Fréttablaðið - 22.08.2009, Qupperneq 28
28 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
Vertu latur
Slepptu því að fara í ræktina. Freistastu ekki
til að hlaupa upp stigann í stað þess að taka
lyftuna. Eyddu ekki helgarfríinu í ærslafull-
ar sundferðir með börnunum. Jafnvel hófleg
líkamsrækt er nefnilega talin ein öflugasta
leiðin til að viðhalda sterku ónæmiskerfi.
Nuddaðu andlitið
Leggðu hönd undir kinn, boraðu í nefið, nag-
aðu neglurnar, veittu þér andlitsnudd eða
losaðu um merginn í eyrunum. Ómeðvitað
snerta flestir andlitið á sér allt að fimmt-
án sinnum á klukkustund. Þannig bera þeir
sýkla, veirur og hin ýmsu óhreinindi beint
að öndunarfærunum þaðan sem þeir eiga
greiða leið inn í líkamann.
Stundaðu skyndikynni
Er það tilviljun að fréttir berist af heilu
hópunum af gleðiríkum unglingum sem
fara til sólarlanda og snúa þaðan aftur allir
með sömu pestina? Sennilega ekki. Hafir þú
það fyrir reglu að stunda ekki skyndikynni
er álíka áhrifarík leið að fara í hinn sívin-
sæla skemmtistaðasleik, helst marga sama
kvöldið. Hafir þú hins vegar óbeit á frönsk-
um kossum getur þú líka sótt í fjölmenni.
Kringlan á háannatíma, þétt pakkaðir tón-
leikar og flugvélar eru dæmi um staði þar
sem eflaust er pest að fá.
Snertu og fiktaðu
Taktu þétt í hurðarhúna, þrýstu á alla hnapp-
ana í lyftunni, láttu klinkið leika í lófanum
á þér og notaðu tölvuna á bókasafninu í stað
þinnar eigin. Ef þú snertir og fiktar í sem
flestu sem á vegi þínum verður munu ein-
ungis líða nokkrir dagar þangað til flensu-
veiran er komin í þig. Það þarf nefnilega
lítið annað en að ein manneskja mæti sýkt í
vinnuna til að kaffivélin, klósettið og matar-
borðið geti sýkt þig. Veiran getur nefnilega
lifað á dauðum fleti í nokkra klukkutíma.
Ekki þvo þér
Handþvottur er það fyrsta sem þú skalt van-
rækja, viljir þú ná þér í svínaflensu. Finn-
ir þú þig knúinn til að þvo þér gættu þess
þá að hafa hendurnar einungis í nokkr-
ar sekúndur undir bununni, því
þá fara yfirborðsóhreinindin af
en örverurnar halda velli. Það
tekur nefnilega 15 til 30 sek-
úndur að ráða niðurlögum
þeirra. Athugaðu að á mörgum
almenningssalernum hefur
nú verið komið fyrir brúsum
með glærum vökva. Það er
sótthreinsunarspritt sem
drepur allt. Haltu þig
fjarri því.
Lifðu stressuðu lífi
Taugaveiklaðir
g e t a ve r i ð
berskjaldaðir
fyrir
flensunni þar
sem stress
og álag veikir
ónæmiskerfið. Þú
skalt því vinna baki brotnu
og gæta þess að hafa lít-
inn tíma til að slaka á yfir
daginn. Það er gott að
miða við að vera ávallt
á Miklubraut eða öðrum
umferðarslagæðum klukkan átta að morgni
og klukkan fimm síðdegis. Hafðu áhyggjur
af ástvinum þínum, hugsaðu um hrunið og
áhrif þess á lífsgæði þín til æviloka, veltu
þér upp úr glötuðum tækifærum og hafðu
samviskubit yfir öllu því illa sem þú hefur
gert öðru fólki um ævina.
Haltu þér vakandi
Leigðu þér nokkrar spólur, til dæmis ómót-
stæðilega trílógíu eins og Godfather,
og liggðu yfir þeim langt fram á
nótt. Vaknaðu síðan snemma til að
sinna skyldum þínum. Endurtaktu
þetta alla daga vikunnar. Þreyta
minnkar mótstöðu ónæmiskerfis-
ins og langvarandi svefnleysi er
ein vísasta leiðin til að verða
lasinn.
Slepptu hollustunni
Komdu iðulega við
á skyndibitastöð-
um eftir vinnu
og taktu kvöld-
matinn þaðan
með þér heim.
Slepptu því að
elda mat frá
grunni og reyndu
að sniðganga að mestu
ávexti og grænmeti.
Þannig getur þú
verið viss um að
þú fáir of lítið af
vítamínum og stein-
efnum og veikir
þannig ónæmiskerf-
ið. Varaðu þig sérstaklega á hvítlauk. Hann
er stundum kallaður pensilín náttúrunnar.
Í honum er mikið af andoxunarefnum og
hann er talinn bakteríudrepandi. Það er því
óvitlaust að sniðganga hann með öllu, vilji
maður ekki byggja upp varnir líkamans.
Reyktu og drekktu áfengi
Sígarettureykur lamar bifhárin í nefi og
öndunarvegi. Flensuveirurnar eiga því
greiðari leið inn í líkama þeirra sem reykja
að staðaldri. Drykkjufólki er líka hættara
við því að fá hinar ýmsu pestir en öðrum.
Dragðu úr vatnsdrykkju
Vatn hreinsar líkam-
ann. Auðvitað þarftu
að drekka vökva
en reyndu að fá
þér frekar gos-
drykk eða kaffi-
sopa til að væta
kverkarnar held-
ur en að grípa
til vatnsins.
Tíu þjóðráð til að
krækja sér í svínaflensu
Svínaflensa, flensa eða bara kvefpest. Um þær gilda sömu lögmálin: þær berast með dropum
og úða þegar sýkt fólk hóstar eða hnerrar og eru sérstaklega illskeyttar á haustin. Að lifa heilsu-
samlegu lífi er áhrifaríkasta leiðin til að forðast þær. En sumir vilja ná sér í svínaflensu strax,
frekar en að bíða eftir að hún kræki í þá. Ekki skal tekin afstaða til þess hvort það er gáfulegt en
þeir viljugu gætu fylgt þessum tíu ráðum sem Hólmfríður Helga Sigurðardóttir tók saman.