Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 14
þessu samhengi. Hvað til dæmis um mennt- un fullorðins fólks? Og hvað um hljóðvarp og sjónvarp? Þessir tveir fjölmiðlar eða dreifar eru vitaskuld ekkert af sjálfum sér, menningarlega séð. Þeir verða eitthvað í krafti þess hvernig þeim er beitt. Að tala um menningu tiltekins lands nú á tímum og vanrækja jafnframt starfsemi hljóðvarps og sjónvarps jafngildir flótta frá veruleik- anum. Látum það samt vera. Ég vildi bara mega segja, að tilvera hins víðtæka hljóðvarps- og sjónvarpskerfis á íslandi er afrek, já, næstum undravert afrek í augum hvaða út- lendings sem er, enda hefur tækifærið ekki verið látið ónotað til að frægja ísland fyrir það í erlendum blöðum, svo að það fer að verða hvimleitt. Nú er Ríkisútvarpið skipulagt með tals- vert öðrum hætti sem stofnun en til dæmis norska útvarpið. Fjarri sé mér að kveða upp dóm um, hvor tilhögunin búi yfir meiri kostum. Við getum í grófum dráttum orðað það svo, að sem stofnanir hafi norska og sænska útvarpið mest sjálfstæði á Norður- löndum gagnvart ríki og stjórnmálaflokk um, en á íslandi hafi útvarpsráð meiri völd en gerist með öðrum norrænum þjóðum. Mér hefur skilizt að þessi tilhögun komi að verulegu leyti í veg fyrir, að tekin séu til umræðu og sundurgreiningar í íslenzka út- varpinu umdeild og eldfim efni, sem stjórn- málaflokkarnir eru ekki á einu máli um. Hins vegar ætti þessi sama tilhögun að gera það tiltölulega auðveldara að taka fyr- ir efni, sem eru ekki síður mikilvæg, en eru í eðli sínu óflokkspólitísk, til dæmis það sem hér var drepið á: tómstundaiðkan- ir, íþróttir, náttúruvernd, atvinnulíf og al- menna upplýsingastarfsemi. Slíkt dagskrár- efni er yfirleitt ákaflega ódýrt. Áðurfyrr — og úr fjarlægð — sá ég „aðeins“ hinar hefðbundnu og augljóslega góðu hliðar á íslenzkri menningu: samheng- ið í bókmenntahefðinni sem engin önnur Evrópuþjóð getur státað af; næstum ofstæk- isfullan áhuga á orðinu (ég verð að játa að stundum veldur þessi orða- og málnotkunar- áhugi mér hálfgerðri hræðslu; maður fær á tilfinninguna að sjálft vandamál orðsins yfirskyggi stundum inntak þess), og þó kannski fyrst og fremst þennan víðtæka á- huga á bókmenntum, sem virðist vera samur með öllum stéttum þjóðfélagsins. Nú sé ég vitanlega margt annað — að öðrum kosti hlyti ég að vera blindur. Ég sé þjóð sem hefur til þess betri skilyrði en flestar þjóðir aðrar að víkka menningarhug- tak sitt, einmitt vegna þess hve fámenn hún er og hve auðvelt er að ná til allra lands- manna. Þá hef ég ekki í huga hið óhjá- kvæmilega „stolt“ íslendinga, sem birtist í svokallaðri „einstaklingshyggju", en hún er víst einatt miklu fremur viðurheiti á sjálf- birgingslegri, andfélagslegri afstöðu. Ég hef meðal annars í huga hinn einlæga menn- ingarvilja sem öll þjóðin virðist vera gagn- sýrð af, þó hann sé enn sem komið er bund- inn við hámenninguna eina. Ég hef líka í huga þá staðreynd, að íslenzka þjóðin er alveg ný af nálinni sem þéttbýlissamfélag, og að sú erfiða og einatt sársaukafulla þró- un virðist ganga aðdáanlega vel á íslandi. í því sambandi ber ég ísland og einkanlega Reykjavík nútímans saman við Reykjavík og ísland árið 1948, þegar ég kom hingað fyrsta sinni. Sá — að minni hyggju — já- kvæði mismunur er nálega áþreifanlegur. Þá hef ég ekki í huga, að svo margir ís lendingar, sem ég hef hitt, virðast halda að ísland sé „bezt allra veralda" til ábúðar, þó ég geti vel hugsað mér, að margir líti svo á, að það sé einnig nauðsynlegt skilyrði. Ég hef hinsvegar í huga það magn af lífs- vizku sem þessi þjóð og þá einnig „almúga- maðurinn“, sé hann til, hefur viðað að sér í harðri lífsbaráttu margra kynslóða. Og hver veit? Kannski er margt af því, sem okkur útlendingum finnst stundum af káralegt hér, kannski er einmitt margt af því tjáning krafta sem aðrar þjóðir eiga í minna mæli? Þessi „mismunur" á íslendingum og öðr- um þjóðum er líka miklu áhugaverðari fyrir marga okkar en það sem líkt er með þeim. Af mörgu mættum við víst öfunda ykkur, og gerum það kannski líka. Persónulega „öfunda“ ég ísland fyrst og fremst af áhuga- samasta almenningi í víðri veröld. Einangr- un þjóðarinnar, sem oft hefur verið talin ógæfa hennar á liðnum öldum, hefur tví- mælalaust einnig sínar jákvæðu hliðar, ef menn aðeins gera sér ljóst, að einangrunin er ekki úr sögunni nema að takmörkuðu leyti, þráttfyrir Loftleiðir og Flugfélag ís lands og hundruð íslenzkra stúdenta við nám erlendis, og þráttfyrir — eða kannski öllu heldur vegna fjölmiðlanna og flestra dagblaðanna. Á sama tíma og menn útí hinum stóra heimi eru á góðum vegi með að troða hver annan undir meðan þeir anda að sér því sem eftir er af nothæfu lofti, hefur þessi þjóð ennþá olnbogarúm til að hreyfa sig og á enn eftir að eitra sitt eigið líf í bókstaf- legri merkingu. Hjá mörgum íslendingum, sem ég hef hitt, og er innilega þakklátur fyrir þá samfundi, hef ég líka fundið það víðfeðmi hugans, sem er ekki minna en víðátta náttúrunnar, og það getur framar öðru gert íslendinga að stórþjóð án alls tillits til fámennis þjóðarinnar. Þetta margítrekaða fámenni — hvers- vegna er mönnum það svo ríkt í huga nema vegna þess að það er uppspretta ákveðins og eðlilegs stolts yfir því, sem komið hef- ur verið til leiðar? Það er allavega ekki sök íslendinga, að þeir eru ekki fjölmennari. Þeir gera fylli- lega skyldu sína — einnig á því sviði. Og eigi að síður hvarflar það stundum að mér, að ísland sé að drukkna í hámenn ingu (þó ég viti að það fari smámsaman að rísa aftur), hámenningu sem hefur að fylgi fiski lágmarksgagnrýni. Ég er stundum og vonandi að ástæðulausu áhyggjufullur yfir því, að þessi hámenningardýrkun skyggi á aðra þætti menningarlífsins, sem eru alveg jafnmikilvægir fyrir hinn almenna velfarnað. Hvaða stöðu hafa til dæmis knattspyrnu- félögin í menningarsamhenginu, þ. e. a. s. líkamsmenningin? Hvað er gert til að fá aukna breidd, ekki aðeins í málaralistina, heldur einnig í líkamsræktina? Hvernig er frábær vinna skósmiðanna okkar metin í menningarsamhenginu? Við skulum vona, að hún hafi ekki gleymzt. Eða viðleitni fisk- salans, sem lætur enga erfiðleika aftra sér frá að útvega okkur góðan fisk? Það er mikil list — einnig á íslandi. 4 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.