Fréttablaðið - 22.08.2009, Page 8

Fréttablaðið - 22.08.2009, Page 8
8 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR 1 Hver er ritstjóri tímaritsins Vísbendingar? 2 Hvað heitir forstjóri Straums? 3 Hver er heimsmetstími Usa- ins Bolt í 200 metra hlaupi? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62 URÐUR SLE IPN IR F ISH ERMAN Pottþéttur í skólann fyrir athafnasöm börn. Sportlegur, vindheldur og vatnsfráhrindandi. Vatnsheldur sjóara bakpoki. jakki og buxur jakki og buxur bakpoki Verð jakki: 8.400 kr. Verð buxur: 5.800 kr. Verð jakki: 19.800 kr. Verð buxur: 16.800 kr. Verð: 8.800 kr. LÖGREGLA Fimmtíu grömm af amfetamíni fundust við leit í bif- reið rétt fyrir utan Blönduós á tíunda tímanum á fimmtudags- kvöldið. Farþegar bifreiðarinnar voru tveir, karl og kona á þrítugs- aldri. Um var að ræða efni sem voru mjög hrein og hægt að drýgja verulega. Voru þau ætluð til sölu á Norðurlandi, aðallega á Eyjafjarðarsvæðinu. Grunur vaknaði hjá lögreglu við reglubundið eftirlit þegar sást til bifreiðar á norðurleið. Kallaður var til lögreglumaður með fíkniefnahund lögreglunnar á Blönduósi og fundust efnin fljótlega. Eftir skýrslutökur hjá lögreglu var fólkið frjálst ferða sinna. - vsp Amfetamín á Blönduósi: Hægt að drýgja efnin verulega BANDARÍKIN, AP Tæpur helmingur Bandaríkjamanna, um 49 prósent þeirra sem tóku þátt í nýrri skoðanakönnun, segist trúa því að Barack Obama Banda- ríkjaforseti muni taka rétt- ar ákvarðanir. Könnunin var gerð á vegum dagblaðsins Washington Post og ABC-frétta- stofunnar, og niðurstöður birtar í gær. Í könnun sem gerð var eftir að Obama hafði setið 100 daga í embætti sögðust sextíu prósent aðspurðra treysta ákvörðunum hans. Um 57 prósent aðspurðra í nýju könnuninni sögðust ánægð með störf forsetans, sem er tólf pró- sentustigum minna en í apríl. - bj Ljómi breytinganna dofnar: Um helmingur treystir Obama BARACK OBAMA FJÖLMIÐLAR Framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Birtíngs, Elín G. Ragnarsdóttir, vill að lögmað- urinn Vilhjálmur H. Vilhjálms- son biðji blaðamenn sem starfa hjá útgáfunni afsökunar á þeim orðum sínum að þeir séu síbrota- menn á sviði ærumeiðinga og annarra brota á prentlögum. Elín hótar því í fréttatilkynningu að kæra ella Vilhjálm til siðanefnd- ar lögmannafélagsins fyrir ýmis brot. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá fyrirhugaðri stefnu fjölskyldu úr Sandgerði á hendur ritstjóra Vikunnar, vegna ummæla við- mælanda Vikunnar um fjöl- skylduföðurinn og dóttur hans. Vilhjálmur rekur málið og sagð- ist meðal annars ætla að byggja á því að Birtíngur og starfsfólk útgáfunnar væru síbrotamenn á sviði ærumeiðinga og annarra brota á lögum um prentrétt. Í tilkynningunni frá Elínu segir að enginn starfsmaður Birt- íngs hafi verið dæmdur tvisvar eða oftar fyrir meiðyrði í starfi sínu hjá félaginu. Því sé ósvífni að kalla þá síbrotamenn. Þá segir einnig að Vilhjálmur hafi ítrekað gerst brotlegur við siðareglur lögmannafélagsins, meðal annars með því að láta fyrirfarast að bjóða sættir áður en stefnt er. Biðjist Vilhjálmur ekki afsökunar hljóti að koma til álita að siðanefnd lögmanna- félagsins fái að taka afstöðu til þess hvort Vilhjálmur sé sjálfur síbrotamaður. Vilhjálmur segir að honum hafi ekki borist nein krafa um afsök- unarbeiðni frá Birtíngi og geti því að svo stöddu ekki tekið afstöðu til málsins. Hins vegar hafi hann ekkert sagt við Fréttablaðið í gær sem hann geti ekki staðið við. „Ég hef kannski misskilið eitt- hvað. Ég hélt að það væri Birt- íngur sem skuldaði skjólstæð- ingum mínum afsökunarbeiðni,“ segir hann og vísar að öðru leyti í grein sem hann birtir í Frétta- blaðinu í dag. - sh Framkvæmdastjóri Birtíngs vill að lögmaður biðjist afsökunar á orðum sínum: Birtíngur hótar að kæra Vilhjálm til siðanefndar ELÍN G. RAGNARSDÓTTIR VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON LÖGREGLUMÁL Lögreglan hefur óskað eftir því að Bjarki Freyr Sigurgeirsson, sem grunaður er um að hafa banað kunningja sínum í Dalshrauni í Hafnarfirði á mánudagskvöld, sæti geðrann- sókn til að skera úr um sakhæfi hans. Það mun vera vanalegt í málum sem þessum að rannsaka geðheilbrigði manna. Bjarki er talinn hafa barið manninn til bana með eldhús- áhaldi, að öllum líkindum sam- lokugrilli, eftir að þeim sinnaðist. Ekki hefur fengist gefið upp hvort Bjarki hefur játað glæpinn. Hann mun sitja í gæsluvarðhaldi til 1. september. - sh Morðið í Dalshrauni: Sá grunaði sæt- ir geðrannsókn Í DALSHRAUNI Það var í þessu húsi sem Bjarki bankaði alblóðugur upp á hjá nágranna sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fangi vill ekki til Bosníu Alsírskur fangi, sem Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að sleppa úr fanga- búðunum við Guantanamo-flóa á Kúbu, berst gegn því að vera sendur til Bosníu, þar sem hann var hand- tekinn árið 2001, því þaðan verði hann líklega sendur til Alsír þar sem fangavist bíður. BANDARÍKINN Grjóthrun á sólarströnd Fimm manns fórust og að minnsta kosti fjórir særðust á sólarströnd í bænum Albufeira á Algarve í Portúgal í gær þegar grjót hrundi úr klettum fyrir ofan ströndina. PORTÚGAL ATVINNUMÁL Rúmlega tólf og hálf- ur milljarður króna var greiddur út í atvinnuleysisbætur fyrstu sex mánuði ársins. Þetta þýðir að kostnaður við atvinnuleysis- bætur var rúm- lega 69 milljónir á dag. Sömu sex mánuði í fyrra var rúmur millj- arður greiddur út. Greiðslurnar tólffölduðust því á milli ára. „Það er engum blöðum um það að fletta að þetta er gífurlega mikil breyting,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Við erum oft og tíðum að borga svipað á mánuði nú og við gerðum í heilt ár á meðan góðærið var.“ Í fjárlögum ársins 2009 er gert ráð fyrir rúmum sautján og hálfum milljarði króna í atvinnuleysisbæt- ur. Fór 71 prósent þeirrar upphæð- ar í greiðslur fyrstu sex mánuði ársins. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir sjóð- inn þó fara langleiðina með að standa undir útgjöldum ársins. „Það kemur til af því að við áttum inni frá fyrri árum. Svo skilar sér tryggingagjald, iðgjaldagreiðslur atvinnulífsins, í sjóðinn. Það hækk- aði 1. júlí,“ segir hann. „Á næsta ári mun innistæð- an tæmast, og fjármögnunin mun ekki dekka það mikla atvinnuleysi sem fyrirsjáanlegt er á næsta ári, nema að hluta. Það rjátlast í sjóð- inn alltaf, á meðan einhverjir eru að greiða laun í landinu.“ Gissur segir þó að ekki megi setja málin þannig upp að þegar sjóðurinn tæmist verði hætt að borga. „Þá er tvennt til ráða. Annars vegar að hækka skattinn á atvinnulífið enn meira, sem er nú kannski ekki mjög ráðlegt, eða að ríkisvaldið hlaupi undir bagga, eins og búið er að gera undanfarin ár með ábyrgðar- sjóð launa til dæmis. Þetta er bara úrvinnsluefni ríkisfjármála hvern- ig fjármögnunin er tryggð.“ Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segist vona að sjóð- urinn dugi út þetta ár. „En það er alveg á hreinu að við munum ekki láta hann komast í vanda. það verð- ur staðið á bak við það fram í rauð- an dauðann að hann geti greitt út bætur og það er augljóst að þá þarf að koma til viðbótarfjármagn úr ríkissjóði ef hans tekjustofnar duga ekki til.“ Meðalatvinnuleysi þennan fyrri helming ársins var 8,3 prósent. Á sama tíma í fyrra var það eitt pró- sent. Í fyrra námu grunnatvinnu- leysisbætur um 136 þúsund krón- um, en sú upphæð var hækkuð um síðustu áramót í tæpar 150 þús- und krónur. Fyrstu þrjá mánuði atvinnuleysis eru bæturnar tekju- tengdar. Þær nema þó aldrei hærri upphæð en 242 þúsundum. Gissur segir tekjutenginguna ekki svo dýra fyrir sjóðinn. „Það eru ein- hver hundruð milljóna, ekki millj- arðar. Það er fyrst og fremst fjöldi atvinnulausra sem skýrir þetta ástand.“ thorunn@frettabladid.is Greiðslurnar tólf- faldast á milli ára Tólf og hálfur milljarður króna var greiddur út í atvinnuleysisbætur á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra var greiddur út milljarður. Atvinnu- leysistryggingasjóður mun ekki standa undir sér á næsta ári nema að hluta. GISSUR PÉTURSSON HJÁ VINNUMÁLASTOFNUN Tæplega 16 þúsund manns eru nú skráðir á atvinnuleys- isskrá. Vinnumálastofnun greiddi út rúmlega tólf og hálfan milljarð króna fyrstu sex mánuði ársins. Það er 71 prósent þeirrar upphæðar sem sjóðnum var áætlað fyrir árið í fjárlögum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.