Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 18
hverfis hið mikla bákn er fylgir hljóm- plötugerð. Kvikmundar eru önnum kafnir viðað kanna möguleika myndsegulbands- ins og vilja ólmir losa sig úr viðjum kvikmyndahrínganna. Augljóst mál ætti að vera að þarna eru á ferð skæðir keppi- nautar bókarinnar. Það er líka alkunna að margir höfundar (meirasegja íslenzk- ir) stunda vísnagerð á segulband. Þannig er stefnt að því að grafa undan einokun á tilorðningu og dreifingu listar. Sama þróun virðist nú umþaðbil að hefj- ast í bókagerð. Lítil forlög sem grund- valla starfsemi sína á samvirku starfi allra þeirra sem hlut eiga að gerð einn- ar bókar hafa rutt sér til rúms. Skólar og menntastofnanir setja upp vinnustof- ur handa þeim sem vilja tjá sig í texta. Þessi starfsemi er möguleg vegna þeirra miklu framfara sem orðið hafa i fjölföld- unartæki. Litlar meðfærilegar offsett- fjölföldunarvélar ódýrar í innkaupum og rekstri gera flestum kleift að búa til sínar eigin bækur að meira eða minna leyti uppá eigin spýtur án aðstoðar há- launaðra iðnaðarmanna. Þessi forlög hafa það framyfir gömlu forlögin að bækur þeirra eru ódýrari, lausar við andagt og seldar þeim hóp- um sem þær eru ætlaðar, oft af höfundi sjálfum og samstarfsmönnum. Dvergfélög þessi hafa orðið þess vald- andi m. a. að bókaverð hefur haldist í skefjum. Þeir semað fást við bókaútgáfu hljóta í mjög náinni framtíð að endurskoða alla sina starfsemi ella dettur hún niður dauð. Allt útlit er fyrir (og raunar óhjá- kvæmilegt af ökólógískum orsökum) að hefjist pólítísk vakníng og samstíga henni útgáfustarfsemi (upplýsingadreif- íng) sem hefur annað markmið en það að viðhalda núverandi draugstilveru. Fyrr eða síðar rekur líka að þvi að samtök rithöfunda sýni sjálfsbjargarvið- leitni og búi til eigið forlag, líklegast eftir sænskri fyrirmvnd. Enginn efi er á að pólítisk samtök rót- tækra muni koma sér upp vinnustofum til bóka- og bæklíngagerðar. Ég hygg að þrátt fyrir allar tækninýj- úngar muni bókin blíva mikilvæg enn um sinn (ef heimur stendur). III. Hörkuskot en framhjá „Rithöfundar verða að selja bækur sín- ar mun ódýrar heldren hefðbundnu forlögin. Það einasta sem getur skákað stöðnuðum útgáfufyrirtækjum og orðið varanleg bót í máli höfunda er eigið út- gáfufélag. Ef rithöfundar reyndu að manna sig uppí það að koma á laggirn- ar forlagi — og standa saman um það — þá gætu þeir boðið bækur sínar við all- miklu lægra verði en nú gerist almennt. Þetta sýnir fordæmi sænska Rithöf- undaforlagsins, þetta er ennfremur ljóst af þróun þessara mála yfirleitt . . Á fyrsta starfsári slógust í lið sænska Rithöfundaforlagsins 150 höfundar. í dag telja samtökin þvísemnæst annan- hvern starfandi fagurbókmenntahöfund sænskan“. 5 ^ s- >77 IV. Hröð sókn upp vinstri kantinn Kórinn: Viðtal við Lars Adelius sem var i hinum vaska hópi þeirra er hleyptu af stokkum sænska Rithöfundaforlaginu. Spyrill: (brosir) Hefur forlaginu oröið vel ágengt? Adelius: (brosir) Það ákvarðast af því hvaða merkíngu maður leggur í orðin að verða ágengt (skellir uppúr). Okkur hef- ur orðið allvel ágengt á ýmsum sviðum, kannski miður á öðrum. Við höfum gefið út margar bækur sem hafa selst í stórum upplögum við hóflegu verði; en hinsveg- ar (gnístir tönnum) hefur okkur ekki enn tekist að sameina alla sænska höfunda um fyrirtækið. Engin forlög hafa lagt upp laupana vegna tilveru okkar. Spyrill: (hýr) Hvert er markmið for- lagsins? Er það að ráðast til atlögu við hið háa bókaverð gömlu forlaganna eða er verið að kanna nýjar útgáfu- og dreifíngarleiðir? Adeiius: (hress) Hvorttveggja vil ég leyfa mér að segja. Raunverulega er markmiðið þrískift. Við stefnum að því að koma út bókum við lægsta verði, halda þrýstíngi á verðlagníngu annarra forlaga; loks að leita uppi nýja lesenda- hópa og losna við milligöngu bókaverzl- ana. Kórinn: Forlagið selur til jafnaðar 4.833 eintök af bókum sínurn. Ef litið er á útgefnar bækur Rithöfundaforlagsins þá verður ljóst að ein ástæðan fyrir því að mögulegt hefur reynst að selja bæk- urnar ódýrt er að þær eru staðlaðar að útliti og annarri gerð. Þær líkjast kiljum í stærra flokki, sleppt er öllum mynd- skreytingum og öðru trekkeríi fyrir aug- að. Aðeins liturinn greinir þær að í út- liti. Rithöfundaforlagið var stofnað með peníngasamhjálp hin opinbera—Kennslu- málaráðuneytið lét af hendi rakna 125.000 s. kr. — Alþýðufræðslusamtök Samvinnuhreyfingarinnar lögðu fram 100.000 s. kr. Loks veitti hið opinbera rentulaust lán að upphæð 250.000 s. kr. Umþaðbil helmingur þessa fjár hefur skilað sér aftur og verið endurgoldinn. Spyrill: (tortrygginn) Hvernig eru verkin valin til útgáfu úr þeim mikla fjölda handrita sem berst? Adelius: (varfærinn) Árlega eru kjörn- ir átján stjórnarmenn, stjórnin endur- nýjast að helmíngi á aðalfundum sem haldnir eru tvisvar á ári, þannig að í stjórn sitja 9 menn í einu. Val verka til útgáfu er falið trúnaðarmönnum. Gáng- ur mála er sá að stjórn tilnefnir tvo trúnaðarmenn sem fjalla um ákveðið verk og skila síðan álitsgerð. Á grundvelli þessarar álitsgerðar tekur stjórnin á- kvörðun um hvort verkið skuli út gefið. Komi fram efasemdir kemur til kasta þriðja trúnaðarmannsins sem fær hand- ritið til umsagnar. Ef höfundur er ennþá óánægður með málsmeðferðina á hann þess kost að skjóta máli sínu enn á ný til stjórnar. Spyrill: Hafa höfundar aðgáng að álits- gerðum trúnaðarmanna? Adelius: (reiður) Vissulega. Spyrill: (athugull) Bækur forlagsins kosta yfirleitt um 16. kr. s., hvað kosta bækur svipaðar að gerð frá öðrum for- lögum? Adelius: (léttur i máli) Sé um að ræða ljóðakver þá er verð annarra forlaga þetta 25-30 kr. Skáldsögur kosta 35-45 kr. Spyrill: (forvitnislega) Þið sparið tölu- vert á stöðlun útlits, hvernig sparið þið að öðru leyti? Adelius: (góður með sig) Fyrst má nefna að við erum lausir við skrifstofu- báknið, ritstjóra, dreifíngarstjóra og skrifstofufólk sem fær laun sin af sölu- verði bókanna. Við höfum einn starfs- mann á launum sem sér um daglegan 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.