Samvinnan - 01.02.1971, Síða 38

Samvinnan - 01.02.1971, Síða 38
Umhverfiseyðingin Orðin umhverfi, umhverfisvernd og umhverfiseyðing nota ég vegna skorts á öðrum betri. Orðin náttúra og náttúru- vernd hafa, að því er mér virðist, hlotið allsérstæða og þrönga merkingu í is- lenzku, sem gerir notkun þeirra óheppi- lega. Orðið umhverfi er því notað hér sem þýðing á enska orðinu „environment“ og sænska orðinu „miljö“. Þannig fær orðið ákaflega víða merkingu; það nær yfir land, vatn og loft, gróður og lif á landi, í sjó og í vötnum, ásamt hinu ólíf- ræna umhverfi mannsins: hús og götur, borgir og bæir o. s. frv. Umræður manna um verndun um- hverfisins á íslandi hafa mér oft virzt allundarlegar. Ýmsir, sem um þessi mál hafa rætt opinberlega og varað við um- hverfiseyðingunni, hafa verið stimplaðir ,,náttúruverndunarmenn“ á sama hátt og menn eru stimplaðir kommúnistar eða ribbaldar. Er mér nær að halda, að meðal sumra íslenzkra stjórnmálamanna gangi náttúruverndunargrýlan næst kommún- istagrýlunni að vinsælum. Hið versta í þessu máli er þó, að verndun umhverfis- ins er langoftast bendluð við ihaldssemi; þeir sem vilja reyna að halda umhverfis- eyðingunni i skefjum eru sakaðir um að berjast á móti öllum breytingum, gegn „eðlilegum framförum“, gegn „þróun- inni“. Mergurinn málsins er samt sá, að þær breytingar, sem barizt er gegn, eru langt frá þvi að vera „eðlilegar“; „þróun- in“ er ekkert yfirnáttúrlegt afl, sem ekk- ert verður við ráðið; þróunin verður til af mannanna völdum og er stjórnað af þeim. Þróun merkir ekkert annað en þær breytingar, sem verða á ákveðnum tíma; og breytingum, sem verða á efnahagslífi eða atvinnulífi — þar með talin iðnvæð- ing — er að miklu leyti og oft að öllu leyti unnt að stjórna, og þeim ber að stjórna. Við íslendingar eigum því láni að fagna, að íslenzkur iðnaður er tiltölulega skammt á veg kominn. Þetta segi ég ekki vegna einhverrar íhaldssamrar andstöðu við iðnað í sjálfu sér, heldur vegna þess að ekkert bendir til, að íslendingar hefðu haft — og hafi — meiri skilning á stjórn- un iðnaðarins en aðrar vestrænar þjóðir. Þær „eðlilegu framfarir", sem hafa átt sér stað meðal iðnaðarþjóðanna, hafa valdið gifurlegri röskun á umhverfi manna. Verksmiðjureykur mengar loft og land. Verksmiðjuúrgangur mengar sjó og vötn og spillir gróðri og dýralífi; sömu sögu er að segja um úrgang frá stórborg- um og þéttbýlum svæðum og reyk frá íbúðarhúsum. Andrúmsloftið er mettað reykjarsvækju og bensinstybbu frá bílum og vélum. Gegndarlaus notkun skordýra- eiturs hefur valdið stórkostlegu tjóni á dýra- og jurtalífi. Þetta og miklu meira kalla menn mengun og eyðingu umhverf- isins. Eyðingin er margs konar og mis- munandi mikil. Stundum er mengunin aðeins til óþæginda; stundum eyðir hún „aðeins“ jurta- og dýralífi; stundum er mengunin svo mikil og eituráhrifin svo mögnuð, að lifi manna er stórkostleg hætta búin. Alvarlegust eru heildaráhrif- in — að gripið hefur verið inn í hringrás náttúrunnar á þann hátt, að allt líf á jörðinni er í voða. Á íslandi gætir mengunaráhrifa litið miðað við önnur Vesturlönd. Við mengun annarra þjóða geta íslendingar lítið ráð- ið, og skal það ekki rætt hér. En íslend- ingar geta ráðið sinni eigin mengun. Ennþá geta íslendingar státað af nokk- urn veginn hreinu andrúmslofti, góðu drykkjarvatni og ætum fiski. En mörg merki mengunar og umhverfiseyðingar má þó sjá. Bilar spilla andrúmslofti Reykvíkinga, álverksmiðjan spýr flúor- blöndnum reyk yfir Hafnfirðinga og eyðir gróðri í nágrenni bæjarins, og nýjar rannsóknir nokkurra Svía við Mývatn benda til að stóraukið þéttbýli og kísil- gúrverksmiðja eigi mikinn þátt í að eyða fiski og fuglalífi. Augljóst er, að iðnaðurinn á langmesta sök á menguninni og spillingu umhverfis- ins. En ekki hefur allur iðnaður jafn ill áhrif, og auðvitað má alltaf draga úr eða koma með öllu í veg fyrir mengun og um- hverfiseyðingu. Óhjákvæmilegt er, að á íslandi verði tekin upp mjög ákveðin stefna í umhverfisvernd, sem hafi það að takmarki að koma í veg fyrir spillingu umhverfisins. Að mörgu leyti gætum við stuðzt við reynslu annarra þjóða, en það nægir samt ekki. íslendingar eru í þeirri sérstöku aðstöðu, að iðnaðurinn er skammt á veg kominn og hefur enn sem komið er valdið tiltölulega litlum skemmdum. íslendingar eiga því hægt með að haga þannig iðnvæðingunni, að umhverfiseyðandi áhrifum verði haldið í lágmarki; m. ö. o. við getum einbeitt okkur að því að koma i veg fyrir, að iðn- aðurinn valdi skemmdum á umhverfinu, og þurfum einungis að eyða litlum kröft- um í að bæta orðinn skaða. Við framkvæmd iðnvæðingar þarf að taka tillit til tveggja meginatriða. í fyrsta lagi, hvaða iðnaður skuli rekinn, og í öðru lagi, hvaða framleiðsluaðferðum skuli beitt. Iðnaðinn og framleiðsluað- ferðirnar þarf að velja þannig, að áhrifa á umhverfið gæti sem minnst. Hagfræðin útskýrir umhverfisspillinguna sem ákveð- inn kostnað. Við núverandi aðstæður vel- ur einkafyrirtæki sér framleiðsluaðferðir þannig, að framleiðslukostnaður fyrir- tækisins verði sem minnstur. Iðnaðar- framleiðsla hefur hins vegar í för með sér ýmsar aukaverkanir, sem stafa af framleiðslunni og hafa áhrif á aðra fram- leiðslu og önnur verðmæti. Þessar auka- verkanir hafa margs konar áhrif á um- hverfið; verksmiðjan gefur frá sér reyk, sem mengar andrúmsloftið; úrgangi verksmiðjunnar er hleypt í sjó, ár eða vötn og veldur mengun; reykurinn og úr- gangurinn innihalda e. t. v. eiturefni, sem eyða gróðri og dýralífi o. s. frv. Allar þessar aukaverkanir má líta á sem ákveð- inn kostnað, sem lagður er á þjóðfélagið, þar eð náttúruauðlindir í formi hreins lofts og vatns, gróðurs og dýralífs, sem menn áttu aðgang að og voru hluti af því sem við nefnum lífskjör eða velmeg- un, eru ekki lengur til staðar. Þessi kostn- aður er oft ill- eða ómælanlegur, en raunverulegur engu að siður. Þegar þessi aukakostnaður þjóðfélagsins af fram- leiðslunni er lagður við þann kostnað, sem þjóðfélagið hefur þegar af iðnaðin- um, vegna hagnýtingar hans á hráefni, vinnuafli, fjármagni o. s. frv. og kallaður er framleiðslukostnaður fyrirtækisins, fæst heildarþjóðfélagskostnaður fram- leiðslunnar. Augljóst er nú, að með tilkomu auka- verkana iðnaðarins verður framleiðslu- kostnaður fyrirtækisins minni en kostn- aður þjóðfélagsins af framleiðslunni. Vandamálið — að eyða hinum skaðlegu aukaáhrifum iðnaðarins — er því að gera einkaf ramleiðslukostnaðinn j af nháan þjóðfélagskostnaðinum, eða með öðrum orðum láta fyrirtækið bera hinn raun- verulega kostnað framleiðslunnar. Þetta má gera með tvennu móti. f fyrsta lagi má með lögum og reglugerðum og opinberu eftirliti koma í veg fyrir hin skaðlegu áhrif framleiðslunnar. Þannig er hægt að þvinga verksmiðjur til að setja hreinsitæki á skorsteina, banna að úr- gangi sé hleypt í ár og læki o. s. frv. Þá má setja reglur um leyfilegan hávaða frá verksmiðjum, um staðsetningu og útlit verksmiðja, umgengni og þrifnað á verk- smiðjulóðum. í öðru lagi má leggja sérstakan skatt á aukaverkanirnar. Fyrirtækið væri þannig þvingað með skattaálögum til að greiða fyrir þær skemmdir, sem framleiðslan hefur í för með sér. Vissulega hefur þessi aðferð enn sem komið er ýmsa erfiðleika í för með sér, þar sem ekki hefur enn tekizt að finna heppilegar aðferðir til að meta til fjár skemmdirnar af aukaáhrif- unum. En framfara á þessu sviði er vissu- lega að vænta, og engin ástæða er til að ætla, að þetta vandamál verði ekki leyst á næstu árum. Má þá telja líklegt, að bezt verði að beita báðum aðferðunum í sam- einingu, að ýmist verði reglugerðum beitt eða skattlagningu, eftir þvi hvað hentar bezt hverju sinni. Sem dæmi um þetta má taka álverk- smiðjuna og þá mengun sem af álfram- leiðslunni stafar. Aukaáhrifin frá ál- verksmiðjunni eru m. a. reykurinn, sem álverksmiðj an gefur frá sér. Reykurinn veldur flúoreitrun, sem getur eytt gróðri og eitrað gróður, auk þess sem flúorinn getur eitrað drykkjarvatn og er þannig mjög hættulegur mönnum og dýrum. Sá kostnaður, sem þjóðfélagið verður nú að bera vegna flúoreitrunarinnar, en fyrir- tækið sleppur við að bera, stafar af áhrif- um eitrunarinnar, þ. e. gróðureyðingin, dauð tré í görðum Hafnfirðinga, skepnu- dauðinn o. s. frv. Það er kostnaður þjóð- félagsins að gróður eyðist, skepnurnar sýkjast og drykkjarvatn eitrast. Sumt af þessu er beinn kostnaður. Ef gróðurinn eitrast er auðvelt að reikna út tapið af að leggja niður skepnuhald i nágrenni verksmiðjunnar. Ef finna verður Hafn- firðingum nýtt vatnsból, er kostnaðurinn af því auðmældur. Annar kostnaður er óbeinn og illmælanlegur. Þar er átt við þá lifskjaraskerðingu, sem felst i þvi, að fólk getur ekki lengur notið gróðurs og dýralífs i nágrenni bæjarins og ræktað tré og jurtir í görðum sinum, að and- rúmsloftið hefur spillzt o. s. frv. Með beinni tilskipun ríkisstjórnarinnar má 34

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.