Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 61

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 61
Joö er nauðsynlegt fyrir eðlilegt starf skjaldkirtilsins en það þurfa fiskneyzluþjóðir yfirleitt ekki að hugsa um þar sem gnótt þess er í fiski og fiskafurðum. Vítamin Vítamín hafa á íslenzku verið nefnd fjörefni (lífefni) eða fjörvi. Þau eru ýmist vatns- eða fituleysanleg. Þau vantsleysanlegu eru B og C en fituleysanlegu A, D, E og K. B-vítamín er eiginlega mörg vítamín, svo skyld (finnast yfirleitt í sömu fœðutegundum) að þau hafa öll haldið B-vítamín nafninu en eru númeruð, B 1, B 2 og upp í B 12. Þau finnast í korni og þá út við hýði komsins, þannig að meira er af B-vítamíni í grófu mjöli en hvítu. Einnig finnast B-vítamín í kjöti og mjólk. Hörgulsjúkdómur sá er fylgir skorti á B 1 er berí-berí og er taugasjúkdómur, en skortur á B 2 veldur húðsjúkdómum. C-vítamín er annað vatnsleysanlega vitamínið. Það finnst aðaUega í grænmeti og ávöxtum. C-vítamín er það vítamín sem erfiðast er að geyma. Það gengur auðveldlega í samband við súrefni loftsins og nýt- ist þá ekki sem vítamín. Hörgulsjúkdómur samfara skorti á C-vítamíni er skyrbjúgur, sem löngum hefur þjáð íslenzku þjóðina. Skyrbjúgur er sjúkdómur í slímhúð og æðaveggjum. Marblettir myndast og blæðing er úr tannholdi. A-vítamín er fituleysanlegt vítamín og fylgir þessvegna oft feitmeti, einkum feitum fiskum. A-vítamín forðabúr líkamans er lifrin og fáum við því mikið A-vítamín í lýsi og eins allri lifur. Porstig A-vítamíns, karótin, er víða í grænmeti, t. d. gulrótum. Hörgulsjúkdómur sem fylgir A-vítamín skorti er fyrst náttblinda en síðan alger blinda ef sjúk- dómurinn kemst á hátt stig. Fyrirbyggja má auðveldlega A-vitamín skort með einni skeið af lýsi á dag. D-vítamín er fituleysanlegt og finnst í svipuðum fæðutegundum og A-vítamín, þ. e. í feitum fiskum og lifur. D-vitamín myndast einnig í húðinni fyrir áhrif útfjólublárra geisla sólar. D-vítamínið hefur ásamt kalki áhrif á beinmyndunina og nýtist ekki nema nægilegt kalk sé til staðar og öfugt. Hörgulsjúkdómur samfara skorti á D-vítamíni er beinkröm sem lýsir sér þannig, að öll liðamót verða sver en beinin sjálf lin og bogna. E- og K-vítamín eru bæði fituleysanleg og fást því úr svipuðum fæðu- tegundum og A- og D-vítamín. Þau eru bæði hvergi nærri fullrann- sökuð. Vitað er að K-vítamín hefur mikil áhrif á blóðstorknunina og skortur á E-vítamíni veldur fósturláti hjá rottum en nauðsyn þess fyrir manninn er ekki ljós. Samband ísl. samvinnufélaga hefur riðið á vaðið með innihaldslýsingu á kjötiðnaðarvörum sínum, hráefni, næringargildi og hitaeiningum. G0ÐA DALAPYLSA T NÆRINGARGILDW 100G Eggjahvituefni 10cf Fita 25g Kolvetni 5g Hitaeiningar i 100g - 285 HRAEFNI Nautakjot Kindakjot Svinafita Kartöflumjöl Krydd ^SAWBANOISL SAMVINNUf ELAGA Osta- og smjörsalan hefur einnig lýsingu á ostum sínum, þar kemur fram næringargildi og dagsþörf; auk þess pökkunardagur og verð- merking. GOUDAm skorpulaus 30+ PÚKKUN |KgVERÐ jpYNGD |VERD 17.10 1 6 9, 0 0, 2 68 45,2 0 MILDUR 2-6 mánaða NÆRINGARGILDI: Meðaltal fyrir 100g Próteln 30g Kalclum 0,9g Fita 17g Hitaeiningar 280 gamall DAGSÞÖRF Prótein 45-65g Kalcium 0,8-1,4g Eins og innihaldslýsingin á Dala-pylsunni gefur til kynna, þá eru pylsur fullgild næring engu síður en kjöt. Athuga ber það að pylsur eru hlutfallslega drjúg matarkaup, úr þeim þarf hvorki að skera bein né fitu. Reyking á matvælum gegnir tvennskonar hlutverki. Reyking er bragð- gefandi og reyking eykur geymsluþol. DALAPYLSA Dalapylsa er framleidd úr völdu nauta-, svína- og kindakjöti ásamt mildu kryddi. Pylsan er léttreykt og soðin. Pylsuna má hita í görninni og borða heita með kartöflum, eða taka görnina af og skera hana í sneiðar og bregða á pönnu. Úr Dalapylsu er hægt að gera fjölbreytta rétti. Hér fara á eftir tvær tillögur. Dagsþörf Orkuþörf mannsins er mjög mismunandi og er þar margt sem veldur, s. s. aldur, kyn og starf. Kyrrsetumaður þarf um 2500 he. á dag en erfiðisvinnumaður allt að 3-4 þúsund he. eftir starfi. Talið er eðlilegt að ekki meira en 1 /3 hluti hitaeininganna komi úr fitu en afgangurinn úr hvítu og kolvetnum. Fyrir lífsnauðsynlegu næringarefnin er sett lágmark, ef almennt heil- brigði á að haldast. Hvítuþörf er mismunandi eftir aldri. Börn og unglingar í örum vexti þurfa 1,5 g á hvert kíló líkamsþyngdar, þannig að barn, sem vegur 30 kg, þarf lágmark 45 g af hvítu á dag. Fullvaxið fólk þarf aftur 1 g á hvert kg þyngdar. Enginn skaði er skeður þó neyzla fari fram úr þörf, því líkaminn brennir auðveldlega hvítunni, sem afgangs verður. Hvíta er yfirleitt dýr orkugjafi, þessvegna er sjálfsagt að leita á náðir hinna orkugjafanna til að uppfylla orkuþörfina. Járnþörf er 10-12 mg hjá körlum en 15-18 mg hjá konum. Kalkþörf er mest hjá börnum með öra beinamyndun og svo konum með barn á brjósti eða 1-1,2 g á dag. Fosfórþörf er talin 0,8-1,3 á dag. — A-vítamín þörfinni má eins og áður segir fullnægja með einni skeið af lýsi á dag. Bezt er að fá minnst 3000 a. e. (alþjóðaeiningar) á dag. C-vítamín þörfin er umdeild. Ekki verður vart við einkenni skyrbjúgs ef neytt er 10 mg á dag en almennt er þörfin talin 30-50 mg. Ameríkanar fara þó hærra eða í 75-100 mg á dag. B 1 þörfin er talin 250-400 a. e. en B 2 1,2-2 mg á dag. D-vítamín þörfin er 400 a. e. á dag; henni má fullnægja á sama hátt og A-vítamín þörfinni með einni skeið af lýsi. Sjálfsagt er að sjá svo um, að fæðið gefi 400 a. e. þar sem ekki er hægt að treysta sólarljósinu hér á norðurhveli jarðar. Ef við leiðum hugann að þessum þörfum líkamans, er nauðsynlegt fyrir okkur að vita hvað matvara sú, sem við kaupum, inniheldur og úr hverju hún er unnin. Dalapylsa í rjómasósu 3—400 g. Dalapylsa 1—2 laukar 1— 2 msk. smjör 2— 3 msk. tómatsósa 2 dl. rjómi % tsk. salt % tsk. pípar steinselja Dragið gömina af pylsunni og skerið hana í % cm. þykka strimla. Af- hýðið og saxið laukinn. Brúnið pylsuna og laukinn á pönnu. Bætið tómatsósunni í og þynnið með rjómanum. Bragðbætið með salti og pipar. Sjóðið nokkrar mínútur. Stráið steinselju yfir. Berið fram með frönskum kartöflum eða soðnum hrísgrjónum. Dalanleði 4—500 g. Dalapylsa 150 g. ostur 8—10 meðal kartöflur 1—2 laukar 1 tsk. salt 1 dl. mjólk Dragið görnina af pylsunni. Skerið djúpar skorur í pylsuna með 1 cm. millibili. Leggið pylsuna á mitt eldfast fat. Skerið hluta af ostinum í þykkar sneiðar og setjið ostsneið í hverja skoru í pylsunni. Afhýðið kartöflurnar og skerið þær í örþunnar sneiðar eða rífið þær á rifjárni. Saxið laukinn. Leggið kartöflumar og laukinn á fatið kringum pylsuna og stráið salti yfir. Rífið afganginn af ostinum og stráið yfir kartöfl- urnar og laukinn. Hellið mjólkinni yfir. Bakið við 225° f 30—40 min. eða þar til kartöflurnar eru meyrar. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.