Samvinnan - 01.02.1971, Page 28

Samvinnan - 01.02.1971, Page 28
Ólafur Kvaran: Listin sem verzlunarvara i. VerðvæSing (kommersjalísering) listar- innar einkennir einna mest stöðu hennar í dag. Verðvæðinguna má skoða sem eitt af skilyrðum stöðu, þar sem listin stend- ur eftir sem þjóðfélagslegt fyrirbrigði. Þrátt fyrir að þau verkefni, sem listin hafði áður, hafi veiið leyst á annan hátt, en listin i þess stað fengið önnur verkefni. Það er vissulega íhugunarefni, hvað þetta hefur haft í för með sér varðandi stöðu listamannsins og möguleika okkar til vals. í hinni sögulegu þróun má i stór- um d.áttum skilja að eftirtalda þætti verðvæðingarinnar. 1. Listamaðurinn hafnar i þjóðfélags- legu tómarúmi. Hann starfar ekki lengur fyrir ákveðið kerfi í þjóðfélaginu, sem jafnframt framfleytir listamanninum. 2. Listamaðurinn byrjar að framleiða fyrir almennan markað og er ekki lengur einungis skapandi, heldur einnig seljandi sinnar eigin framleiðslu. 3. Tilvera listamannsins er háð því, að til sé markaður fyrir verk hans. Þar sem listaverk eru orðnar vörur sem eru keypt- ar og seldar, verður afleiðingin sú, að hann verður að keppa við alla aðra lista- menn um markaðinn. 4. Samband listamannsins og almenn- ings er rofið. Listaverkasalar fá einokun á þessum tengslum. 5. Praminn á markaðinum er metinn í peningum, og framinn er tákn um gildi listamannsins. Hann er einskis virði fyrr en hann hefur öðlazt þennan frama. Aðr- ar leiðir eru lokaðar. Það sem er fram- undan er einungis samkeppnisvegurinn. Allar aðrar götur eru blindgötur. II. Verðvæðinguna verður að skoða í nánu samhengi við þá breyttu stöðu sem listin fær í þjóðfélaginu. Listin og listamaður- inn eru fyrirbrigði innan þjóðfélagsins, en standa ekki utan þess, og eru þar af leiðandi háð þeim aðstæðum sem rikja hvert sinn. Listin hefur á flestum skeið- um sögunnar haft að meira eða minna leyti ákveðið verkefni að vinna. Hún hef- ur staðið í þjónustu ákveðins kerfis inn- an þjóðfélagsins, sem hefur haft ákveðið markmið. Listin hefur þar af leiðandi ekki þjónað þjóðfélaginu i heild, heldur verið áróðurstæki hluta þess. Kirkjan, lénsskipulagið og konungsvaldið eru slik kerfi, sem listin hefur þjónað og komið hugmyndum þeirra á framfæri. Þetta þjónustuhlutverk markaði rammann fyrir „Hvers vegna þarft þú að vera abstrakt eins og allir aðrir?“ Teikning eftir Stan Ilunt, 1958. TIIE NEW YORKER MAGAZINE. frelsi listamannsins og varð ekki að- þrengjandi meðan hugmyndir hans brutu ekki í bága við kerfið. Þegar listamaður- inn losnaði úr tengslum við þessi kerfi, kom nýtt vandamál til sögunnar. Á hverju átti listamaðurinn að lifa? Hann skapaði ekki lengur listaverk fyrir fyrir- fram ákveðið kerfi, sem sá fyrir honum, heldur var tilvera hans háð því að einka- aðilar hefðu áhuga á að kaupa verk hans. Það er á þessu augnabliki, þegar verk listamannsins hafa ekki lengur fyrir- fram ákveðna þörf, að verðvæðing á sér stað. Þetta má greinilega sjá á list 16. og 17. aldar, þegar bæði var hirðlist og list sem höfðaði til borgaralegs markaðs. Þessi breytta staða listarinnar, þ. e. a. s. að hún verður til sölu á almennum mark- aði, átti sér fyrst stað í Niðurlöndum á 16. öld. Forsendur breytingarinnar voru meðal annars þær, að kalvinisminn for- dæmdi kirkjulegar skreytingar og svipti með þvi listamanninn starfsvettvangi. Vöxtur borgarastéttarinnar skapaði möguleika fyrir listamanninn tii að fram- leiða fyrir opinn markað og gerði það að verkum, að tilvera hans varð háð mati borgarastéttarinnar. í byrjun voru það listamennirnir sjálf- ir sem höfðu bein tengsl við markaðinn þar sem þeir störfuðu sem listaverkasalar. St. Lucas-félögin, sem voru hagsmuna- samtök listamannanna, leyfðu engum öðrum en meðlimum félagsins að verzla með listaverk, hvort sem um var að ræða þeirra eigin verk eða annarra. Verð myndar var ákveðið eftir efniskostnaði og hve margir höfðu aðstoðað við gerð hennar. Þegar listamaður hafði ákveðið að stofna listaverkaverzlun, sem var stærri í sniðum en sú sem hann rak á vinnustofu sinni, gat hann leigt pláss á markaðstorginu. Ef salan þar gaf af sér góðan ágóða, gat hann smám saman sett á stofn eigin verzlun. Á síðari hluta 17. aldar færðist lista- veikaverzlunin meir og meir í hendur venjulegra verzlunarmanna. Bilið milli almennings og listamanna varð stærra. Listamaðurinn vann i enn ríkara mæli fyrir ópersónulegan markað. Það tíðkaðist þá þegar að listaverkasalar gerðu samn- inga við þá listamenn, sem þeir höfðu áhuga á, í lengri eða skemmri tima. Það sem skipti máli var að vera fyrstur að gera samning við hinn efnilega lista- mann. Til að mynda er vitað um að hol- lenzki málarinn Jean Porcellis hafði um skeið samning við tunnusmið nokkurn sem rak listaverkaverzlun. Porcellis skyldi samkvæmt samningnum mála myndir með sjávar-mótivum, en tunnu- smiðurinn skyldi sjá honum fyrir litum og vasapeningum á meðan. Siðan skyldi tunnusmiðurinn selja myndina á mark- aðinum, og þegar 200 gyllini höfðu verið dregin frá útgjöldum hans, fékk Porcellis ákveðinn hluta af ágóðanum. Samningur sem þessi er bending um það vald, sem listaverkasalarnir fengu, og er ein skýr- ingin á þróun hollenzkrar listar. Lista- maðurinn fékkst við að mála ákveðin mótív sem listaverkasalinn vissi að var markaður fyrir hjá borgarastéttinni. Þetta er einnig mikilvæg orsök til þeirrar fastheldni við ákveðið mótív, sem er svo einkennandi fyrir hollenzka list 17. aldar. Það sem hér hefur verið rifjað upp um breytta stöðu hollenzkrar listar í þjóð- félaginu er upphaf þróunar í þá átt, að listaverkið lýtur meir og meir lögmálum venjulegrar verzlunarvöru á almennum markaði. Eins og áður er sagt, byrjar verðvæðingin á því augnabliki þegar listaverkið er ekki lengur gert fyrir ákveðna þörf, heldur boðið til sölu á ópersónulegum markaði. Þetta má nefna fyrsta stig verðvæðingarinnar. Listin hafnar i þjóðfélagslegu tómarúmi. Annað stig mætti nefna þegar listaverkasalarnir 24

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.