Samvinnan - 01.02.1971, Qupperneq 16

Samvinnan - 01.02.1971, Qupperneq 16
Kristinn Einarsson Þráinn Bertelsson Magnea J. Matthíasdóttir Mjöll Snæsdóttir Ásgeir Sigurgestsson Pétur Gunnarsson Eysteinn H. Proppé Ari Trausti Guðmundsson Kristján Guðlaugsson Sigurður Guðjónsson Ölafur Kvaran Þorsteinn Jónsson Hrafn Hallgrímsson Sigurður Harðarson Hallgrímur Snorrason Björn Arnórsson Ásgeir Daníelsson Rúnar Hafdal Halldórsson Sigurður Pálsson Sigurður Jón Ólafsson Kristinn Einarsson: Drög að hefð? i. Við lifum í frumstæðu þjóðfélagi veiði- manna sem nú er á breytingaskeiði. Jafnframt þvi sem þjóðinni fjölgar eykst firringin, liðin er sú tíð að allir þekktu alla. Goðsögnin um stéttlaust þjóðfélag verður æ fáránlegri með hverjum degin- um, völdin og auðurinn safnast á færri hendur sem verða æ samhentari, og loks má fara að tala um kapitalisma á íslandi í sama skilningi og í nágrannalöndum okkar. Hann hefur að vísu verið fyrir hendi, aðeins mannlegri innbyrðis, þar- sem allt umhverfis hafa í fámenninu verið kunningjar, ættingjar og vinir. Auk þess skapaðist löngum samkennd af bar- áttunni við erlenda arðræningja. Þróunin til ofangreinds á sér vart nema nokkurra áratuga aldur, kannski er liðin hálf öld. En mestum hraða náði þró- unin eftir síðustu heimsstyrjöld fram til okkar daga. Auðsöfnunin á fárra hendur á sér liklega rætur í kreppunni milli stríða. En kannski var ekki ætlunin að ræða hér íslenzkt efnahagskerfi, nema þá sem bakgrunn, sem vert er að hafa í huga. 2 Oft hafa menn velt því fyrir sér hvort eitthvað sé til sem heitir þjóðarkarakter, eitthvert séreinkenni sem greinir þjóð frá öðrum svo sjá megi hver og einn. Hér að ofan er sagt að við lifum í frumstæðu þjóðfélagi á breytingaskeiði. En eru þær breytingar ekki aðallega í efnalegum skilningi? Hafa nokkrar grundvallar- breytingar orðið i andlegum skilningi? Gefur andleg kyrrstaða íslendinga ekki rétt til þess að tala um þjóðareinkenni? Og þá er spurningin, hvort er þjóðarein- kennið kyrrstaðan sjálf eða það sem felst i þessari kyrrstöðu? íslendingar eru röklaus þjóð. Þá skortir umræðugrundvöll í almennum skilnlngi sakir sífelldrar hugsanabrenglunar. í ís- lenzkum umræðum er sífellt hlaupið úr einu í annað; þegar einhver hefur leitt rök að einhverri niðurstöðu á einum grundvelli kemur annar og þykist geta 12 leitt rök að gagnstæðri niðurstöðu, en notar til þess annan grundvöll sem hann falsar meðvitað eða ómeðvitað sem hinn sama og hinn fyrri notaði. Áheyrendur og/eða áhorfendur gera sér ekki grein fyrir þessu, halda að svona eigi þetta að vera; þó læðist að þeim einhver meðvit- und sem gerir það að verkum að þeir horfa á allt saman sem sjónleik án nokk- urrar þýðingar. Þó eru oft til umræðu með þessari aðferð hin mikilvægustu mál. Er þetta þjóðarkarakter? Annað má minna á, eftilvill skylt hinu fyrra: Úthaldsleysi íslendinga. Ákveðið er að vinna að einhverju máli og í byrjun er mikill kraftur á framkvæmdum. Siðan gerast menn þreyttir, það þarf að sinna öðru og loks gleymist hið mikla mál. Menn geta byrjað brosandi á einhverju nýju. Er þetta kannski þjóðarkarakter íslendinga? Það hefur fylgt okkar litla þjóðfélagi að það má aldrei móðga neinn eða særa. Það fer út í þær öfgar oft og tíðum að ósóminn fær að þróast óáreittur fyrir augum hvers og eins. Enn eitt þjóðarein- kennið, sem sjálft bannar mér að fara lengra út í þessa sálma. 3. „Hverjir erum við? (í huganum/í verk- um okkar.) Hvað viljum við? Hvert stefn- ir raunverulega? í þjóðfélagsmálum, bók- menntum, arkitektúr, myndlist, ræmlist etc. Tengsl íslands við umheiminn. Til- raun til heildarmyndar úr sundurleitum brotum.“ Þannig hefst boðsbréfið, sem er undan- fari nokkurs af efninu í þessu hefti. Það er hægt að ræða endalaust um listir, menningar- og þjóðfélagsmál án þess að komast að niðurstöðu. Og jafnvel þótt menn héldu sig við sama grundvöll- inn til lengdar er það erfitt. Því miður mun vart vera til neinn viðunandi um- ræðugrundvöllur, ef ræða skal um stöðu ungs fólks í dag. Þar er margt í deigl- unni; því áhugaverðara er að forvitnast um, hvort fram fæst einhver heildar- mynd, til dæmis úr þeim púsluspilsbrot- um sem við sjáum í þessu hefti. Höfuðmarkmið þessa samtínings er að gera tilraun til að komast að því, hvar við erum staddir. Jafnframt ber að hafa i huga að fáist einhver heildarmynd úr brotunum, þá höfum við þarmeð fyrir framan okkur drög að þeirri hefð, sem rikja mun i islenzku menningarlífi innan aldarfjórðungs. Hér er gerð tilraun til staðreyndasöfnunar, úr staðreyndum má svo vinna umræðugrundvöll. Slík úrvinnsla verður ekki gerð hér; jafnvel leikur vafi á því, hvort það efni, sem hér liggur fyrir, sé svo víðtækt, að draga megi af því stórar ályktanir um stöðu og stefnu ungs fólks. En hér er þó reynt að benda á leið þá, sem óhjá- kvæmilega verður að fara, ef menn vilja gera sér einhverja raunhæfa mynd af því hvað er að gerast og hvað telja má líklegt að gerist. 4. Að hvaða leyti er það breytingaskeið sem við lifum frábrugðið öðrum slíkum? Er ekki uppreisn æskunnar sígild, ætíð fyrir hendi? Að vísu; samt skulum við ekki halda að málið sé afgreitt þarmeð. Annað væri uppi á teningnum, ef spurt væri, hvort eðli þessarar uppreisnar sé ekki sigilt og óumbreytanlegt. Áður vildi ungt fólk breytingar, oftast innan ramma ríkjandi kerfis. Nú er bilið breiðara, andstæðurnar rista dýpra. Sjálfur grundvöllurinn hefur brostið. Ungt fólk afneitar í æ rikara mæli þjóð- félaginu í heild sinni. Það gerir það á mismunandi hátt, sumir gerast hlutlausir „passívir" áhorfendur og finna sér annan heim i LSD eða kannabis-vímu. Sumir fara út í beint andóf, þarsem ekki er spurt að meðölum og aðalvopnin eru byssur og sprengiefni. Svo eru auðvitað til öll tilbrigði við og á milli þessara öfga. Ekki skulu menn ætla að þessi þróun sneiði hjá garði hér uppi á íslandi, þótt enn sem komið er séum við að mestu lausir við öfgarnar. En einmitt vegna þess að átökin eru vart hafin hér er mjög erfitt að gera sér grein fyrir hvernig þjóðfélagsbygging okkar muni bregðast við. Stundum er það kostur, stundum ókostur, hve íslendingar eru óðfúsir til hrossakaupa. Þessi grein verður styttri en ætlað var i upphafi. Hún stjórnast að nokkru af efni þvi sem safnaðist. Hér skulu ekki tíundaðar ástæðurnar til að þessi skrifaði en annar ekki, slíkt yrðu að mestu get- sakir. Ég þakka samstarfsmönnum mín- um og Sigurði A. Magnússyni fyrir góða samvinnu að þessari Samvinnu. 4 >
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.