Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2009, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 22.08.2009, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 22. ágúst 2009 27 ... Sigurður er úr Njarðvíkum. ... Heiða ólst upp í Hafnarfirði. ... Sigurður gerði sína fyrstu plötu með hljómsveitinni Fálk- um úr Keflavík árið 2001. ... síðan hefur hann komið að gerð fjölda platna. ... Heiða stofnaði fatafyrirtækið Nikita ásamt Rúnari sambýlismanni sínum árið 2000. ... í dag selur Nikita föt sín í yfir þrjátíu löndum um allan heim. ... heimildarmynd um ævintýraför Hjálma til Jamaíka var frumsýnd í Austurbæ í gærkvöldi. ... Að Nikita heldur garðpartí og forsýningu á nýrri verslun sinni á Laugavegi 43 í kvöld, sem opnar formlega í sept- ember. ... þrátt fyrir að vera gríðarlega hávaxinn hefur Sigurður aldrei spilað körfubolta. ... Heiða stundar ekki bara snjóbretti og hjólabretti, hún hjólar líka í mótokross. ➜ VISSIR ÞÚ AÐ... ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 70 41 0 8/ 09 SAMAN FINNUM VIÐ RÉTTU LEIÐINA Úrræði vegna greiðsluerfiðleika Kaupþing býður viðskiptavinum sínum ráðgjöf og ýmis úrræði sem létt geta fjárhagsstöðu heimila í greiðsluvanda. Meðal úrræða sem bankinn býður til að stuðla að lausn á greiðsluvanda eru: • Ráðgjöf • Greiðslujöfnun • Breyting á lánaskilmálum • Tímabundin frestun afborgana • Lenging lánstíma • Skuldaaðlögun Fáðu ítarlegri upplýsingar um úrræði vegna greiðsluerfiðleika á www.kaupthing.is, hafðu samband í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi Kaupþings. að selja alheiminum eitthvað sem er takmarkað af tungumálinu. En engu að síður ætluðum við alltaf að verða heimsfrægir á Íslandi.“ Rassskelling ofalda gríssins Hefur kreppan haft einhver óvænt áhrif á ykkar störf? Er eitthvað jákvætt í stöðunni? Heiða: „Kreppan á Íslandi hefur ekki bein áhrif á okkur sem fyrir- tæki. Nær öll okkar starfsemi er í útlöndum, í dollurum og evrum. Höfuðstöðvarnar okkar eru bara hér og við borgum laun í íslensk- um krónum. Það er allt og sumt.“ Sigurður: „Í fyrsta lagi er þetta náttúrlega engin kreppa, miðað við hvernig þetta var hérna fyrir seinna stríð. Þá var ekki til matur. Það er nóg til af mat og við eigum enn þá hreint vatn. Þetta er ekki svo slæmt. Ókei, við getum kannski ekki alveg verið að blæða í flatskjá í hvert einasta herbergi, enda er það fokking fásinna að ímynda sér að lífið eigi að vera þannig.“ Heiða: „Ég á ekki einu sinni einn flatskjá!“ Sigurður: „Áhrifin á þjóðina sem slíka eru eiginlega bara rass- skelling fyrir ofalinn grísinn. Hættu nú að éta svona mikinn humar, farðu út í sólina og gerðu eitthvað af viti.“ Heiða: „Já, þetta hafði að mörgu leyti góð áhrif á fólk og var ákveð- ið spark í rassinn. Fólk virðist staldra við og hugsa aðeins meira um hlutina.“ Sigurður: „Kreatívitetið er orðið miklu meira. Sem er náttúrlega ekkert nema gott. Gluggapóstur- inn heldur alltaf áfram að koma. Skatturinn er alltaf á eftir þér. Það breytist ekkert. En ég græt ekki yfir glötuðum tækifærum því það er fyrst núna sem tækifærin eru að myndast. Við snúum okkur bara út úr þessu. Það eina sem er auð- vitað hræðilegt við þetta ástand er þetta margsannaða grandvara- leysi feitu grísanna sem hafa kom- ist í valdastöður.“ Heiða og Hjálmarnir Hvernig haldið þið að ykkur myndi vegna ef þið mynduð skipta um starf? Hvernig tónlist mynd- ir þú semja, Heiða, og hvernig föt myndir þú hanna, Sigurður? Hvern mynduð þið fá ykkur til liðsinnis? Heiða: „Í fyrsta lagi þá yrði þetta algjört disaster, alla vega hjá mér. Ég hef aldrei lært á hljóðfæri og ég kann ekki að syngja. En ég gæti samt vel hugsað mér að vera í hljómsveit. Tónlistin mín yrði frekar melló. Kannski myndi ég bara gera reggí. Bob Dylan myndi líka hafa mikil áhrif á mig, ég hlusta svo mikið á hann.“ Sigurður: „Myndirðu ekki bara fá mig með þér?“ Heiða: „Jú, ég myndi alveg pott- þétt fá þig. Við yrðum líka svo flott á sviði saman. Já, ætli ég myndi ekki bara fá ykkur alla strákana í Hjálmum. Ég gæti auðveldlega dottið inn í ykkar fíling.“ Sigurður: „Ég held ég gæti varla unnið sem fatahönnuður. Ég hef svo ofboðslega takmarkaða sýn á hvernig mér finnst að aðrir eigi að klæða sig. Ég hef verulegan athyglisbrest á því sviðinu. En ég myndi pottþétt fá Kidda (Guðmund Kristin Jónsson) með mér í fata- hönnunarbransann. Hann er A- maður, vaknar á morgnana, svar- ar tölvupósti og svona. Ég vakna hins vegar iðulega um hádegi en á það líka til að vinna fram á nótt.“ Heiða: „Svo þú ert ekki alveg þessi níu til fimm týpa? Það er ég ekki heldur. Svo nær maður heldur ekki alltaf að vera skapandi ef maður ætlar að vera mjög skipulagður, þótt það sé auðvitað nauðsynlegt að vera hvort tveggja þegar maður rekur fyrirtæki. Þess vegna skipt- ir gott samstarfsfólk öllu máli.“ Sigurður: „Það skiptir öllu máli. Við Kiddi erum góðir að vinna saman og líka góðir vinir. Þannig að við getum líka spjallað um vesen með konurnar og svoleið- is dótarí. Eins og allir verðum við líka sárir út í hvor annan og svona. En þetta er svona langvar- andi samband sem hefur verið mjög pródúktívt og skemmtilegt. Það er mjög mikils virði í þessu að hafa einhvern til að bakka mann upp. Því stundum er maður alveg í ruglinu, svona þannig.“ Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.