Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 44
baráttuna gegn Standard Oil Company og Stál-hringnum. Samkeppni innan eins og sama lands á sér stað á upphafsskeiði iðnþróunar. í öllum helztu iðngreinum er tilhneigingin til einokunar ómótstæðileg, og sú stund rennur upp, að annað tveggja leggja iðn- greinarnar undir sig ríkið eða ríkið legg- ur undir sig iðngreinarnar. Fyrri kostur- inn er studdur af þeim draumlyndu á- hangendum liðins tima sem gera sér í hugarlund, að með því séu þeir að þjóna guði frjálsrar samkeppni. En seinni kost- urinn er valinn í æ fleiri tilvikum í veru- leikanum, jafnvel þó honum sé hafnað í orði kveðnu. Af þeim sökum á sér nú einungis stað samkeppni milli þjóða, en ekki milli einstakra framleiðenda. Bret- ar vilja til dæmis selja bíla í Bandarikj- unum; þetta er málefni sem samið er um milli stjórnanna í Lundúnum og Washing- ton. Stjórnin i Lundúnum verður að gera það upp við sig, hve mikið magn hráefna er hægt að láta í bílaiðnaðinn, og stjórn- in í Washington verður að vega og meta, hve mikil gremja í Detroit sé Bandaríkj- unum bærilegri en gjaldþrot brezku stjórnarinnar. Yrðu Bretar síðan of að- gangsharðir í útflutningi bila, mundi Bandaríkjastjórn hækka tolla á bílum. Ef illa gengi með útflutninginn, kynni Bandaríkjastjórn að leggja til, að tollar yrðu lækkaðir. Hlutir af þessu tagi eru ákaflega fjarlægir frjálsri samkeppni hinna klassísku hagfræðinga. Ég vil ekki halda því fram, að frjáls samkeppni sé alls ekki til lengur, því á vissum stigum er enn hægt að finna hana. Komist skólapiltur yfir frímerki frá Balí, munu þeir skólabræður hans, sem stunda frí- merkjasöfnun, keppast um að bjóða í það. En í efnahagssamskiptum á hærra stigi er samkeppnin ekki milli einstakl- inga, heldur ríkja, og hún er háð allra- handa pólitískum sjónarmiðum og hags- munum. Nútímatækni í iðnaði hefur gert sam- keppni miklu þýðingarminni en hún var fyrr á tíð, jafnframt því sem hún hefur gert hinar ýmsu iðngreinar og hina ýmsu heimsparta miklu háðari hvern öðrum en áður var. Áherzlan sem lögð hefur verið á samkeppni hefur leitt margt fólk til að halda, að allt sem sé A hagkvæmt hljóti að vera B óhagkvæmt. Þetta stafar af þeirri trú, að samkeppni sé djúpstæðari og tíðari þáttur efnahagssamskipta en samvinna. En slík viðhorf eru algerlega úrelt, og þar sem þau eru enn við lýði eru þau skaðleg. Tvö meginform Efnahagleg samvinna tekur á sig tvö meginform: annað er skipti á afurðum, hitt er samræming hinna ýmsu stiga í framleiðslu einnar og sömu vöru. Það ætti að vera tiltölulega auðskilið mál, að ef þú setur viðskiptavin þinn á haus- inn, mun hann ekki kaupa af þér í sama mæli og meðan hann var efnaður. En endaþótt þetta megi virðast auðskilið, virðist aðeins lítill minnihluti mannkyns vera fær um þessa einbeitingu hugans. Flest fólk, sem er viðskiptavinir, er lika keppinautar, og sért þú með verzlunar- rekstur finnst þér auðveldara að hugsa um fólk sem keppinauta en viðskipta- vini. Bandarikjamönnum gremst það, að Bretar skuli kaupa minna magn mat- væla og tóbaks frá Ameríku þegar þeim gengur illa að afla sér dollara, því þessi staðreynd stillir þeim andspænis vanda- máli sem er tilfinningalega sársaukafullt. Annaðhvort verða Bretar að vera efnaðir eða tilteknir bandarískir hagsmunir líða. Erfitt er að gera upp við sig, hvor kost- urinn sé verri. Að sjálfsögðu örva slík vandamál and-brezkar tilhneigingar vest- an hafs. Hin mynd efnahagslegrar samvinnu, þ. e. a. s. samræming hinna ýmsu stiga í framleiðslu tiltekinnar vöru, er áhuga- verðari og miklu flóknari i framkvæmd. Nútímatækni í iðnaði krefst mikils á- kaflega kostnaðarsams fjármagns sem einungis er hægt að nota í ákveðnu skyni. Sé hin fullgerða vara, sem því er varið til, ekki lengur eftirsótt, verður þetta fasta fjármagn gagnslaust, og öll sú vinna sem farið hefur í framleiðslu henn- ar stuðlar á engan hátt að því að auka magn neyzluvarnings. Sama saga getur gerzt á frumstæðara stigi. Ef þú plægir akur en getur af einhverjum orsökum ekki sáð í hann, þá er plæging þín unnin fyrir gýg. Ef þú sáir sæðinu og óveður ónýtir uppskeruna, þá er vinna þín öll sömuleiðis fyrir gýg. En í hinu flókna ferli vélvædds iðnaðar eru slík tilvik miklu algengari. Nútímatækni er mikl- um mun hraðvirkari við að framleiða mikið magn af einhverri vörutegund, en yfirleitt er hún hægvirkari við að fram- leiða lítið magn. Þegar Orellana ætlaði að sigla niður Amazonfljótið, gerði hann og félagar hans sér bát á einum eða tveimur dögum sem flutti þá alla leið frá upptökum til óss. Þegar Bandaríkjastjórn vildi fá mikinn fjölda skipa smiðaðan til að bæta upp tjónið af völdum kafbáta- hernaðarins í seinni heimsstyrjöld, leið óralangur tími þangað til fyrsta skipið komst á flot, en jafnskjótt og hægt var að smíða eitt skip var hægt að smíða mikinn fjölda þeirra á skömmum tíma. Nútímatækni fjöldaframleiðslu krefst gíf- urlegs vinnuafls áður en hún skilar nokkrum árangri í formi unninnar vöru; en þegar hún fer að skila árangri, er hann tröllaukinn. Hafi kringumstæðurn- ar hinsvegar breytzt svo i millitíðinni, að ekki sé lengur eftirspurn eftir vörunni, hefur öll hin flókna undirbúningsvinna verið unnin fyrir gýg. Leiðum bara hug- ann að því sem gerðist við upphaf heims- kreppunnar miklu. Mönnum hafði al- mennt fundizt þeir vera ríkir og búizt við að geta keypt allskyns dýra muni. Hafizt var handa um undirbúning fram- leiðslu á öllum þessum dýrindum, en þá kom á daginn að undirbúningurinn hafði verið hóflaus. Þeir sem höfðu búið sig undir að framleiða eina vörutegund gátu ekki selt hana og gátu því ekki heldur keypt aðra vörutegund, og framleiðendur þeirrar vörutegundar losnuðu ekki við hana og gátu ekki keypt þriðju tegund- ina, og þannig breiddist kreppan út. Gif- urlegt magn undirbúnings undir fram- leiðslu varnings var skyndilega gagnslaust með öllu. Mennirnir, sem hefðu átt að vinna, voru atvinnulausir og gátu því að sínu leyti eytt miklu minna fé en búizt hafði verið við. Þannig gerðist það í einu vetfangi, að það sem hafði átt að stuðla að aukinni velmegun varð álltíeinu einskis virði, og allir urðu fátækir. Við slikar aðstæður eru sýndarhagsmunir einstaklingsins í beinni mótsögn við hags- muni heildarinnar. Bankarnir, sem hafa lánað fé, eru hræddir við að skuldunautar þeirra verði gjaldþrota og kalla því inn fé frá hægri og vinstri, en það veldur ein- mitt gjaldþrotunum sem þeir óttast. Ótt- inn við ógæfuna knýr alla til að hegða sér einmitt þannig, að það eykur ógæf- una. Sálfræðilega er þetta ástand hlið- stætt við óttann sem skapast, þegar ein- hver í leikhúsi hrópar „Eldur!“ og allir þjóta til dyra, troðandi hver annan und- ir til ólifis. í þeim aðstæðum, sem sköp- uðust í kreppunni miklu, var aðeins hægt að kippa öllu í liðinn með því að koma athafnalausum verksmiðjum aftur í gagnið. En öllum fannst, að það fæli i sér áhættu um algert gjaldþrot. Innan ramma hinnar klassísku hagfræði var því ekki til nein lausn. Roosevelt bjargaði málunum með því að grípa til djarfra og óviðurkenndra bjargráða. Hann eyddi milljörðum af almannafé og skapaði gíf- urlegar opinberar skuldir, en með þessu móti endurvakti hann framleiðsluna og leiddi þjóð sína útúr kreppunni. Fjár- málamönnum, sem þráttfyrir hina hörðu lexíu héldu áfram að trúa á gamaldags hagfræðikenningar, blöskruðu þessar að- farir, og endaþótt Roosevelt bjargaði þeim frá hruni, héldu þeir áfram að bölva honum og tala um hann sem „vitfirr- inginn í Hvíta húsinu“. Að frátalinni rannsókn Fabres á hegðun skorkvikinda, veit ég ekki um neitt jafnátakanlegt dæmi um vangetu til að læra af reynsl- unni. Þverstæðan Grundvallarreglan sem Roosevelt beitti í nýkjaraáætlun sinni (New Deal) er sama reglan og nú er þörf fyrir í alþjóða- málum. Þó það kunni að sýnast þver- stæðukennt, þá er það staðreynd að leið- in til að komast hjá fátækt er að eyða fé. Að sjálfsögðu á þetta ekki við ein- staklinga, sem geta ekki eytt meira en þeir afla, en það á við rikisstjórnir, sem einar hafa þau forréttindi að þurfa ekki að greiða skuldir sínar. Bandaríkjamenn hafa mikla löngun til að selja afurðir sínar erlendis, en þeir geta það ekki nema aðrar þjóðir hafi efni á að kaupa þær. Mig langar ekki til að segja neitt, sem hljóma kynni ósanngjarnt i garð Marsh- all-áætlunarinnar, en ég er einungis að endurtaka það sem bandarískir formæl- endur hennar hafa sagt, þegar ég segi að hún hafi þjónað hagsmunum Ameriku engu síður en Evrópu. Ég á ekki einungis við það, sem er efalaust rétt, að hún hafi stöðvað útbreiðslu kommúnismans í Vestur-Evrópu. Ég á við það, að Banda- ríkjunum vegnar betur fjárhagslega eftir að þau eyddu fé í að reisa Evrópu úr rúst. Áætlun Trumans, „Point 4“, sem átti að veita löndum utan Evrópu samskonar 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.