Fréttablaðið - 22.08.2009, Síða 32

Fréttablaðið - 22.08.2009, Síða 32
32 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Þ að kann að koma furðulega fyrir sjónir að kvennalandsliðið í knattspyrnu nái þeim frábæra árangri að komast í lokakeppni stórmóts fyrst eftir að Ásthildur Helgadóttir ákvað að ljúka sínum knattspyrnuferli. Hún er enn á besta aldri knattspyrnumanns en þrálát meiðsli gerðu það að verk- um að hún ákvað að hætta. Hún sér ekki eftir þeirri ákvörðun í dag og samgleðst fyrrum liðsfélögum sínum í landsliðinu. „Ég sá fyrir mér þegar ég hætti að við myndum komast á stórmót innan fárra ára. Það var engin spurning í mínum huga,“ sagði Ásthildur. „En ég gerði þetta upp við mig á sínum tíma. Vissulega er söknuðurinn til staðar því þetta var líf mitt í svo langan tíma. En í dag er ég svo ánægð með fjölskyld- una mína og litla drenginn minn. Ég er ekki viss um að ég ætti þessa fjölskyldu í dag ef ég væri enn á fullu í boltanum.“ Ásthildi þarf vart að kynna. Hún er án nokkurs vafa besta knatt- spyrnukona sem Ísland hefur alið af sér og á frábæran feril að baki með landsliðinu sem og félagslið- um bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hún hætti árið 2007 og í lok maí- mánaðar síðastliðins eignaðist hún son, Hannes. Þó hún sé ekki lengur að spila finnur hún mikið fyrir áhuga á EM í Finnlandi sem hefst á morg- un. Fyrsti leikur Íslands er gegn Frakklandi á mánudag. „Það hefur ótrúlega mikið gerst í kvennaboltanum og þá sérstak- lega í kringum landsliðið. Lands- menn hafa verið að sýna þessu mikinn áhuga og ég held að allir muni fylgjast mjög vel með mót- inu.“ Krafa um að vinna alla leiki Hún hefur fylgst vel með enda systir hennar, Þóra Björg mark- vörður, enn á fullu með landsliðinu sem og æskuvinkona hennar, Katr- ín Jónsdóttir, sem í dag er fyrir- liði liðsins. Ásthildur segir að ein helsta breytingin sem hún merki á liðinu sé sú krafa sem gerð er um að liðið nái árangri. „Það er krafa um að liðið vinni alla sína leiki og nær sú þróun lengra aftur í tímann en frá því þegar ég hætti. Þetta má rekja um það bil tíu ár aftur í tímann. Mun- urinn á liðinu nú og þá er að nú er mun meiri stöðugleiki í frammi- stöðu liðsins sem og miklu meiri breidd í leikmannahópnum. Það eru leikmenn sem eru yfirleitt á varamannabekknum nú sem marg- ir telja að eigi heima í byrjunar- liðinu.“ Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur að mestu leyti stólað á sömu ellefu leikmenn í undirbúningnum fyrir mótið. Það sé því nokkuð ljóst hvernig byrjunarliðið verði skipað í fyrsta leik. „Ég skil vel að hann skuli gera það því það er ákveðinn kjarni í liðinu sem verður að byggja á og þá sérstaklega í vörninni. Katrín og Guðrún Sóley [Gunnarsdóttir] eru alltaf í vörninni og lykilmenn í liðinu. Það skiptir líka máli að leik- menn finni fyrir trausti.“ Samheldni og barátta Hún segir styrkleika liðsins aðal- lega felast í þeirri samheldni og þeim baráttuanda sem ríkir í lið- inu. „Við höfum farið langt á þeim atriðum og gerum það eflaust áfram. Svo tel ég það einnig styrk fyrir liðið að við erum með einn sterkasta markvörð í heimi. Þóra hefur sýnt oft áður að hún getur gert gæfumuninn og lokað mark- inu eins og þegar við unnum Kína [4-1 í Portúgal], Frakkland [1- 0 á Laugardalsvelli] og gerðum markalaust jafntefli við Banda- ríkin. Svo er Margrét Lára gríð- arlega mikilvæg liðinu og hún er með sterka leikmenn sér við hlið. Liðið er einnig sterkt í loftinu og er það mikilvægt.“ Frakkaleikurinn mikilvægastur Hún efast ekki um að liðið geti náð árangri á mótinu. „Það er mik- ilvægt að einbeita sér að fyrsta leiknum því að ef við náum góðum úrslitum gegn Frökkum gefur það okkur aukinn styrk fyrir leik- inn gegn Noregi. Það væri gott að þurfa ekki að stóla á hagstæð úrslit úr lokaleiknum í riðlinum, gegn geysisterkum Þjóðverjum. En ég hef fulla trú á að þeim takist að komast áfram í 8 liða úrslit.“ Ásthildur kemst þó ekki til Finn- lands þar sem hún er að flytja til Svíþjóðar nú á næstu dögum en mun fylgjast vel með. Hún er þó með eitt heilræði til viðbótar fyrir stelpurnar. „Það eru fáir veikleik- ar í liðinu ef allt gengur upp. En leikmenn verða þá að fara vel með sig og passa að þær standist álag- ið sem fylgir því að spila á svona móti. Þær munu þó án nokkurs vafa fara inn í mótið af fullum krafti alveg eins og þær eiga að gera.“ Hef mikla trú á liðinu Á mánudaginn hefur íslenska landsliðið í knattspyrnu leik á EM í Finnlandi. Ásthildur Helgadóttir þekkir einna best til liðsins og ræddi Eiríkur Stefán Ásgeirsson við hana um möguleika liðsins ytra. Leikmenn landsliðsins MÓTHERJAR ÍSLANDS Í B-RIÐLI ■ Á miðjunni Edda Garðarsdóttir er allt í öllu í miðjuspili íslenska liðsins. Hún tekur nánast allar horn- og aukaspyrnur auk þess sem hún sinnir afar mik- ilvægu varnarhlutverki á miðjunni. Edda er eins og svo margir aðrir í landsliðinu fæddur sigurvegari og hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari og fimm sinnum bik- armeistari. Hún leikur með Örebro í Svíþjóð. ■ Í vörninni Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hefur ásamt Katrínu Jónsdóttur alltaf verið í byrjunarliði íslenska landsliðsins síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við því. Þær skipa því mikilvægan kjarna liðsins. Guðrún Sóley hefur alls fimm sinnum fagn- að Íslandsmeist- aratitlinum og þrívegis orðið bikar- meistari. Hún leikur nú með Djur- gården í Svíþjóð. ■ Leiðtoginn Katrín Jónsdóttir er fyrirliði liðsins og leiðtogi þess jafnt innan vallar sem utan. Hún starfar sem læknir á daginn en hefur verið í knatt- spyrnunni alla sína ævi. Átta sinnum hefur hún orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Hún lék með norska liðinu Kolbotn samhliða námi sínu í læknisfræði þar í landi og varð einu sinni norsk- ur meistari með félaginu. ■ Í sókninni Margrét Lára Viðarsdóttir er líklega þekktasti leikmaður liðsins enda mikið verið í sviðsljós- inu. Hún er ekki nema 23 ára gömul en hefur samt áorkað að skora 48 mörk í 53 landsleikjum sem er vitanlega einstæður árangur. Hún varð þrí- vegis Íslandsmeistari hér á landi og tvisvar bikar- meistari en hún leikur nú með Kristianstad í Svíþjóð. ■ Í markinu Þóra Björg Helgadóttir verður líklega aðalmarkvörður íslenska liðsins í Finnlandi. Hún er með reyndari leik- mönnum liðsins og af mörgum talin með betri markvörðum heimsins í dag. Hún leikur með Kolbotn í Noregi en hefur einnig leikið í Svíþjóð og Belgíu. Hún hefur þó alls átta sinnum orðið Íslandsmeistari og sex sinnum bikar- meistari. ➜ LYKILMENN ÍSLENSKA LIÐSINS 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 Þóra Björg Helgadóttir Félag: Kolbotn, Noregi Landsleikir: 63 Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Félag: Djurgården, Svíþjóð Landsleikir/mörk: 61/1 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Félag: Örebro, Svíþjóð Landsleikir/mörk: 30/1 Edda Garðarsdóttir Félag: Örebro, Svíþjóð Landsleikir/mörk: 71/2 Ásta Árnadóttir Félag: Tyresö, Svíþjóð Landsleikir: 34 Hólmfríður Magnúsdóttir Félag: Kristianstad, Svíþjóð Landsleikir/mörk: 43/10 Dóra Stefánsdóttir Félag: Malmö, Svíþjóð Landsleikir/mörk: 43/3 Katrín Jónsdóttir Félag: Valur Landsleikir/mörk: 85/13 Margrét Lára Viðarsdóttir Félag: Kristianstad, Svíþjóð Landsleikir/mörk: 53/48 Dóra María Lárusdóttir Félag: Valur Landsleikir/mörk: 47/9 Sara Björk Gunnarsdóttir Félag: Breiðablik Landsleikir/mörk: 18/5 Guðný Björk Óðinsdóttir Félag: Kristianstad, Svíþjóð Landsleikir: 14 Guðbjörg Gunnarsdóttir Félag: Djurgården, Svíþjóð Landsleikir: 12 Erna Björk Sigurðardóttir Félag: Breiðablik Landsleikir: 27 Katrín Ómarsdóttir Félag: KR Landsleikir/mörk: 23/3 Rakel Logadóttir Félag: Valur Landsleikir/mörk: 15/1 Erla Steina Arnardóttir Félag: Kristianstad, Svíþjóð Landsleikir/mörk: 37/2 Rakel Hönnudóttir Félag: Þór/KA Landsleikir/mörk: 15/1 Sif Atladóttir Félag: Valur Landsleikir: 12 Fanndís Friðriksdóttir Félag: Breiðablik Landsleikir: 3 Kristín Ýr Bjarnadóttir Félag: Valur Landsleikir: 0 Sandra Sigurðardóttir Félag: Stjarnan Landsleikir: 5 16 17 18 19 20 21 22 Mánudagur 24. ágúst, 17.00 Frakkland Íslenska liðið þekkir það franska vel. Liðin voru í sama riðli í undankeppni EM og eru reyndar einnig saman í riðli í undan- keppni HM sem fer fram í Þýskalandi árið 2011. Ísland vann Frakka á Laugardalsvelli haustið 2007, 1-0, og veit því vel hvað þarf til að bera sigur úr býtum. Frakkar ætla sér þó stóra hluti. Fimmtudagur 27. ágúst, 17.00 Noregur Norðmenn hafa náð frá- bærum árangri á þessum vettvangi og hafa orðið heimsmeistarar (1995), Evrópumeistarar (1987 og 1993) og Ólympíumeist- arar (2000). Norðmenn hafa þar að auki alltaf komist langt í stórmótum. Ísland vann hins vegar sigur á Noregi í fyrsta sinn í vetur. Norska liðið hefur verið að ganga í gegnum breytingar og því talið veikara en oft áður. Sunnudagur 30. ágúst, 13.00 Þýskaland Þjóðverjar hafa borið höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir undanfar- in ár. Þeir hafa fagnað sigri í síðustu tveimur heimsmeistarakeppnum og geta nú unnið sinn fimmta Evrópumeistaratitil í röð og þann áttunda á 20 árum. Þýskaland hefur alls spilað 27 leiki í lokakeppni EM og aðeins tapað einum þeirra - á Ítalíu árið 1993. Það er því ekki að ástæðulausu að Þjóðverjar eru taldir sigur- stranglegastir í Finnlandi. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ Þóra Björg Katrín Ólína Guðbjörg Guðrún Sóley Erna Björk Edda Dóra St. Sara Björk Hólmfríður Margrét Lára Dóra María Á EFTIR BOLTA KEMUR BARN Ásthildur með son sinn, Hannes Hjartarson, sem fædd- ist í lok maí. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.