Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 24
Bœkur hafa verið íslendingum leiðarljós öld fram af öld. Ur feröabók Forbes frá 1860. kanna sem rækilegast. Og hún snýr að því, hver áhrif vaxandi áhætta útgefenda hefur haft á val þeirra bóka, sem út eru gefnar. Engin könnun hefur átt sér stað á þessu atriði, svo að kunnugt sé, og því varlegra að draga ekki fljótfærnislegar ályktanir í þessum efnum. Greinilegt er þó, að útgáfa á þýddum skáldverkum með umtalsverðu bókmenntagildi á stöðugt erfiðara uppdráttar. Þótt segja megi, að þýðingar úr erlendu máli eigi ætíð að vanda sem bezt, er þó ugglaust, að sérstök þörf er á, að úrvalsskáldrit séu þýdd af sem hæfustum mönnum. En þeim þarf að greiða hærri laun fyrir þýðingar sín- ar en venjulegt er, og þessvegna kostar meira að gefa út slík verk en önnur. Þó vegur hitt enn þyngra, að sala flestra góðra bókmenntaverka er mun hægari en t. d. hreinna skemmtisagna, sem seljast oftast ört og eru notaðar í mun ríkara mæli til gjafa en aðrar bæk- ur. Og jafnframt því að almennings- bókasöfnum í landinu hefur vaxið fisk- ur um hrygg og því getað keypt meira af þýddum bókmenntaverkum en áður, hefur það leitt til þess, að fólk vill hrein- lega heldur fá þýdd verk lánuð til lestr- ar en kaupa þau í bókaverzlunum. Þetta er staðreynd, sem öllum útgefend- um er kunn, og því er sú freisting rík að sniðganga þessar bækur og gefa heldur út þær skemmtisögur, sem öruggari sölu eiga og eru ódýrari í útgáfu. Sú þróun er áberandi í bókaútgáfu er- lendis, að svonefndar fagrar bókmenntir eru á stöðugu undanhaldi fyrir hvers- konar handbókum og almennum fræðslu- ritum auk bóka sem hreinlega eru bún- ar til fyrir ákveðinn markað. Þetta kom mjög berlega í ljós á mestu bókasýningu heims, sem árlega er haldin í Frankfurt am Main í Þýzkalandi og nú síðast í byrjun október s. 1. Hverskonar myndskreyttar bækur um öll möguleg efni settu aðalsvipinn á alla sýninguna og eru greinileg dæmi um á- hrif af sjónvarpi og kvikmyndum. Þessi breyting á bókaútgáfu þarf ekki að vera varhugaverð og óefað heldur hún áfram og er þegar farið að gæta hér á íslandi. En öllum þeim, sem annt er um bók- menntir, hlýtur hún að verða nokkurt á- hyggjuefni, ef hún leiðir til þess, að góð bókmenntaverk sitji á hakanum og standist ekki samkeppnina við glæsiút- gáfur þær, sem nútima prenttækni býð- ur til sölu á almennum bókamarkaði. Margir hafa litið svo á, að lausn þessa vanda væri e. t. v. fólgin í að gefa bæk- ur út með sem ódýrustum hætti, svo- nefndar pappírskiljur i þeirri von, að lágt verð þeirra myndi greiða þeim göt- una til almennings. í öllum stærri mál- samfélögum hefur þetta reynzt rétt. En t. d. á Norðurlöndum, svo sem i Svíþjóð og Danmörku, hefur þetta alls ekki tekizt. Fyrir um 10—15 árum hófst þar papp- irskiljuútgáfa í allstórum stíl undir slag- orðinu „Gerum bókina að almennri neyzluvöru.“ Á þingi norrænna bókaútgefenda, sem haldið var á Klækken í Noregi í júnímán- uði s. 1., kom fram samdóma álit útgef- enda frá öllum skandinavísku löndunum, að fagurbókmenntir hefðu orðið að lúta i lægra haldi fyrir handbókum og alþýð- legum fræðiritum auk margvíslegra bóka um stjórnmál og önnur þjóðfélagsleg efni, að ekki sé minnzt á bækur um kyn- ferðismál. Þrátt fyrir góðan vilja og slag- orð um bókina og neyzluvöruna, varð raunin sú, að sala og útgáfa bókmennta dróst saman. Útgefendur hafa dregið mjög saman seglin og því hafa rithöf- undar í þessum löndum komið á fót eig- in útgáfufyrirtækjum í þeirri von að geta sýnt að minnkandi sala fagurbókmennta stafi af áhugaleysi útgefenda á slíkum verkum. Þessum nýju útgáfufyrirtækjum rit- höfunda tókst í fyrstu að ná nokkrum árangri, en flest standa þau hinsvegar í dag höllum fæti en treysta á, að stuðn- ingur ríkisins sé á næsta leiti. Hér áður var bent á þann vanda, sem nú steðjar að íslenzkri bókaútgáfu vegna minnkandi sölu og sívaxandi útgáfu- kostnaðar. Ríkisafskipti f dag getur hún t. d. ekki greitt þau ritlaun, sem rithöfundar eiga eðlilega rétt á, en án rithöfunda verða engar bæk- ur til. Og því miður verður það að játast að vegna fámennis þjóðarinnar eru eng- ar líkur til að bókaútgáfa á íslandi geti í fyrirsjáanlegri framtíð greitt þau rit- laun, að höfundar geti helgað sig ritstörf- um óskiptir. Óhjákvæmilega hlýtur ríkisvaldið því að endurskoða afstöðu sína til bókaút- gáfunnar í landinu. Fyrsta skrefið gæti verið að heimila útgefendum að ráð- stafa því fé, sem nú er greitt í söluskatt af bókum, til þeirra, sem semja bækur, hvort heldur það eru fræðimenn, skáld, rithöfundar eða aðrir listamenn, sem að bókum vinna. í Noregi hefur rikið stutt norska bóka- útgáfu um árabil með þeim hætti að kaupa 1000 eintök fyrir bókasöfnin í landinu af sérhverri bók eftir norskan rithöfund eða skáld, sem þar er gefin út. Svipaða aðstoð þarf íslenzka ríkið að veita íslenzkri bókaútgáfu. Flestum ætti að vera ljóst, að örlög íslenzkrar bókaútgáfu er ekki einkamál útgefenda. Einkum hljóta rithöfundar og bókagerðarmenn í landinu að láta sig miklu varða þau vandamál, sem hún á við að glíma. Framar öðrum verða því þessir aðilar allir að taka höndum sam- an og vinna sameiginlega að lausn þeirra. Er bókin dauSadæmd? í dag á timum tölvunnar eru menn víða erlendis farnir að ræða um það í fullri alvöru, hvort örlög bókarinnar séu ekki þegar ráðin og hún í raun dauða- dæmd. Flestir veigra sér við að leggja trúnað á það. Þá ræða menn einnig um það, að sjónvarpið, kvikmyndin, hljóm- platan eða segulbandið muni leysa bók- ina af hólmi, en fæstir trúa þvi að held- ur. Þvert á móti hefur því verið haldið fram, og það jafnvel verið stutt nokkr- um rökum, að bóksala og bóklestur hafi færzt í aukana, eftir að sjónvarpið kom til sögunnar. Að mínu viti er þessu ekki þannig farið hér á landi, þó að það kunni að eiga við erlendis. Hitt megum við öll 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.