Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 32
Hver sá, er ritar að marki um myndlist á þessu landi, verður þess fljótt vís, að hann hlýtur ósjaldan og óhjákvæmilega að drepa niður á svið, sem enginn annar hefur gert ítarleg skil áður. Því að þótt ýmislegt hafi verið ritað um myndlist og sumt gott, þá skortir fjölbreytnina, og oft hefur verið rétt strokið við kjarna hlutanna. Myndlist- armenn hafa verið tregir til að skrifa á mál- efnalegum grundvelli, nema sérstakt tilefni kæmi til, og fáir hvöttu þá til þess, og því er það trú manna og almenningsálit, að mál- arar geti ekki og eigi ekki að skrifa hver um annan — og þó er það svo, að margar af greinarbeztu heimildum veraldarsögunn- ar um líf og störf málara eru komnar úr þeirra eigin pennum, og margur heims- þekktur nútímalistamaðurinn hefur verið starfandi gagnrýnandi einhverntíma á ferli sínum. Listfræðinga eigum við of fáa, og þeir sem fyrir eru munu við annað bundnir en skrif um nútímalist. Þetta gerir öll skrif um þessa hluti erfiðari viðfangs, því að heimildir og fyrri skrif liggja eðlilega ekki á lausu. Þannig rek ég mig strax á það við samning greinar þessarar, að íslenzkri nú- tímalist og þróun hennar frá stríðsLokum hafa enn ekki verið gerð nein almenn fræðileg skil, og því fátt við að styðjast nema sýning- arskrár, dagblöð og tímarit, og það væri til of mikils ætlazt að fara yfir blöð og tímarit í 25 ár til að viða að sér efni í samþjappaðan pistil um þessi atriði. Ég vel því þann kost- inn að lýsa einstaklingsbundnum viðhorfum mínum til þessarar þróunar, svo sem þekk- ing mín og dómgreind hrökkva til, og þá síður sem gagnrýnandi en starfandi málari, er hrærzt hefur í þessum hlutum og verið áhorfandi að þeim. Mér er fyrirfram ljóst, að finnast muni hnökrar á ritsmíð minni og hún kunni að vekja deilur, en það tek ég fyllilega með í reikninginn hverju sinni, sem ég skrifa um myndlist og myndmennt almennt. Ekki er unnt að hverfa aftur í tímann til stríðsloka án þess að athuga lítillega áhrif styrjaldarinnar á þá þróun, sem einkenndi fyrstu eftirstríðsárin. Þegar Evrópa lokaðist, varð Ameríka eðlilega athvarf þeirra mynd- listarmanna, sem hugðu á æðra nám á þess- um sviðum, og þar voru margir ágætir inn- lendir og landflótta kennarar. Umrót stríðs- áranna hlaut að hafa víðtæk áhrif á alla íslenzka listmenningu, því að þótt stríðið lokaði flestum samgönguleiðum við um- heiminn, þá komu í staðinn daglegar fréttir vítt og breitt frá heimsbyggðinni og þeim darradansi, sem þá var víða háður. Hugs- unarháttur einstaklingsins hlaut að taka gagngerum breytingum á þessum svipmiklu tímum. Fyrirstríðsárin höfðu einkennzt af hægri þenslu, fágun og ró í listsköpun hinna eldri og ráðsettari listamanna, sem túlkuðu landslagið og blæbrigði ljóss, lita og endur- skins, hin beinu áhrif náttúrunnar á skyld- an hátt og impressjónistarnir og voru þar ágætlega íhaldssamir. — Hin hráa, grófa og umbúðalausa tjáning og óhlutlæg list voru nánast fjarstæður á þessum tímum, og íslenzkum myndlistarmönnum fyrirstríðsár- anna hafði allflestum merkilega vel tekizt að sneiða hjá flestum listhræringum og framúrstefnum í Evrópu þessara ára og voru undarlega ósnortnir af þeirri gullnámu nýrra gilda, sem hverjum og einum stóð opin að leita fanga í og taka persónulega afstöðu til. Þó voru nokkrir hinna yngri, sem búsettir voru ytra, farnir að sýna hin- um nýju viðhorfum lifandi áhuga, svo sem málararnir Svavar Guðnason og Þorvaldur Skúlason og myndhöggvarinn Sigurjón Ól- afsson, sem verður að telja hina eiginlegu frumherja óhlutlægrar listar á íslandi, en þessir menn hlutu eðlilega takmarkaðan meðbyr hinna eldri er heim kom. Hér skal aðeins lítillega farið út í að kryfja þessi mál og leita ástæðnanna fyrir því, hve seinteknir íslenzkir málarar voru fyrir nýjum viðhorfum á þeim árum, þótt annað mál sé, að þeir skiluðu hlutverki sínu með nokkrum sóma innan þess báss, sem þeir höfðu afmarkað sér, og sumir með á- gætum. í stórum dráttum má segja, að mál- arar millistríðsáranna hafi verið að mestu hlutlausir áhorfendur að baráttu og leit er- lendra listamanna eftir nýjum gildum, á sama hátt og við horfðum hlutlausir á hild- arleik heimsveldanna á stríðsárunum síðari. Og víst er, að sú barátta hefur kostað mikl- ar fórnir og ekki haft minni áhrif á líf mannsins og umhverfi en styrjaldir aldar- innar, nema síður sé. Það var á stríðsárun- um, sem hinir grófu og stóru fletir fóru að birtast listunnendum í verkum málara eins og Gunnlaugs Schevings, Þorvalds Skúla- sonar, Snorra Arinbjarnar, Jóns Engilberts, Nínu Tryggvadóttur o. fl. Látum viðbrögð almennings og flestra fagurkera liggja á milli hluta í þessu tilviki, þau eru hvort eð er lík á öllum tímum, en þetta er bakgrunn- ur og upphaf þeirrar þróunar, sem hér verð- ur fjallað um. Styrjöldinni var varla lokið, fyrr en fram- úrstefnulistamenn Evrópu hófu aftur af fullum krafti baráttu sína í leit að nýjum gildum, og margir höfðu raunar starfað á laun á hersetnum löndum. Fyrst í stað var Picasso fyrirstríðsáranna hin leiðandi og næstum ofurmannlega fyrirmynd, sem á flest skyggði. Fyrir þessa kynslóð málara var Picasso súrrealisti, Picasso kúbisti, Pi- casso persónugervingur allrar framúrstefnu- listar aldarinnar og alveg til síðustu tíma skiljanlegur, eða í öllu falli aðdáunarverð- ur. En ekki leið á löngu áður en breiðari yfirsýn, er þessir tímar höfðu fært þessari kynslóð, olli því að margt þrengdi sér sterk- lega fram, sem Picasso hafði skyggt á. Full- yrða má að þróun íslenzkrar framúrstefnu- listar í málverkinu síðasta aldarfjórðung hafi hafizt af fullum krafti 18. ágúst 1945, en þann dag opnaði Svavar Guðnason, þá nýkominn heim frá Kaupmannahöfn, stóra málverkasýningu í Listamannaskálanum við Kirkjustræti, sem miklu róti olli meðal fag- urkera borgarinnar, en vakti mikla aðdáun og þökk hinna yngstu og næmustu meðal íslenzkra myndlistarmanna. Líklega geta ungir menn í dag ekki gert sér í hugarlund, hvílík sprengja þessi sýning hefur verið í myndlistarlífi höfuðborgarinnar. Árið eftir opna svo Sigurjón Ólafsson og þáverandi kona hans, Tove, höggmyndasýningu á sama stað, en þau höfðu einnig komið heim árið áður og setzt að í bragga í Laugarnesinu. Þessi sýning vakti einnig mikla athygli. Það mun hafa verið fyrir áhrif frá þessum sýn- ingum, að Septembersýningunum var hleypt af stokkunum, sem nokkurs konar hliðstæðu hinna umdeildu „Höst“-sýninga í Kaup- mannahöfn. Svavar hélt aftur til Danmerk- ur 1946, en kom svo aftur ásamt félögum sínum dönskum og setti upp minnisstæða sýningu vorið 1948 í Listamannaskálanum. Verk á þessari sýningu áttu málarar svo sem Carl Henning Pedersen, Asger Jorn, Ejler Bille, Egil Jacobsen, Else Alfelt, Henry Heerup, Ricard Mortensen, Erik Tomme- sen, Robert Jaeobsen o. fl. vandræðabörn danskrar listar á þeim tíma, sem lifðu jafn- vel á framfærslustyrkjum, en eru í dag með stærstu nöfnum í danskri myndlist og mörg heimskunn. Sýning þessi olli ekki minna róti í hugum manna en sýning Svav- ars þrem árum áður, þótt menn væru ýmsu farnir að venjast, og var framsæknustu myndlistarmönnunum mikill styrkur og hvatning. Þessar sýningar ásamt September- sýningunum verður að álíta þróttmesta vaxtarbrodd lifandi listar á þeim árum, og þær höfðu víðtæk áhrif til hugarfarsbreyt- ingar hjá þeim, sem þá hófu listnám, þótt ekki gætu þeir allir melt þetta strax. Eftir stríðið lá mikill straumur íslenzkra listnema utan til náms, og munu um skeið hafa verið nær tveir tugir íslendinga við listnám á Listaháskólanum í Kaupmanna- höfn fyrir utan þá, sem héldu annað. Marg- ir þessara listnema höfðu hafið listnám við myndlistardeild Handíða- og myndlistar- skólans, sem stofnuð hafði verið 1942, og höfðu ekki átt þess kost fyrr að fara utan. Fjöldi þessi hélzt nær óbreyttur fyrstu árin, en fór svo minnkandi, og árið 1950 verða snögg umskipti, því að þá hóf aðeins einn íslendingur nám við Listaháskólann, sem var greinarhöfundur, enda var Kaupmanna- höfn í bili úr tízku og París hin mikla há- borg, sem unga heillaði. íslenzkir listnemar voru farnir að hugsa öðruvísi og hærra. Segja má með vissu, að hvorki fyrr né síðar hafi verið eins mikil gróska og menntunar- hungur gagnvart frjálsri myndlist eins og fyrsta áratuginn eftir stríð, en þó fóru menn með misjafnlega alvarlegan ásetning út í listnám líkt og gengur. Margur var ein- faldlega að skoða sig um í heiminum undir háleitu yfirskini. Undirbúningur og vegar- nesti var líka misjafnt og vegna fyrri íhalds- semi íslenzkra myndlistarmanna áttu margir fyrstu árin bágt með að melta þá strauma, 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.