Samvinnan - 01.10.1972, Side 3

Samvinnan - 01.10.1972, Side 3
María Theresia (1638— 1683), frönsk drottning, eig- inkona Lúðvíks XIV frá 1660, var eitt sinn að því spurð, hvort hún hefði aldrei reynt að geðjast einhverjum þeirra mörgu ungu manna, sem dvöldust við hirð föður hennar, Filippusar IV Spán- arkonungs. — Æ nei, svaraði unga drottningin, það var enginn konungur meðal þeirra. John Churchill, hertogi af Marlborough (1650—1722), enskur herforingi og stjórn- málamaður, var þekktur fyr- ir óseðjandi ágirnd sína og nízku. Maður nokkur, sem hafði hug á mjög arðbærri stöðu, sem Marlborough átti að skipa í, sneri sér til her- togans og sagði umbúða- laust: — Náðugi herra, ef ég fæ þessa stöðu, þá gætuð þér fengið 1000 gíneur til um- ráða, og að viðlögðum dreng- skap skal ég ekki segja nokkrum lifandi manni frá því. — Vitið þér hvað? svaraði Marlborough. Látið mig hafa 2000 gíneur, því staðan er vel þess virði, og síðan getið þér sagt það hverjum sem heyra vill, ef þér kærið yður um það. Jolin Marshall (1755— 1835), kunnur bandarískur lögfræðingur, hafði ein- hverju sinni, eftir að hann var kominn á efri ár, klifrað uppí tröppu í bókaherbergi sínu til að ná bók úr efstu hillu. Þegar hann tók eitt bindið útúr hillunni, dró það með sér heila röð af öðrum lögfræðiritum sem veltu veikburða dómaranum nið- ur úr tröppunni. Ritari hans flýtti sér inní herbergið til að kanna, hvað hefði valdið hinum mikla skruðningi. Marshall stóð með erfiðis- munum uppúr bókahrúg- unni, sem lá allt umhverfis hann á gólfinu, og sagði: — Ég lagði niður lögfræð- ina fyrir mörgum árum, en þetta er í fyrsta skipti sem hún leggur mig að velli. Bandarískur afbrotasér- fræðingur jspurði eitt sinn Marshall hæstaréttardóm- ara, hverja hann teldi vera ströngustu refsingu fyrir tví- kvæni. — Tvær tengdamæður, svaraði dómarinn. W. Somerset Maugham (1874—1964), enska skáldið og leikritahöfundurinn, hitti einhverju sinni í kokkteil- boði rithöfund, sem hafði orð fyrir að vera ósjálfstæð og Meiri afköst- minna stnt. __ Kfftarinn er 11 iii ■■ — SAXBY diesel lyftarinn er meö Perktnsvél, vökvastyn, toftfylltumhiólboröum,e ^ ^X,6en Wftihæö ef«r u saXBY lyftarinn er ^kkturfynrfiölh^Hann byggöur,' spariveytinn og aangviss. Allt þetta þyöir meiri afköst, en minna stnt. SAXBY fer sigurfor um alla ItÍSðiR- 1 5tonn 2.0tonn STÆRÐ,R 2 5tonn 3.0tonn Leitið nánari uPP^singa. g^slenzk*—ifélaga VELADEILD 3

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.