Fréttablaðið - 22.08.2009, Side 46

Fréttablaðið - 22.08.2009, Side 46
 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR6 Langar þig til að vinna á lífl egum og fjölbreyttum vinnustað? Íþróttafélagið HK leitar að sjálfstæðum og ábyrgðafullum karlmanni, ekki yngri en 20.ára, í fullt starf sem baðvörður. Starfi ð felst m.a í baðvörslu, þrifum og hús- vörslu. Umsækjendur þurfa að hafa gaman af börnum og mannlegum samskiptum. Áhugasamir sendið umsókn á hk@hk.is eða HK, Digranes - íþróttahús, 200 Kópavogi. - Lifið heil www.lyfja.is Lyfja hf. leitar að metnaðarfullum og sjálfstæðum lyfjafræðingi til að veita forstöðu lyfjaútibúi í flokki 1 á Höfn í Hornafirði . Starfs- og ábyrgðarsvið Í starfinu felst m.a. að bera faglega ábyrgð á rekstri lyfjabúðarinnar, annast daglegan rekstur og umsýslu og sjá til þess að unnið sé samkvæmt lögum og reglugerðum um lyfsöluleyfi. Um er að ræða spennandi starf og tækifæri fyrir metnaðarfullan lyfjafræðing. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í síðasta lagi 1. des- ember 2009. Í boði er krefjandi og áhugavert starf á skemmtilegum vinnustað í vaxandi bæjarfélagi, flutningsstyrkur og húsnæði á hagstæðum kjörum. Hæfniskröfur Háskólapróf í lyfjafræði og gilt starfsleyfi. Stjórnunarhæfileikar, rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Áreiðanleiki, metnaður og skipulögð vinnubrögð. Í sveitarfélaginu Hornafirði búa um 2.500 manns. Þar er öflugt félags- og menningarlíf og aðstæður til uppeldis barna hinar ákjósanlegustu. Í sveitarfélaginu eru framhaldsskóli, grunnskóli, tveir leikskólar, tónlistarskóli og öflug heilbrigðisþjónusta auk allrar almennrar þjónustu. Nánari upplýsingar veitir Hallur Guðjónsson, starfsmannasviði: sími 530 3800, hallur@lyfja.is Umsóknarfrestur er til 20. september 2009 og farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Í samræmi við jafnréttisáætlun Lyfju hf. eru karlar jafnt sem konur hvattir til þess að sækja um stöðu hjá fyrirtækinu. Hlutverk Lyfju er að stuðla að góðri heilsu og vellíðan. Frá upphafi hefur Lyfja verið brautryðjandi í lækkun lyfjaverðs og boðið upp á ýmsar nýjungar í faglegri þjónustu. Fyrirtækið rekur apótek og heilsubúðir víðs vegar um landið ásamt því að starfrækja lyfjaskömmtun til einstaklinga og stofnana. Hjá fyrirtækinu starfa um 300 manns. Lykillinn að árangri er starfsfólkið okkar og því höfum við það að markmiði að fá hæft fólk til liðs við okkur, skapa eftirsóknarverða vinnustaði þar sem góður starfsandi ríkir og að starfsfólk fái tækifæri til að öðlast faglegan og persónulegan þroska í starfi. Einkunnarorð okkar eru áreiðanleiki, umhyggja og metnaður. ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 4 68 33 0 8. 20 09 Við leitum að sjálfstæðu, skipulögðu og metnaðar- fullu starfsfólki sem hefur áhuga á að ganga til liðs við framsækið og spennandi fyrirtæki. Lyfjafræðingur – Lyfja, Höfn í Hornafirði Austur Indíafélagið auglýsir Vegna mikilla anna vantar okkur að ráða framreiðslumenn og aðstoðarfók í sal. Við leitum að metnaðarfullu og kraftmiklu fólki með framúrskarandi þjónustulund. Áhugasamir sendi nauðsynlegar upplýsingar á austurindia@austurindia.is We are hiring for waitstaff and kitchen help. If you are ambitious, energetic and service oriented please do apply. Send all relevant info to austurindia@austurindia.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.