Fréttablaðið - 22.08.2009, Page 10

Fréttablaðið - 22.08.2009, Page 10
10 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR VIÐSKIPTI Þóknun sem lögmanns- stofan Lögmál innheimti af bruna- tryggingu hjá Tryggingamiðstöð- inni (TM) er tæplega sjöfalt hærri en lög gera ráð fyrir. Þetta er mat Lögmanna- félagsins og talsmanns neyt- enda. Fréttablað- ið sagði frá því á þriðjudaginn að maður sem skuldaði 1.549 krónur í bruna- tryggingu hjá TM fékk rukkun upp á 14.613 krónur, eftir að upp- hæðin fór í innheimtu. Samkvæmt nýlegri reglugerð var sett þak á innheimtuþóknanir. Ef höfuðstóll er undir 3.000 krónum má þóknun vera hæst 1.250 krónur. Ingimar Ingimarsson, fram- kvæmdastjóri Lögmannafélags- ins, telur að í máli eins og þessu sé um milliinnheimtu að ræða og því hefði einungis mátt rukka 1.250 krónur. Með milliinnheimtu er átt við það þegar skuldari hefur fengið innheimtuviðvörun en löginnheimta ekki hafin. Gerir hann ráð fyrir að senda lögmönn- um áréttingu um gildissvið nýju reglugerðarinnar sem tók gildi 1. febrúar. Segir Ingimar þetta í annað sinn sem Lögmannafélagið hafi orðið vart við misskilning lög- manna frá því að reglugerðin tók gildi. Elvar Örn Unnsteinsson, einn eigenda Lögmáls, er ósammála túlkun Lögmannafélagsins og talsmanns neytenda. Segir hann að þegar umbjóðandi hans, í þessu tilviki TM, hafi varað skuldara við þrisvar sinnum sé innheimtu- bréf lögmanns löginnheimta. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir að löginnheimta sé aðeins þegar mál sé komið til sýslumanns eða dómstóla og hægt sé að grípa til úrræða eins og fjárnáms. „Ég vona að svona misskiln- ingur eins og þessi tíðkist ekki almennt en ég hafði veður af því fyrr í vor að einhverjar lög- mannsstofur kynnu að hafa mis- skilið þetta,“ segir Gísli Tryggva- son sem taldi ástæðu til að leiðrétta þennan misskilning í kjölfar fréttar Fréttablaðsins á þriðjudaginn. Gísli hefur beint því til Lög- mannafélagsins að minna lög- menn á gildissvið innheimtulag- anna. Hægt er að skjóta málum er varða innheimtukostnað til úrskurðarnefndar lögmanna. vidir@frettabladid.is Þóknun til lögmanns- stofu alltof há Þóknun sem lögmannsstofa innheimti er sjöfalt hærri en lög leyfa. Lögmenn misskilja lögin segir Lögmannafélagsið. Talsmaður neytenda vonar að misskilningurinn sé ekki útbreiddur. INNHEIMTUBRÉFIÐ Eins og sjá má rukkaði Lögmál 8.302 krónur í innheimtuþóknun. Samkvæmt reglugerð er þak á svona lágri skuld 1.250 krónur. GÍSLI TRYGGVASON ALLAR Í RÖÐ Í Niteroi-dýragarðinum í Brasilíu er dýrasjúkrahús þar sem þessar uglur stilltu sér upp í beina röð nýverið. Nú er vetur í Brasilíu og fleiri dýr á sjúkrahúsinu en vant er. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AFGANISTAN, AP Bæði Hamid Karz- ai, núverandi forseti, og Abdullah Abdullah, fyrrverandi utanríkis- ráðherra í stjórn Karzais, sögð- ust í gær sannfærðir um að hafa unnið sigur í forsetakosningunum í Afganistan sem haldnar voru dag- inn áður. Fyrstu bráðabirgðaniðurstöður atkvæðatalningar verða þó ekki birtar fyrr en á þriðjudag. Taln- ingu atkvæða í mörgum kjördæm- um er þó lokið, en atkvæðin voru send eftir talningu til höfuðborgar- innar Kabúl. Stuðningsmenn Abdullahs segj- ast vera að kanna fullyrðingar um kosningasvindl víða í héruð- um Pastúna í suðurhluta landsins, þar sem búist er við að Karzai nái góðum árangri, enda er hann sjálf- ur Pastúni. Nái hvorki Karzai né Abdullah einföldum meirihluta atkvæða þá þarf að efna til annarrar umferð- ar kosninganna, þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja sem flest atkvæðin fengu, sem að öllum líkindum verða þeir Karzai og Abdullah. „Ég ráðlegg öllum frambjóðend- um að sýna þolinmæði og bíða þang- að til niðurstöður talningar fara í gegnum rétta aðila og úrslitin verða tilkynnt,“ sagði Daoud Ali Najafi, yfirmaður aðalkjörstjórnar. - gb Bið verður á því að úrslit fáist úr forsetakosningunum í Afganistan: Tveir segjast vera sigurvegarar ATKVÆÐIN TALIN Fyrstu niðurstöður úr talningu atkvæða verða ekki birtar fyrr en á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Fyrirvarar við Icesave- samninginn, sem fjárlaganefnd samþykkti á dögunum, gætu haft jákvæð áhrif á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Þetta er mat lánshæfis matsfyrirtækisins Moody‘s. Segir Moody‘s að fyrirvararnir veiti ákveðið öryggi í fjármálum landsins þar sem þeir komi í veg fyrir að skuldin verði mjög há. Einnig séu ákvæði um end- ursamninga við Breta og Hol- lendinga. Þetta tvennt er talið geta haft góð áhrif á lánshæfis- einkunnina. Þrátt fyrir þetta eru nokkur atriði óleyst, að mati Moody‘s og horfur áfram nei- kvæðar. - vsp Lánshæfiseinkunn ríkisins: Gæti hækkað vegna fyrirvara Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.