Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 47
Bankastrœti 2 og Bakaríið um aldamótin síðustu. hússins sem snýr að ferðaskrifstofunni sennilega alveg uppmúraður. í þessum hluta hússins hefur verið eitt opið herbergi upp gegnum tvær hæðir. Þar hefur bakaraofninn sennilega verið uppbyggður, en hann hefur ekki varð- veitzt. Langhliðin að Lækjargötu er í góðu lagi. Portmegin kunna að vera nokkrar skemmdir í fótstykkjum, af því að jarð- vegur hefur hækkað nokkuð bak við þetta hús. Hugsanlegar skemmdir geta þó varla verið stórkostlegar, úr því að þær láta ekki meira á sér bera. Það er mjög auðvelt að gera við þetta hús vegna þess hve einfalt það er að allri gerð og innréttingu. Smávegis vandamál geta þó hugsazt í þeim hluta hússins sem múraður er, því þar hefur verið brotið gegnum múrinn á nokkrum stöðum. Amtmannsstígur 1 Hús þetta er eins og hin timburklætt bindingsverkshús. Lárétt borð mynda nú ytra byrði hússins, en á norðurgafli má sjá lóðrétta listaklæðningu, og hlýtur hún að vera eldri. Ýmislegt getur bent til þess, að kvistarnir á miðju húsinu séu viðbót seinni tíma, og eru til heimild- ir fyrir því, skilst mér. Af heimildum á einnig að sjást, að tvö nyrztu fögin séu seinni viðbygging, en ég leyfi mér að efast um þetta atriði. Nánari rannsókn getur skorið úr um það. Húsið hefur tekið ýmsum breytingum hið innra, og grunnmynd þess er í ýmsu frábrugðin Bankastræti 2. Hvort hús þessi hafi frá upphafi verið með sama sniði, gat ég ekki gert mér ljóst í svip- inn. Loft- og veggþiljur eru frá seinni hluta nítjándu aldar. Þverbyggingin til austurs portmegin, geri ég ráð fyrir að sé seinni tíma verk. Frá tæknilegu sjónarmiði og hvað snertir burðargrind er húsið í góðu lagi; en hér hefur jarðvegurinn einnig hækk- að portmegin, og er þvi hætt við skemmd- um á fótstykkjum þar. í stórum dráttum ætti viðgerð ekki að vera vandkvæðum bundin. Sama er að segja um hina sérkennilegu turnbygg- ingu við suðurgafl hússins, en ég er þó ekki viss um, að varðveita bæri turninn við hugsanlega endurnýjun hússins; ég hef þó enn ekki tekið endanlega afstöðu til þess. Litlu húsin, sem liggja að Skólastræti, væri skemmtilegast að geta varðveitt öll. Hins vegar eru þau öll fremur illa farin, og ég álit varla raunhæft að reyna varð- veizlu þeirra. En það er mikilvægt, að það sem byggt verður í staðinn, verði byggt með sama móti: mjór, fremur lágreistur húsastokk- ur, sem ekki sker sig úr heildarsvip framhúsanna á torfunni. í nokkrum af samkeppnistillögunum var gert ráð fyrir fremur stórri byggingu i stað bakhúsanna (t. d. hóteli), en það álít ég mjög óheppilegt. Við það mundi húsaröðin meðfram Lækjargötu missa samhengið við byggðina aftan við, en þar eru enn nokkur hús, sem frá fyrsta fari hafa verið mjög snotur og gætu orðið það aftur, ef rétt væri á haldið við endur- nýjun, t. d. húsið Skólastræti 5. Því hefur oft verið haldið fram í um- íæðum um gömul hús, og einkum þar sem rætt er um varðveizlu eða niðurrif, að húsin séu svo illa leikin, að ekki sé til neins að varðveita þau, og þau rök hafa sjálfsagt einnig verið sett fram í umræðum um Bernhöftstorfuna. Það hlýtur því að vera mjög mikilvægt að geta fengið fyrir þvi vissu, að enda þótt húsin líti reyndar illa út, séu þau engu að síður tiltölulega heil og sterk, og sérstaklega hafi Bankastræti 2 varð- veitzt mjög vel, og ennfremur að húsin að lokinni endurnýjun geti fengið sama fal- lega svipinn og Menntaskólinn og Stjórn- arráðið. Það er reynsla mín, að margir, sem hafa verið andsnúnir varðveizlu gamalla húsa, gleðjast engu að síður yfir árangr- inum, þegar endurnýjun hefur farið fram — en flestum veitist erfitt að gera sér i hugarlund endanlegt útlit, meðan aðeins eru fyrir augum gömul og van- hirt hús, og kannski engin dæmi nærtæk um velheppnaða endurnýjun, sem hægt væri að benda á. 4 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.