Fréttablaðið - 22.08.2009, Page 16

Fréttablaðið - 22.08.2009, Page 16
16 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Við myndun ríkisstjórnar-innar kom skýrt fram að eitt helsta markmið henn-ar var að skerpa á and- stæðum í íslenskum stjórnmálum. Í þessu ljósi er um margt áhugavert að skoða niðurstöðu Icesave-máls- ins frá pólitísku sjónarhorni. Ríkisstjórnin er fyrsta hrein- ræktaða vinstri stjórnin í land- inu. Ekki er þar með sagt að hún hafi gert tilaun til að skerpa hug- myndafræðilegar andstæður. Þvert á móti. Grundvöllur stefnu hennar í efnahagsmálum er samkomulag- ið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fyrri ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins gerði. Áður fyrr gekk Alþýðubanda- lagið inn í ríkisstjórnir með því að fórna stefnu sinni í utanríkismálum. Það var réttlætt með varðstöðu um ríkisútgjöld og velferð. Nú fórnar VG hvoru tveggja. Réttlæt- ingin er sú helst að halda Sjálf- stæðisflokknum frá völdum. Eftir skoðanakönnun- um hefur það verið nokkuð góð pólitísk söluvara. Icesave-málið er ekki einasta lang stærsta viðfangsefni ríkis- stjórnarinnar. Það beinlínis snerist um grundvöll efnahagsstefnunnar sem er samningurinn við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn. Þegar ljóst var að ríkisstjórnin hafði ekki vald á mál- inu vegna innbyrðis andstöðu voru samningar við Sjálfstæðisflokkinn eini kosturinn. Í raun kallar þetta á nýja rétt- lætingu fyrir stjórnarsamstarfinu. Ólíklegt er að andstaða við að hag- nýta orkulindirnar dugi ein og sér í því efni. Hætt er við að almenn- ingur líti á það viðfangsefni með öðrum augum en á tíma bankaupp- sveiflunnar. Spurning er hvort af þessari framvindu mála megi draga þá ályktun að stjórnarflokkarnir muni hverfa frá þeim grundvelli sam- starfsins að skerpa og ala á póli- tískum andstæðum. Á þessu stigi er ekki unnt að hrapa að slíkri nið- urstöðu. Reyndar er fátt sem bend- ir til að svo verði. Framhald á innri veikleikum gæti þó breytt því mati þegar fram líður. SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR M aður er manns gaman, sögðu gömlu mennirn- ir. Í dag koma borgarbúar saman á torgum og strætum höfuðstaðarins, Menningarnótt blasir við með öllum sínum uppákomum og furðum. Dagurinn verður langur og endar í ljósadýrð á hausthimninum. Samkomuhaldi okkar þennan dag svipar til lífsins: við leggj- um af stað árla með fögur fyrirheit og miklar vonir, örkum um stéttar og götur, reynum að halda okkur sólarmegin og í skjóli. Förin á þröngu svæði liggur yfir holt og hæðir, stundum stefnulaust ráp og í hringi – hvar er eitthvað spennandi? Er ég að missa af einhverju? Stefnumót misfarast, vinir fara á mis. Eigum við ekki að hringjast á? Undrið er svo að finna gamla þreytta frænku á bekk eða rek- ast á gamlan skólafélaga sem veit enn allt best og getur kennt öllum hvernig á að gera hlutina þótt hárið fagra sé horfið og hann kominn með gleraugu til að sjá betur. Eða þá að rekast á börnin sem eru orðin ungt fólk með spriklandi lífið í höndum sér og glampandi bros í augum: ég er svona stór! Og mannhafið stækkar á strætunum, stendur af sér skúr stutta stund í skjóli húsanna misgamalla í götunum okkar skrýtnu sem hafa fæstar nokkurn heildarsvip en eru eins og sýnikennsla í misleitum stílum tuttugustu aldarinnar. Í jaðrin- um er bílaflotinn á breiðum flákum, stolt okkar, skuldum vaf- inn, einhvers konar staðfesting á að þegar við höfðum loksins byggt borg, varð hún að vera kópía af sveitinni fornu þar sem langt var á milli bæja svo dagspart þurfti til að reka erindi eða hitta mann. Hvar lagði ég aftur bílnum? Og skarinn, háir og lágir á sama rólinu, finnur á endanum sitt rórill, hver og einn sinn stað. Öll erum við kvíðin vetrin- um, reynum að búa okkur fyrir haustveðrin, tilbúin að skilja, jafnvel fyrirgefa misgerðir og gæfuleysið sem okkur var svo snögglega steypt í. Hvar vorum við fyrir ári? Hver vorum við fyrir ári? Hver erum við nú? Hvert liggur leiðin okkar héðan? Víst gæti námskeið í afsökunum hjálpað sumum eitthvað, en fyrirgefningin er ekki eins manns yfirbót og iðrun. Hún er meira og stærra og teygir sig víðar eftir því sem afbrotið og misgjörðin hefur víðtækari áhrif. Og hafi brotamaðurinn steigurlætið eitt í hjarta sér mun hann aðeins uppskera fyrir- litninguna sem er ekki síður erfitt að bera með sér. Við þurfum að hreinsa út. Menningarnótt og samkomuhald langan sumardag færir okkur saman og við nýtum þau tækifæri vel og oftast stór- slysalaust þótt alltaf sé gikkur í veiðistöð og glanni á göngunni. Þar komum við til dyranna eins og við erum klædd: bjartsýn og reiðubúin að vera veitul, svolítið feimin en reynum að vera hress en þó við öllu búin. Það geta skipast hratt veður í lofti og stormur skollið á. Við erum þrátt fyrir allt berskjölduð fyrir öllum veðrum á eyjunni okkar. Og nú göngum við út í daginn saman, mætumst og verum glöð. Grípum daginn. Veðrið kl. 18: Ertu búinn í bæinn? PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Er þörf á nýrri réttlætingu? Á þessum vettvangi var því spáð að andstöðuhópurinn innan stjórnarliðsins undir forystu Ögmundar Jónas- sonar heilbrigðisráðherra myndi að lokum láta undan og sættast á mála- mynda athugasemdir í nefndaráliti. Það fór á annan veg. Þó að ekki hafi verið upplýst hvernig samningar tókust milli stjórnarflokkanna og Sjálfstæðis- flokksins á bak við tjöldin eru skýr teikn á lofti um að heilbrigðisráð- herra hafi leikið lykilhlutverk í því máli. Hann tefldi mjög djarft og tók mikla pólitíska áhættu. Eina hliðstæðan við uppreisn heil- brigðisráðherrans er andstaða ráð- herra Alþýðubandalagsins á sínum tíma gegn landhelgissamningunum. Munurinn er sá að þeir urðu undir en hann ofan á. Engum vafa er því undirorpið að hann hefur styrkt stöðu sína. Forysta Sjálfstæðisflokksins var í snúinni stöðu. Samningar voru ekki aðeins óhjákvæmilegir eftir eðli málsins heldur rökrétt fram- hald af fyrri ákvörðunum flokks- ins í ríkisstjórn. Hins vegar var samningsniðurstaðan óásættanleg vegna þeirra alvarlegu mistaka for- sætisráðherra að taka ekki pólitísk álitaefni samninganna upp á borð forsætisráðherra landanna strax á vordögum. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins sýndi því hyggindi með því að halda á málinu á þann veg sem gert var. Hann hagnýtti sér ágreininginn innan stjórnarliðsins til að knýja fram þolanlega niður- stöðu. Það var ábyrg afstaða sem treyst hefur stöðu hans til mikilla muna. Með þessu móti hefur honum tekist að setja þverbrest í þá helstu undirstöðu stjórnarsamstarfsins að vera fyrst og fremst á móti Sjálf- stæðisflokknum. Ekki er víst að sú réttlæting verði jafn góð söluvara á eftir. Ljóst er að andstöðuhópurinn innan VG hafði ekki bolmagn einn og sér til að knýja meirihlutann í stjórnarliðinu til þeirrar niður- stöðu sem varð. Sá árangur valt alfarið á þátttöku Sjálfstæðis- flokksins. Ábyrg og einörð fram- ganga fjármálaráðherrans í mál- inu gerir það að verkum að hann skaðast sennilega ekki þó að hann hafi orðið að beygja sig. Hverjir styrktu stöðu sína? Með hæfilegri einföld-un má segja að VG hafi fátt annað til að viðhalda málefnalegri ímynd sinni en að bregða eftir getu fæti fyrir hverja þá möguleika sem opnast á nýtingu orkulindanna. Sú þrákelkni er eitt af stóru pólitísku vandamálunum sem tefja munu efnahagsendurreisnina. Í tíð fyrri ríkisstjórnar náði þáverandi orkuráðherra tímamóta- niðurstöðu með Sjálfstæðisflokkn- um um skipan orkumála. Um leið og opnað var fyrir möguleika á erlendri sem innlendri einkafjár- festingu í orkuframleiðslu var tryggilega gengið frá því með lög- gjöf að opinberir aðilar hefðu var- anlega yfirráðin yfir orkulindun- um sjálfum. Þegar Orkuveita Reykjavík- ur var af samkeppnisástæðum knúin til að selja hlut í HS orku kom þessi sátt að góðu haldi. Hún auðveldaði lausn á því máli. Eins og sakir standa eigum við varla kost á erlendri fjárfestingu nema í orkuframleiðslu og orkufrekum iðnaði. Þá bregður svo við að ríkis- stjórnin ákveður að tefla þess- ari lausn í uppnám. Þeir innlendu fjármunir sem nota á til þess fara ekki í annað. Verði henni kápan úr því klæðinu aukast fjárhagslegar þrengingar á öðrum sviðum. Þessi afstaða vekur þá spurningu hvort það dugi að hafa asklok fyrir himin í orkumálum. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er ekki ábyrgt af borgarstjórnar- meirihlutanum að spila með í þess- um leik þó að það líti út fyrir að vera klókt. Dugar að hafa asklok fyrir himin? Ertu fangi í eigin líkama? Detox vinnur á umframþyngd, vefjagigt, hjarta- og æðasjúkdómum, bakflæði, þunglyndi, svefnleysi, ristilsjúkdómum, ofnotkun lyfja o.fl. Kynntu þér málin á Detox.is Reykjanesbær - Mývatnssveit - Pólland

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.