Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 35
ætla má að beztur árangur náist. Er núverandi skipan og starf Rikisútgáfu námsbóka eða ríkisútgáfa yfirleitt göll- uð eða úrelt? Áður en svara verður leitað er rétt að vikja stuttlega að upphafi og sögu Ríkisútgáfu námsbóka, núverandi skipan og væntanlegum breytingum. II. Frumvarp um Ríkisútgáfu námsbóka var fyrst flutt á Alþingi 1931 (Vilmundur Jónsson þáv. landlæknir). Kennarar studdu frumvarpið einhuga, en það náði ekki fram að ganga fyrr en 1936. Að- stæðum sem ríktu á þeim árum og leiddu til lagasetningarinnar, hefur Pálmi Jós- efsson fyrrv. skólastjóri lýst svo í kynn- ingarbæklingi frá Rikisútgáfunni: „Á þessum árum gætti mjög óánægju kennara vegna ónógra kennslubóka og áhaldaleysis í skólum. Þessi skortur varð enn tilfinnanlegri, þegar heimild um nið- urfærslu fræðsluskyldunnar kom víða til framkvæmda. Menn eiga nú sjálfsagt erfitt með að skilja þá leiðinda baráttu, sem kennarar áttu í á þeim árum, um að börnin hefðu bækur og annað, er nauðsynlegt var vegna náms þeirra. Kennarar bentu oft á, að námsbækur væru of dýrar miðað við verð annarra bóka, því að sala náms- bóka væri örugg, þar sem löggjafinn hefði tryggt söluna með lögum um fræðslu- skyldu. Óviðunandi skortur ýmissa námsbóka og vaxandi erfiðleikar margra foreldra að kaupa handa börnum sínum skóla- bækur, varð án efa til að vekja nýjar hugmyndir um leiðir til útgáfu náms- bóka. Það var ekki sjáanlegt, að einstakling- ar eða útgáfufélög leystu þennan vanda, enda námsbókaútgáfa hér á landi marg- falt erfiðari viðfangs en annars staðar vegna fámennis. Það virðist þvi alls ekki óeðlilegt, að sú hugmynd yrði til, að ríkið tæki að sér útgáfu námsbóka fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri." Haustið 1937 var 7—13 ára börnum við skyldunám i fyrsta sinn úthlutað ó- keypis kennslubókum og þar með stigið mikilvægt spor i átt til jafnaðar og félagslegs réttlætis. Fjárhagsörðugleikar háðu útgáfustarfinu fyrstu 20 árin, en breyting varð þar á með lögum frá 1956, þar sem ákveðið var að y3 kostnaðar við útgáfu námsbóka yrði greiddur úr ríkis- sjóði en % með námsbókagj aldi sem lagt var á hvern þann sem hafði á framfæri sínu eitt barn eða fleiri við skyldunám. Síðast var fjárhagsgrundvelli útgáfunn- ar breytt með lögum í fyrra. Þá var námsbókagjald fellt niður og ákveðið að greiða allan kostnað við útgáfuna úr ríkissjóði. III. Starf Ríkisútgáfunnar bætti í fyrstu úr brýnni þörf, og síðasta áratuginn hef- ur framboð kennslugagna á vegum henn- ar aukizt mjög og nær nú til ýmissa hjálpargagna, viðbótarefnis og hand- bóka sem selt er á kostnaðarverði. Heimilt er samkvæmt lögum að gefa út fleiri en eitt kerfi fyrir hverja grein, en það hefur enn ekki verið gert nema að takmörkuðu leyti. Sú spuming hlýtur að vakna, hvers vegna kennslubókaútgáfa einkaaðila fyr- ir skyldustigið lagðist fljótlega eftir 1937 næstum alveg niður. Lagalega átti ekkert að vera því til fyrirstöðu að bækur væru keyptar af þeim til úthlutunar. Eftir því sem næst verður komizt, er skýringanna að leita í þeirri megináherzlu sem Ríkis- útgáfan hefur jafnan iagt á að halda verði kennslubóka niðri. Það hefur tekizt með því að gefa bækur út í mjög stóru upplagi, auk þess sem hagsýni og sam- vizkusemi, sem einkennt hefur starf fram- kvæmdastjóra útgáfunnar alla tíð, hef- ur haft sitt að segja. Einkaútgáfufyrir- tækjunum var skákað út af þessu sviði, þau urðu ekki samkeppnisfær, enda ræð- ur stjórn útgáfunnar hvaða bókum er úthlutað og getur sett sína kosti um verð þeirra. Enginn vafi er á að starf Ríkis- útgáfunnar hefur gert verð kennslubóka mun lægra en ella hefði orðið, en það hefur líka leitt til minni fjölbreytni en annars hefði mátt vænta. Enda þótt sparnaðarsjónarmið hafi ráðið miklu hjá útgáfunni, hefur það í seinni tíð ekki bitnað á útliti og frágangi bókanna. Á- herzla hefur verið lögð á ríkulega mynd- skreytingu og sæmilegan frágang, þótt stundum megi deila um hversu til hafi tekizt. Sé hin ríka sparnaðarviðleitni Ríkis- útgáfunnar höfð í huga, sætir nokkurri furðu að útgáfan skuli næstum eingöngu miðast við að bækurnar séu notaðar einu sinni. Eins og áður er nefnt þykir engin óhæfa hjá nálægum menningar- þjóðum, að ýmsar kennslubækur séu not- aðar af fleiri en einum árgangi, sé end- urnýjaður sá hluti sem gengur úr sér. Ef slikt þykir óhæfa af heilbrigðisástæð- um, hljóta útlán bókasafna af sömu á- stæðum að orka tvímælis. Mér virðist að með annarri skipan í þessu atriði hefði frekar átt að spara en með einhliða fram- boði og stórum upplögum sem torvelda endurnýjun. Á seinni árum hefur Ríkisútgáfan gef- ið út nokkrar bækur handa framhalds- skólum. Þær hafa verið tiltölulega ódýrari en aðrar kennslubækur á frjálsum mark- aði, en tilgangur þeirrar útgáfu hlýtur þó a. m. k. að vera sá að styrkja fjárhag fyrirtækisins. Stjórn Ríkisútgáfu námsbóka hefur mikil völd eins og áður er að vikið, ræð- ur bæði úthlutunum og útgáfu. Stjórnin nefnist í lögum námsbókanefnd og var fram til 1956 skipuð 3 mönnum, en siðan 5. Menntamálaráðherra skipar náms- bókanefnd. Tveir nefndarmanna eru skipaðir samkvæmt tillögu Sambands íslenzkra barnakennara og einn nefndur til af Landssambandi framhaldsskóla- kennara. Formaður er skipaður án til- nefningar og fræðslumálastjóri er sjálf- kjörinn í nefndina. Ljóst má vera að þessi skipan er löngu úrelt. Nefnd sem þannig er skipuð hefur ekki aðstöðu til að meta gæði kennsluefnisins í öllum námsgreinum á skyldustigi eða gera sér grein fyrir hvar breytinga og endurnýj- unar er mest þörf. Enda þótt námsbóka- nefnd hafi gert sér það að reglu að leita umsagnar kennara og/eða sérfræðinga við útgáfu bóka i hinum ýmsu greinum, hefur það haft takmarkað gildi vegna þess að um álit á tilbúnum handritum var að ræða og að sjálfsögðu harla mis- jafnt hversu reiðubúnir og hæfir höf- undar eru til að taka slíkar umsagnir eða athugasemdir til greina. Er raunar mesta mildi að ekki hafa orðið fleiri slys en raun ber vitni af þessum sökum, sé haft í huga að á fyrstu 30 árum starfs- ferils síns lét útgáfan prenta um 210 mismunandi bækur og hjálpargögn. Á- stæður fyrir að þessi skipan á stjórn út- gáfunnar hefur ekki sætt meiri gagnrýni en raun ber vitni, eru sennilega þær að kennarar og aðrir sem láta sig starf- semina varða, hafa greint viðleitni stjórnar og starfsmanna til að gera sitt bezta, auk þess sem mörgum er kunnugt að fyrir rúmlega þremur árum varð mikilsverð breyting á starfsgrundvelli út- gáfunnar sem þegar hefur sett sinn svip á útgáfustarfið og á eftir að hafa enn meiri áhrif. Hér er átt við samkomulag Ríkisútgáfu námsbóka og Skólarann- sókna Menntamálaráðuneytisins um samstarf milli þessara aðila. í samkomulaginu var kveðið svo á, að Skólarannsóknir og Ríkisútgáfan „leiti álits gagnkvæmt, áður en a) Skólarann- sóknir ákveða tillögur til Menntamála- ráðuneytisins um skipun og erindisbréf nefnda til endurskoðunar námsskrár og námsefnis í tilraunaskyni. b) Rikisút- gáfan ákveður, hverjir semja skuli náms- og kennsluhandbækur, þegar um er að ræða námsgreinar, sem kenna á í til- raunaskyni samkvæmt bráðabirgðanáms- skrá.“ Þetta „samkomulag“ hefur leitt til eðli- legs og árangursríks samstarfs þessara aðila, enda þótt ákvæði þess séu bæði ó- ljós og jafnvel fráleit að minum dómi. Stjórn Ríkisútgáfunnar á ekki að ákveða hverjir semja skuli náms- og kennslu- handbækur sem kenndar eru í tilrauna- skyni eða hafa yfirleitt neitt ákvörðunar- vald um hvernig staðið er að samningu nýs kennsluefnis í þeim greinum sem teknar eru til endurskoðunar á vegum Skólarannsóknadeildar. Raunin hefur líka orðið sú að stjórnin hefur ekki kært sig um að breyta ákvörðunum nefnda eða námsstjóra sem að þessu starfa á vegum deildarinnar. Það samstarf sem þróazt hefur í raun felur í sér að innan Skóla- rannsóknadeildar er ákvörðunarvald um samningu kennsluefnis og greiddur kostnaður við það, en Ríkisútgáfan ann- ast framleiðslu þess og dreifingu og greið- ir þann kostnað. Með þessu móti hefur þegar verið gefið út bráðabirgðanáms- efni og nýtt námsefni í eðlisfræði, dönsku og stærðfræði, og næstu ár munu aðrar greinar bætast við, því nú þegar er í gangi endurskoðun námsefnis og kennslu i 9 greinum. Samfara þessari þróun dregur úr völdum og ábyrgð námsbókanefndar, en reynsla og þekking starfsliðs útgáfunnar við framleiðslu og útvegun kennslugagna nýtist áfram eins og bezt verður á kosið. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.