Samvinnan - 01.02.1971, Side 9

Samvinnan - 01.02.1971, Side 9
eru 8um kaupfélög í fjárhags- kreppu. Tvö eöa þrjú hafa ný- lega lagt upp laupa. Önnur búa við árlegan tekjuhalla. Ég get bent á eitt bjargráð fyrir þau sum: Þau þurfa að minnka búðir sínar og fækka verzlun- arfólki. Ætla því fólki nóg starf, sem eftir verður. Það getur ekki stýrt góðri lukku, að afgreiðslufólkið sé hálft árið að bíða eftir viðskiptafólki. Einn slæmur galli er á stjórnarskipun samvinnufélag- anna. Munu vaskir menn geta komizt í stjórnir þeirra, án þess að hafa vit né framsýni, sem til þess þarf að stjórna farsæl- lega. Slikir karlar geta síðan setið í áratugi, unz þeir verða ellidauðir, eða félögin fara á hausinn undir þeirra stjórn!! Það þarf að takmarka setutíma stjórnarmanna í samvinnufé- lögum. Þú mátt trúa því, að ég veit vel, um hvað ég er að tala. Ég stofnaði kaupfélag fárra manna 1930. Ég stýrði því við vaxandi hagsæld næstu 17 ár. Þrátt fyrir lága álagningu skil- aði ég af mér félagssjóðum, sem samsvöruðu 6% af allri vörusölu félagsins þessi 17 ár. En ég átti í langvinnum leið- indum með misvitra stjórnar- herra. — Á síðastliðnum aldarfjórð- ungi hefur þjóð vorri fjölgað um meira en fjórðung. Félags- mönnum kaupfélaganna hefur fækkað nokkuð á sama tíma. Mér sýnist þetta uggvænn aft- urkippur. Helgi Hannesson. Reykjavik 10/12 1970 Kæri Sigurður: Þakka þér fyrir birtingu bréfsins á bls. 9 í síðasta hefti Samvinnunnar. Það ætti að vera auðvelt að ná í slíkt oftar, ef við athugum uppruna þessa hugsunarháttar: íslenzkt skóla- kerfi -f- Morgunblaðslestur. Gamanþættir af þessu tagi eru óborganlegir. Áttu ekki fleiri? Peter Behrens, Hvítárbakka, Borgarfirði. 10 desember 1970 Til Samvinnunnar, Reykjavík. Ég undirritaður ætla að ger- ast áskrifandi að þessu tíma- riti sem kallast Samvinnan. Ég þoli ágætlega allt það bull og vitleysu sem birt er í þessu blaði, allskyns kommúnista- kjaftæði og botnlausa lyga- þvælu. Hlakka ég til að sjá og heyra meira af þessu ruslblaði. Mikael Magnússon, Skarði við Elliðaár, Reykjavík. Steikið i smjöri V*' það gerir matinn miklu betri... □sta- og Smjörsalan s.f. Þægilegir, rúmgóðir sam- kvæmissalir fyrir stærri og minni hópa Leggjum áherzlu á góða þjónustu. — VEITINGAHÚSIÐ GLAUMBÆR Fríkirkjuvegi 7 — Símar: 11777 og 19330 5

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.