Fréttablaðið - 22.08.2009, Page 30
30 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
Rauði þráð-
urinn í þessu
er óvissan.
Fólk er í
lausu lofti
og óöryggi
bitnar tví-
mælalaust
á störfum
okkar.
Æ
fleiri fregnir hafa
borist af óánægju
innan lögreglunn-
ar. Það sem áður
var fátítt, að lög-
reglumenn viðr-
uðu skoðanir sínar á innviðum og
uppbyggingu, verður æ algengara.
Nýverið felldu lögreglumenn kjara-
samning við ríkið með yfir 90 pró-
sentum atkvæða og kjaraviðræður eru
hafnar. Það er því ljóst að mikil ólga
er innan lögreglunnar og óvíst hvort
upp úr sýður.
Gísli Jökull Gíslason hefur unnið
sem lögreglumaður í almennri lög-
gæslu í tíu ár. Hann er ritstjóri Lög-
reglublaðsins og er nýkominn til starfa
eftir fæðingarorlof. Erla Dögg Guð-
mundsdóttir útskrifaðist úr Lögreglu-
skólanum í desember, en var sagt upp
störfum, ásamt meirihluta nýliða, í
maí. Hún hyggur á störf á ný í lögregl-
unni um leið og færi gefst.
Hvað er það sem helst liggur á lög-
reglumönnum?
Jökull: Það skiptir kannski mestu
máli að það hefur verið mikil stígandi
í þessu, það er ekki eins og það séu að
verða einhverjar breytingar núna allt í
einu. Síðustu tvö ár hafa hlutirnir verið
á leið niður á við. Það sem gerist núna,
væri kannski ekki til að bregðast mjög
hart við, nema af því að það bætist ofan
á allt annað.
Á tveimur árum hafa menn farið
algjörlega í kross. Fyrst eru embætt-
in sameinuð og sett undir sama hatt
og nú er farið í fullkomna andstöðu
þess og búið til dreifðara kerfi en var
fyrir sameiningu, eftir einhverri hug-
myndafræði um kraft smæðarinnar.
Þá er verið að breyta vaktakerfinu og
sundra þeim einingum sem starfað
hafa saman.
Við sáum það í Kópavogi og Hafn-
arfirði þegar þeir komu inn í kerfið,
að aðeins urðu um 50 prósent heimtur
á vaktir. Mönnum sem voru vanir að
vinna saman var skipt upp og áhuginn
á því að móta nýjar starfseiningar var
ekki meiri en þetta.
Tveggja vikna samningar
Erla: Það var voðalega sérstakt að
byrja ferilinn undir þessum kringum-
stæðum. Við vorum tekin inn í skólann
samkvæmt fyrirfram metinni þörf; það
vantaði þennan fjölda. Óvissan hófst
strax í náminu því það varð óvíst hvort
við fengjum starf að lokinni útskrift.
Það var ansi erfitt að vera í skólanum
undir þeim kringumstæðum.
Minn útskriftarhópur var síðan allur
atvinnulaus í einn mánuð að útskrift
lokinni, ekkert okkar fékk vinnu strax.
Það er síðan leyst þannig að okkur er
fyrst boðinn tveggja vikna samningur
og síðan mánaðarsamningar. Í þessu
er náttúrlega fólgið mikið óöryggi, ekki
síst fjárhagslegt, sem ekki er hægt að
bjóða fjölskyldum okkar upp á. Þetta
hefur því verið ansi erfitt fyrir okkar
hóp. Síðan var okkur endanlega sagt
upp í maí.
Þá var um ár síðan greining sýndi að
þörf væri á okkur öllum.
Gjá milli manna
Jökull: Grunnvandamálið hjá lög-
reglunni er að það vantar meiri fjár-
muni. Vissulega hefur maður einhverja
samúð með yfirmönnunum þar sem
þeim er mjög þröngt skorinn stakkur
hvað varðar fjármuni.
En það sem líka er orðið stórt vanda-
mál er að í öllu þessu breytingaferli
hefur myndast gjá á milli þeirra sem
standa að breytingunum og hinna
almennu starfsmanna. Það er orðið
sjálfstætt vandamál þegar svona van-
traust skapast. Flestir lögreglumenn
hafa það á tilfinningunni að yfirmenn
hafi ekki fengið starfsfólkið með sér.
Ég var að koma úr fimm mánaða
fæðingarorlofi og ég finn að mórallinn
hefur aldrei verið svona slæmur. Það
er óöryggi hjá öllum og sumir lögreglu-
menn eru mjög reiðir og skilja ekki af
hverju þetta þarf að vera svona. Þetta
er svolítið eins og að skipta út fjöl-
skyldunni, enda fáir sem maður hittir
eins mikið og starfsfélagana ef miðað
er við vökutíma.
Erla: Fólk er svolítið í lausu lofti og
ef ég má bæta því við þá var það mjög
erfitt fyrir okkur nýliðana þegar við
vorum látin fara. Einingarnar, það
er þeir sem vinna mest saman, verða
svolítið eins og fjölskyldur. Við vitum
af því þegar okkur er sagt upp að við
skiljum okkar fjölskyldu, okkar eining-
ar, eftir með mun meira álag en áður.
Álagið var mikið en maður hugsar með
sér: vá, hvernig verður álagið þegar
við erum farin?
Jökull: Enginn sem þekkir til lög-
reglustarfa getur sagt annað en að
full þörf hafi verið fyrir nýliðana sem
fóru. Eins kaldhæðið og það er þá er
hluti af rekstrarvandanum sá, fyrir
Óöryggi bitnar á störfum okkar
Mikil ólga er á meðal lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu enda hafa verið tíðar breytingar á högum þeirra og starfsumhverfi.
Starfsfólki hefur fækkað og álag aukist á sama tíma og afbrotum hefur fjölgað. Kolbeinn Óttarsson Proppé settist niður með
þeim Gísla Jökli Gíslasyni, starfandi lögreglumanni, og Erlu Dögg Guðmundsdóttur, sem sagt var upp í maí, og ræddi málin.
Jökull: Það er tvennt sem mun hafa mikil áhrif á hvað gerist næst. Annars vegar er
það vaktafyrirkomulagið, en enginn veit hvaða vaktir hann fær á næstunni. Kerfið er
valfrjálst og menn velja sér vaktir, en enginn veit enn hvaða vaktir hann fær af þeim
sem hann valdi sér. Þetta virðist mikið lotterí, menn geti valið x og fengið b. Verði
niðurstaðan óhagkvæm og endalaust verið að riðla því sem menn báðu um gæti það
verið kveikur í púðurtunnu og haft áhrif á þá sem eru hvað reiðastir.
Hitt sem gæti kveikt í mönnum, er ef lögreglumenn slasast mjög alvarlega í starfi.
Menn hafa lengi varað við því. Ef ég á að vera raunsær þá er það bara tímaspursmál
hvenær lögreglumaður verður drepinn í starfi.
➜ EINHVER VERÐUR DREPINN
Jökull: Ég fann það eftir að ég kom aftur úr orlofi
að meira að segja jákvæðustu menn eru orðnir nei-
kvæðir. Það er kominn skemmd í rótina með þessari
viðvarandi óvissu.
Erla: Þessu hefur verið lýst sem meini og það er
alveg rétt. Þetta er mein og það bara stækkar og
stækkar og stækkar. Þetta var slæmt þegar ég hætti,
en það sem ég hef heyrt af félögunum sem eru enn
við störf, er að þetta hefur bara stækkað og óörygg-
ið er orðið meira.
Jökull: Það felst mikið álag í starfinu og því fylgir
áhætta. Fyrir vikið þarf starfsumhverfið að vera eins
og bómull utan um okkur. Þegar það er orðið hluti
af álaginu er það slæmt.
Erla: Það er það sem tengir vaktirnar svona vel
saman; þær eru bómullin utan um okkur. Við leitum
svo mikið hvert til annars og það er mikið lím í
vöktunum, við ræðum erfið mál saman.
Ég hef fylgst með ástandinu í tíu ár og það hefur
breyst mjög. Einu sinni færðu allir bílar sig nær
útkalli sem fylgdi óvissa, þó að þeir sinntu því ekki. Í
dag höfum við ekki bíla til þess.
Ég fór í yfirstandandi innbrot þar sem talið var
að maðurinn væri enn í húsinu, sem reyndist rétt.
Við fórum tveir inn í hús í miðbæ Reykjavíkur, en
næsti bíll sem hefði komið okkur til aðstoðar, var í
Hafnarfirði.
ÞAÐ ER KOMIN SKEMMD Í RÓTINA
utan að ekki var nægt fé til að byrja
með, að þetta ár hefur verið gífurlega
kostnaðarsamt í löggæslu. Lögreglu-
mönnum finnst þeir hafa staðið sig
eins og hetjur þetta ár, en það bitnar
síðan bara strax aftur á þeim.
Það að þeir hafi unnið svo mikið og
lagt svo mikið á sig þýðir að allt í einu
er ekki til nægur peningur og allir nýir
lögreglumenn eru látnir fara; sem er
afleiðing af því að þeir voru að gera
eitthvað vel.
Erla: Það myndast gríðarlega góður
félagsskapur á vöktunum og þess
vegna er svo hættulegt að hrófla við
þeim. Fólk er kannski nýbúið að tak-
ast á við breytingar, eins og í Hafnar-
firði og Kópavogi eftir að allt var sett á
Hverfisgötu, þegar á að fara að sundra
öllu aftur.
Ég starfa ekki í lögreglunni núna,
en það er stutt síðan ég var þar. Þar
ríkir geysileg ólga og það er erfitt að
vinna undir þessum kringumstæð-
um. Maður er ekki með trausta vinnu,
margir aðeins ráðnir tímabundið, og
síðan missa menn félaga sína og sjá að
breytingarnar sundra starfseiningum.
Þá kemur upp mikil reiði og það bitnar
örugglega á starfsmönnum. Það bitn-
ar á því hvernig við vinnum vinnuna
okkar.
Óvissan er rauði þráðurinn
Jökull: Það er enginn sem deilir um
að lögreglumenn eru of fáir og nú eru
allir óöruggir, þegar búið er að boða
enn einar breytingarnar. Nú á að sam-
eina lögreglu á landsvísu og það þarf
ekki að vera slæmt. En ef það gerist
verður að gera það vel, það þýðir ekki
að henda saman einhverjum þremur
einstaklingum og halda að þeir geti
teiknað saman nýtt skipurit sem glóra
er í. Það þarf að leggja talsvert mikla
vinnu og fjármuni í málið.
En ráðherra hefur nú tilkynnt að
sameiningin nú eigi að fækka yfir-
mönnum. Og þó að það hafi myndast
gjá á milli almennra lögreglumanna
og yfirmanna þá hjálpar það heldur
ekki til ef báðum megin gjárinnar
eru menn orðnir óöruggir með sína
framtíð.
Erla: Rauði þráðurinn í þessu
er óvissan. Fólk er í lausu lofti og
óöryggi bitnar tvímælalaust á störf-
um okkar. Við sem fórum í skólann
gerðum það vegna gríðarlegs áhuga
á þessu. Maður fer ekki í skólann
nema til að gera þetta að ævistarfi
sínu. Fólk hefur geysilegan áhuga á að
starfa við þetta og við förum ekki af
fúsum og frjálsum vilja úr stéttinni.
Sjálf var ég svo heppin að fá starf
hjá fyrirtæki í sumar en síðan stefni
ég á háskólanám. Ég ætla að bíða af
mér ástandið og vonast til að öldurn-
ar lægi næstu þrjú til fjögur árin, svo
að ég geti tekið upp þráðinn aftur og
komist inn í starfið á ný. Það er ekki
hægt að bjóða minni fjölskyldu upp á
að ég sé ráðin einn og einn mánuð í
senn, frekar snýr maður sér eitthvað
annað.
Óháð úttekt
Jökull: Ég er ekki of bjartsýnn á
kjarasamninga, það eru niðurskurðar-
tímar fram undan. Lögreglumenn
hafa náttúrlega ekki verkfallsrétt og
því eru hendur þeirra bundnar. Ég
held að við ættum að láta reyna á það
og fá þá bara dóm sem væri hægt að
hnekkja. Lögreglulið í kringum okkur
hefur verkfallsrétt, en við sömdum
hann af okkur í samningum; seldum
fyrir perlur segja sumir.
Ég held að tími sé kominn til að
gera óháða úttekt á lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu. Fá utanaðkom-
andi aðila til að leggja mat á hvernig
hlutirnir eru orðnir. Mér finnst marg-
ir lögreglumenn binda vonir við að
hlutirnir verði stokkaðir algjörlega
upp á nýtt og lögreglan sniðin að því
sem hún þarf að vera, en það verður
að gera það vel.
Þangað til held ég að flestir kjósi
óbreytt ástand, að ekki verði skorið
meira niður og vinnufyrirkomulagi
verði haldið óbreyttu þar til framtíð-
in liggur ljós fyrir. Útópían væri þá sú
að ráða aftur þá sem eru farnir.
Sjálfur hef ég verið að hugsa minn
gang, en ég er ekki kominn að nein-
um þanmörkum. Nýkominn til starfa
eftir orlof og á leið til Danmerkur í
starfsnám. En ansi margir eru mjög
reiðir.
TELJA LÖGREGLUNA KOMNA AÐ ÞOLMÖRKUM Erla Dögg Guðmundsdóttir og Gísli Jökull Gíslason hafa áhyggjur af þróun lögreglunnar. Langvarandi fjársvelti og hringl-
andaháttur í skipulagi valdi lögreglumönnum óvissu. Margir séu mjög reiðir vegna ástandsins og íhugi uppsagnir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI