Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 57

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 57
sínar af ástæðunum sem Johnson tilfær- ir, i stað þess að gera greinarmun ein- ungis á tilbúnum og náttúrlegum eyj- um. Áskilið er samt aðeins 500 metra ör- yggisbelti umhverfis vísindalegan útbún- að eða uppsetningar, sem verður undir lögsögu strandríkisins (grein 5 (3)). Samkvæmt grein 2 (1) í sáttmálanum, sem er grein 68 í lagadrögum Alþjóða- laganefndarinnar, fer strandríkið með fullveldisrétt yfir landgrunninu í því skyni að kanna það og nýta náttúruauð- æfi þess. Þrjú sjónarmið komu í ljós á ráðstefnunni um þetta atriði. Einn hluti fulltrúanna, til dæmis fulltrúar Sam- bandslýðveldisins Þýzkalands og Japans, óttuðust, að stefnt væri í hættu frelsinu á úthafinu með veitingu slíkra fullveldis- réttinda.78) Annar hópur, til dæmis full- trúar Bandarikjanna og Ítalíu, létu í ljós þá skoðun sína, að veiting „óskoraðrar lögsögu og yfirráða“ nægði.79) Hins veg- ar var meirihluti fulltrúanna þeirrar skoðunar, að „fullveldis-réttindum“ ein- um fylgdi nauðsynlegur réttur til árang- ursríkrar könnunar og nýtingar.80) Höfunda á meðal hefur Mouton stung- ið upp á að nota orðið „eign“ um réttindi strandríkja.81) Golde, sem hafnaði uppá- stungu Moutons, benti á, að slíkt orðalag mundi ekki heimila vald til löggæzlu, sem væri hið nauðsynlegasta til árang- ursríkrar framfylgdar réttar strand- ríkja.82) Áður hafði Cecil Hurst haldið því fram, að engin skil yrðu dregin á milli „fullveldisréttar" og „óskoraðrar lög- sögu og yfirráða."83) Ráðstefnan vísaði glögglega á bug full- veldiskröfum til landgrunnsins með því að takmarka rétt strandríkja einvörðungu við könnun og nýtingu botnsins og jarð- vegsins og með því að leggja áherzlu á frelsið á úthafinu í greinum 3, 4 og 5. Með tilliti til sliks er satt að segja for- vitnilegt að huga að því, eins og Gutt- eridge hefur réttilega á bent, hvort um fullveldisrétt geti verði að ræða án full- veldis.84) Það er auðsætt, samt sem áður, að orðið „fullveldisréttur“, eins og með það er farið, mundi aðeins endurspegla það hugðarefni strandríkja að hafa í ó- skoraðri eigu sinni og sjá um gæzlu eign- arréttarins á landgrunninu. í grein 2 (2) er nánar útskýrt eðli réttar strandríkja. Hann „er óskoraður i þeim skilningi, að ef strandríki kannar ekki landgrunnið eða nýtir ekki náttúruauðæfi þess, þá getur enginn um það hafizt handa né gert kröfur til landgrunnsins án sam- þykkis strandríkisins berum orðum.“ Þetta ákvæði er glögglega í þágu hags- muna þróunarlandanna að þvi leyti, að þau geta örugglega aflað sér stuðnings landa, sem framarlega standa um vís- indalega þekkingu, eða einka-aðila til að hafa not af náttúruauðæfunum án þess að tefla rétti sínum á þann veg í hættu. Með grein 2 (3) varpaði ráðstefnan glögglega fyrir borð meginreglunni um eignarhald í reynd, og að því leyti samdi hún sig að ríkjandi háttalagi í þeim efn- um. Strandríki hafa fullveldisrétt yfir nátt- úruauðæfum á landgrunninu. í nátt- úruauðæfi lagði ráðstefnan þessa merk- ingu, eins og út er skýrt í grein 2(4): „auðæfi námaefna og önnur ókvik efni á botninum og í jarðveginum ásamt líf- verum af setlagategundum, þ. e. a. s. líf- veium sem á uppskeiustigi annaðhvort mega sig ekki hreyfa þar sem þær eru á eða undir botninum eða geta ekki hreyft sig nema í stöðugri líffæralegri snertingu við sjávarbotninn eða jarðveginn." Meðal fræðimanna var mikill ágrein- ingur um það atriði, hvort fiskveiðar á setlögum skyldu falla undir kenninguna um landgrunnið. Alþjóðlaganefndin skirrðist jafnvel i upphafi við að nota heitið „náttúruauðæfi" og renndi þannig stoðum undir þá skoðun, að hugtakið landgrunn skyldi vera aðskilið setningu reglna um fiskveiðar. Meira að segja eftir að hún tók upp heitið „náttúruauð- æfi“ á 205. fundi sínum naut sú skoðun fylgis.85) Nefndin afréð samt sem áður á fimmtu almennu samkomu sinni, að setlaga-fiskveiðar skyldu felldar inn í landgrunnskerfið, enda færi ekki á milli mála, að svonefndar botnveiðar væru undanþegnar.80) Kunz var fráhverfur því, að setlaga- fiskveiðar væru felldar inn í hugtakið um landgrunnið og taldi það glögglega vera misnotkun kenningarinnar.87) Rich- ard Young óttaðist, að slík innbyrðing gæti teflt í alvarlega hættu frelsinu til veiða á úthafinu yfirleitt.88) Samkvæmt Oda „skyldi ekki spurt, hvort auðæfi væru á sundi í hafinu eða bundin botninum, heldur fremur hverra athafna mannsins væri þörf til nýtingar þeirra“ og „þar sem báðar þessar tegundir fiskveiða eru stundaðar á úthafinu, er nýting auðæfa bundinna botninum í engu frábrugðin venjulegum fiskveiðum og engin ástæða til annars en sömu lagareglna um báð- ar.8°) Á hinn bóginn var Padilla Nervo90) það alvörumál í Alþjóðalaganefndinni og fulltrúum E1 Salvador í umræðum í f jórðu nefndinni á Genfar-ráðstefnunni 1958,91) að sú þrenging merkingar „náttúruauð- æfa“, að þau merktu auk námaefna og ókvikra auðæfa aðeins setlaga-fiskveið- ar, væri heftandi túlkun. Þeir æsktu út- víkkunar hugtaksins, svo að það næði til allra tegunda sjávardýra og sjávarjurta- gróðurs, sem lifðu í sífelldum líkamleg- um eða lífeðlislegum tengslum við sjáv- arbotninn. Að mínum dómi hafa þeir, sem báðum þessum sjónarmiðum halda fram, að ó- fyrirsynju lagt áherzlu á fiskveiðar sem slíkar. Megintilgangurinn að baki kenn- ingarinnar um landgrunnið er sá að láta strandrikjunum í té slík auðæfi, sem mynda hluta landgrunnsins. Af þessum sjónarhóli séð væri það án efa að mis- beita kenningunni að krefjast fullveldis yfir syndandi fiskum. Hins vegar gegnir öðru máli um setlagafiska. Þeir eru af sérstökum tegundum, og eins og glögg- lega er útskýrt i grein 2(4) taka þeir til sín næringu af landgrunnssvæðinu og halda sér þétt við botn landgrunnssvæðis- ins. Með öðrum orðum, þeir mynda mikil- vægan hluta auðæfa þeirra, sem finnast á landgrunnssvæðinu. Ef mótbárur Oda væru teknar gildar, skytu þær meira að segja loku fyrir nýtingu strandríkjanna á námaefnum, því að henni verður aðeins unnið af yfirborði sjávar — mótbárur sem háttalag rikja og lagaleg viðhorf hafa fyrir löngu rutt úr vegi. Það er sérlegt ágæti Genfar-sáttmál- ans, að í honum felst takmörkun á rétti strandríkja. Frelsið á úthafinu lilýtur vernd í greinum 3 og 4. Sérhver órétt- lætanleg „íhlutun" um siglingar, fisk- veiðar eða varðveizlu lifandi auðæfa hafsins eða hindrun haffræðilegra grundvallarrannsókna er bönnuð í grein 5(1). Þegar strandríkin ráðgera uppsetn- ingu vísindalegs útbúnaðar, skulu þau tilkynna það og setja upp varanlegar við- varanir við slíkum uppsetningum í sjón- um. Ennfremur skal þess gætt, samkvæmt grein 5, klausum 6 og 7, að séð sé til þess, að vísindalegar uppsetningar og útbún- aður verði ekki til trafala á viðurkenndum sjóleiðum, nauðsynlegum alþjóðlegum siglingum; og að verndar njóti gegn skað- völdum lifandi auðæfi á öryggisbeltinu umhverfis þennan útbúnað. Fyrir tillitssemi gagnvart háttalagi, sem lengi hefur viðgengizt, viðurkenndi ráðstefnan rétt strandríkja til að nýta jarðveginn með því að grafa jarðgöng án tillits til dýptar sjávarins yfir jarð- veginum (grein 7). Þrátt fyrir alla kosti sáttmálans er hann ekki án galla. Svæði landgrunns- ins hefst utan við landhelgi. Þar sem ekki er fyrir hendi samkomulagsgerð um breidd landhelginnar, og þar eð þrálát- ar deilur eru um hina ýmsu mælikvarða, hafa ekki verið nákvæmlega ákvörðuð upphafsmörk landgrunnsins. Sakir nýt- ingar-mælikvarðans í skilgreiningu land- grunnsins er brýn nauðsyn að fylgjast statt og stöðugt með yztu mörkunum, sem upp hafa verið takin hverju sinni. Erfiðleikum er einnig bundið, þegar sama landgrunnið veit að tveimur ríkjum, sem liggja hlið við hlið ellegar hvort gegn öðru, því að þá er ríkjunum tveimur í sáttmálanum gert að ákvarða marka- línuna með gagnkvæmu samkomulagi. í sáttmálanum er þó gefið í skyn, í grein 6, klausum 1 og 2, að markalínan skuli vera miðfjarlægðarlínan, ef samkomulag hefur ekki verið gert eða ef sérstakar kringumstæður gefa ekki tilefni til ann- ars. Á miðfjarlægðarlínu er „sérhver punktur í jafnmikilli fjarlægð frá næsta punkti grunnlinanna, sem breidd land- helgi hvors ríkis er við rniðuð." Með tilliti til mikilvægis landgrunnsins getur á- kvörðun markalínu á milli slíkra ríkja vissulega orðið ágreiningsatriði. Vandinn yrði erfiðari viðfangs en ella, ef annað ríkið tæki upp beinar grunnlínur, en hitt markalínu lágflæðis. Með því að heimila undanþágur vegna sérstakra kringum- stæðna án þess að kveða nánar á um það, sem við er átt, var merking greinar 6 ekki eins skýr og ella hefði verið. Að áþekkum hætti fer því víðs fjarri, að ljóst sé, hvað telst vera sú „óréttlætan- lega íhlutun“ um frelsið á hafinu, sem á er minnzt i grein 5, og það getur orðið misklíðarefni, þegar til kemur. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.