Samvinnan - 01.02.1971, Page 20

Samvinnan - 01.02.1971, Page 20
Ég held því frairi — liki ykkur betur eða verr — að íslenzka skólakerfið sé gamaldags bákn með löngu úreltum valdastrúktúr, sem miðar að því að fram- leiða auðsveipa og undirgefna vísitölu- þegna, er renni gagnrýnislausir og sljóir inn i þýðgengt og velsmurt gangverk neyzluhringrásarinnar. Enda er þjóðfé- lagskerfi okkar þannig i hátt, að bregðist skólarnir þessu hlutverki sínu, er tilveru- grundvelli þess alvarleg hætta búin. 3. þáttur: „æðri“ stöðlun. Hvers vegna geturðu alc’rei gert eins og þér er sagt? Pétur vinur minn sagði mér eitt sinn þegar við vorum 12 ára, ungir menn að ræða um framtiðina, að hann ætlaði sér úti eitthvað þar sem hann gæti notað pennann. Ég man, að ég var að hugsa um að slá öllu upp í grín og spyrja hvern- ig penna hann ætti, en hann var svo al- varlegur, að ég hætti við það og sagði bara „jæja já.“ Og þegar við vorum á fyrsta ári i menntaskóla, á hraðri leið með að höndla vizku heimsins, búnir að fá okkur pípu og farnir að glugga i heimsbókmenntirn- ar, þá sagði Pétur mér frá þvi dag einn, hvað hann væri spenntur að fá dóm ís- lenzkukennarans á fyrstu ritgerðina sína í menntaskóla. Hann hefði nefnilega í fyrsta sinn árætt að skrifa eins og hann sjálfan langaði til, reyna að skapa sjálf- stæðan persónulegan stíl, eins og hann orðaði það. Og ég varð líka spenntur því ég var handviss um að Pétur væri upp- rennandi skáld. íslenzkutíminn rann upp, kennarinn kom með bókabunkann og ofvænið lá í loftinu, því vitanlega biðu allir með eftirvæntingu eftir umsögninni um sín fyrstu andlegu pródúkt, sem skrifuð voru í þessum merkilega skóla, að því er við töldum þá. Bókin hans Péturs lá efst i bunkanum og ég taldi það áreiðanlegt merki þess, að Pétur hefði skrifað bezt eins og svo oft í gagnfræðaskóla. En þá gerist það, að kennarinn gengur að borðinu okkar, slengir bókinni hans Péturs á borðið og segir: „Svona skrifar maður ekki í þess- um skóla, ég vil fá aðra ritgerð,“ og ég held, svei mér þá, að Pétur hafi nærri verið farinn að gráta. 4. þáttur: tilbúinn til notkunar. Sá sem hefur gengið gegnum íslenzkan framhaldsskóla og hefur ekki þeim mun meira sjálfstæði og karakterþrek til að bera, er að námi loknu orðinn bljúgur og undirgefinn kerfinu, búinn að færa þann vott af sjálfstæðum þankagangi, sem einhverntíma kann að hafa örlað á, til samræmis þeirri blekkingu og kúgun sem umhverfið hefur þröngvað uppá hann. Nýtur hann i því hins einstæða hæfileika, sem manninum einum, skynugustu skepnu jarðar, er gefinn, sjálfsblekking- arinnar. Hann er reiðubúinn að tileinka sér það gervi, sem samfélagið ætlar hon- um, hvort sem það felst í einhvers konar sérnámi ellegar hlutverki hins hrein- ræktaða, veltamda neyzludýrs; sem dug- mikill þátttakandi í fjörutíu ára elting- arleik við status, völd og veraldleg gæði. í þrotlausri baráttu við náungann, sem er mögnuð, réttlætt og stjórnað að utan. Enginn skortur á markmiðum, en var einhver að spyrja um tilgang? Og framundan er að vænta andlegs dauða; hinn ungi maður (eða kona) hættir að eksistera og leitar i einmana- kennd sinni og tilgangsleysi athvarfs i fjöldanum og verndinni sem það veitir að semja sig á allan hátt að viðteknum venj- um og auk þess i þeirri rútinu sem skemmtanalif og atvinna getur orðið, sé þannig á haldið. Upp rís hinn þögli meirihluti („ég skipti mér sko ekkert af pólitík, hef bara ekkert vit á þessu, en ég er á móti öllum kommum“), fólk sem kýs sér yfir höfuð valdamenn, sem heita þvi, að við engu skuli hróflað, öryggi gagn- vart allri röskun á lifi „hins almenna bo:gara“ skuli vera algjört, og að enginn skuli þurfa að linna sprettinum í kapp- hlaupinu. Með árunum myndast haldgott varnar- kerfi gegn öllu, sem á einhvern hátt gæti ógnað öryggiskenndinni; vandamálum samfélaganna er visað á bug með hneykslun, fordæmingu eða patentlausn- inni: „Mér kemur þetta ekki við.“ Og í dagsins eilífu önn er sem betur fer eng- inn tími til að velta fyrir sér tilganginum með öllu þessu lífsstreði; sem betur fer segi ég, því fari einhver að efast á fer- tugsaldri er umhverfið andhverft og voð- inn vís. 5. þáttur: utan til náms. Ekki svo að skilja, að það sé eina glufan. Hugsum okkur nú ungan mann, sem lokið hefur stúdentsprófi og ekki fundið áhugamálum sinum neinn grundvöll hér heima. Ekki er ólíklegt, að hann leiti utan til náms; og fari svo, fær hann í vegarnesti ótal siðareglur til eftirbreytni. Þú skalt vera stilltur og prúður í allri veru þinni og stunda námið af kostgæfni og djúpri alvöru; blanda þér ekki í póli- tík, það tefur bara fyrir og hefur ekkert uppá sig. Hafa það ávallt hugfast, að þú kemur fram sem fulltrúi fjallgreindrar og stórmerkrar menningarþjóðar norður í höfum; minnast þess í hverjum munn- bita, á hverri blaðsíðu, í hverju skrefi, að þú ert að læra fyrir peninga hins ís- lenzka skattborgara, peninga sem íslenzk alþýða hefur nurlað saman með dæma- lausum dugnaði og fádæma atorku, til að gefa þér, já þér, kost á að sækja mennt- un út fyrir landssteinana. Og þér ber að nýta hverja minútu að mörkum hins ómögulega, vera helzt á undan öllum öðrum og sýna fram á víkingsdugnaðinn, sem hinn hreini og ómengaði íslenzki kynstofn hefur varðveitt í blóði sínu gegnum aldirnar. Færa síðar heim að námi loknu dýrmæta þekkingu til að miðla atvinnulífinu, berjast af öllum kröftum fyrir betra lífi á ættlandinu góða, þ. e. a. s. auknum hagvexti, stærri raforkuverum, inngöngu í öll hugsanleg bandalög og fleiri húsum með 2ja metra þykkum veggjum úr járnbentri stein- steypu, svo landsbúar geti unað glaðir við sitt, öruggir fyrir öllum óvinveittum ut- anaðkomandi öflum. Þú skalt fórna öllu og helga líf þitt landi og þjóð, í stuttu máli: íslandi allt (eins og sagt var á sín- um tima og fólk heldur að tilheyri sög- unni). Og ungi maðurinn stígur á erlenda grund, staðráðinn í að bregðast ekki landinu kalda, miðpunkti alheimsins, hefur námið fyrir þá aura, sem honum tókst að skrapa saman með vinnu og lánum hjá góðu fólki, vitandi það, að bráðum koma peningar skattborgarans honum til styrktar. En hvað gerist? Dag- arnir fara að silast hjá, verða að vikum og mánuðum. Hann kynnist landi og þjóð, gerir sér ljóst, að þarna er hugsað á ann- an veg en hann á að venjast, ýmis við- horf og siðir, sem sjálfsagðir þykja heima á íslandi, eru e. t. v. hreint guðlast í útlandinu og öfugt. Hann hittir fólk, sem spyr hvenær við ætlum eiginlega að losa okkur undan Dönum, annað fólk, sem segir: „ísland........er það ekki amerísk herstöð einhvers staðar rétt hjá Grænlandi?", og þá fróðari, sem svara aðspurðir um hvað þeir viti um ísland: „Reykjavík, Laxness, Hekla“. Og hann kynnist hippum, sem honum hefur verið innprentað dyggilega að séu fyrst og fremst skítugir, með sítt hár, séu eiturlyfjasjúklingar og kynsvallarar, sem gangi um rænandi og ruplandi, í bezta falli betlandi; og hann sér að um þá er flest orðum aukið. Vissulega eru margir með sítt hár, sumir óhreinir, fæstir tízkuklæddir, og surnir reykja hass, en þrátt fyrir talsverðan vilja til að byrja með (meðan goðsögnin um þá villir enn um fyrir honum), getur hann ómögulega skilið hvaða máli slíkur ytri búnaður og venjur skipta, því við kynni kemur í ljós, að þetta er að öllu jöfnu gott fólk, nægju- samt, hjálpfúst og vingjarnlegt fram yfir það, sem hann á að venjast. Ekki fólk 16

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.