Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 24
heimilum sínum er einmitt það, sem vantar í útvarpið —• ekki þessar endalausu ytri lýsingar.“ Slík tilmæli voru í hæsta máta tímabær þá, en kæmu spænskt fyrir sjónir nú, af því að síðastliðinn áratug hefur verið aflað mjög mikils efnis af þessu tagi. Langmerkast er framlag Stefáns Jónssonar og skemmst að minnast endurminninga Steinþórs á Hala í vetur leið, einhvers markverðasta og skemmtilegasta efnis, sem útvarpið hefur flutt á 40 ára ferli sínum. Dagskrártíminn hefur sífellt verið að lengjast og jafnframt kallað á meira og fjöl- breyttara efni. Þegar ég leit á dögunum yfir dagskrár nokkurra vikna 1945 duldist mér ekki, að þær voru stórum fáskrúðugri en nú tíðkast. Meginhluti viðbótarinnar er þó aug- ljóslega uppfyllingarefni af ómerkara tagi, dægurlögin fyrirferðarmest á tónasviðinu, helgamas á orðsins vettvangi. Það sem háir útvarpinu mest er að mín- um dómi: 1. Pólitískt kjör og þráseta útvarpsráðs- manna. Meðan stjórnmálamenn eru einráðir um kosningu í útvarpsráð, hljóta að veljast þar til setu menn, sem annaðhvort líta sjálfir á sig eða láta sér lynda að stjórnmálamenn- irnir líti á þá sem pólitíska varðliða, nema hvort tveggja komi til. Ég get ekki hugsað mér óæskilegra viðhorf hjá mönnum, sem stjórna eiga voldugri menningarstofnun í þágu þjóðarinnar allrar. Þó er enn verra, hve stjórnmálaflokkunum er gjarnt að kjósa sömu mennina aftur og aftur. Það mætti teljast mikið lán, ef maður valinn eftir póli- tískri varðliðahæfni væri búinn röskleik, hugkvæmni, stórhug, víðsýni, áræði og rögg- semi, sem entust honum til farsælla starfa í útvarpsráði í fjögur ár. Ég kem í fljótu bragði ekki auga á dæmi um, að þjóðinni hafi borið slíkt happ að höndum. En þótt það kynni að finnast, eru líkurnar á átta ára forða slíkra kosta svo agnarlitlar, að stjórnmálamenn ættu að forðast eins og heitan eld að endurkjósa menn í útvarps- ráð. Dytti þeim samt sem áður þvílík fá- sinna í hug, ættu útvarpsráðsmenn að sjá sóma sinn í að neita endurkjöri. 2. Óeðlilega mikil fyrirferð útvarpsstarfs- manna í dagskránni. Á umræðufundi um útvarpsmál, sem ný- lega var haldinn í Norræna húsinu að frum- kvæði stúdenta, höfðu formælendur stofn- unarinnar mjög á orði, að skortur á starfs- liði stæði henni fyrir þrifum. Ég vefengi það ekki, en undrast því meir, hve lengi þessir fáu geta á sig blómum bætt. Við at- hugun á dagskrám tveggja vikna í vor — sinnar í hvorum mánuði — reyndust að með- altali 10 útvarpsstarfs- eða ráðsmenn koma fram í 14 dagskrárliðum í hvorri viku. Séu þeir ámóta aðgangsharðir aðrar vikur árs- ins, eru þeir rúmlega 700 sinnum á ferðinni árlega. Ég tel ástæðulaust að amast við því, þótt fastaliði útvarpsins bregði fyrir í dag- skránni, hafi það eitthvað markvert fram að færa; sama er, hvaðan gott kemur; stund- um neyðist það efalaust til að hlaupa í skrápana, þegar leysa þarf vanda í skynd- ingu. En ég minnist orða, sem reyndur rit- stjóri sagði eitt sinn: „Góður blaðamaður lætur sem minnst bera á sjálfum sér í blað- inu, en leggur sig allan fram um að fá aðra til að miðla því góðu efni.“ Ætli slíkt viðhorf gæti ekki einnig komið útvarpsmönnum að haldi? Sjálfsagt eru til skýringar á þessu ofríki útvarpsmanna. Ein þeirra gæti verið fólgin í orðum, sem háttsettur útvarpsmaður mælti nýlega í áheyrn minni og margra annarra: „Hvaða starfsmaður útvarpsins heldur þú að geti lifað á launum sínum?“ Hér er sem sagt um nokkra fjármuni að ræða: auka- tekjur, sem telja verður í hundruðum þús- unda, kannski milljónum króna. Séu „auka- störfin“ þar á ofan unnin að meira eða minna leyti í skyldustarfstímanum, er þetta orðinn býsna kyndugur prósess: Vinnuveit- andinn ræður sér starfslið og launar því svo illa, að það neyðist til (með þegjandi sam- þykki vinnuveitandans) að tvíselja honum vinnutíma sinn til að geta lifað, hefur því naumari tíma en ella til „að fá aðra til að miðla“ útvarpinu góðu efni (ef til vill minni áhuga líka) — og tekur sjálft að launum fé, sem annars mætti verja til kaupa á að- fengnu efni dagskránni til upplífgunar. Ég er ekki viss um, að fleira starfsfólk, ráðið upp á sömu býti, bætti mikið úr skák. 3. Útvarpinu er haldið í svelti fyrir amlóða- hátt útvarpsráðs og útvarpsstjóra, þjóðinni allri til menningarlegs tjóns. Afnotagjald sjónvarps er nú 2600 krónur, árgjald dagblaðs 1980 kr., útvarps 980 krón- ur. Ósamræmi þessara talna hlýtur að vekja athygli og undrun: útvarpið, sem langmesta þjónustu veitir, kostar neytendur minnst, eða jafnvirði einnar sígarettu á dag. Ég er hárviss um, að útvarpsnotendum er engin þægð í svona heimskulegri ráðsmennsku. Afnotagjald útvarps ætti að hækka a. m. k. í 1500 krónur þegar á næsta ári og árið eftir í sömu fjárhæð og nemur árgjaldi dagblaðs. Yrði viðbótin aðallega eða eingöngu notuð til að bæta dagskrána, mættu allir vel við una. Ég veit, að útvarpsráð, útvarpsstjóri og gvöndar munu skjóta sér bak við póli- tíkusana og segja: við ákveðum ekki afnota- gjaldið, það gerir ríkisstjórnin. En jafnaum- legt yfirklór er ekki á hlustandi. Það er ábyrgðarlaus roluháttur af ráðamönnum einnar fremstu menningarstofnunar þjóðar- innar að láta skammsýnum stjórnmálamönn- um haldast uppi að drepa í henni allan dug með vitlausri fjármálastefnu. Ætli hjólin færu ekki að snúast, ef útvarpsráð segði af sér, útvarpsstjóri og starfslið allt færi í setu- verkfall til að mótmæla því, hvernig búið er að útvarpinu? Það væri að minnsta kosti tilraunarinnar vert. En hún verður ekki gerð, það er alveg víst. Þrátt fyrir allt er stjórnmálamönnunum betur til þess trúandi að bæta úr þörfum stofnunarinnar en und- irmönnunum, sem falin hefur verið forsjá hennar. Það hefur reynslan sýnt. 4. Skortur á frumkvæði útvarpsins að öflun frambærilegs efnis. Hver sem lítur yfir útvarpsdagskrá einn- ar viku eða svo og reynir að gera sér grein fyrir, hvernig útvarpsefnið sé undir komið, kemst brátt að raun um, að dagskráin er eins og skrína, sem hinir og þessir tína í sína ögnina af hverju. Allir, sem ritstjórn hafa annazt, vita að af aðsendu efni verður aldrei gott rit. Sama gildir um útvarp. Ein- staka góðan, jafnvel ágætan efnislið getur borið á fjörur, og er sjálfsagt að taka því með þökkum. En alkunna er, að hæfustu mennirnir eru alla jafna hógværir og trana sér ekki fram. Aftur á móti er ásókn ávallt rnikil af framhleypnu fólki, sem hefur harla litlu markverðu að miðla, en mikilli sjálf- umgleði. Sé fyrirstaða lítil á „ritstjórninni" og eigið frumkvæði af skornum skammti, verður niðurstaðan eins og útvarpsdagskráin sýnir: samtíningur af undirmálsefni með örfáum góðum liðum inni í milli. Ég hef þau missiri, sem ég hef verið í forsvari fyrir Rithöfundasambandið, staðið í töluverðu stappi við útvarpið um kjör höf- unda og þykist vita, að ritstjóri Samvinn- unnar hafi fyrst og fremst verið að fiska eftir fregnum af þeim vígstöðvum, þegar hann bað mig að skrifa um Ríkisútvarpið og rithöfundana. Reynsla íslenzkra rithöfunda af skiptum við Ríkisútvarpið hefur jafnan verið hin versta, og verður ekki annað með sanni sagt en það hafi fylgt höfundarfjandsamlegri stefnu. Ég nefni aðeins tvö meginatriði máli mínu til stuðnings: 1. Hátt í tvo áratugi gekk útvarpið í verk íslenzkra höfunda eins og það ætti þau og skammtaði þeim hundsbætur í staðinn eftir eigin geðþótta. Þegar það neyddist loks til að semja um greiðslur fyrir flutningsrétt rit- verka, voru þær svo lágar, að maður roðnar upp í hársrætur við að líta á forsmánina. Jafnan síðan hefur það staðið sem fastast gegn sanngjarnri leiðréttingu á grundvell- inum, en reynt að komast upp með að greiða eftir dúk og disk nokkur prósent ofan á það, sem ekkert var. 2. íslenzkir höfundar búa við löngu úrelt höfundarréttarlög frá 1905. Til glöggvunar á, hve þau eru fjarri því að fullnægja nú- tímaþörfum, má geta þess, að sænsku höf- undarréttarlögin frá 1960 hafa nú þegar verið tekin til gagngerrar endurskoðunar. Fyrir nærri áratug var íslenzka löggjafan- um orðið ljóst, að höfundarréttarlögin yrði að endurskoða. Menntamálaráðherra fól því dr. Þórði Eyjólfssyni, þáv. hæstaréttardóm- ara, að semja frumvarp að nýjum höfundar- réttarlögum. Hann vann verkið af mestu prýði, sem vænta mátti. Var frumvarp hans lagt fyrir löggjafarþingið 1962—63 og var mjög í líkingu við sambærileg lög í grann- löndum okkar þá. Síðan hefur það legið í salti. Ástæðan til þess er andstaða Ríkis- útvarpsins, og undirrót hennar hin lítilmót- legasta, sem hugsazt getur: með nýju lög- gjöfinni hefði réttur höfunda og annarra listamanna verið betur tryggður en fyrr, og til þess að koma í veg fyrir það, brá þáver- andi útvarpsstjóri fæti fyrir hana. Hins er skylt að geta, að núverandi útvarpsstjóri lýsti yfir nýlega, að lagafrumvarpið hefði ekki verið borið undir sig, síðan hann tók við stjórn útvarpsins, og virtist hneykslað- ur á, að nokkur skyldi ætla útvarpinu svo illt að standa gegn réttarbótum höfundum til handa. Menntamálaráðherra ætti því ekki að þurfa að óttast andspyrnu úr þeirri átt, þótt hann yrði við margendurteknum kröf- um listamanna um ný höfundarréttarlög. í samningaumleitunum við Ríkisútvarpið hafa rithöfundasamtökin jafnan haft tvö meginsjónarmið í huga: að fámennri þjóð, sem lifa vill fjölþættu menningarlífi á nútímavísu, er höfuð- nauðsyn að samhæfa sem auðið er alla 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.