Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 22.08.2009, Qupperneq 6
6 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Óska eftir að kaupa íslensk enskt lingapon tungumála námskeið. Sem er útgefi ð ár 1976, 1977 eða 1978 en ekki English Course. En útgáfuárið er auðfundið fremst í bókum , námskeiðið sem mig vantar er alíslenskt og var á sínum tíma mikið auglýst, lærið ensku á 40 tímum, án efa eiga margir námskeiðið á vísum stað uppí hillu. Vinsamlega hringið strax og þú lest auglýsinguna, ég slökkvi á gemsanum eftir að ég hef fengið námskeiðið. Ég borga 40,000.- fyrir námskeiðið. Ómar s. 865-7013 BRETLAND, AP Bandarísk stjórnvöld hafa gagnrýnt ákvörðun dóms- málaráðherra Skotlands um að leysa Líbíumanninn Abdel Baset al-Megrahi úr haldi. David Miliband, utanríkisráð- herra Bretlands, segir að mót- tökurnar sem al-Megrahi fékk í Líbíu hafi verið afar óviðeigandi. Barack Obama Bandaríkjafor- seti segir það hins vegar mistök að hafa látið hann lausan, og ætt- ingjar hinna látnu hafa mótmælt harðlega. Al-Megrahi hélt til Líbíu á fimmtudag, sama dag og hann fékk frelsið. Hann er alvarlega veikur af krabbameini og á ekki langt eftir. Kenny MacAskill, dómsmálaráðherra Skotlands, segist hafa tekið ákvörðun sína af mannúðarástæðum. Þúsundir ungra manna mættu á flugvöllinn í Trípólí, höfuðborg Líbíu, til að fagna al-Megrahi þegar hann kom þangað. Líbíu- stjórn hefur hins vegar gætt þess að al-Megrahi sjáist ekki opin- berlega síðan hann kom þangað, líklega af tillitssemi við bresk og bandarísk stjórnvöld. Gordon Brown, forsætisráðherra Bret- lands, hafði áður en al-Megrahi var látinn laus skrifað Moammar Gaddafi, leiðtoga Líbíu, og beðið hann um að sýna nærgætni. Richard Dalton, fyrrverandi sendiherra Breta í Líbíu, segir að móttökur al-Megrahis hafi verið afar lágstemmdar miðað við það sem hefðbundnar kurteisisvenjur þar í landi boða. Abdel Baset al-Megrahi er eini maðurinn, sem hlotið hefur dóm vegna Lockerbie-málsins. Hann var starfsmaður leyniþjón- ustu Líbíu þegar sprenging varð í bandarískri farþegaþotu yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988. Allir farþegar og áhöfn vélarinnar fórust, samtals 259 manns, auk ellefu manna á jörðu niðri sem létu lífið þegar vélin hrapaði. Al-Megrahi hélt ávallt fram sak- leysi sínu. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þegar hann var lát- inn laus á fimmtudag segist hann þakklátur skosku þjóðinni, þrátt fyrir að dvöl hans í fangelsinu hafi verið ömurleg. Jafnframt ítrekar hann enn sak- leysi sitt, en segist hafa hætt við að áfrýja málinu vegna veikinda sinna. „Það sem eftir er af lífi mínu þarf ég nú að lifa í skugga þess að dómur minn var rangur.“ Fljótlega eftir hrap flugvélar- innar beindust böndin að leyni- þjónustu Líbíu. Árið 2001 var al-Megrahi dæmdur í lífstíðar- fangelsi og hafði afplánað átta ár þegar hann var látinn laus. gudsteinn@frettabladid.is Lausn Líbíumanns vekur reiði og deilur Utanríkisráðherra Breta segir fögnuð Líbíumanna óviðeigandi en Bandaríkja- forseti segir það mistök að hafa látið al-Megrahi lausan. Líbíustjórn virðist þó hafa reynt að hafa opinber viðbrögð lágstemmd, að beiðni Gordons Brown. FAGNAÐ Í LÍBÍU Líbíumenn tóku vel á móti Abdel Baset al-Megrahi á flugvellinum í Trípólí þegar hann kom þangað í fyrrakvöld. NORDICPHOTOS/AFP FÓLK Rúmlega fimmtán hundruð fleiri fluttust frá landinu en til þess á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra höfðu 2.674 fleiri flutt til landsins en frá því. Alls hafa 2.720 manns flutt til landsins það sem af er ári, en 4.252 frá því. Flestir hinna brottfluttu eru erlendir karlmenn. Langflestir fóru til Póllands, eða 1.247 manns. Fluttu 676 til Dan- merkur, 565 til Noregs og 317 til Svíþjóðar. Færri fóru til annarra landa. Flestir þeir sem fluttu til landsins á tímabilinu komu einnig frá Póllandi, eða 667 manns. Hafa 1.900 Íslendingar flust burt á árinu en 2.300 útlendingar. Hlut- föll milli brottfluttra og aðfluttra eru svipuð hjá íslenskum og erlend- um ríkisborgurum. Rúmlega 700 fleiri Íslendingar og 700 fleiri útlendingar fluttu frá landinu en til þess á þessum sex mánuðum. Miklu fleiri karlar en konur fluttu burt á tímabilinu, ríflega 2.600 karlar fóru héðan en kon- urnar voru ríflega 1.500. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur dregið mikið úr aðflutningi erlendra ríkisborgara til landsins og það sem af er ári hafa fleiri farið en komið. Það er í fyrsta skipti frá árinu 1992 sem það gerist. - þeb Nokkuð jafnt hlutfall íslenskra og erlendra ríkisborgara fer burt: Mikill fjöldi fluttur frá Íslandi Hefur þú farið í leikhús á árinu? Já 35,8% Nei 64,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú hugsað um að flytja af landi brott vegna efnahags- ástandsins? Segðu þína skoðun á vísir.is. KÍNA, AP Meira en þrettán hundr- uð börn hafa greinst með blý- eitrun vegna mengunar frá manganbræðslu í bænum Wen- ping í Hunan-héraði. Aðeins fáeinir dagar eru frá því hundr- uð manna greindust með blýeitr- un vegna mengunar frá annarri verksmiðju í Kína. Blýeitrun barnanna hefur vakið óróa og gagnrýni almenn- ings í landinu, sem var órótt fyrir vegna hvers hneykslismálsins á fætur öðru þar sem öryggi barna hefur verið í hættu. Skemmst er að minnast bæði jarðskjálft- ans mikla á síðasta ári þegar fjöldi skóla hrundi og skemmdra mjólkurvara sem seldar voru víða um land. Manganverksmiðjan í Wenping var tekin í notkun í maí á síðasta ári án þess að tilskilin leyfi væru fyrir hendi. Grunnskóli er í innan við 500 metra fjarlægð frá verk- smiðjunni. Tveir yfirmenn í verk- smiðjunni hafa verið handteknir vegna málsins. Í júlí byrjaði að vakna grunur um blýeitrun þegar mörg börn fengu kvef og aðra kvilla, og það fékkst svo staðfest nú í vikunni, þegar sjötíu prósent allra barna sem prófuð voru reyndust hafa orðið fyrir eitrun. Blýeitrun getur skemmt bæði taugakerfi og æxlunarfæri og valdið minnistapi og háum blóð- þrýstingi. - gb Tveir menn handteknir í Kína vegna blýmengunar frá efnaverksmiðuju: Þrettán hundruð börn með blýeitrun Auglýsingasími – Mest lesið EITT BARNANNA Manganverksmiðja var opnuð á síðasta ári í minna en 500 metra fjarlægð frá grunnskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Íslenska hugbúnaðar- fyrirtækið Dohop hefur samið við fyrirtækið Malaysia Air- ports, sem rekur yfir þrjátíu flugvelli í Malasíu, Indlandi og Tyrklandi, um að þróa og reka flugupplýsingakerfi fyrir heimasíðu flugvallarins í Kuala Lumpur. Kerfið sem um ræðir gerir notendum kleift að finna flug á milli yfir þrjú þúsund flugvalla víðs vegar um heiminn, með áherslu á tengingu í gegnum flugvöllinn í Kuala Lumpur. Um þrjátíu milljónir farþega fara um flugvöllinn á hverju ári. - þeb Þróa flugupplýsingakerfi: Dohop semur við flugvallarisa KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.