Samvinnan - 01.02.1971, Qupperneq 64

Samvinnan - 01.02.1971, Qupperneq 64
Húsmæðrakennari með sémám í sjúkrafæðu skrifar: Um megrunarfæði HEIMILÍS P rv- 1-^ S H p Guðlaug .. H Sigurgeirsdottir /—-1 ðsmwmH Matur og matvenjur eru jafngamlar manninum. Það er mjög þýðing- armikið að sérhver einstaklingur fái haldgóða næringu og má segja að hún geti ráðið miklu um afkomu hans og heilsufar. Orðið næring þýðir að lífvera tekur til sín og nýtir nauðsynleg efni til vaxtar og viðhalds. í góðri næringu felst, að líkamanum sé eftir þörfum séð fyrir fæðuefnum svo sem eggjahvítu (próteini), fitu, sykrum (kolvetnum), steinefnum, vítamínum, trefjum og vatni, svo og að þessl næringarefni nýtist nægilega með tilliti til loftslags og atvinnu, sem hafa áhrif á næringarþörf manna. Góð næring ætti að byrja þegar á fósturskeiði og halda áfram allt til elliára. Hve mikilvæg fæðan er verður okkur vel Ijóst ef við hugsum til þess tímá þegar hörgulsjúkdómar, svo sem skyrbjúgur og berí-berí, voru al- gengir svo til um allan heim. Nú hefur hörgulsjúkdómum að miklu leyti verið útrýmt meðal þróaðra þjóða. Þó er við ýmsan vanda að glíma, sem tengdur er fæðunni á einn eða annan hátt. Eitt stærsta heilbrigðisvandamál meðal þeirra þjóða, sem hafa nóg að blta og brenna, er offita. Rannsóknir hafa leitt í Ijós að of þungu fólki er hættara við að fá sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma, of háan blóðþrýsting og ýmsa aðra sjúkdóma, sem stytta aldur manna, heldur en þeim sem eru hæfiiega þungir. Uppskurðir eru of þungu fólki hættu- legri, og fylgikvillar eru tíðari hjá ófrískum konum séu þær of þungar. Auk þess er offita lýti á útliti manna. Það getur því verið nauðsynlegt að léttast af heilsufarslegum ástæðum eða útlitslns vegna. Skilningur manna á hvað er rétt þyngd hefur breytzt talsvert á und- anförnum árum. Eldri þyngdartöflur fyrir fullorðna voru miðaðar við hópa karla og kvenna, á mismunaijdi aldrl, og var gert ráð fyrir þyngd- araukningu með aldrinum. Þá veittu menn því athygli, að of þungu fólki var miklu hættara við hrörnunarsjúkdómum. Voru þá búnar til töflur yfir œskilega þyngd. Þessar nýju töflur voru miðaðar við þyngd karla og kvenna 25 ára að aldri. Gert var ráð fyrir nokkrum þyngdar- mismun vegna líkamsbyggingar, svo sem elns og við 1 daglegu tali nefn- um að vera smábeinóttur eða stórbeinóttur, vöðvamikill eða vöðvarýr. Töflunni er skipt i þrennt, smáir, meðalstórir og stórir. í þessum nýju töflum er ekki gert ráð fyrir að þyngdaraukning sé talin eðlileg með vaxandi aldri. Á það hefur Jafnvel verið bent, að eðlilegt væri að fólk léttist með aldrinum, þar sem vefir, einkum vöðvar, rýrna með vaxandi aldrl. Ef þvi einstaklingur hefur haldið óbreyttri þyngd hefur fita aukizt að sama skapi og aðrir vefir hafa rýrnað. Sem dæmi má taka 25 ára konu, Í65 cm. háa. Falli hún undir smáa líkamsbyggingu má hún vera 55—60 kg. Falli hún undir miðflokkinn á hún að vera 58—65 kg., en tilheyri hún stærsta flokknum 64—70 kg. á þyngd. 20% yfir æskilega þyngd kallast offita. Orsök offitu er í flestum tilfellum, að einstaklingarnir neyta meiri matar en þeir þurfa. 100 hitaeiningar (1 brauðsneið með þunnu lagi af smjöri) á dag framyfir þörfina verður 3000 hitaeiningar á mánuði, en það samsvarar um það bil % úr kg. af líkamsþyngd. Með sama áfram- haldl verður þyngdaraukningin ca. 4 kíló á ári. Á síðustu 25—50 árum hafa lifnaðarhættir tekið miklum breytingum i þróuðu löndunum. Vinnustundir eru styttri, vélar sem spara vinnuafl hafa verið settar bæði á heimili og í verksmiðjur. Við höfum minni hreyfingu. Húsin eru betur hituð. Þetta hefur talsvert dregið úr hita- einlngaþörfinni. Aftur á móti hafa matvenjur ekki breytzt að sama skapl. Þó að máltiðir okkar nú á dögum séu ekki eins matarmiklar og þær sem forfeður okkar voru vanlr að neyta, þá höfum við síðdegis- og kvöldkaffi, sætabrauð og sælgæti, aukna sykumotkun, sem þýðir aukið hitaeiningamagn en einhæfara fæði. Offita er meira áberandi í sumum fjölskyldum en öðrum. Líklega er hún ekki erfð, heldur hefur fólk í sömu fjölskyldu svipaðar matvenjur. Ef annað foreldra er of þungt, eru 40% líkur fyrir því að barn þeirra verði of þungt. Ef báðir foreldrar eru of þungir, eru hins vegar 80% líkur fyrir því að bamið verði of þungt. Það temur sér matvenjur fjölskyldunnar, góðar og slæmar. Verstur í þessu tilliti er sá óvani að borða í tíma og ótíma milli mála. Oft er þetta vanhugsaður ávani, en á bak við þetta geta líka legið ýmsar sálrænar orsakir. í þeim tilfellum fær einstaklingurinn einskonar sálarró við að borða. Oft er rangri kirtlastarfsemi kennt um offituna. Þetta er hinsvegar meðal almennings mjög ofmetið, ef til vill vegna þess að fólk vill ógjarnan viðurkenna að það borði of mikið. Á síðustu árum hafa að vísu komið fram kenningar um efnaskiptatruflun sem frumorsök fit- unnar, en hvort heldur sem mun reynast rétt höfum við nú sem stendur engin betri ráð til að grenna fólk en að takmarka við það fæðu. Það þarf sterkan vilja til þess að breyta gömlum matvenjum og þess vegna þarf einstaklingur, sem er að reyna að takmarka við sig mat, að fá stuðning frá f jölskyldu og vinum. Það er þýðingarmikið að sá sem ætlar að grennast átti sig á því að hann verður að breyta matvenjum sínum varanlega. Að öðrum kosti er fyrirhöfnin unnin fyrir gýg þar sem allt fer í sama farið aftur, ef þessu skilyrði er ekki framfylgt. Margir þeirra, sem þjást af offitu, viðurkenna ekki að þeir borði of mikið, og koma með allskonar óraunhæfar fulljrrðingar um matvenjur sínar. Til þess að komast hjá að breyta þeim varanlega, reyna þeir að grenna sig með því að grípa til margskonar megrunaraðferða, sem venjulega eru sagðar gefa góðan árangur, án mikillar fyrirhafnar. Þegar þessari tilraun er lokið, eru fyrri matvenjur óbreyttar, og allt fer í sama farlð. Hin eina rétta leið til að léttast og halda sér í réttri þyngd er að borða hœfilegt magn af rétt samansettri fœðu. Þar sem eggjahvíta (prótein) er nauösynleg til vaxtar og viðhalds ýmissa vefja, einkum vöðva, má ekki draga úr henni, umfram það sem likaminn þarf, þar sem ekki er ætlunin að aðrir vefir en fituvefur rýrni. Megrunarfæði á einnig að innihalda nægilegt magn af vítamínum, steinefnum og trefjum. Þar er á marga mismunandi vegu hægt að setja saman megrandi fæði. Bezt er að það sé eins fjölbreytt og almennt fæði, þar sem flestir verða leiðir á einhliða matarlistum. Magurt kjöt eða fiskur og grcenmeti er nœr- ingarrík fœða, sem lögð er áherzla á. 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.