Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 22
Baldvin Tryggvason: íslenzk bókaútgáfa í vanda Við íslendingar höfum um langan ald- ur talið okkur mikla bókaþjóð, og litlu skiptir hvaða mælistiku við notum, nið- urstaðan verður ætíð sú sama, að miðað við fólksfjölda erum við mesta bókaþjóð veraldar. Við gefum út fleiri bækur en aðrar þjóðir, við kaupum meira af bókum en aðrir, og að öllum líkindum lesum við meira af bókum en gerist með öðrum þjóðum. Raunar er erfitt að sanna þessar full- yrðingar með tölum, því að skýrslur eða aðrar athuganir um bókakaup eða lestr- arvenjur íslendinga eru fáar til. Þó er nokkuð hægt að fóta sig á rit- aukaskrám Landsbókasafnsins um bóka- útgáfu hvers árs, en einkum merkilegu yfirliti, sem Ólafur F. Hjartar bókavörð- ur hefur tekið saman um íslenzka bóka- útgáfu á árunum 1887—1966. Einnig er mikil stoð í bókaskrám Bóksalafélags ís- lands, sem gefnar eru út árlega. Yfirlit yfir bókaútgáfuna Við athugun á skýrslu Ólafs F. Hjartar má afla sér margvislegs fróðleiks um ís- lenzka bókaútgáfu. Þar sést, að á síðasta áratug 19. aldar eru gefnar út um 55 bækur á ári að meðaltali, en árið 1906 eru í fyrsta sinn gefnar út fleiri bækur en 100. Það ár verða bækurnar 131, og svo líða nær því 20 ár, þar til bókaútgáf- an kemst yfir 150 bækur á ári. Frá 1925 og fram til 1934 eykst bókaútgáfa nokkuð jafnt og þétt, en það ár eru gefnar út 226 bækur. Og næstu árin þar á eftir er um aukningu að ræða ár frá ári, en 1945 verða tímamót. Á því ári kemur út rúm- lega 120 bókurn meira en næsta ár á und- an, sem var sjálft lýðveldisárið. Þetta ár, 1945, er gefin út 541 bók og árið eftir verða þær 604 og fram úr því meti hefur ekki verið farið enn þann dag í dag. Næstu ár er bókaútgáfa nokkuð jöfn, en árin 1952 og ’53 hrapar hún niður í um 430 bækur á ári. Hæst hefur hún síðan kom- izt í 586 bækur árið 1962, en síðasta ára- tug hefur bókaútgáfa verið nokkuð jöfn og alltaf yfir 500 bækur á ári. Augljós skýring á hinni miklu bókaút- gáfu fyrstu árin eftir heimsstyrjöldina síðari er sú mikla vöruþurrð, sem þá var í landinu. Þau árin átti fólk fárra kosta völ, ef það t. d. vildi færa einhverjum góða gjöf. Bókin varð þá fyrir valinu, enda gættu bókaútgefendur þess að hafa sem mest úrval bóka á markaðnum þessi ár skömmtunar og vöruskorts. En skýrsla Ólafs F. Hjartar sýnir margt fleira en þetta. í ljós kemur, að á tíma- bilinu 1887—1966 hafa íslendingar gefið út um 20.000 bækur. Þar af eru ísl. ljóða- bækur 1257, en frumsamdar íslenzkar skáldsögur og leikrit eru 1128. Flest árin koma út fleiri íslenzkar ljóðabækur en önnur skáldrit islenzkra rithöfunda, en greinilegt er þó að hin síðari ár er fjöldi ljóðabókanna og annarra skáldrita rnjög áþekkur eða um það bil 25—30 bækur í hvorum flokki hvert ár, en síðustu tvö ár hafa ljóðabækur vinninginn. Erlend skáldrit er sá þáttur bókaút- gáfunnar, sem mest rúm tekur. Alls eru þau 2429 á tímabilinu og er athyglisvert, að þau bera ægishjálm yfir alla bókaút- gáfu áranna 1945—1950, þegar blóma- skeið hennar stóð sem hæst. Á þeim ár- um eru allt að 20% útgáfunnar erlend skáldrit, en yfir allt tímabilið rúmlega 12%. íslenzk skáldrit (þ. e. sögur og leik- rit) eru hins vegar aðeins 5,6%. Rúm- lega 1500 barnabækur komu út á þessu tímabili og þar af eru þýddar bækur 986. Hlutur íslenzkra barnabóka hefur þó vax- ið mjög hin síðari ár. Margt annað athyglisvert mætti leiða í ljós um íslenzka bókaútgáfu við nánari könnun á þessari skýrslu, þó að hér verði látið staðar numið. Hinsvegar vandast málið, ef við ættum að komast að raun um, hve mikið íslendingar kaupa af ís- lenzkum bókum árlega, og hve miklu fé þeir verja til slíkra bókakaupa. Fé til bókakaupa Um það liggja ekki fyrir neinar óyggj- andi upplýsingar. Efnahagsstofnunin og nú Fram- kvæmdastofnunin hefur þó eftir föng- um reynt að reikna þetta út. Hefur hún stuðzt við upplýsingar frá bókaútgefend- um og bóksölum, greinar í blöðum og tímaritum, auglýsingar um bækur og bókaverð o. fl. Niðurstöður af þessum athugunum hafa síðan verið bornar saman við upp- lýsingar Hagstofunnar um kostnað ís- lenzks lestrarefnis, annars en dagblaða. Samkvæmt þessum útreikningum keyptu íslendingar árið 1967 íslenzkar bækur og tímarit fyrir rúmlega 184 millj- ónir króna. Ef tímarit eru dregin frá, nema bókakaupin um 165 milljónum kr. En þá má benda á, að bókakaup bóka- safna, skóla og annarra opinberra aðila námu sama ár um 19 milljónum króna eða sömu upphæð og íslendingar vörðu til tímaritakaupa. Samkvæmt vísitölu framfærslukostnað- ar 1967 var kostnaður af íslenzku lestrar- efni fyrir hverja fjölskyldu kr. 3.370.— (dagblöð ekki meðtalin). Lauslega reikn- að voru þá um 45.000 fjölskyldur í land- inu og hafa þá heildarútgjöldin numið um 161,6 milljónum króna. Þessi útkoma er nánast sagt sú sama, hvort heldur farið er eftir upplýsingum frá bókaútgefendum og bóksölum eða vísitöluútreikningum. Má þvi gera ráð fyrir, að hér sé komizt eins nálægt því rétta og kostur er, miðað við þær upplýsingar, sem tiltækar eru. íslendingar hafa þá keypt árið 1967 um 500.000 eintök íslenzkra bóka og kemur það heim við álit rnargra, sem um bóka- kaup íslendinga hafa ritað á undanförn- um árum. Hver fjölskylda kaupir því að meðal- tali um 11 islenzkar bækur á ári. Þar með eru þá taldar þær námsbækur, sem nem- endur þurfa að kaupa, en ekki þær, sem nemendum eru lagðar til í skólum skyldu- námsins, án sérstakrar greiðslu. Fróðlegt er að bera saman þessar tölur frá 1967 við sambærilegar tölur fyrir ár- ið 1971. Lauslega reiknað er talið að þá hafi íslendingar keypt íslenzkar bækur fyrir um 228 milljónir króna að frá- dregnum tímaritakaupum, og samkvæmt vísitölu framfærslukostnaðar 1971 varði hver meðalfjölskylda kr. 5.821.— til kaupa á íslenzku lesefni, að dagblöðum frátöld- um. Samkvæmt því nema heildarkaupin á árinu um 264 milljónum króna, og ef gert er ráð fyrir, að tímaritakaup séu hlutfallslega þau sömu og árið 1967, nema bókakaupin um 238 milljónum króna. Samdráttur Á þessum árum hækkaði meðalútsölu- verð bóka úr um kr. 330.— í um kr. 560.— eða 70%. Þá kemur í ljós, að sá fjöldi bóka, sem selzt hefur 1971, er um 430.000 eintök, og hver meðalfjölskylda keypti a. m. k. einni bók minna en árið 1967. Rétt er að geta þess, að nákvæmni framangreindra talna er hægt að vé- fengja, en þær eru reiknaðar út með sama hætti bæði 1967 og 1971 svo að með sam- anburði á þeim ætti að minnsta kosti að vera unnt að draga þá ályktun, að í dag kaupa íslendingar færri bækur á ári en áður var. Þessi niðurstaða er sú sama og bókaútgefendur hafa hamrað á mörg undanfarin ár, að upplög íslenzkra bóka fari stöðugt minnkandi, þótt fæstir liafi tekið þau orð alvarlega. Ef til vill hafa menn um of einblínt á, að árlega koma út allt að 600 bækur á íslandi, og talið þá tölu nægjanlega trygg- ingu fyrir fjö'iþættri og gróskumikilli bókaútgáfu. En sannleikurinn er sá, að þær bækur, sem koma út árlega á al- mennan bókamarkað, eru aðeins um 300—350 talsins, og fremur hefur þeim fækkað undanfarin ár en fjölgað. Mismunurinn er að verulegu leyti fólg- inn í hverskonar skýrslum og árbókum, sem út eru gefnar i æ ríkara mæli af opinberum og hálfopinberum aðilum eða félögum og koma lítt eða ekkert við sögu, þegar rætt er um bókaútgáfu í venjuleg- um skilningi þess orðs. Á árinu 1967 var áætlað, að þær bækur, um 330 talsins, sem þá komu út hafi selzt að meðaltali í um 1200 eintökum eða sam- tals um 400.000 eintök. Að auki seldust um 100.000 eintök af eldri bókum. Án minnsta vafa varð sala útgáfubóka ársins 1971 mun minni eða um 300.000 eintök, svo að meðalsala á hverri bók er komin niður í um 1.000 eintök á fyrsta ári. Hins- vegar keyptu íslendingar þá meira af eldri útgáfubókum eða um 130.000 ein- tök. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.