Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 61

Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 61
Smjörbollur Mótið bollurnar og látið þær lyfta sér. Búið síðan til holu í miðju hverrar bollu og hellið bræddu smjöri (smjörlíki) þar í. Stráið sykri yfir og bakið. Horn, fléttingar og kringlur Skiptið deiginu í fjóra parta og fletjið út í kringlóttar kökur, sem skipt er í átta parta og mótaðar í horn, sem eru látin lyfta sér, smurð og bökuð á sama hátt og bollurnar. Deigið má einnig móta í mjóar lengjur og flétta þrjár til fjórar saman eða í jafnstórar kringlur, en þá er gott að láta kúmen í deigið. Snúðar Fletjið deigið út í ferkantaða köku, sem er smurð með bræddu smjöri eða smjörlíki og kanelsykurblöndu stráð yfir. Vefjið þétt saman í sí- valning og látið bíða um stund. Skerið í 2—3 sm þykkar sneiðar. Raðið snúðunum á plötu, látið þá lyfta sér, smyrjið með mjólk eða eggi, og bakið á sama hátt og bollurnar. Snúöar Eplalengja Fylling: 50 g brætt smjör eða smjörlíki, 1 dl brauðmylsna, 1 dl sykur, 2—3 epli, (saxaðar möndlur), 50—60 g saxaðar rúsínur. Fletjið deigið út í tvær þunnar ferkantaðar kökur, sem eru penslaðar með smjöri (smjörlíki). Blandið brauðmylsnu, sykri, eplabitum og rús- ínum saman, og stráið jafnt yfir deigið, en ekki alveg út á brúnirnar. Vefjið lengjurnar þétt saman í sivalninga, leggið þá á plötu, og brjótið inn af endunum. Látið lengjurnar lyfta sér og penslið. Stráið sykri og söxuðum möndlum yfir, ef vill. Bakið við um 200° hita. Beztar ný- bakaðar. Tebrauð % kg hveiti 1 msk sykur 1 egg 35 g pressuger (4—5 tsk þurrgerj 2 d.1 mjólk 1 dl vatn 30 g smjörlíki Hrærið gerið út í ylvolgu vatni (2—3 msk). Sigtið hveiti og sykur. Vætið í með volgri mjólkurblöndunni, þeyttu egginu og pressugerinu (bezt er að blanda þessu öllu saman áður). Hnoðið lauslega, ath. að deigið má ekki vera seigt. Látið lyfta sér eins og áður er nefnt. Breiðið deigið út í köku um 22x80 sm. Látið síðan smjörlíkið, sem á að vera mjúkt, yfir % hluta kökunnar eftir endilöngu. Leggið deigið saman í þrennt, þannig að fyrst er ósmurði hlutinn brotinn inn á. Snúið kökunni, svo að samskeytin snúi niður. Skerið síðan í um 4 sm breið stykki (20 stykki), sem raðað er á piötu og látin lyfta sér við stofu- hita um 2 klst. Smurð með eggi eða mjólk, birkisfræi stráð yfir og bakað við 240—250° hita í 12—Í5 mín. Borin fram með smjöri og ostum eða marmelaði. Eplahorn 100 g smjör ega smjörliki IV2 msk sykur 1 egg 30 g pressuger 1 dl rjómi 275 g hveiti Fylling: eplamauk Hrærið smjör og sykur vel saman. Bætið egginu og gerinu, sem áður er hrært með rjómanum, saman við og því næst hveitinu. Hnoðið deigið fljótt saman. Fletjið það síðan út í tvær kringlóttar kökur, sem Gerkökur skipt er í 8 þríhyrninga. Smyrjið þríhyrningana með eplamauki, og vefjið upp frá breiðari endanum. Látið hornin lyfta sér á smurðri plötu, penslið þau með eggi, og stráið grófum sykri eða sykri og söx- uðum möndlum yfir. Bakið við 250—275° hita um þaö bil 8—10 mín. Gerkökur með tómötum og síld DEIG: 1 dl mjólk 15 g pressuger 150 g hveiti 1 msk matarolía FYLLING: 2—3 tómatar 1 lítil dós kryddsíld 100 g ostur 1 msk matarolía timjan, rosmarin Velgið mjólkina og hrærið gerið út í henni. Blandið síðan hveiti og matarolíu saman við. Hrærið deigið vel og látið það lyfta sér á volgum stað. Skiptið deiginu í fernt og fletjið út í kringlóttar kökur, um % sm þykkar. Raðið kökunum á smurða plötu og penslið þær með matarolíu. Látið tómatbáta, kryddsíldarbita, krydd, dálitla matarolíu og rifinn ost yfir. Þegar kökurnar hafa lyft sér í 10 mín, eru þær bakaðar við 225° hita í 10—15 mín og bornar fram volgar með hráu grænmetissalati. Heit ostakaka Lesendur eru beðnir velvirðingar á því að í uppskrift af „Heitri ostaköku", sem birt var í síðasta blaði, féll niður 100 g rifinn ostur, sem átti að vera í kreminu. V__________________-___________________________________________/ 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.