á móti aur- burði Krákár um þúsundir ára. 2. Laxárdalur. Ekki fer hjá því, að þar verði um stórbreytingar að ræða, þar sem 15 km langt lón myndast í dalnum. Alls mun það snerta 8 jarðir. Á tveimur þeirra mun vafasamt að byggð haldist í framtíðinni þótt ekkert verði þar að gert. Á tveimur jörðum munu mannvirkin spill- ast svo að þær verði ekki byggi- legar, en með nýræktun lands mun byggð geta haldizt á hinum ef óskað er, því að þar verða mannvirki ósnortin, en ræktan- legt land fyrir hendi í stað þess, sem hverfur undir vatn. Það er því ekki um neina stórfellda byggðarauðn að ræða, þótt vitan- lega verði aldrei sársaukalaust ef byggð ból eyðast. En þeir Lax- dælingar hafa sýnt fullan skiln- ing á þessum málum. Talað er um að fegurð dalsins verði spillt með þessum aðgerð- um. Slíkt er smekksatriði. Spegil- tær vötn hafa löngum þótt prýði hverrar sveitar. Og heyrt hef ég menn telja að dalurinn myndi fríkka en ekki ljókka við þá breytingu; um það skal ég ekki dæma. Hitt er víst að í hinu fyrirhugaða lóni ofanverðu munu þegar verða nokkrir hólmar og með tímanum munu koma fram óshólmar og starengjar við innri hluta vatnsins. Og silungsveiði mundi haldast þar og jafnvel aukast með skynsamlegum að- gerðum. 3. Rennsli Laxár. Þá hafa menn óttazt, að rennsli Laxár neðan virkjunar breyttist svo, að bæði yrði að stórkostleg landspjöll og veiðispjöll. Vatnsaukning Laxár vegna Suðurárveitu hefur í för með sér vatnsyfirborðshækkun, sem nema mun 6—23 cm frá meðalvatnsborði, minnst hjá Laxamýri, þar sem hún er nær engin, og er þó hægt að draga nokkuð úr því. Er auðsætt að slíkt getur ekki valdið tjóni þar sem það er miklu minna en venjuleg vatnsborðshækkun í flóðum árinnar. En við stíflu- gerðina verður unnt að hemja svo vorflóð í Laxá, að þeirra gæti sáralítið. Þá er og girt fyrir þær vatnsþurrðir, sem sífellt verða á vetrum. M. ö. o. rennsli árinnar verður jafnara en nú er, og er það alkunna að slíkt bætir veiði- skilyrði en spillir þeim ekki. Straumhraði eykst nokkuð, en fjarri því að ná því hámarki, sem valdið getur truflunum á hrygn- ingarsvæðinu, enda þótt svo megi fara að þau flytjist sumsstaðar til. Slýmyndun mun áreiðanlega minnka. Aurburður í ánni hverf- ur. Lónið hefur í för með sér að áin kólnar seinna á haustin en nú og verður árvatnið því hlýrra en nú er á vetrum og fram eftir vori. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.