Fréttablaðið - 22.08.2009, Page 41
www.tskoli.is
Innritun í kvöld- og f jarnám
stendur til 26. ágúst Lækkað verð
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ verður opið á Menningarnótt til 22.30
og er ókeypis á allar sýningar. Boðið verður upp á fléttudagskrá þar sem
spunnið er út frá tveggja alda afmæli landsyfirráða Jörundar hundadaga-
konungs. Sýndir verða margvíslegir munir frá veru hans hér á landi og
spiluð verður tónlist sem ef til vill ómaði á dansleikjum Jörundar.
Unnur B. Hansdóttir opnaði ásamt
eiginmanni sínum, Pjetri Árnasyni,
veitinga- og þjónustumiðstöðina
Esjustofu í byrjun mánaðarins og
þar ætla þau hjónin að verja stærst-
um hluta helgarinnar. Staðurinn
stendur við Esjurætur og er hann
ætlaður gestum fjallsins og öðrum
vegfarendum.
Hjónin hafa í mörg ár stundað
útivist í Esjuhlíðum og upplifað
jákvæð áhrif sem hreyfing í nátt-
úrunni gefur líkama og sál. Hug-
mynd að veitinga- og þjónustu-
miðstöð varð til í einni slíkri ferð
fyrir tæpum áratug og er því ljóst
að framkvæmdin er engin skyndi-
ákvörðun.
Þau Unnur og Pjetur festu kaup á
gömlu húsi sem þau gerðu upp auk
þess sem þau hafa látið gera tvær
brýr yfir Mógilsá til að greiða götu
göngugarpa að staðnum. „Við höfum
haft hugmyndafræði sjálfbærrar
þróunar að leiðarljósi við endurgerð
og hönnun húsnæðisins og má segja
að næstum því hver einasta skrúfa
hafi verið endurnýtt,“ segir Unnur.
Hún segir þau hjónin leggja
sig fram um að útbúa sem mest
sjálf af því sem boðið er upp á og
taka þau mið af náttúrunni í þeim
efnum. „Þá reynum við að kaupa
allar afurðir eins nálægt okkur
og við getum.“ Á boðstólum eru til
að mynda íslenskar spelt-vefjur,
heimalöguð súpa og heilsubar með
hreinsandi söfum og bústi. Einhver
sætindi leynast þó inni á milli og er
boðið upp á heimalagað súkkulaði,
súkkulaði köku og vöfflur.
Unnur segir staðinn ætlaðan
göngufólki sem og öðrum gestum
sem vilji njóta veitinga í vinalegu
og fallegu umhverfi. „Þá verður
viðburðadagskrá allan ársins hring
auk þess sem boðið verður upp á
salaleigu fyrir stórar sem smáar
uppákomur.“
Að sögn Unnar leggja mun fleiri
leið sína á fjallið nú en þegar hún
og Pjetur byrjuðu að stunda þessa
heilsurækt og vonast þau til að sjá
sem flesta. vera@frettabladid.is
Una sér við Esjurætur
Helginni ætla hjónin Unnur B. Hansdóttir og Pjetur Árnason að eyða við Esjurætur en þar opnuðu þau
nýverið veitingastaðinn Esjustofu. Þar er boðið upp á holla og næringarríka rétti fyrir rjóða göngugarpa.
Unnur og Pjetur tóku ástfóstri við Esjuna fyrir löngu og hafa gengið með hugmyndina að veitingastað og þjónustumiðstöð við
Esjurætur í maganum um margra ára skeið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA