Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 17
Eysteinn Sigurðsson: I kjölfar rithöfundaþings Á grasflötinni utan við Norræna húsið hafa verið sett upp lítil skilti með áletrun- inni „Ég þarf að lifa eins og þið,“ sem merkir nokkurn veginn það sama og „Gang- ið ekki á grasinu.11 Einar Bragi, formaður og helzti brimbrjótur Rithöfundasambandsins, gerði þau að umtalsefni í upphafi setningar- ræðu sinnar á rithöfundaþinginu í haust og gerði úr skrýtlu: Þessi skilti hefði Ivar Eske- land látið setja upp í tilefni þingsins. Það voru sem sagt hagsmunamálin, sem voru höfuðmál þingsins, og þar var fjallað um þá íhugunarverðu staðreynd, að þrátt fyrir verulegar upphæðir, sem hið opinbera og ýmsir óskyldir starfshópar hafa árlega í beinar og óbeinar tekjur af störfum skálda og rithöfunda, þá bera þeir sjálfir svo lítið úr býtum, að vonlítið er að ætla að lifa ein- göngu af skáldskap á íslandi í dag. Ein aðalkrafa þingsins um úrbætur í þessu efni var sú, að ríkið keypti 500 eintök handa almenningsbókasöfnum af bókum innlendra höfunda, einkum skáldverkum, úrvalsþýð- ingum og tímaritum um bókmenntir. Þess- ari ti'llögu 'hefur Einar Bragi fylgt eftir í blaðagrein (Mbl. 14. okt.), þar sem hann gerir grein fyrir hugmyndum sínum um það, hvernig skipta eigi þessum bókafjölda á milli safnanna, og virðast þær út af fyrir sig hófsamlegar. Hins vegar kemur hvorki fram í samþykktum þingsins né grein Ein- ars, hvernig rithöfundar hugsa sér fyrir- komulag bókasafnsgjaldsins, ef þessi tillaga nær fram að ganga, en greiðsla fyrir afnot bóka í almenningsbókasöfnum hefur verið ofarlega á baugi hjá rithöfundum undan- farið. Er heldur ólíklegt, að þeir hugsi sér að sleppa þeim tekjum algjörlega, þótt það hafi ekki komið fram. Að því styður sérstök samþykkt, sem þingið gerði, þar sem lögð var 'áherzla á kröfuna um frjálsan samnings- rétt rithöfunda við hið opinbera um það, hve 'há greiðsla komi fyrir afnot hóka þeirra í almenningsbókasöfnum. Önnur megintillaga þingsins í beinum hagsmunamálum var sú, að stofnaður yrði sjóður til styrktar rithöfundum, sem hlyti nafnið Bókmenntasjóður Ara og Snorra, yrði í vörzlu Rithöfundasambandsins og hefði það hlutverk að styrkja rithöfunda til að skapa nýjar bókmenntir. Þessi hugmynd er allþróuð frá hendi rithöfunda, og í til- lögum þeim, sem stjórn Rithöfundasam- bandsins lagði fyrir þingið, kemur fram, að hún hugsar sér tekjuöflun til sjóðsins eftir ýmsum leiðum, m. a. að söluskattur af ís- lenzkum bókum renni í hann, einnig verði lagður sérstakur skattur á verulegan hluta bóka- og blaðasölu í landinu, tíu krónur á hverja selda bók, væntanlega bæði innlend- ar og erlendar, og 20% skattur á það, sem nefnt er erlent léttmeti, og virðist þar eink- um átt við blöð og tímarit til dægradvalar og nefnd sem dæmi Hjemmet, Familie-Jour- nal og Andrés Önd. Þá er einnig óskað eftir styrk ríkis, Reykjavíkurborgar og sveitarfé- laga til sjóðsins, svo og frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja, og loks er svo umdeilanlegasta fjárvonarleið rithöfunda, þ. e. sú, að fyrntur ritréttur renni til Rit- höfundasambandsins og tekjur af áður ó- vernduðum verkum renni í sjóðinn. Þetta er að ýmsu leyti varasöm hugmynd, og verð- ur ekki séð, að rithöfundar séu öðrum frem- ur til þess færir að gæta þess, að forn- og miðaldabókmenntum þjóðarinnar sé ekki misboðið, en slíkt hlýtur að felast í því að þeim sé falin umsjón með ritréttinum yfir þeim. Slík umsjón krefst víðtækrar sér- menntunar og þjálfunar þeirra sem um fjalla á almennri íslenzkri bókmennta- og málsögu, og þá menntun og þjálfun hafa fæstir rithöfundar til að bera. Fræðileg bókmenntasöguleg þekking annars vegar og hæfileikar og skólun til sjálfstæðrar bók- menntasköpunar hins vegar eru tveir óskyld- ir eiginleikar, og það er fyrir löngu kominn tími til, að þeirri skoðun sé hrint af stalli, að skáldgáfa geri mann sjálfkrafa til þess fallinn að hafa umsjón með útgáfu á verk- um horfins skáldbróður. Hefur slíkur mis- skilningur þegar leitt til ýmissa hörmulegra mistaka í útgáfumálum, sem mikið er undir komið, að ekki verði framhald á. Það er því fráleitt, að rithöfundar geti ætlazt til þess, að þeim verði falinn réttur til umsjónar með öllum útgáfum fornra og síðari alda bók- mennta þjóðarinnar, og ef menn vilja endi- lega, að einhver ákveðinn aðili takist slíkt hlutverk á hendur, þá liggur miklu nær að nefna í því sambandi t. d. Heimspekideild Háskólans, Félag ísl. fræða, Handritastofn- un íslands eða einhverja aðila á vegum þeirra. Þrátt fyrir þetta má þó vitaskuld hugsa sér, að rithöfundum megi skapa ein- hverja fjáröflunarleið í sambandi við útgáfu slíkra verka, þ. e. a. s. ef menn á annað borð telja þá leið æskilega. Ýmis fleiri mál voru lögð fram og af- greidd á þinginu, og má þar nefna ályktun um stofnun Rétthafasambands eigenda rit- réttar, kröfu um ný höfundalög, beinar launakröfur á hendur Ríkisútvarpinu ásamt kröfum um aukið rými í dagskrá fyrir verk innlendra höfunda, kröfur til stjórnmála- flokka um að þeir stuðli að kosningu rithöf- unda í opinber ráð um menningarefni, svo sem útvarpsráð, menntamálaráð og verð- launanefnd Menningarsjóðs Norðurlanda- ráðs, ósk um að Rithöfundasambandinu verði gefinn kostur á að taka að sér stjórn bókaútgáfu ríkisins, sem Menntamálaráð hefur nú umsjón með o. fl. Einnig komu fram þær gagnlegu hugmyndir, að ungum rithöfundum verði gert kleift að fá námslán eða styrki úr Lánasjóði ísl. námsmanna, að komið verði á sérstöku gestaprófessorsemb- ætti við Háskólann, sem rithöfundur skipi, og að sett verði á stofn embætti bókmennta- ráðunauts við Ríkisútvarpið, sem raunar gegnir furðu, að ekki skuli vera búið að stofna til fyrir löngu, hliðstætt embættum tónlistar- og leiklistarstjóra. Kröfugerð þingsins var þannig öll við það miðuð að bæta kjör félagsmanna Rit- höfundasambandsins. Það vekur og athygli, þegar ályktanir þingsins eru skoðaðar niður í kjölinn, að þær beinast nær allar að hinu opinbera, óskað er eftir bókakaupum af hálfu ríkissjóðs, auknum styrkjum, rithöf- undar óska eftir því að fá hluta af skatta- tekjum hins opinbera í sinn hlut og aðrar nýjar lögfestar. Áreiðanlegar upplýsingar um tekjumögu leika rithöfundar, sem gefur út skáldsögu, smásagnasafn eða ljóðabók, liggja ekki fyrir, enda munu þeir vera mjög mismunandi. í tillögum þeim, sem lagðar voru fyrir þingið, segir þó, að mjög algeng ritlaun fyrir ljóða- bókarhandrit séu 30 þúsund krónur, og rit- laun fyrir handrit að skáldsögu séu sjaldan yfir 100 þúsund krónur, en mjög oft lægri eða engin, svo að 75 þúsund króna meðal- laun séu örugglega fremur of há en of lág. Ekki kemur fram, hvað gert er ráð fyrir mörgum seldum eintökum í þessum útreikn- ingi, en ólíklegt er þó, að þar sé um mjög háar tölur að ræða. Að því er það snertir á hið sama við, að tölur um venjuleg upplög skáldrita eru yfirleitt ekki gefnar upp, en eftir þeim fróðleik, sem fáanlegur er um það efni, mun óvanalegt, að skáldsögur seljist hér í meira en 1000—1500 eintökum. Upplög ljóðabóka munu vera mjög misjöfn, en mjög gott er þó talið, ef þær seljast í 1000 ein- tökum, og algengast, að aðeins seljist 3—500. íslendingar eru að vísu aðeins um 200 þúsund, en samt er augljóst, að þetta eru mjög lágar tölur. Ef tekið er hlutfall, sem er höfundum mjög í vil, þ. e. gert ráð fyrir, að nýtt skáldverk seljist í 2000 eintökum og að fjórir menn lesi hvert að meðaltali, sem sömuleiðis er hátt, þá hafa aðeins 8000 manns lesið bókina eða ekki nema 4% þjóð- arinnar. í mörgum tilvikum er þetta hlut- fall vafalaust lægra, allt niður í y2—1% og minna. Nú er það að vísu umdeilanlegt, að hve miklu leyti sala bókar sé réttur mælikvarði á bókmenntagildi hennar, og næg dæmi má finna um það, að nauðaómerkilegar bók- menntir hafi orðið að metsölubókum, þó að aðrar merkari hafi varla hreyfzt í bóksölum. í slíkum dæmum má þó venjulega finna ein- hverjar sérstakar orsakir, sem skýra málið, svo sem þegar léleg bók selst vel, að hún búi yfir sérlega miklu skemmtunargildi, sé spennandi, eða að í henni sé tekið á tilteknu efni að einhverju leyti með nýstárlegum tökum, sem veki forvitni. Þegar athyglis- verð bók selst illa, má á hinn bóginn gera ráð fyrir, að orsakanna sé að leita í and- stæðri átt, þ. e. að hún höfði að einhverju leyti ekki eða svo illa til samtíðar sinnar, að fólk kæri sig ekki um hana. Vafalaust er félagslegt hlutverk rithöf- unda margþætt og breytilegt eftir einstakl- ingum, en alltaf verður þó að krefjast þess, að rithöfundur, sem ætlast til að vera tekinn alvarlega, hafi eitthvað fram að færa með skrifum sínum umfram það, að þau séu ekki 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.