Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 22
þingi og í útvarpsumræðum dregið D. H.
Lawrence til vitnis um „að hornsteinninn
í umræðum um bækur sé tilfinningin, ekki
skynsemin“ (Mbl. 26.11.). Ólafur lýsir í
greininni þeirri afstöðu sinni að það sé
„— einmitt hlutverk gagnrýnanda að miðla
lesendum sínum upplýsingum jafnhliða rök-
studdu mati, skoðun á því verki sem um
er fjallað hverju sinni. Hann verður að vera
fær um að lýsa verkinu eins og það ber
raunverulega fyrir sjónir sæmilegs lesanda
eða áhorfanda, og hann verður að vera fær
um að gera skynsamlega grein fyrir eigin
viðbrögðum við verkinu."
Árni Bergmann fjallar m. a. um þetta
sama efni í ahugasemdum við skrif Gunn-
ars Benediktssonar um gagnrýnendur og
segir: ,,Það fer vissulega ekki hjá því að
siðferðileg og pólitísk áhugamál manna setji
svip sinn á skrif þeirra um samfélagsleg
fyrirbæri eins og bókmenntir. Ég skal fyrir
mína parta játa það fúslega, að ég hefi til-
hneigingu til að leggja áherzlu á félagslegar
hliðar bókmennta, samspil þeirra við þjóð-
félagið, vandamál þess; finnst að það sé
helzt til oft hlaupið yfir það í bókmennta-
skrifum hvað höfundarnir eru í raun og
veru að segja, látið nægja að beina athygl-
inni að aðferð þeirra. En um leið er ég
heldur en ekki tregur við að leggja út á
þá braut að skrifa normatífa gagnrýni, þ. e.
a. s. skrifa ekki um bókmenntir eins og þær
eru, heldur eins og ég vildi sjálfur að þær
væru.“
Jóhann Hjálmarsson fjallar um gagnrýni
í þættinum Skoðanir í Mbl. 26. okt. s.l. og
segir þar m. a., að tíma gagnrýnandans „—
er betur varið til að reyna að skilja verk-
in, sem hann fær til meðferðar, í staðinn
fyrir að annað hvort hefja þau til skýjanna
eða lýsa því yfir að þau séu einskis virði.“
Hann vitnar bæði í upphafi og endi greinar-
innar til þeirra orða Sigurðar Nordal „að
krítík þarf ekki að vera sama sem aðfinnsl-
ur, er sízt af öllu skammir, — er í eðli sínu
skilningur og skýring.“
í ljósi þeirra stefnumiða gagnrýnendanna
sem hér er lýst, er fróðlegt að athuga skoð-
anir og dóma sem birtast í ritdómum þeirra
og hvernig þetta birtist. Um þá ritdóma sem
fyrr eru taldir má yfirleitt segja að dómum
og skoðunum er ekki veifað og yfirleitt er
ekki leitazt við að hefja verk til skýjanna
eða lýsa yfir að þau séu einskis virði án
rökstuðnings. Meginefni umsagnanna um
Himinbjargarsögu og Leigjandann er lýsing
á því hverju fram vindur í sögunum og
skýring á táknmáli þeirra og gerð; tilraun
er gerð til að skilja og skýra, og leiðir
hún til mjög líkrar niðurstöðu. Jóhann
Hjálmarsson gengur þó skemmst í þeim efn
um, notar almennt orðalag og varar les-
endur við að skilja, ef skilningurinn ætlar
að verða annar en hann telur æskilegan.
„Það liggur beint við að álíta að Leigjand-
inn fjalli um ísland og umheiminn, ásókn
nútímans, hinna köldu og ófrjóu stöðutákna.
Það er hægt að skilja söguna pólitískum
skilningi, en ég held að lesandinn græði
mest á því að lesa Leigjandann án þess að
setja atburði hans í beint samband við á-
kveðnar fyrirmyndir, vissar hættur tímans.“
Mismunandi viðhorf til Leigjandans birt-
ast í athugasemdum sem þessum: „— sagan
er svo góð að mér finnst aðfinnslur með öllu
óþarfar“ (Njörður). „Svava Jakobsdóttir á
það jafnvel til að falla í gildru, sem aldrei
gæti komið fyrir æfðan skáldsagnahöfund,
sem hefði fullkomið vald á viðfangsefni
sínu“ (Jóhann).
En þegar á heildina er litið gætir ekki
mikils ósamræmis í niðurstöðum þeirra rit-
dóma sem hér um ræðir, mismunandi við-
horf birtast í smærri atriðum. Með íburðar-
miklu líkingaflugi er einn höfundur t. d.
hafinn upp til skýjanna með svofelldum
hætti: og eftir lestur Hringekjunnar
hugsar maður ósjálfrátt: Hann varðar ekk-
ert um form, en hann skrifar eins og gæð-
ingur, skrifar af eldmóði og vægðarleysi,
bregður sverði máls, líkinga og lýsinga ótt
og títt, af vígahug og fimi, stundum svo að
mörg sjást á lofti í einu, svo fár er hans
líki. Og þannig er þessi bók. Hún er aðeins
vel skrifuð, svo vel og sterkt, að orðið
sviptir af sér hverju bandi og hafti eins og
vant er hjá Jóhannesi Helga.“ (Andrés).
Annar gerir í ritdómi um sömu bók saman-
burð á þremur höfundum sem naumast
verður skilinn sem sérstakt hrós um neinn
þeirra: „í Hringekjunni verða svona brand-
arar einhvern veginn utan gátta. Og á hvaða
höfund minna þeir annars? Laxness
kannski? Ætli ekki það? Sé Hringekjan
borin saman við íslenzka andrómana síðustu
ára: Tómas Jónsson metsölubók; Kristni-
hald undir Jökli; Fljótt fljótt sagði fuglinn
— þá minnir hún á enga bók fremur en
Kristnihaldið.-----Fína fólkið í Hringekj-
unni er líka alþjóðlegt „tilbúið“ og fram-
andi; það er að segja nýlaxnesskt.--------
Jóhannes Helgi var kominn í þvílíka sjálf-
heldu með hliðsjón af formi, að hann þurfti
að breyta til, ef hann vildi vera annað en
Guðrún frá Lundi“ (Erlendur).
Greinarmunur á viðhorfum ritdómaranna
birtist annars einkum í mismunandi áherzl-
um, þó heildarniðurstaðan sé svipuð. Einn
tengir t. d. gildi Himinbjargarsögu við það
að verða margs vísari um leit manna og
baráttu, annar lærdómum um örlög umbóta-
afla, þriðji leggur áherzlu á hið stílfræði-
lega og bókmenntasögulega gildi verksins, sá
fjórði þann mikla kost að sagan geymir ekki
einhliða pólitíska boðun.
Fróðlegt gæti verið að reyna að gera sér
grein fyrir fleiri einkennum þeirra 16 rit-
dóma sem hér hafa verið gerðir að athug
unarefni, t. d. afstöðu til forms, en hér
verður þó staðar numið. Heildarmynd af
blaðaritdómum verður ekki brugðið upp í
stuttri tímaritsgrein og því síður íslenzkri
gagnrýni yfirleitt. Slík tilraun hlyti að enda
í mjög almennum og ónákvæmum niður-
stöðum. Hver sá sem áhuga hefur á slíku
verkefni hefur auðvitað einhverjar fyrir-
framhugmyndir um fyrirbærið, og væntan-
lega getur þessi takmarkaða samantekt
varpað einhverri skímu á það.
Eins og áður er getið veit enginn hverjir
eða hversu margir lesa blaðagagnrýni. Eng-
inn veit heldur hvort vönduð, hlutlæg gagn-
rýni hefur meiri áhrif (er meira lesin) en
grunnfær og óvönduð. Ljóst ætti þó að
vera að þeir lesendur sem góður skáldskap-
ur á líf sitt undir, eiga ekki erfitt með að
átta sig á hvaða gagnrýni er einhvers virði
fyrir þá sjálfa. Og ætla má að hleypidóma-
laus gagnrýni sem eykur skilning lesenda
sé líka einhvers virði fyrir bókmenntirnar.
KRISTINN EINARSSON:
í KLEFANUM
1
Og þeir lokuðu sig inni til
hreinsunar og skírslu
og játuðu syndir sínar
útí tómið.
En þeir fengu ekki aflausn.
Syndir þeirra voru gegn hugmyndum
um forboð
og forboðin voru mannaverk.
Þögnin í þessum klausturklefa
hefur sagt mér allt af létta.
2
Ég hef fyllzt tóminu
og tómið fyllzt af mér.
Ég er ferkantaður og sólin dansar i arinu
sem er ég innst inni
enginn höndlar það.
Minningin um þá sem dvöldu hér
speglast í augum mér
botnlausum einsog þetta vindauga
með járnstöng fyrir
og fær ekki hvíld
jafnvel ekki á pappírnum fyrir framan mig.
Þögnin er óróleg.
3
Vínið er gullið
og dálítið beiskt.
Ég hef látið augun hvarfla
til himins,
en birtan er of skær.
Mér verður hugsað til allra
þessara morgna
I rykugri höfgi.
Gærdagurinn — hvar er hann?
4
Bókin lokast.
Rykið sem er ég safnast fyrir
og geymir þögnina.
Tómið situr á mæninum
— býr í kjallaranum.
Þarsem ég heyri í sjálfum mér.
Þögnin hefur sagt mér
allt af létta.
SIGURÐUR JAKOBSSON:
O R M A R
Ljósgullnir ormar götuljóskeranna
hlykkjast eftir strætunum
og teygja út í svartnættiskófið
Ijóseygða fálmara sem
þreifa sig eftir gljúpum vegg
myrkursins í leit að smugu
fikra sig fyrir horn
depla þreyttu auga
í angist
skrifa loðnum stöfum
langþreytt orð í óvissu
myrkursins: annarlegar hugsanir
sem bíða óvægins dóms
dagsbirtunnar
að morgni
22