Samvinnan - 01.02.1971, Page 7

Samvinnan - 01.02.1971, Page 7
 Ját gjörið þið svo vel. Retjiiið viðsMptln Siniiii n «>!• C96> £1400 Strönd á Rangárvöllum, 28. nóv. 1970 Heill og sæll Sigurður frændi! Ég ávarpa þig svo fyrir þá sök, að við faðir þinn vorum systkinasynir. — Mig hefur lengi langað að senda þér línu þótt ég hafi jafnlengi látið það ógert. — Ég fagnaði þegar það frétt- ist, að þú ættir að verða rit- stjóri Samvinnunnar. — Ég vissi að þú varst vaskur maður, ritsnjallur og ekki myrkur í máli. Ég vonaði að þú mundir ýta við svefnpurkum sam- vinnufélaganna. — Ég spurði ekki um það fyrr en síðar, hvort þú kynnir eitt- hvað í samvinnufræðum, ann- að en það sem almenningur hefur lært af öfugmæltum sannleik Morgunblaðsins. Mér sýndist bæði von og vorkunn, að þú hefðir samvinnuvísdóm þinn þaðan, — kominn beint úr hallarsölum þess. — Það fór svo, að mörgum sýndust sam- vinnumálin sniðgengin í Sam- vinnunni þinni — sannarlega var ég einn af þeim. Frá upphafi var Samvinn- unni ætlað mikið hlutverk. Hún skyldi verða sverð og skjöldur samvinnufélaganna í landinu. Það verkefni höfðu ritstjórar reynt að rækja — að vísu með tvísýnum árangri síðari árin. Nú sýndist mér mikil þörf á nýrri sókn. Fyrst og fremst á hugi unga fólksins, sem allt mun erfa eftir eldri kynslóð. Þetta fólk var þörf á að vekja og hrífa. Sanna því blessun samvinnunnar, svo vel að það flykktist inn í kaupfé- lögin. Forustuhlutverk þess fagnaðarerindis vildi ég ætla ritstjóra Samvinnunnar. Margir samvinnumenn í landinu voru sama sinnis. Það sýndu bréfin sem þér bárust, — mörg og góð og löng. Þau hefðir þú átt að setja í hásæti í hverju nýju blaði. Þar missást þér leiðinlega. Þú gerðir bréfin að hornrekum — og lézt sum þau beztu bíða, — missiristíma eða lengur, — eftir óvirðingar- sæti innan um auglýsingar. Verksmiðjuafgreiðsla K E A annast heildsöluafgreiðslu á vörum frá framleiðsludeild- um félagsins. Með einu sím- tali getið þér pantað allt það, sem þér óskið, af fjöl- breytilegri framleiðslu þeirra, landsþekktar úrvalsvörur, - allt á einum stað: Málningarvörur og hreinlæt- isvörur frá Sjöfn, kjöt- og niðursuðuvörur frá Kjötiðn- aðarstöð KEA og hangikjöt frá Reykhúsi KEA. Gula- bandið og Flóru-smjörlíki, Braga-kaffi og Santos-kaffi, Flóru-sultur og safar, brauð- vörur frá Brauðgerð KEA, ostar og smjör frá Mjólkur- samlagi KEA, allt eru þetta þjóðkunnar og mjög eftir- sóttar vörur, öruggar sölu- vörur, marg-auglýstar í út- varpi, sjónvarpi og blöðum. Innkaupastjórar. Eitt símtal. Fljót og örugg afgreiðsla. Kynnið yður kjörin og reyn- ið viðskiptin. Síminn er (96) 21400. BRAUÐ GERÐ # 1 1 REYK HÚS SMJORLIKIS GERÐ______ VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA K-E-A AKUREYRI 3

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.